Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Svínið mitt MAMMA, HVAÐ ER AÐ VERA ÓFRÍSK? © DARGAUD Grettir Grettir Smáfólk NAMMI... KÖKUMYLSNA NÆ... EKKI... LENGRA... HREYFÐU ÞIG! ÉG GERI RÁÐ FYRIR AÐ ÞÚ SÉRT AÐ TALA VIÐ MYLSNUNA HVAÐ ERTU AÐ GERA NÚNA GRETTIR? Ó... ERTU AÐ ANDA? EN SNIÐUGT! PASSAÐU ÞIG AÐ OFGERA ÞÉR EKKI ÉG HELD AÐ ÉG FINNI FYRIR PÍNU KALDHÆÐNI ÞARNA ER HANN! EN HVERT ER HANN AÐ FARA HANN ER AÐ FARA HEIM HERRA HÆTTU AÐ KALLA MIG HERRA! KALLI HVERT ERTU AÐ FARA? HVAÐ MEÐ LEIKINN? ÉG ÞORI AÐ VEÐJA AÐ HANN HEYRÐI ÞAÐ SEM ÞÚ SAGÐIR ÁÐAN HERRA... ÞÚ SAGÐIR AÐ HANN VÆRI LEIÐINLEGUR OG AÐ ENGINN GÆTI ELSKAÐ HANN KALLI! EKKI LÁTA SVONA! ÉG MEINTI ÞETTA EKKERT! ÉG VISSI EKKI AÐ ÞÚ VÆRIR AÐ HLUSTA! KALLI!! HA HA! VOÐA FYNDIÐ JÚ, ÞEGAR ÉG VAR ÁSTFANGIN AF HONUM PABBA ÞÍNUM ÞÁ FÉKK ÉG STÓRAN MAGA OG ÞÁ VAR ÉG ÓFRÍSK. TAKK FYRIR AÐ SEGJA “ÉG VAR” SVO FÆDDIST ÞÚ OG MAGINN Á MÉR MINNKAÐI HÚN SAGÐI “ÞEGAR ÉG VAR ÁSTFANGIN” EN EINGÖNGU KONUR GETA EIGNAST LITLAR SÆTAR STELPUR EINS OG ÞIG ELSKAN MÍN BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA! OG NÆST ÞEGAR ÞÚ HEFUR SVONA SPURNINGU ÞÁ SKALTU SPYRJA HANN PABBA ÞINN SJÁÐUR TIL HVERNIG HANN SVARAR ÞÉR HMM SEGÐU MÉR PABBI... VARSTU MEÐ STÓRAN MAGA ÞEGAR SVÍNIÐ FÆDDIST? BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UMHVERFISRÁÐHERRA hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum nr. 64/1994, um vernd villi- dýra, samið af Náttúrufræðistofnun með Fuglaverndarfélagið sem um- sagnaraðila en fuglafræðingar stofnunarinnar eru í félaginu, hafa komið fram undir merkjum hvoru- tveggja. Þeir lögðu í þessu tilviki dóm á ágæti eigin lagasmíða – vinnusparnaður. Í frumvarpinu stendur: „Einnig er óheimilt að koma fyrir hvers kyns búnaði í þeim tilgangi að fæla fugla frá hreiður- stæðum eða reyna að hindra þá í að verpa þar. Með hreiðurstæðum samkvæmt þessari grein er átt við alla þá staði sem ernir hafa orpið á svo vitað sé. Náttúrufræðistofnun Íslands skal halda skrá yfir hreið- urstaði og láta Umhverfisstofnun í té. Fara skal með allar upplýsingar úr skránni sem trúnaðarmál í sam- ræmi við reglur sem umhverfisráð- herra setur um meðferð upplýsinga úr skránni.“ Þessu er stefnt gegn æðarbænd- um sem almennt og með rétti hafa varið æðarvörp ágangi vargs með fuglahræðum. Kærumál fuglafræð- inga til að fá þessa hefðbundnu hlunnindavörn dæmda sem afbrot hafa endað í sýknu og því skal lög- um einfaldlega breytt til að fram- leiða glæpinn. Bændur virða frið- unina, þola búsifjar. Þeir láta erni, hreiður, egg og unga þeirra óáreitta komi þeir fyrir í æðarvarpi. Þeir fá ekki hindrað að ernir sæki æti í æð- arvörp sem og æðarstofninn utan varptíma en æður er einnig friðuð þó fuglafræðingar láti sig þá tegund engu varða. Viðkoma hins vaxandi arnarstofns er ekki háð því að ernir fái að rústa fáum, síminnkandi og landfræðilega takmörkuðum æðar- vörpum. Náttúruvernd er ekki að útmála heila starfsstétt, æðarbænd- ur, sem náttúruníðinga. Í réttarhöldum fengust fugla- fræðingar ekki til að skilgreina hreiður og hreiðurstæði, töldu þau eitt og hið sama, eilíf í tíma og rúmi en í frumvarpinu koma vísindi þeirra fyrst fram, – „allir þeir staðir sem ernir hafa orpið á svo vitað sé“. Þetta er altæk, ónákvæm nálgun, afmarkar hvorki atferli né gerir kröfur til áreiðanleika, ber einkenni trúarrits fremur en lagatexta með raunvísindalegri skírskotun, skapar réttaróvissu, opnar á túlkanir. Fuglafræðingar Náttúruvísinda- stofnunar fela sjálfum sér leynilega skráningu hreiðurstaða arna, sem sagt æðarbændum er ætlað að hlýða tilvonandi lögum, forðast að setja fuglahræður á meinta hreiðurstaði arna innan æðarvarps en hvaða staðir teljist slíkir skal hins vegar haldið leyndu fyrir þeim. Nú er bara að vona að samgönguráðherra taki sér ekki umhverfisráðherra til fyr- irmyndar við lagasmíðar, annars fengju ökumenn umferðarreglur án umferðarmerkja. JÓN SVEINSSON, Heiðargerði 51, 108 Reykjavík. Náttúruvernd eða tegundarasismi ? Frá Jóni Sveinssyni, iðnrekanda: UMRÆÐUR um færslu Hring- brautar, sem nú stendur fyrir dyr- um, hafa fyllt allmargar síður Morgunblaðsins að undanförnu. Málið virðist einkum snúast um það hve greiðfært verður milli gamla Miðbæjarins og þess nýja í Vatnsmýrinni, og einnig um að- gengi að Háskólanum. Hvað varðar Háskólann þá verða engar breytingar á Hring- brautinni vestan Þorfinnstjarnar (sem er í Hljómskálagarðinum). Rétt við Tjarnargötu eru gang- brautarljós og ekki erfiðara að komast þar yfir heldur en Lækj- argötu við Bankastræti. Við Njarðargötu verður göngubrú yfir Hringbrautina sem auðveldar fólki að fara á milli Háskólans og Land- spítala. Um Vatnsmýrina er það að segja, að nýlegt borgarskipulag festi Reykjavíkurflugvöll nær tvo áratugi fram í tímann, sem aftur skapaði grundvöll fyrir endurlagn- ingu flugbrautanna. Í framhaldi af því hafa svo komið fram hótanir um lögfestingu núverandi Reykja- víkurflugvallar svo og svo langt fram í tímann. Hugmyndir um að reisa nýjan miðbæ í Vatnsmýrinni hafa verið ræddar með hléum frá 1957. Ein- hvern tíma hlýtur að koma að því að haldin verði alþjóðleg sam- keppni um málið og síðan hafist handa. Yrði þá talið rétt að gang- andi fólk kæmist hindrunarlaust milli Gamla miðbæjarins og þess nýja, þá yrði ekki dýrt að setja kafla af Hringbrautinni í stokk í tengslum við þær framkvæmdir allar. Fyrr skilar sú hugmynd litlu sem engu. En nú má ekki tefja framkvæmdir af ýmsum ástæðum og ekki síst þeirri, að áætluð stækkun og þróun Landspítalans er höfuðnauðsyn. Þá hefur hafnarsvæðið verið dregið inn í umræðuna. Þegar samstaða hefur loksins náðst um staðsetningu og uppbyggingu tón- listarhúss er fjasað um að það verði girt af með hrikalegri um- ferðaræð, Geirsgötu. „Girðingin“ er ekki öflugri en svo að fólk fer þar yfir í stórhópum, þegar eitt- hvað er um að vera á hafnarbakk- anum, svo sem börn og unglingar í Tívolí eða farþegar frá skemmti- ferðaskipum. En síðar á að bæta aðgengið með gönguleið undir göt- una. Eigum við ekki heldur að gleðjast og fara að hlakka til vænt- anlegra tónleika af mörgum gráð- um og gerðum í þessu langþráða húsi frekar en tefja málið eða spilla því? VALDIMAR KRISTINSSON, Kirkjusandi 1, Reykjavík. Hví allt þetta fjas? Frá Valdimar Kristinssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.