Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÞORSTEINN Símonarson, skip- stjóri á Þorsteini EA, segir að ver- ið sé „að gera úlfalda úr mýflugu“ þegar því sé haldið fram í norskri heimildarmynd að skipulagt brott- kast á síld hafi farið fram um borð í skipinu í júlí í fyrra, við veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum. Þorsteinn segir mannleg mistök hafa átt sér stað sem hafi orðið þess valdandi að 30 kíló af síld hafi farið í sjóinn. Það sé „út í hött“ að kasta fiski í sjóinn og skipverjar á Þorsteini EA hafi ekki stundað slíkt. Norska strandgæslan hafi komið um borð þegar verið var að hífa fyrsta holl í túrnum. Mistökin hafi átt sér stað þegar verið var að und- irbúa fiskvinnsluna um borð. Þegar vinnslukerfið hafi verið gangsett hafi komið í ljós að frágangurinn hafi ekki verið fullnægjandi og 30 kíló af síld farið útbyrðis af færi- bandinu. Norðmennirnir hafi náð því atviki á myndband og það greinilega ratað í þáttinn. Eftir að- finnslur norsku strandgæslunnar hafi vinnslukerfið verið lagað og þegar þeir hafi komið um borð fjór- um dögum síðar hafi engar athuga- semdir verið gerðar. „Það er hægt að klippa svona myndir til og gera myndbrot þann- ig að eitthvert ógurlegt mál verði úr því, en það er bara ekki í þessu tilviki,“ segir Þorsteinn Símonar- son. Skipstjóri Þorsteins EA um meint brottkast á fiski „Verið að gera úlfalda úr mýflugu“  Athugasemd/26 UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur um sölu KB banka á öllum eignarhlutum sínum í Stein- hólum ehf., sem er móðurfélag Skeljungs hf. Kaupandi er eign- arhaldsfélag í eigu Pálma Har- aldssonar í Feng og Jóhannesar Kristinssonar, flugstjóra í Lúxem- borg. Kaupin eru gerð með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönn- unar, sem fyrirhugað er að liggi fyrir innan fjórtán daga. Í tilkynn- ingu frá KB banka segir að kaup- verðið sé trúnaðarmál. Pálmi Haraldsson segist mjög ánægður með kaupin, sem séu langtímafjárfesting þeirra Jó- hannesar. Hann segir að Skelj- ungur sé gott fyrirtæki og stefnt sé að því að það verði rekið áfram í óbreyttri mynd. Stórvægilegar breytingar séu ekki fyrirsjáanleg- ar. Pálmi segist eiga von á að verða stjórnarformaður Skeljungs þó ekkert hafi verið ákveðið í þeim efnum. Örvar Kærnested, forstöðu- maður fyrirtækjaráðgjafar KB banka, segir bankann mjög ánægðan með söluna á Steinhól- um. Samningar um söluna hafi gengið hratt og vel fyrir sig. Bank- inn hafi eignast félagið að fullu í lok janúar síðastliðins og það hafi verið yfirlýst markmið bankans að selja félagið, enda samræmist það ekki starfsemi bankans að félagið sé til lengri tíma í eigu hans. Kaupþing Búnaðarbanki, Burð- arás og Sjóvá-Almennar trygging- ar stofnuðu Steinhóla í ágúst á síð- asta ári, sem keypti Skeljung að fullu og skráði félagið af markaði í kjölfarið. Kaupþing Búnaðarbanki átti þá helmingshlut í Steinhólum en Burðarás og Sjóvá-Almennar fjórðungshlut hvort félag. Í lok janúar síðastliðins keypti KB banki hlut Burðaráss og Sjóvár- Almennra trygginga í Steinhólum og eignaðist félagið og Skeljung þar með að fullu. Gengið frá kaup- um á Skeljungi Nýir eigendur eru Pálmi Haraldsson í Feng og Jóhannes Kristinsson ÁKVEÐIÐ hefur verið að hætta frá og með næsta hausti kennslu í táknmáls- túlkun sem kennd hefur verið við heim- spekideild Háskóla Íslands. Einnig verð- ur kennurum við deildina ekki greitt fyrir yfirvinnu og stundakennarar ráðnir í staðinn. Þetta er meðal þeirra að- haldsaðgerða sem gripið verður til inn- an deildarinnar til að koma í veg fyrir rekstrarhalla. „Það eru 10–12 táknmálstúlkar starf- andi og þeir anna engan veginn þeim verk- efnum sem heyrnarlausir þurfa á að halda,“ segir Rannveig Sverrisdóttir, lekt- or í táknmálsfræði. Þegar heyrnarlaus þingmaður hafi tekið sæti á Alþingi hafi ekki verið hægt að anna þeirri túlkun og margir hafi ekki fengið túlk vegna þess- arar auknu þarfar. „Heyrnarlausir þurfa túlk í svo mörgum aðstæðum. Nú er verið að tala um að viðurkenna táknmálið sem fyrsta mál heyrnarlausra. Ef það verður gert þá eiga þeir meiri kröfu en áður til túlkunar og þá mun þurfa að mennta miklu fleiri túlka, því þeir anna þessu eng- an veginn,“ segir hún. Gætu rekið öfluga deild ef ríkið leiðrétti launastiku Heimspekideild hefur skilað inn fjár- hagsáætlun fyrir þetta ár, sem í fyrsta skipti í langan tíma verður hallalaus. „En hún var okkur dýrkeypt,“ segir Anna Agn- arsdóttir, deildarforseti heimspekideildar. Auk niðurskurðar í táknmálstúlkun verð- ur yfirvinna kennara greidd út í auknum rannsóknartíma og munu stundakennarar koma í stað kennara í rannsóknarleyfi, sem ekki fá greidd jafn há laun. „Við erum búin að skera niður nám- skeið, samnýta námskeið og gera reyndar allt sem okkur dettur í hug. Árangurinn er að við skilum hallalausum rekstri fyrir ár- ið, en ég vona að í framtíðinni verði hægt að byggja upp öfluga heimspekideild á ný,“ segir Anna. Alls er 410 milljónum króna úthlutað í rekstur deildarinnar og fara 96% útgjaldanna í launakostnað. Rík- ið greiðir, að sögn Önnu, samkvæmt launastiku þar sem gert er ráð fyrir að meðallaun kennara séu 237 þúsund krónur á mánuði, að undanskildum launatengdum gjöldum. Samkvæmt tölum frá Háskól- anum séu meðallaun kennara hins vegar 305 þúsund krónur. Meðaltalið í heim- spekideild er nokkuð hærra, eða 315 þús- und krónur, sem má skýra með háum með- alaldri kennara. „Ég myndi segja að ef launastikan yrði leiðrétt væri heim- spekideild í mjög góðum málum. Við gæt- um rekið hér mjög öfluga deild,“ segir Anna. Kennslu í táknmáls- túlkun hætt við HÍ  Kennslu/6 KONAN sem lenti í bílslysi við Blönduós á miðvikudagskvöldið lést á gjörgæsludeild Landspít- alans við Fossvog í gærdag. Hún var á 45. aldursári. Dóttir hennar liggur á gjör- gæsludeild mikið slösuð að sögn vaktlæknis í gærkvöldi. Hún er þó ekki í öndunarvél og líðan hennar stöðug. Karlmaður var einnig í bíln- um en hann slasaðist ekki mik- ið. Fólkið var í jeppa sem var ekið aftan á kyrrstæðan malar- flutningabíl. Skyggni var slæmt á slysstað. Bílslysið við Blönduós Konan lést í gær ALÞJÓÐLEGT andrúmsloft ríkti á Klambratúni við Kjarvalsstaði í gær þegar leikskólabörn úr Hlíð- unum komu saman og veifuðu litskrúðugum og fjöl- breyttum þjóðfánum. Tilefnið var Vetrarhátíð Reykjavíkur sem nú stendur yfir og hittust börnin undir þeim friðar- boðskap að jarðarbúar ættu að vera „vinir eins og við“. /24 Morgunblaðið/Jim Smart Vinir á Vetrarhátíð KONA á áttræðisaldri liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítala – háskólasjúkrahúss eftir að henni var bjargað út úr reykfylltu einbýlis- húsi við Víðihvamm í Kópavogi í gær- morgun. Konunni er haldið sofandi í öndunarvél og var ástand hennar mjög alvarlegt, að sögn læknis á gjör- gæsludeild í gærkvöldi. „Hún er í mikilli lífshættu,“ sagði hann. Reykkafarar náðu konunni Blaðberi Morgunblaðsins varð var við reykinn í gærmorgun er hann var að bera út blaðið í hverfinu og gerði slökkviliði viðvart. Fyrsti slökkvibíll- inn var sendur á vettvang um klukk- an hálfsjö og fóru reykkafarar slökkviliðsins inn í húsið til að ná í konuna, sem var ein í húsinu. Náðu þeir henni út og var hún flutt með sjúkrabíl á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Slökkvistarfi var lokið skömmu fyrir hálfátta. Eldurinn kviknaði í eldhúsi en eldsupptök eru ókunn. Þá eru miklar skemmdir á húsinu. Í lífshættu eftir bruna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.