Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 67
FJÓRIR ungir strákar í hljómsveitinni Tender- foot sem stofnuð var snemma árið 2002, eru á svaka flugi. Þeir hafa ver- ið að spila nánast einu sinni í hverri viku frá ára- mótum og nú ætla þeir að fljúga eftir helgi til Am- eríku og viðkomustað- urinn er sjálf New York borg. Þar munu þeir spila á sex tónleikum á fjórum klúbbum í borg stóra epl- isins, þar sem allt getur gerst. Einn af meðlimum sveitarinnar, Karl Henry Hákonarson, segir þessa utanför hljómsveit- arinnar hafa komið í framhaldi af Airwaves tónlistarhá- tíðinni hér á Íslandi í haust, en þangað mæta margir er- lendir aðilar í leit að einhverju bitastæðu. „Þá vorum við að spila á Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu og þar voru mættir aðilar frá Bandaríkj- unum sem höfðu áhuga á því sem þeir sáu og heyrðu hjá okkur. Við gáfum þeim diska, símanúmar, netföng og allt sem þessu tilheyrir. Þeir höfðu samband við okk- ur fljótlega eftir hátíðina og vildu fá okkur út til New York til að spila og við gleyptum auðvitað við því! Sem betur fer ætlar Loftbrú Flugleiða að styrkja okkur til fararinnar svo blankheit eða annað stendur ekki í veg- inum fyrir okkur. Við fljúgum út á þriðjudaginn eftir helgi og verðum að spila fimmtudag, föstudag, laug- ardag og sunnudag.“ Á slóðum goðsins Svo skemmtilega vill til að einn af þeim klúbbum sem þeir munu spila á í New York, Sin-é, er einmitt klúbbur þar sem Jeff Buckley hélt tónleika á sínum tíma og voru þeir hljóðritaðir. En tónlist fjórmenninganna í Tenderfoot hefur einmitt þótt vönduð og tilfinningarík í anda feðgana Tims og Jeffs Buckleys. – Er þetta þá ekki sumpart pílagrímsferð fyrir ykkur að mæta og spila á sama stað og Buckley? „Jú, heldur betur. Þetta er mikill heiður og við erum allir miklir aðdáendur hans og hann er einn helsti áhrifavaldur í þeirri tónlist sem við semjum. Hann spilaði þarna á hverjum mánudegi í rúmt ár og var orðinn svona heim- ilishundur á staðnum, hjálpaði til við að vaska upp ef þurfti,“ segir Kalli og bætir við að það sé aldrei að vita nema þeir grípi líka í uppvaskið. Til framdráttar að vera frá Íslandi Kalli getur ekki neitað því að þeir félagarnir séu spenntir og upp með sér að fá tækifæri til að spila í New York. „En við ætlum fyrst og fremst að hafa gam- an af þessu og ef eitthvað gerist þá lítum við á það sem plús.“ Kalli segir greinilegt að það sé til framdráttar að vera frá Íslandi og þeir verði aðalhljómsveitin sem spili á þessum klúbbum þarna úti. „En það verða stundum einhver lókal New York bönd líka að spila sömu kvöld og við, meðal annars Last Town Chours og Sea Ray.“ Ný plata á döfinni og Grandrokk Að sögn Kalla er Tenderfoot núna að vinna að stórri plötu sem kemur út með vorinu. „Annars stefnum við fyrst og fremst á það að vera duglegir að spila og við er- um einmitt að spila á Grandrokk í kvöld og tónleikarnir hefjast klukkan tíu. Á undan okkur ætlar snillingurinn og trúbadorinn Siggi Ármann að spila, en hann er mjög sérstakur gaur og túraði með Sigur Rós um Bandaríkin á sínum tíma. Við ætlum að spila okkar prógramm og prófa líka nokkur ný lög því við höfum verið duglegir að semja undanfarið.“ Tenderfoot – fyrst Grandrokk svo New York Íslenskir og blíðfættir Jórvíkurfarar Ljósmynd/Jasper Collidge Kalli, söngvari og gítarleikari, í mikilli innlifun. khk@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 67 Sýnd kl. 2, 4 og 6. Íslenskt tal. Charlize Theron: Golden Globe verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki. Tilnefnd til Óskarsverðlauna Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. MIÐAVERÐKR. 500. www.laugarasbio.is Kvikmyndir.comHJ MBL Sýnd kl. 2. B.i. 12. FRUMSÝNING Tilnefningar til óskarsverðlauna11 Yfir 92.000 gestir Frábær gamanmynd frá höfundi Meet the Parents Ben Stiller Jennifer Aniston Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14. Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Tilnefningar til óskarsverðlauna Besta leikkona í aðalhlutverki Besti leikari í aukahlutverki 21 GRAMM www .regnboginn.is Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. 2 HJ Mbl. Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.20. ÓHT Rás2 Vann 3 Golden Globe. Besta gamanmynd Besta handrit Besti gamanleikari í aðalhlutverki Ein athyglisverðasta mynd ársins „Dýrmætt hnossgæti“ EPÓ Kvikmyndir.com Tilnefningar til óskarsverðlauna Besta mynd, besti leikstjóri, besta handrit og besti leikari í aðalhlutverki 4 Allir þurfa félagsskap SV MBL „Glæsilegt ævintýri. Hreinn unaður frá upphafi til enda.“ Fréttablaðið ÓHT Rás 2 l il t i t ri. r i r fr fi til .“ r tt l i SV Mbl.l. Kvikmyndir.comvi y ir. Sýnd kl. 3.30, 6, 8.30 og 10.40. B.i. 16 ára. ÓHT Rás2 Sálfræðitryllir í anda The Sixth Sense með hinni frábæru Halle Berry. Hún vaknar upp á hæli og man ekki eftir hræðilegum glæp sem hún á að hafa framið! Ekki er allt sem sýnist. Mynd sem fær hárin til að rísa. TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI! DANSLEIKUR Harmonikufélags Reykjavíkur „Komdu í kvöld...” Harmonikuball í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima í Reykjavík, í kvöld, frá kl. 22:00. Fyrir dansi leika fjórar hljómsveitir. Ragn- heiður Hauksdóttir syngur. Fjölbreytt dansmúsik við allra hæfi. Góður vettvangur fyrir dansáhuga- fólk. Aðgangseyrir kr. 1.200.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.