Morgunblaðið - 21.02.2004, Side 26

Morgunblaðið - 21.02.2004, Side 26
AKUREYRI 26 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Hofsós | Umhverfisverðlaun UMFÍ og Pokasjóðs voru í vikunni veitt í áttunda sinn, en þessi við- urkenning hefur verið veitt árlega síðan 1996. Að þessu sinni var það Vest- urfarasetrið á Hofsósi sem hlaut viðurkenninguna og var það Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra sem afhenti verðlaunin, en við- staddir voru auk fjölmargra gesta, stjórnarmenn UMFÍ, sveitarstjóri og sveitarstjórn Skagafjarðar. Eftir að Valgeir Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Vesturfaraset- ursins, hafði boðið gesti velkomna tók til máls Helga Guðjónsdóttir, varaformaður UMFÍ, og gerði grein fyrir veitingu umhverf- isverðlauna fyrir árið 2003. Í máli Helgu kom fram að Vest- farasetrið, sem starfrækt hefur verið síðan 1996, sinnir mikilvægu hlutverki í tengslum Íslendinga hér heima og þeirra mörgu lands- manna sem á árum áður fluttu vestur um haf og gerðust land- nemar þar. Sinnir setrið hlutverki tengsla- og upplýsingamiðstöðvar fyrir samskipti Íslendinga og þess fólks af íslenskum ættum í Vest- urheimi sem leitar uppruna síns heima á Fróni. Með frumkvæði Valgeirs Þor- valdssonar, framkvæmdastjóra Vesturfarasetursins, og eign- arhaldsfélagsins Snorra Þorfinns- sonar, sem stendur að rekstri set- ursins, hefur kjarni verslunarstaðarins Hofsóss fengið nýtt og mikilvægt hlutverk, sem stuðlar að bættri umgengni og fegrun umhverfisins. Samstarf pokasjóðs og UMFÍ byggist á þeirri sameiginlegu sýn, að treysta sambúð íbúanna við eigið land og ræktun bæði lýðs og lands, svo sem segir í kjörorði ungmennahreyfingarinnar. Meðal markmiða pokasjóðsins er einmitt að úthluta styrkjum til verkefna sem heyra undir almannaheill, svo sem verkefni sem tengjast menn- ingar- og umhverfismálum, listum, íþrótta- og mannúðarmálum, þannig að markmiðin falla mjög vel saman. Þá tók til máls Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra og sagði það vera sér heiður og sérstaka ánægju að fá að vera með og taka þátt í þegar svo stór viðurkenning í umhverfismálum er afhent. Siv sagði mikilvægt öllum að- ilum að fá viðurkenningu frá svo stórum og öflugum samtökum sem Vesturfara- setrið á Hofs- ósi hlýtur viðurkenningu Húsavík | Fyrir skömmu var haldið í Íþróttahöllinni hið árlega Opna Húsavíkurmót í boccia. Mótið er liða- keppni þar sem keppt er í 2ja manna liðum og er opið öllum, og er hugsað sem fjáröflun fyrir bocciadeild Völ- sungs. Þátttaka var mjög góð og mættu um 36 lið til keppni. Keppni var geysihörð og spenn- andi, keppt var í riðlum, milliriðlum og í lokin var spilað um 1. – 3. sæti eins og á flestum stórmótum. Í lokin stóð uppi sem sigurvegari sveit frá héraðsfréttablaðinu Skarpi sem frændurnir Olgeir H. Egilsson og Pétur Skarphéðinsson skipuðu. Í öðru sæti varð sveit Húsavíkurbæjar skipuð þeim Kristbirni Óskarssyni og Reinhard Reynissyni. Ungir í anda, D-sveit, lenti í þriðja sæti en hana skipuðu þeir Óli Kristinsson og Magnús Andrésson. Vegleg verðlaun voru í boði sem voru gefin af Skóbúð Húsavíkur, Veitingahúsinu Sölku, Íslandsbanka og Öryggi ehf., en liðið frá Skarpi hlaut sæmdarheitið Bocciameistari Húsavíkur 2004 og hlaut MSKÞ-bik- arinn að launum. Að venju komu félagar í Kiwanis- klúbbnum Skjálfanda að fram- kvæmd mótsins og önnuðust dóm- gæslu ásamt fleira góðu stuðningsfólki sem til var kallað. Tókst sú framkvæmd vel undir traustri stjórn mótsstjóra og yfir- dómara Arnars Guðlaugssonar, sem verið hefur yfirdómari á öllum mót- um sem deildin hefur haldið frá upp- hafi. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Sigurvegarar: Frændurnir Olgeir H. Egilsson og Pétur Skarphéðinsson skipuðu sigursveit Opna Húsavíkurmótsins í boccia. Frændur sigruðu á Húsavíkur- mótinu í boccia UNNIÐ er að gerð deiliskipulags safnasvæðis á Krókeyri en mark- miðið með þeirri vinnu er að skil- greina nýtingarmöguleika skipu- lagssvæðisins með hliðsjón af þeim áformum sem uppi eru um nýtingu þess svo og þeim verð- mætu umhverfisþáttum sem ein- kenna það. Safnasvæðið verður hluti safnaþyrpingar í Innbænum ásamt Minjasafninu, Nonnahúsi, Friðbjarnarhúsi og Gudmands Minde. Megingönguleiðin meðfram Aðalstræti og áfram suður fyrir Þórunnarstræti verður mikilvæg tenging milli safnanna. Um þessar mundir er unnið að breytingum á áhalda- og aðstöðu- húsi gömlu umhverfisdeildar og verður það nýtt fyrir Iðn- aðarsafnið en það safn er helgað atvinnulífi seinni alda á Akureyri, þar sem sérstök áhersla er lögð á iðngreinar og fyrirtæki á því sviði. Í tengslum við uppbyggingu Iðn- aðarsafnsins í framtíðarhúsnæði er talið nauðsynlegt að skilgreina möguleika á frekari uppbyggingu svæðisins sem safnasvæðis, hvort sem um verði að ræða stækkun Iðnaðarsafnsins eða uppsetningu annarra eða nýrra safna sem tengjast því á einn eða annan hátt, eins og segir í greinargerð með deiliskipulagstillögunni. Jafnframt er þörf fyrir svæði þar sem hægt verður að setja nið- ur gamlar, aðfluttar byggingar sem hafa sögulegt eða listrænt gildi en verða að víkja af ein- hverjum ástæðum af upphaflegum grunni. Í því samhengi hefur verið horft til Wathne-hússins svo- nefnda sem flutt var af Oddeyr- artanga vegna framkvæmda og stendur nú til bráðabirgða á gamla athafnasvæði Umhverf- isdeildarinnar á Krókeyri. Einnig hefur verið litið til Gæruhússins í þessu samhengi en það stóð við Sláturhús KEA á Oddeyri og var tekið niður fyrir nokkrum árum. Húsaviðir Gæruhússins eru í eigu Þjóðminjasafnsins og var að því stefnt að það risi á geymslusvæði Minjasafnsins að Naustum. Bæði húsin tengjast meginatvinnugrein- um bæjarins og gætu sómt sér ágætlega í nýjum hlutverkum tengdum þeim og í samhengi við önnur safnahús bæjarins. Gamla gróðrarstöðin standi áfram Á skipulagssvæðinu eru skil- greindar fjórar lóðir fyrir þjón- ustustofnanir, þar sem fyrst og fremst er gert ráð fyrir stofn- unum og fyrirtækjum sem tengj- ast safna- og sýningarstarfsemi annars vegar og náttúruvísindum, ræktun og umhverfismálum hins vegar. Einnig getur hluti svæð- isins hentað fyrir félagsstarfsemi. Syðst á skipulagssvæðinu er opið svæði sem er hluti trjáa- og runnasafns bæjarins. Gert er ráð fyrir að Gamla gróðrarstöðin, hús sem byggt var árið 1903 af Rækt- unarsambandi Norðurlands, standi áfram en að heimilt verði að gera minni háttar breytingar á útliti þess. Útisvæði er ætlað sem sýn- ingarsvæði fyrir stóra gripi sem ekki rúmast eða eiga heima innan- dyra. Á suðurlóð Skautahall- arinnar tekur deiliskipulagið ein- ungis til breytinga á tjörn og gerð trépalla og bryggju út frá bygg- ingum innan aðliggjandi safn- asvæðis. Á norður- og austurhluta svæðisins er lystigarður, opinn al- menningi og með mikið útvist- argildi. Þar er ekki gert ráð fyrir öðrum framkvæmdum en viðhaldi og eðlilegri endurnýjun skrúð- garðsins og eðlilegri stígagerð. Afmörkun skipulagssvæðisins miðast við það svæði sem skil- greint er í Aðalskipulagi Akureyr- ar sem blanda opins svæðis til sérstakra nota og stofnanasvæðis við Krókeyri sunnan innbæjarins. Auk þess nær skipulagssvæðið yf- ir syðsta hluta lóðar Skautahall- arinnar sem skilgreind er sem op- ið svæði til sérstakra nota. Svæðið er á milli Drottningarbrautar og syðsta hluta Þórunnarstrætis og er rúmir 6 hektarar að flatarmáli. Deiliskipulagstillagan hefur verið kynnt í umhverfisráði Akureyr- arbæjar en ekki verið lögð fram til samþykktar. Deiliskipulag Gróðrarstöðvar og safnasvæðis við Krókeyri Tillaga að deiliskipulagi safnasvæðis á Krókeyri á Akureyri.                   ! " #  $  ! " %  $  &     '         %  %(   )         * + +       $ $   *                 Svæðið verði hluti safna- þyrpingar í innbænum Bökur og brauðréttir | Guðríður Eiríksdóttir er leiðbeinandi á nám- skeiði sem haldið verður í Verk- menntaskólanum á Akureyri mið- vikudaginn 3. mars næstkomandi. Það ber yfirskriftina Bökur og brauðréttir og stendur yfir frá kl. 18 til 21. Námskeiðið byggist upp á sýnikennslu auk þess sem þátttak- endur fá að prófa sjálfir. Sjáv- arrétta- og grænmetisbökur eru á dagskránni sem og ofnbakaðir brauðréttir. Símey sér um skrán- ingu.    Góð gjöf | Skipstjóra- og stýri- mannafélag Norðlendinga hefur af- hent Gjafasjóði Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri veglega peningagjöf, eina milljón króna. Fjárhæðin nýtist Fjórðungssjúkra- húsinu vel og verður nýtt til tækja- kaupa vegna hjartalækninga og styrkir þannig enn frekar þjón- ustuna á því sviði segir í frétt á vef sjúkrahússins. ÞORSTEINN Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segist hafa séð norska mynd um brottkast á fiski seinni part fimmtudags og þá strax gefið sig fram eins og hann orðaði það, en skipið sem um ræðir er eitt skipa félagsins, Þorsteinn EA. Gáfu viðvörun Þorsteinn segir að starfsmenn norsku strandgæslunnar hafi komið um borð í Þorstein 14. júlí í fyrra- sumar og þá hafi verið gerð athuga- semd við búnað í flokkara. Um 30 kíló af síld fóru í sjóinn af þessum sökum. Áhöfnin hafi komið með til- lögu að lausn sem Norðmenn hefðu sætt sig við. Strandgæslan hafi svo tvívegis komið um borð með nokk- urra daga millibili til að kanna stöðu mála. „Þeir gáfu út viðvörun og skip- stjórinn gerði enga athugasemd við hana. Þeir komu ítrekað um borð og það er bara gott, þeir eru ávallt vel- komnir og við höfum ævinlega átt ágætt samstarf við norsku strand- gæsluna,“ sagði Þorsteinn Már. Hann sagði það sameiginlegt markmið útgerðar Samherja og sjó- manna að vinna vel, „og menn gera það, en það virðist ekki nægja sum- um, það er alltaf til fólk sem er til í að kasta rýrð á okkar störf,“ sagði Þor- steinn Már. Athugasemd við búnað á flokkara Forstjóri Samherja um brottkastið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.