Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 61
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 61 ÞAÐ ríkir ekki mikil vinátta milli fyrirliða þýska landsliðsins í knatt- spyrnu Oliver Kahn og markvarð- arins Jens Lehmann sem hefur mátt sætta sig við það hlutverk að vera varamarkvörður þýska liðsins á undanförnum árum. Lehmann, sem leikur með Arsenal í ensku úr- valsdeildinni, hefur gagnrýnt Kahn að undanförnu og fært rök fyrir því að hann ætti að vera í byrjunarlið- inu þar sem að hann gerði færri mistök en Oliver Kahn sem leikur með Bayern München í heimalandi sínu. Franz Becken- bauer, fyrrum fyr- irliði og þjálfari þýska landsliðsins, er ekki sáttur við fram- komu Lehmann að undanförnu og í við- tali við Bild, sem birt- ist í gær, segir „Keis- arinn“ að best væri að setja Lehmann út úr þýska landsliðs- hópnum. „Ég tel að Kahn sé betri leikmaður og það umhugsunarefni fyrir Rudi Völler landsliðsþjálfara hvort það sé ekki best fyrir lands- liðið að láta Lehmann í friði næst er landsliðið verður valið,“ segir Beckenbauer en hann átti við svip- að vandamál að stríða árið 1986 á HM sem þjálfari Þýskalands. Þá var Harald „Toni“ Schumacher að- almarkvörður liðsins og varamark- vörðurinn Uli Stein gagnrýndi Bec- kenbauer opinberlega fyrir valið. „Keisarinn“ brást við með því að velja Stein ekki í liðið og sendi hann heim frá Mexíkó. „Keisarinn“ vill losna við Lehmann AP Oliver Kahn og Jens Lehmann. Reuters Thierry Henry, markahrókurinn mikli hjá Arsenal, er tilbúinn í slaginn gegn Chelsea eftir að hafa misst af bikarleik liðanna. KÍNVERSKA karlalandsliðið í körfuknattleik ætlar sér stóra hluti á Ólympíu- leikunum í Aþenu í sumar en hefur þó hug á því að ná enn betri árangri árið 2008 er ól- ympíuleikarnir fara fram í heimalandi þeirra. Yao Ming, miðherji Houston Rockets, er aðeins einn af mörgum snjöll- um leikmönnum sem leika í NBA þessa stundina en gríð- arlegur áhugi er á körfu- knattleik í Kína. Körfuknattleikssamband Kína hefur komist að sam- komulagi við Del Harris, að- stoðarþjálfara Dallas Maver- icks, þess efnis að hann stýri kínverska liðinu í Aþenu ásamt Jonas Kazlauskas, fyrr- um landsliðsþjálfara Litháens. Del Harris þjálfar Kína Vala Flosadóttir verður á meðalkeppenda í stangarstökki og hyggst hún freista þess að ná lág- marki fyrir heimsmeistaramótið sem verður í Búdapest eftir rúman hálfan mánuð. Lágmarkið er 4,35 m en Vala hefur var skammt frá lág- markinu á dögununum þegar hún lyfti sér yfir 4,25 á móti í Þýska- landi. Björn Margeirsson er skráður til leiks í 800 og 1.500 m hlaupi, bróðir hans Ólafur í 800 m hlaupi og Gauti Jóhannesson, Sigurbjörn Árni Arn- grímsson og Kári Steinn Karlsson í 3.000 m hlaupi. Íslandsmethafinn í langstökki kvenna, Guðrún Sunna Gestsdóttir, ætlar að keppa í þremur greinum, 60 m hlaupi, langstökki og 200 m hlaupi þar sem hún hyggst gera til- raun til þess að endurheimta Ís- landsmetið, en Silja Úlfarsdóttir bætti met Sunnu um 4/100 úr sek- úndu í Bandaríkjunum sl. laugar- dag, hljóp á 24,26 sek. Þá er Fríða Rún Þórðardóttir skráð til leiks í 1.500 og 3.000 m hlaupi og kringlu- kastarinn, Magnús Aron Hallgríms- son, ætlar að spreyta sig í kúlu- varpi. Níu Íslend- ingar keppa í Gautaborg EKKI færri en níu íslenskir frjálsíþróttamenn eru skráðir til leiks á Opna sænska meistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss sem fram fer í Gautaborg í dag og á morgun. Mótið verður vinsælla með hverju árinu hjá íslenskum frjálsíþróttamönnum, enda tiltölulega þægilegt að sækja mótið auk þess sem menn fá góða keppni við fínar aðstæður. Morgunblaðið/Jim Smart Vala Flosadóttir reynir við lágmark á HM í Gautaborg. Á þriðjudagskvöld mættu Valur og Fram aftur að Hlíðarenda – í úr- valsdeildinni. Sá leikur hafði enga þýðingu og áhuginn fyrir leiknum var ekki mikill. Um 60 fullorðnir voru mættir í upphafi leiks og nokkrir til viðbótar þegar leið á leikinn, sem var lítt spennandi og lé- legur að mati leikmanna og þjálf- ara. Þetta litla dæmi sýnir best að áhorfendur hafa fengið sig full- sadda af leikjum sem hafa enga þýð- ingu og leikmenn hafa lítinn áhuga fyrir. HSÍ býður upp á hátt í 200 þannig leiki á sjö mánaða tímabili – áður en úrslitakeppnin hefst, en hún stendur stutt yfir. Það má segja að menn séu komnir á villigötur með mótamál. HSÍ þarf að gera stórátak til að komast á ný upp úr brunninum sem handknatt- leiksforustan féll ofan í á síðasta ársþingi. Ekkert annað en stórátak þarf til að fá áhorfendur, sem búið er að fæla jafnt og þétt frá, til að mæta á nýjan leik. Þeir forráðamenn handknatt- leiksins sem eru ánægðir með fyr- irkomulagið eins og það er nú, ganga ekki í sama takti og hinn al- menni handknattleiksunnandi. Sigmundur Ó. Steinarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.