Morgunblaðið - 21.02.2004, Page 61

Morgunblaðið - 21.02.2004, Page 61
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 61 ÞAÐ ríkir ekki mikil vinátta milli fyrirliða þýska landsliðsins í knatt- spyrnu Oliver Kahn og markvarð- arins Jens Lehmann sem hefur mátt sætta sig við það hlutverk að vera varamarkvörður þýska liðsins á undanförnum árum. Lehmann, sem leikur með Arsenal í ensku úr- valsdeildinni, hefur gagnrýnt Kahn að undanförnu og fært rök fyrir því að hann ætti að vera í byrjunarlið- inu þar sem að hann gerði færri mistök en Oliver Kahn sem leikur með Bayern München í heimalandi sínu. Franz Becken- bauer, fyrrum fyr- irliði og þjálfari þýska landsliðsins, er ekki sáttur við fram- komu Lehmann að undanförnu og í við- tali við Bild, sem birt- ist í gær, segir „Keis- arinn“ að best væri að setja Lehmann út úr þýska landsliðs- hópnum. „Ég tel að Kahn sé betri leikmaður og það umhugsunarefni fyrir Rudi Völler landsliðsþjálfara hvort það sé ekki best fyrir lands- liðið að láta Lehmann í friði næst er landsliðið verður valið,“ segir Beckenbauer en hann átti við svip- að vandamál að stríða árið 1986 á HM sem þjálfari Þýskalands. Þá var Harald „Toni“ Schumacher að- almarkvörður liðsins og varamark- vörðurinn Uli Stein gagnrýndi Bec- kenbauer opinberlega fyrir valið. „Keisarinn“ brást við með því að velja Stein ekki í liðið og sendi hann heim frá Mexíkó. „Keisarinn“ vill losna við Lehmann AP Oliver Kahn og Jens Lehmann. Reuters Thierry Henry, markahrókurinn mikli hjá Arsenal, er tilbúinn í slaginn gegn Chelsea eftir að hafa misst af bikarleik liðanna. KÍNVERSKA karlalandsliðið í körfuknattleik ætlar sér stóra hluti á Ólympíu- leikunum í Aþenu í sumar en hefur þó hug á því að ná enn betri árangri árið 2008 er ól- ympíuleikarnir fara fram í heimalandi þeirra. Yao Ming, miðherji Houston Rockets, er aðeins einn af mörgum snjöll- um leikmönnum sem leika í NBA þessa stundina en gríð- arlegur áhugi er á körfu- knattleik í Kína. Körfuknattleikssamband Kína hefur komist að sam- komulagi við Del Harris, að- stoðarþjálfara Dallas Maver- icks, þess efnis að hann stýri kínverska liðinu í Aþenu ásamt Jonas Kazlauskas, fyrr- um landsliðsþjálfara Litháens. Del Harris þjálfar Kína Vala Flosadóttir verður á meðalkeppenda í stangarstökki og hyggst hún freista þess að ná lág- marki fyrir heimsmeistaramótið sem verður í Búdapest eftir rúman hálfan mánuð. Lágmarkið er 4,35 m en Vala hefur var skammt frá lág- markinu á dögununum þegar hún lyfti sér yfir 4,25 á móti í Þýska- landi. Björn Margeirsson er skráður til leiks í 800 og 1.500 m hlaupi, bróðir hans Ólafur í 800 m hlaupi og Gauti Jóhannesson, Sigurbjörn Árni Arn- grímsson og Kári Steinn Karlsson í 3.000 m hlaupi. Íslandsmethafinn í langstökki kvenna, Guðrún Sunna Gestsdóttir, ætlar að keppa í þremur greinum, 60 m hlaupi, langstökki og 200 m hlaupi þar sem hún hyggst gera til- raun til þess að endurheimta Ís- landsmetið, en Silja Úlfarsdóttir bætti met Sunnu um 4/100 úr sek- úndu í Bandaríkjunum sl. laugar- dag, hljóp á 24,26 sek. Þá er Fríða Rún Þórðardóttir skráð til leiks í 1.500 og 3.000 m hlaupi og kringlu- kastarinn, Magnús Aron Hallgríms- son, ætlar að spreyta sig í kúlu- varpi. Níu Íslend- ingar keppa í Gautaborg EKKI færri en níu íslenskir frjálsíþróttamenn eru skráðir til leiks á Opna sænska meistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss sem fram fer í Gautaborg í dag og á morgun. Mótið verður vinsælla með hverju árinu hjá íslenskum frjálsíþróttamönnum, enda tiltölulega þægilegt að sækja mótið auk þess sem menn fá góða keppni við fínar aðstæður. Morgunblaðið/Jim Smart Vala Flosadóttir reynir við lágmark á HM í Gautaborg. Á þriðjudagskvöld mættu Valur og Fram aftur að Hlíðarenda – í úr- valsdeildinni. Sá leikur hafði enga þýðingu og áhuginn fyrir leiknum var ekki mikill. Um 60 fullorðnir voru mættir í upphafi leiks og nokkrir til viðbótar þegar leið á leikinn, sem var lítt spennandi og lé- legur að mati leikmanna og þjálf- ara. Þetta litla dæmi sýnir best að áhorfendur hafa fengið sig full- sadda af leikjum sem hafa enga þýð- ingu og leikmenn hafa lítinn áhuga fyrir. HSÍ býður upp á hátt í 200 þannig leiki á sjö mánaða tímabili – áður en úrslitakeppnin hefst, en hún stendur stutt yfir. Það má segja að menn séu komnir á villigötur með mótamál. HSÍ þarf að gera stórátak til að komast á ný upp úr brunninum sem handknatt- leiksforustan féll ofan í á síðasta ársþingi. Ekkert annað en stórátak þarf til að fá áhorfendur, sem búið er að fæla jafnt og þétt frá, til að mæta á nýjan leik. Þeir forráðamenn handknatt- leiksins sem eru ánægðir með fyr- irkomulagið eins og það er nú, ganga ekki í sama takti og hinn al- menni handknattleiksunnandi. Sigmundur Ó. Steinarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.