Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Hein og Borgin koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Gullholm kemur í dag. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið er opið virka daga frá kl. 9–17. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Aðalfund- urinn verður haldinn í Ásgarði Glæsibæ, á morgun, sunnudaginn 22. febrúar kl. 13.30. Venjuleg aðalfund- arstörf, lagabreytingar, önnur mál. Söngfélag FEB syngur nokkur lög og leikfélagið Snúð- ur og Sælda skemmta í hléi. Húsið opnað kl.13. Ath. aðeins þeir sem framvísa félagsskír- teinum hafa atkvæð- isrétt. Félagar fjöl- mennið og takið með ykkur gesti. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 13–17 „Þú blá- fjallageimur“, opnar vinnustofur, kl. 13.30 ljóðalestur Svanhildur Sigurjónsdóttir, dans- sýning undir stjórn Sig- valda Þorgilssonar, kl. 15 koma nemendur úr Dansskóla Jón Péturs og Köru með danssýn- ingu, Gerðubergskór- inn syngur, harmóniku- leikur, Þorvaldur Jónsson. Allri velkomn- ir. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krumma- kaffi kl. 9. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjargigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. GA-samtök spilafíkla, Fundarskrá: Þriðjud.: kl.18.15, Seltjarnar- neskirkja, Seltjarn- arnesi. Miðvikud.: kl. 18, Digranesvegur 12, Kópavogi, og Eg- ilstaðakirkja, Egils- stöðum. Fimmtud.: kl. 20.30, Síðumúla 3–5, Reykjavík. Föstud.: kl. 20, Víðistaðakirkja, Hafnarfjörður. Laug- ard.: kl. 10.30, Kirkja Óháða safnaðarins, Reykjavík, og Gler- árkirkja, Akureyri. Kl. 19.15 Seljavegur 2, Reykjavík. Neyð- arsími: 698 3888 Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. OA-samtökin. Átrösk- un / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Fífan, Dalsmára 5 í Kópavogi, tartan- brautir eru opnar al- mennu göngufólki og gönguhópum frá kl.10– 11.30 alla virka daga. Blóðbankabíllinn. Ferðir blóðbankabíls- ins: sjá www.blodbank- inn.is Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi. Hvíldar- og hressingardvöl, verður á Hótel Örk í Hvera- gerði 25. til 30. apríl, með svipuðu sniði og á síðasta ári. Tveggja nátta ferð á Snæfells- nes, gist að Hótel Búð- um 4.–6. júní (sjó- mannahelgin). Innritun hjá Ólöfu, 554 0388 eðaBirnu s. 554 2199. Minningarkort Samúðar- og heilla- óskakort Gídeon- félagsins er að finna í anddyrum eða safn- aðarheimilum flestra kirkna á landinu, í Kirkjuhúsinu, á skrif- stofu KFUM&K og víð- ar. Þau eru einnig af- greidd á skrifstofu Gídeonfélagsins, Vest- urgötu 40, alla virka daga frá kl. 14–16 eða í s. 562 1870. Allur ágóði fer til kaupa á Nýja testamentum sem gefin verða 10 ára skólabörn- um eða komið fyrir á sjúkrahúsum, hjúkr- unarheimilum, hótel- um, fangelsum og víðar. Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði eru afgreidd í s. 456 2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafn- arfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. Minningarkort Graf- arvogskirkju. Minningarkort Graf- arvogskirkju eru til sölu í kirkjunni í s. 587 9070 eða 587 9080. Einnig er hægt að nálgast kortin í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, Reykja- vík. Í dag er laugardagur 21. febr- úar, 52. dagur ársins 2004, Þorra- þræll. Orð dagsins: Þá kenndi faðir minn mér og sagði við mig: „Hjarta þitt haldi fast orðum mín- um, varðveit þú boðorð mín, og muntu lifa!“ (Ok. 4, 4.)     Dögg Hugosdóttirskrifar pistil á vef Ungra vinstri grænna, uvg.is, þar sem viðraðar eru nýjar og framsæknar hugmyndir í þjóðmála- umræðunni. Pistill Dagg- ar er engin undantekn- ing:     Og svo marseruðum viðeftir Reykjanes- brautinni og mér fannst ég hafa tilgang í heim- inum. Pabbi og mamma voru góð og vildu ekki að það væru til hermenn og vopn sem gætu drepið fólk. Ég var svona sjö ára og vaknaði með pabba eldsnemma og [við] fórum í rútu niður við Héðinshús klukkan sex um morguninn. Það var ótrúlegur spenningur og tilhlökkun eins og ég væri að fara til útlanda.“     Dögg heldur áfram:„Svo keyrðum við að hliðinu hjá Keflavíkur- flugvellinum og hófum gönguna […] Ég man eft- ir miklu labbi og stemmningu í hrópunum og svo var líka sungið mjög mikið. Ég lærði int- ernationalinn sem mér fannst svo skemmtilegt lag að ég söng það oft þó ég væri ekki í göngu. Ég get ímyndað mér að það hafi oft farið fyrir brjóst- ið á mörgum frjálshyggj- anum. Skemmtilegt.     Mamma og yngri bróð-ir minn sem var 3 ára þá mættu í Kúagerði og hef ég munað það ör- nefni alveg síðan. Hún kom með nesti og nýja skó og við endurnýjuðum krafta okkar fyrir loka- sprettinn. Þegar við vor- um komin í byggð var sem raddböndin styrkt- ust og það var kallað og sungið stanslaust. Þvílíkt fjör. Ég held líka að það hafi verið dásamlegt veð- ur allan tímann. Við pabbi vorum lengi að jafna okkur en vorum svo sæl og ánægð með afrekið. Við höfðum lagt okkar af mörkum fyrir það góða í heiminum. Þó að ég hafi aðallega hald- ið uppi skemmtun í rút- unni.“     Ástæðan fyrir þessariminningu minni um Keflavíkurgönguna þeg- ar ég var 7 ára er sú að mér finnst eins og að sumir skammist sín fyrir að hafa farið í fyrr- nefnda göngu. Ég var al- veg hrikalega stolt og er enn. Þetta er ein af mín- um kærustu minningum. Þegar ég fór síðan í ein- hvurjar skrautgöngur á þjóðhátíðardaginn fannst mér alveg hundleið- inlegt. Þar mátti ekki hrópa eða syngja hátt, bara ganga hægt og hlusta á lúðrasveit. Ég veit um ófá skipti þar sem börn hafa ekki stað- ist freistinguna og æpt: „Ísland úr Nató, herinn burt.“ Það er bara svo miklu skemmtilegra fyrir utan hvað boðskapurinn er frábær.“ STAKSTEINAR Falleg minning um Keflavíkurgöngu Víkverji skrifar... Vetrarhátíð er hin kærkomnastaviðbót í annars blómlegri menn- ingarflóru höfuðborgarinnar. Margt áhugaverðra viðburða er í boði fyrir alla aldurshópa og nægir þar að nefna heimstónlistarfólkið hug- sjónaríka í Voices For Peace, rokk- tónleika í sundlaug Grafarvogs í kvöld, fjölmenningarlegan dansleik, kvikmyndasýningar, salsanámskeið, skemmtidagskrá í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, hin ýmsu skreyti- verk vítt og breitt um borgina, með ljósum, ís og blómum og svo mætti lengi telja áfram. Lengi, lengi, lengi. Eiginlega fulllengi. En þar hvílir eig- inlega svolítið mein. Víkverji vill ekki virka vanþakklátur en það jaðrar samt við, og eiginlega gott betur en jaðrar við, að of mikið af áhugaverð- um menningarviðburðum sé í boði á of skömmum tíma. Allir sem Víkverji hefur rætt við hafa sýnt dagskrá Vetrarhátíðar áhuga en finna þó að hinu sama, finnst fullmikið vera í boði og eiga í mesta basli með að velja og hafna. Fallast hreinlega hendur. Enn og aftur sér Víkverji ástæðu til að ítreka að hann vill ekki virka vanþakklátur. Þetta er frábært framtak sem forsprakkar menning- armála hjá borginni eiga lof skilið fyrir að hafa hrint í framkvæmd, en hefði kannski verið hugmynd að láta hátíðina vara lengur og dreifa þannig viðburðum aðeins, til að menning- arþyrstir borgarar fengju notið fleira af því sem í boði er. x x x Og hvers vegna þurfti svo hin stór-skemmtilega matarlistahátíð Food & Fun að vera sömu helgi? Er ekki hætta á að of mikið fari framhjá fólki, hreinlega drukkni í öllu fram- boðinu? Hefði ekki t.d. verið hægt að byrja dæmið um síðustu helgi með Food & Fun og láta þá dagskrá sigla hægt inn í byrjun Vetrarhátíðar? Víkverji bara spyr. En áttar sig samt alveg á því að það sé trúlega búið hugsa þetta í þaula og komast að þeirri niðurstöðu að það hafi ekki hentað. Enda Víkverji að hugsa upp- hátt eins og svo oft áður. x x x Svo haldið sé áfram að hugsa upp-hátt þá veltir Víkverji fyrir sér hvort hann sé einn um að finnast allir leikir Manchester United sýndir í beinni á Sýn? Í það minnsta eru þeir æði fáir sem sleppt er úr, einn eða tveir yfir veturinn. Og það þrátt fyrir að sama fyrirtæki bjóði aðgang að sjónvarpsstöð sem helguð er liðinu og sýni alla leiki þess í heild nokkr- um klukkustundum eftir að þeir hafa átt sér stað. Arsenal-unnandinn Vík- verji getur svo sem ekki kvartað en finnur samt til með fjölmörgum unn- endum annarra liða sem fá svo gott sem aldrei að sjá sína menn í beinni. En það er erfitt að gleðja alla. Annars ber enn einu sinni að hæla þeim á Sýn og Stöð 2 fyrir það hversu frábærlega vel þeir sinna boltanum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Það er sannarlega mikið í boði á Vetrarhátíð. RÉTT á að vera rétt, hélt ég, og get ekki orða bund- ist. Það ætti ekki að koma fyrir að fólk sé látið borga talsvert hærra verð fyrir leikhúsmiða en auglýst er, þó mun eitthvað vera gert af því hjá Borgarleikhús- inu. Leikhúsið selur fólki svo- nefnd gjafakort og tilgrein- ir fyrir hve marga miða kortið gildir og að um venjulega sýningu sé að ræða. Svona boðskort feng- um við hjónin gefins á síð- ustu jólum. Verð fyrir tvo miða er5.000 kr. Hinn 11. janúar sl. ákváðum við að nota mið- ana og sjá Sporvagninn Girnd. Þegar í leikhúsið kom til að fá miðana spurði ég um verð og um afslátt fyrir eldri borgara, þar sem ég tilheyri þeim aldurshópi. Ég fékk greið svör, ekki vantaði það. Miðar fyrir okkur tvö kostuðu 3.800 kr., þ.e. kr. 1.200 í afslátt, það var ekki svo lítið og munaði um minna. Ég dró nú upp gjafakort- ið góða og þá vandaðist málið. Ég vildi fá inneign- arnótu sem ég gæti svo not- að seinna. Við slíkt var ekki komandi og ein ástæðan fyrir því að það var ekki hægt, sögðu afgreiðslu- dömurnar vera, að þær kæmust ekki inn í tölvuna. Ég vil nú bara segja að ár- inni kennir illur ræðari. Það er þægilegt að kenna tölvugreyinu um allt sem miður fer. Hún talar ekki. Að lokum vil ég benda fólki á að ég hef fengið til- svarandi gjafir sem keypt- ar hafa verið hjá Þjóðleik- húsinu og aldrei þurft að biðja um inneignarnótu fyr- ir þeim peningum sem af- gangs hafa orðið af þeirra gjafakortum. Guðbjörg Tómasdóttir, 190429-2539. Sakna þess að sjá ekki fleiri konur MIG langar að þakka Gísla Marteini fyrir góða þætti á laugardagskvöldum en um leið langar mig að varpa fram þeirri spurningu til hans hvernig standi á því að í 80–90% tilfella er karl- maður í hásætinu eða fyrsti viðmælandi? Ég hreinlega sakna þess að sjá ekki oftar konur sem fyrsta viðmælanda vegna þess að við höfum úr ótal- mörgum yndislegum kon- um að velja, t.d. Elín Pálmadóttir, Guðný Guð- mundsdóttir, fiðluleikari, Kristbjörg Kjeld, Steinunn Þórarinsdóttir, Sigga Bein- teins, Ólína Þorvarðar, Bára Sigurjónsdóttir o.fl. Ef einhver þessara kvenna hef- ur verið í hásætinu áður þá hef ég ekki séð þann þátt. En mig langar mjög mikið til þess að sjá fleiri konur sem fyrsta viðmælanda. 131042-3379. Dýrahald Kisustrák vantar heimili 9 VIKNA kisustrák vantar gott heimili. Hann er fal- legur og fjörugur. Uppl. gefur Valur í síma 567 7196. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Gjafakort Borg- arleikhússins LÁRÉTT 1 kvöldmessu, 8 landræk, 9 nothæfan, 10 elska, 11 eldstæði, 13 hagnaður, 15 dýr, 18 nægtir, 21 leðja, 22 borguðu, 23 klampinn, 24 eftirtekja. LÓÐRÉTT 2 hérað, 3 smáaldan, 4 hugsa um, 5 veiðarfærið, 6 kubba sundur, 7 snjór, 12 tangi, 14 leturtákn, 15 tónverk, 16 skjall, 17 kurf, 18 korgur, 19 stirðu, 20 þyngdareining. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 grett, 4 fálát, 7 rífur, 8 risum, 9 næm, 11 aurs, 13 eðla, 14 ósinn, 15 hjal, 17 næpa, 20 ugg, 22 pólar, 23 ritin, 24 romsa, 25 tánum. Lóðrétt: 1 gorta, 2 erfir, 3 turn, 4 form, 5 lasið, 6 tomma, 10 æsing, 12 sól, 13 enn, 15 hopar, 16 aulum, 18 æstan, 19 afnem, 20 urta, 21 grút. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.