Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Elsku afi minn. Ég vil þakka þér fyrir mig. Ég vona að þú hafir það gott og þér líði vel hin- um megin, ég veit líka að þú heldur áfram að fylgjast með okkur öllum sem sökn- um þín svo sárt. Ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért dáinn, elsku afi minn. Ég mun alltaf varðveita í hjarta mínu minningar mínar um þig, svo góðan afa. Ég ætla að segja dætrum mínum þegar þær stækka hve góðan langafa þær áttu. Þegar ég talaði við þig, afi, ÓLAFUR GUÐBRANDSSON ✝ Ólafur Guð-brandsson fædd- ist á Akureyri 13. mars 1924. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 27. janúar síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Siglufjarð- arkirkju 7. febrúar. í síðasta skipti spurðir þú mig hvort Maren Lind litla væri ekki með litlu augun okkar sem okkur þótti alltaf svo sniðugt og vænt um. Þú gast ekki séð Maren Lind því hún er svo nýfædd en ég veit að núna sérð þú hana alltaf og ert með okkur öllum alltaf. Ég bið góðan guð um að styrkja og blessa elsku ömmu, mömmu, Gunnu Bínu, Guðbrand og fjölskyldur. Hafðu það gott, elsku afi minn. Rakel Sigurðardóttir og fjölskylda. Elsku langafi. Ég er búin að borða mikið fyrir þig og ég veit að núna ert þú engill á himninum hjá guði og passar okkur. Ég er svo lítil og sé svo vel að ég sá þig sem stjörnu á himn- inum og kallaði á þig. Hafðu það gott, elsku langafi. Þínar langafastelpur, Íris Edda og Maren Lind Steinþórsdætur. ✝ Haraldur Sig-urðsson fæddist að Ey í Landeyjum 23. nóvember 1910. Hann lést að dvalar- heimilinu Hraunbúð- um í Vestmannaeyj- um 10. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Þórhild- ur Einarsdóttir, f. 1877, frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum og Sigurður Snjólfsson, f. 1878, frá Bjólu í Holtum. Systur Har- aldar voru Katrín, f. 1906, Marta, f. 1908, Sigríður, f. 1913, og Guðrún, f. 1916, sem ein er á lífi. Haraldur kvæntist 1940 Krist- ínu Helgadóttur, f. 1918, frá Sól- vangi í Vestmannaeyjum. Þau voru barnlaus en ólu upp Helga Kristins- son, f. 1945, d. 1968. Helgi eignaðist eina dóttur, Kristínu, f. 1966, sem er búsett í Noregi. Haraldur stundaði sjó frá Vestmanna- eyjum, lærði síðar vélvirkjun og vann lengst af í Vélsmiðj- unni Magna og Skipalyftunni í Vest- mannaeyjum. Hann var einn af stofnend- um Sveinafélags járniðnaðarmanna í Vestmanna- eyjum og fyrsti formaður þess fé- lags. Útför Haraldar fer fram frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Haraldur Sigurðssonar lést í hárri elli í Vestmannaeyjum 10. febrúar síðastliðinn. Það er erfitt að minnast Halla eins og hann var alltaf kallaður öðruvísi en að nefna Stínu um leið. Þau höfðu fylgst að í sextíu og fjögur ár og alltaf búið í litla húsinu við Hvítingaveg 2. Þau eignuðust ekki börn en ólu upp frænda Stínu, Helga son Kristins Magnússonar og Helgu Jóhannesdóttur. Helgi var fæddur 1945 og varð öllum mikill harmdauði þegar hann fórst með vélbátnum Þráni 5. nóvember 1968. Á Hvítingavegi 2 ræktuðu þau hjón garðinn sinn og þar stendur skúrinn hans Halla þar sem hann geymdi verkfærin sín og gat lagfært og dyttað að ýmsu. Reglusemin var í hávegum höfð, allir hlutir á sínum stað, hlustað á fréttirnar í hádeginu og vinnustundirnar skráðar skil- merkilega í vasabókina að afloknum vinnudegi. Halli átti aldrei bíl og hjólaði oftast til og frá vinnu enda var hann mikill útivistarmaður og í mörg ár eyddi hann sumarleyfum sínum uppi um fjöll og firnindi. Hann leiddi okkur oft í gönguferðum um Heimaey og þær eru ófáar myndirn- ar sem hann tók í Brimurðinni. Ein gönguferð er þó minnisstæðari en aðrar, það var sumarið eftir gos. Hann skeiðaði með okkur og ung- linginn Önnu Kristínu austur á milli Eldfells og Helgafells þvert yfir nýja hraunið þar sem rauk úr hverri glufu og hitinn streymdi upp. Hraunskelj- arnar glömruðu undir fótum og á báða bóga voru jarðföll. Hann fékk okkur til að fara ofan í hrauntröð þar sem þunn hraunþekja lá yfir að hluta. Þetta þótti Halla afbragðs myndefni. Því er ekki að neita að hjörtun slógu örlítið hraðar og næst þegar við gengum þessa leið var þekjan fallin. Þegar gosið hófst í Eyjum aðfaranótt 23. jan. 1973 dreif Halli sig í gönguferð upp í Helgafell til að taka myndir. Stínu varð ekki um sel en Halla sínum vildi hún fylgja og mæta þeim örlögum sem kynnu að bíða þeirra. Það er óhætt að segja að þarna náði Halli góðu myndefni. Hann bar mikla virðingu fyrir náttúru Íslands og þekkti land- ið eins vel og lófann á sér. Halli og Stína deildu brennandi áhuga á bókmenntum, fylgdust vel með og lásu í sameiningu öndveg- isverk íslenskra bókmennta. Íslend- ingasögurnar kunnu þau bókstaflega utanað og það hefur hvarflað að okk- ur oftar en einu sinni að þeim hafi þótt sá veruleiki ólíkt blæbrigða- ríkari en nútíminn. Oft var rætt um sögupersónur Íslendingasagna eins og þær væru góðir kunningjar þeirra. Það er ekki laust við að við höfum fundið til smæðar okkar yfir að þekkja ekki þessa garpa betur. Halli hafði yndi af góðri tónlist og var söngmaður góður. Hann var afar fróður maður og vel menntaður þó skólaganga hans væri ekki ýkja löng. Hin síðari ár þegar minnið var far- ið að svíkja og verk gærdagsins sveipuð hulu gaf hann enn greinar- góðar lýsingar af löngu liðnum at- burðum.Oft hlustuðum við á hann segja frá upphafi Kötlugoss 1918, sem hann fylgdist með aðeins átta ára gamall.Svo skýr var frásögnin að það var erfitt að ímynda sér að yfir áttatíu ár væru liðin frá þessum at- burði. Búskaparhættir á fyrri hluta síðustu aldar í Landeyjum stóðu honum líka ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum. Og það var aldrei kom- ið að tómum kofanum þegar upp komu spurningar um náttúru lands- ins og jafnvel örnefni í fjarlægum heimshlutum. Það kom oft að góðum notum þegar Stína var að ráða dönsku krossgáturnar. Og alveg fram undir það síðasta stóð ekki á svari. Í litla húsinu við Hvítingaveg 2 bjuggu Halli og Stína í meira en sex- tíu ár. Á seinni árum leiddust þau ævinlega um götur bæjarins. Þau höfðu stuðning hvort af öðru og handtakið hans Halla var alla tíð traust og hlýtt. Blessuð sé minning Haraldar Sigurðssonar. Fríða S. Haraldsdóttir, Sigurbjörn Helgason. Við lát Halla er mér þakklæti efst í huga, þakklæti fyrir að hafa kynnst svo góðum og blíðum manni. Allt frá því ég var barn hefur verið mikill samgangur milli fjölskyldna okkar Stínu og Halla en Haraldur var gift- ur frænku minni Kristínu Helgadótt- ir frá Sólvangi í Vestmannaeyjum. Á þessari árstíð þegar sólin færir okkur sífellt meiri birtu er sárt að sjá þá sem manni þykir vænt um falla af línu þessa lífs er við þekkjum. Halli var yndislegur maður, öllum leið alltaf vel í návist hans, hann tók ávallt á móti manni með hlýju hand- artaki og koss á kinn. Það var alltaf svo gott að koma til Stínu og Halla á Hvítingaveginn, þar voru hlutirnir í föstum skorðum, kaffið beið á könnunni og spjallað var um gamla daga. Halli var mjög fróður um allt og hann elskaði landið sitt enda þekkti hann hvern krók og kima, oft talaði hann um æskuheim- ilið sitt sem hann unni mjög heitt og sagði okkur ýmsar sögur frá því er hann var barn að leik í sveitinni sinni. Halli var mjög söngelskur maður og söng í kórum hér í Eyjum til margra ára, hann fór oft með kvæðin sín sem hann kunni ógrynni af en þegar kaffið var búið á könn- unni og gamla klukkan sem honum þótti svo vænt um sló sex þá varð sko að setja upp kartöflurnar, það mátti ekki rugla neinu, allt skyldi vera í föstum skorðum, svona átti þetta bara að vera. Elsku Stína, við vitum að það er erfitt hjá þér núna, þið voruð svo yndisleg saman, máttuð hvorugt af öðru sjá enda héldust þið alltaf í hendur jafnt í svefni sem og vöku. Við þökkum þér samfylgdina elsku Halli og hlýhug í okkar garð í gegn- um árin, við pössum Stínu þína þar til þið hittist á ný, far þú í friði. Ást- arkveðjur, Kristrún og Sigmar. Ekkert nema hlýjar hugsanir kemur upp í huga minn þegar ég minnist Halla. Svo lengi sem ég man voru Halli og Stína sjálfsögð í lífi mínu og fjölskyldu minnar. Þau ólu Helga bróður upp frá frumbernsku og var heimili þeirra ávallt opið fyrir okkur hin sem þangað leituðu. Börn mín áttu þar einnig visst athvarf og ánægjulegt að þau skuli minnast hans með sama hlýhug. Anna Kristín dóttir okkar var þar þaulsetnust, var þar m.a. einn vetur í skóla. Víst er að þar fékk hún mikinn stuðning. Halli var náttúrudýrkandi og margar góðar og fræðandi stundir átti ég með honum í notalegu stof- unni á Hvítingaveginum þegar hann sýndi myndirnar sínar. Og ekki spillti fyrir að fá að hlusta á klass- ískar plötur með honum. Ég efa ekki að þar var sáð til framtíðaráhuga- mála minna. Ég var smástelpa þegar ég gerði mér hugmyndir um hinn fullkomna heimilisföður og segir það meira en mörg orð um hvað ég leit upp til hans. Elsku Stína, víst er að slíkur öðl- ingsmaður, sem við kveðjum að sinni, fær góða heimkomu. Samúðarkveðjur fjölskyldunnar Theodóra Þ. Kristinsdóttir. HARALDUR SIGURÐSSON Af alhug þökkum við samúð og vinarþel, sem okkur var auðsýnt við andlát og útför SVANFRÍÐAR GUÐNÝJAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Tómasarhaga 16. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Lilja Sólveig Kristjánsdóttir Kristín Þórðardóttir, Öyvind Kjelsvik, Sigurður Árni Þórðarson, Elín Sigrún Jónsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, EUGENIU INGER NIELSEN Sinnu, Vesturgötu 16b, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Víðinesi og allra þeirra, er önnuðust hana í veikindum hennar. Ámundi Hjálmur Þorsteinsson, Arnbjörg Hjaltadóttir, Guðrún Ingibjörg Ámundadóttir, Kristinn Loftur Karlsson, Sighvatur Bjarki, Gabríel Brynjar, Björgvin Hrafn Ámundason, Nökkvi Baldur, Jökull Tandri Ámundason, Jens Karel Þorsteinsson, Þóra G. Thorarensen, Vigdís Jensdóttir, Kristmann Ómarsson, Hlynur Freyr, Steinunn Fríður Jensdóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elsku- legrar eiginkonu minnar, móður, dóttur, tengdamóður og ömmu, EMILÍU BJÖRNSDÓTTUR, Bæjargili 96, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi, krabbameinsdeild- ar Landspítalans og Karítasar heimahjúkrunar. Jóhann Ingi Einarsson, Þóra Stefánsdóttir, Sigurður Hansen, Lovísa Stefánsdóttir, Jón Björnsson, Björn Helgi Guðmundsson, Anna Margrét Jóhannsdóttir, Svanur Elísson, Einar Jóhannsson, Hildur Erlingsdóttir og barnabörn. Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, mosaik@mosaik.is MOSAIK af legsteinum gegn staðgreiðslu í janúar og febrúar Sendum myndalista 15% afsláttur Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning- @mbl.is, svar er sent sjálf- virkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsyn- legt er að tilgreina símanúm- er höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Frágangur afmælis- og minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.