Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 43 ✝ Ingimar Guðna-son fæddist í Þor- kelsgerði í Selvogi 16. október 1929. Hann lést á heimili sínu 14. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðni Gestsson, f. 25. desember 1896, d. 10. júlí 1979, og Jensína Ingveldur Helgadótt- ir, f. 15. desember 1899, d. 2. júní 1981. Ingimar var næst- yngstur sjö systkina. Hin voru Kjartan samfeðra, f. 1916, d. 1943, Helgi, f. 1921, d. 1998, Gestur, f. 1923, d. 2000, Jens, f. 1925, d. 1997, Guðný, f. 1927, d. 2003, og Guðlaug, f. 1931. Hinn 22. mars 1959 kvæntist Ingimar Hertu Jóhönnu Willert Ágústsdóttur frá Lübeck í Þýska- landi, f. 22. mars 1938. Foreldrar hennar voru Minna Maria Willert, f. 18. desember 1911, d. 16. mars 2002, og Walter Borowsky, f. 20. apríl 1913, lést sem hermaður í stríðinu. Börn Ingi- mars og Hertu eru: 1) Jóhanna María, f. 28. október 1958; 2) Guðni Gestur, f. 12. júlí 1962, d. 8. desem- ber 1979; og 3) Ágúst Jens, f. 20. febrúar 1973, kvæntur Helgu Halldórsdóttur, f. 20. nóvember 1973, þau eiga þrjá syni, Halldór Rafn, f. 9. október 1996, Ingimar Rafn, f. 9. október 1996 og Matthías Rafn, f. 26. maí 2001. Ingimar vann lengst af hjá Meitlinum í Þorlákshöfn. Útför Ingimars fer fram frá Þorlákskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Afi Massi, ertu í alvöru dáinn? Hver á að gefa okkur mola, spila við okkur eða fara í feluleik við okkur? Við söknum þín svo mikið og koss- anna þinna. Afi, þú varst alltaf svo góður við okkur, þú skammaðir okk- ur aldrei, alveg sama þótt við værum óþekkir og þú gætir ekki hlustað á fréttirnar eða messuna í útvarpinu. Afi, ertu núna búinn að hitta Guðna þinn, Gessa og hundinn henn- ar Ástu? Mamma segir það og núna fylgist þú með okkur. Elsku afi, við munum aldrei gleyma þér, því við geymum þig á góðum stað í hjörtum okkar. Þínir afastrákar Halldór Rafn, Ingimar Rafn og Matthías Rafn. Mig setti hljóða, þegar maðurinn minn vakti mig laugardagsmorgun- inn 14. febrúar og sagði mér að hann Massi væri dáinn, ég trúði þessu bara alls ekki, því tveimur kvöldum áður höfðu þau Herta setið í kaffi hjá okkur og hann bara frískur. Massi var hægur og rólegur mað- ur, það var honum líkt að kveðja þannan heim hægt og hljótt eins og honum var einum lagið, ekki voru nú lætin í kringum hann. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu. Við Massi tengdumst þegar börn- in okkar tengdust tryggðaböndum, hann var alltaf stoltur af fólkinu sínu og ég tala nú ekki um þegar við eignuðumst okkar fyrstu barnabörn, sem voru tvíburar þá var það stoltur afi sem labbaði um götur bæjarins, því aldrei áður höfðu fæðst aðrir eins tvíburar, alla vega ekki á þessu landi, fannst honum, enda sá hann ekki sólina fyrir þeim og svo bættist þriðji strákurinn við fimm árum síð- ar, honum fannst hann ríkur maður eins og hann var að sjálfsögðu. Eitt sumarið voru Massi, Herta, Jóa og Horst mágur hans frá Þýska- landi í sumarbústað norður í Aðaldal á mínum heimaslóðum, við fórum með þau um og sýndum þeim merk- ustu staðina, mikið hafði hann gam- an af þessari ferð og fannst við hafa allt of mikið fyrir þeim, oft talaði hann um þessa ferð við mig, þannig að hann var greinilega ánægður með hana. Mikið á ég eftir að sakna þess að hann komi í kaffi og á pallinn hjá mér eins og hann gerði svo oft á sínu rölti, þá horfðum við á gróðurinn og hlustuðum á fuglana úti í nátt- úrunni, hann var mikið náttúrubarn enda úr sveit eins og ég. Við gátum rætt um burð, slátt, göngur og slát- urtíð og allt þar á milli og alltaf spurði hann um hvernig gengi nú fyrir norðan. Massi var trúaður maður hann fór alltaf í messu í kirkjuna okkar og oft út á Strönd. Massi var vanafastur maður, hann sat alltaf á sama stað í kirkjunum sínum, innst á þriðja aft- asta bekk, ég leit alltaf niður rétt fyrir messu til að vita hvort hann væri ekki örugglega kominn, ef bekkurinn var auður þá var hann annaðhvort lasinn eða ekki heima, svo tryggur var hann kirkjunum sín- um. Massi var fæddur og uppalinn í Selvogi, margar sögur hefur hann sagt mér úr Voginum og talaði alltaf um hann með virðingu. Fjölskylda hans er búin að gera upp æskuheim- ilið hans fyrir sumarbústað, nokkr- um sinnum var okkur fjölskyldunni boðið í grill og flottheit eins og þeim Hertu var einum lagið. Nú eiga ábyggilega þrír litlir strákar eftir að sakna hlýju handanna hans afa þeg- ar hann leiddi þá í göngutúrunum sem hann gerði oft, en amma er enn til staðar og hugsar vel um strákana þeirra, eins og hún hefur alltaf gert. Takk Massi minn fyrir að taka dóttur okkar eins og þína eigin, þú mast hana mikils. Einnig á Valur Rafn eftir að sakna þín, alltaf fylgd- ist þú með hvernig honum gengi í skólanum og að allt væri í lagi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku Herta, Jóa, Ágúst, Helga og strákarnir okkar, sorg ykkar er mikil. Við verðum að trúa því að honum hafi verið ætlað annað hlut- verk, hann fór allt of fljótt frá ykkur en ég veit að það verður tekið vel á móti honum. Guð blessi minningu hans. Kveðja Rán. INGIMAR GUÐNASON Mig langar að minn- ast kærrar vinkonu minnar Ingunnar Lár- usdóttur. Er ég frétti andlát hennar voru blendnar tilfinningar á ferð í hjarta mínu, að vísu söknuður og sorg en ekki síður léttir, því það var erfitt síðustu ár að horfa upp á góða vinkonu til 27 ára sem fanga í bæklun sinni sem hún hlaut í hörmu- legu slysi fyrir nokkrum árum og þar með átti hún ekki afturkvæmt út í líf- ið. En það eru góðu stundirnar og minningarnar sem lifa. Ég, Ingunn, Erna og Hulda með ungana okkar litlu, stoltar mæður að gera eitthvað skemmtilegt saman. Ingunn var sér- staklega blíð og yndisleg manneskja, heimilið sem hún bjó Loga og börn- unum sérlega hlýlegt og glæsilegt eins og hún sjálf var og öllum tekið opnum örmum og boðið upp á heima- bakað brauð og góðgæti. Eftir að börnin stækkuðu og við fórum að hafa meiri tíma fyrir okkur sjálfar tóku við sumarbústaðaferðir sem voru fastur liður tvisvar á ári til margra ára. Yf- irleitt vorum við sjö vinkonur saman en stundum átta þegar Erna vinkona okkar í Svíþjóð sá sér fært að koma heim og slást í hópinn. Minningarnar frá þessum ferðum eru mér svo dýr- mætar. Þar brölluðum við margt og leyfðum litlu stelpunum í okkur að blómstra. Það var ekki bara hlegið mikið því stundum var líka grátið og við vissum að við gætum treyst hver annarri fyrir gleði okkar og sorgum. Þannig á líka sönn vinátta að vera og Ingunn var sannur vinur. Í heimsóknum mínum til hennar á Arnarholt þar sem hún dvaldi eftir slysið var gott að sjá að hún hafði ekki glatað sínu fallega brosi þó margt INGUNN LÁRUSDÓTTIR ✝ Ingunn Lárus-dóttir fæddist 30. desember 1949. Hún lést á gjörgæslu á LSH í Fossvogi 31. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð í Fossvogskap- ellu í kyrrþey 4. febr- úar. hefði glatast, og alltaf spurði hún um börnin mín og barnabörnin. Í einni heimsókninni spurði ég hana hvort hún vildi að ég færði henni eitthvað er ég kæmi heim úr heimsókn minni til Ernu vinkonu í Svíþjóð. Ingunn bað mig um andlitskrem og gladdi það mig mjög hve glöð hún var þegar ég kom til baka með kremið. Þarna sá ég part af minni gömlu vin- konu aftur. Ingunn var áður en hún slasaðist glæsilegust allra og var mjög annt um útlit sitt og hreinlæti var henni í blóð borið. Þá Ingunni vil ég muna. Ég kveð þig, kæra vinkona, með orðum sem við lásum oft saman úr Opinberunarbókinni: „Guð mun þerra hvert tár af augum þeirra og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til, hið fyrra er farið.“ Minningu Ingunnar fel ég algóðum skapara okkar sem er Guð kærleik- ans, miskunnarinnar og fyrirgefning- ar. Takk fyrir allt, kæra vinkona. Helga Kristjánsdóttir. Ég man Ingunni svo vel, fallega brosið hennar, röddina og hláturinn skemmtilega. Ingunn var glæsileg kona, alltaf snyrtileg, vel til fara, smart og mikil dama. Listir, fegurð og andleg mál voru henni hugstæð. Hlýja, hugulsemi og gjafmildi var rík- ur þáttur í fari hennar. Minnisstæðar eru litlu sniðugu gjafirnar, sem hún stundum bjó til sjálf, er hún færði mér í tíma og ótíma. Samverustundir okkar Ingunnar voru ætíð innihaldsríkar og gefandi. Síðustu árin reyndust henni erfið og sársaukafull, en nú hvílist hún. Fjölskyldu hennar allri sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég kveð mína kæru vinkonu með söknuði og þakklæti í huga, megi Ing- unn mín vera guði falin um alla eilífð. Ingveldur. ✝ KjartanTryggvason fæddist í Víðikeri í Bárðardal í S-Þing- eyjarsýslu 16. apríl 1918. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 13. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Tryggvi Guðnason f. 9. nóv. 1876, d. 29. nóv. 1937, og Sigrún Ágústa Þorvalds- dóttir f. 2. okt. 1878, d. 18. nóv. 1959. Systkini Kjartans voru: Helga, f. 18. okt. 1900, d. 24. mars 1996, Höskuldur f. 10. maí 1902, d. 2. des. 1986, óskírð, f. 4. júní 1904, Kári, f. 23. júlí 1905, d. ardóttir, f. 11. mars 1891, d. 29. okt. 1971. Börn Kjartans og Krist- bjargar eru: 1) Vera, f. 20. apríl 1944, maki Hjörtur Sigurðsson, f. 13. nóv. 1938, d. 19. okt. 1998, börn þeirra eru: Egill, Sigurður Hreinn, Víðir Lundi og Sigur- björg. Barnabörn eru þrjú. 2) Þor- gerður, f. 30. okt. 1945, maki Gunnar Þórólfsson, f. 13. mars 1938, börn þeirra eru: Kristbjörg, Guðrún Vilborg og Kjartan. Barnabörn eru níu. 3) Snorri, f. 5. mars 1948, d. 29. des. 1983. 4) Páll, f. 12. maí 1950, maki Sigríð- ur Baldursdóttir, f. 23. des. 1948, börn þeirra: Ágústa, Baldur, Tryggvi og Karl. Barnabörn eru þrjú. Kjartan ólst upp og stundaði bú- skap til ársins 1995 á æskuheimili sínu Víðikeri í Bárðardal. Síðustu æviárin dvaldist hann á Dvalar- heimilinu Hvammi á Húsavík. Útför Kjartans fer fram í Lund- arbrekkukirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. 16. jan. 1999, Guðrún Vilborg, f. 14. jan. 1908, d. 3. júní 1908, Hörður, f. 13. júlí 1909, d. 19. nóv 1993, Egill, f. 12. júlí 1911, d. 9. júlí 1963, Skarp- héðinn, f. 6. apríl 1913, d. 16. apríl 1913, Sverrir, f. 15. júlí 1920, d. 8. júní 1999. Kjartan kvæntist 30. maí 1942 eftirlif- andi eiginkonu sinni Kristbjörgu Jónsdótt- ur frá Stóruvöllum í Báðardal í S-Þingeyjarsýslu, f. 1 feb. 1918. Foreldrar hennar voru Jón Pálsson, f. 14. ágúst 1889, d. 25. feb. 1964, og Guðbjörg Sigurð- Kjartan föðurbróðir okkar er lát- inn. Hann var næstyngstur af tíu börnum Sigrúnar og Tryggva í Víði- keri í Bárðardal. Við systur, sem ólumst upp með honum, höfum margs að minnast. Eins og margir Þingeyingar fór Kjartan til náms í Laugaskóla og var þar m.a. í smíðadeild. Að því bjó hann alla ævi. Hann var einstaklega laghentur og gerði við allt sem aflaga fór, allt frá smæstu hlutum til bíla og véla. Auk þess bjó hann til skó, smíð- aði skíði og ýmislegt fleira. Hann var mjög verkséður og vann sér léttar en margir aðrir. Kjartan hafði gaman af öllu útilífi. Hann ferðaðist talsvert um öræfin, oft sem leiðsögumaður. Þeir Víðikersfeðgar, Tryggvi og syn- ir hans, voru tíðum fengnir til leið- sögu um öræfin, bæði af innlendum og erlendum vísindamönnum. Um það má lesa í bókunum „Yfir Ódáðahraun“ eftir Ólaf Jónsson. Þar er þessa vísu að finna um menn og hesta: Edvard, Kjartan, Ólafur, einnig Stefán prúði. Grani, Bliki, Guðbrandur, gamli Neisti og Úði. Kjartan hafði gaman af veiðum og veiddi silung í ám og vötnum í ná- grenninu og var á skíðum á vetrum. Frá því við munum eftir okkur var þrí- og fjórbýli í Víðikeri. Þar bjuggu bræðurnir; faðir okkar Kári með fjölskyldu, Hörður með sína fjöl- skyldu, og svo Sigrún amma og synir hennar Egill, Kjartan og Sverrir, þar til Kjartan laumaðist í Stóruvelli og náði í elstu heimasætuna þar, hana Kristbjörgu. Þau fóru svo að búa í Víðikeri. Oft var nú þröngt í bænum, en samkomulagið var gott og þarna bjuggu allir í sátt og sam- lyndi. Kjartan var alla tíð bóndi í Víði- keri. Eftir að hann var orðinn eini ábúandinn fór hann í félagi við syni sína að rækta og stækka túnin, reisa rafstöð við Svartána og byggja ný útihús. Þegar Páll fór að búa á móti foreldrum sínum var byggð ný hæð ofan á gamla húsið. Eins og gengur, komast fáir gegn- um lífið án áfalla. Þau hjónin misstu son sinn og tengdason með fárra ára millibili, báða af slysförum. Var það þeim þung raun. Á seinni árum höfum við systur leitað á gamlar slóðir með okkar fólk. Hefur okkur fundist frábært að koma í Víðiker til Kibbu og Daddans, eins og við kölluðum þau ævinlega. Þau hafa alltaf tekið okkur sérstak- lega vel, með hlýju og gestrisni. Tvisvar hafa verið haldin fjölmenn ættarmót hjá Víðikersfjölskyldunni. Ógleymanlegt er, þegar Daddan, Kibba og börn þeirra tóku á móti öllu fólkinu á Víðikershlaði, í glaða sól- skini, með hrokuð veisluborð. Dadd- an frændi, jörfaglaður, fyllti glös yngstu kynslóðarinna ávaxtasafa eða mjólk, eftir smekk hvers og eins. Þá getum við systur og menn okkar ekki gleymt því þegar þau hjónin buðu okkur svo að gista nóttina eftir ættarmótið, og hvað við nutum þess öll að vera saman. Kibba okkar, gest- risin að vanda, framreiddi þá bestu steik, sem okkur finnst við hafa feng- ið um dagana. Fyrir nokkrum árum fór heilsan að bila og fluttu þau hjónin til Húsa- víkur, í Mið-Hvamm, þar sem þau höfðu litla og þægilega íbúð, en í Víðikersbænum var allt í sömu skorðum á þeirra hæð, ef þau vildu skreppa „heim“. Þegar seinna ættarmótið var, árið 2000, voru þau flutt til Húsavíkur. Eins og ævinlega þegar stórfjöl- skyldan kemur saman er mikið fjör. Spilað á ýmis hljóðfæri, sungið og dansað. Daddan var mjög gefinn fyr- ir músik og og spilaði bæði á orgel og harmoniku. Hann spilaði nú ekki í þetta sinn, en hann lét sig ekki vanta á dansgólfið og vakti manna lengst í gleðskapnum og var fyrstur manna á fætur morguninn eftir. Elsku Kibba, Vera, Þogga, Palli og fjölskyldur. Við systur og okkar fólk sendum ykkur innilegar samúð- arkveðjur. Hildur, Sigrún og Rannveig. Ég átti ekki von á því þegar sím- inn hringdi föstudagskvöldið 13.2. að þú værir mikið veikur og ættir mjög stutt eftir í þessu lífi, þú sem varst alltaf svo hress, þótt þú værir á 86. ári þegar þú lést. Ég var ekki gamall þegar ég var að fara með ykkur pabba í fjárhúsin og þvælast með ykkur um allt í Víði- keri og eftir að pabbi dó tókuð þið Kibba mig upp á ykkar arma og vor- uð mér sem foreldrar og fyrir það er ég ykkur þakklátur. Það voru marg- ar ánægjulegar stundir sem ég átti með þér, kæri frændi, það er margt sem kemur upp í hugann, t.d. þegar við vorum að keyra heyið heim neðan úr landi. Þá var alltaf gaman í gamla Will- isjeppanum þegar þú sagðir mér sögur af mönnum og málleysingjum og eins gott að við heyrðum þær bara tveir, þú og ég, Kjartan, ég man hvað ég gat stundum hlegið. Það er mér ofarlega í minni þegar við vor- um að laga girðinguna í grófinni og vorum að festa hana með grjóti og þú varst að tala um hvað ég væri sterk- ur og bara sex ára. Þá varð ég mjög stoltur. Það að vera í sveit í Víðikeri var eins og að koma í ævintýraheim, allt- af hægt að finna eitthvað skemmti- legt að gera, t.d. leika sér í grófinni og þegar þú hafðir tíma til að koma í fótbolta þá var nú stuð á okkur. Þú varst líka prakkari í þér. Ég man þegar við fórum 1967 í fjall- göngu upp á Sellandafjall og þú sagðir okkur að það væri ekki hægt að keyra lengra og sendir alla út úr bílnum, en keyrðir sjálfur langt upp í fjall og hafðir gaman af. Elsku frændi, ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Ástarkveðja. Þinn Bragi Egilsson. KJARTAN TRYGGVASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.