Morgunblaðið - 21.02.2004, Side 24

Morgunblaðið - 21.02.2004, Side 24
Árbær | Margt verður um dýrðir í Árbænum á morgun, sunnudag, síðasta dag Vetrarhátíðar Reykja- víkur, en sá dagur er sérstaklega tileinkaður Árbænum. Gefst borg- arbúum þá fjöldi tækifæra bæði til heilbrigðar útivistar og tómstunda- starfs, fræðslu og menningarat- burða. Dagurinn hefst á svokölluðum Stífluhring, en þá verður hist við Fylkisheimilið og síðan lagt í hressandi göngutúr um Elliðaár- dalinn þar sem fræðst verður um jarðfræði hans. Þá verður fjöldi annarra við- burða, svo sem tilraun við Íslands- met í bananasplitti, menningar- dagskrá við hús Orkuveitu Reykjavíkur, alls kyns skemmtun í Árbæjarlaug, þar sem verður ókeypis aðgangur allan daginn, ljóðalestur í Rafstöðinni í Elliðaár- dal, keppni í bolluáti og opnunarhá- tíð nýs útibús Borgarbókasafns í Hraunbæ, svo fátt eitt sé nefnt. Kátt í Árbænum HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Garðabær | Reykingar og áfengisdrykkja hafa aukist umtalsvert meðal unglinga í Garðabæ og þá sérstaklega meðal stúlkna, eftir að hafa haldist nokkuð niðri undanfarin ár. Þátttaka í íþróttum er þó almennt mjög góð og sjálfs- mynd og heilsa á svipuðum nótum og annars staðar á landinu og á höfuðborgarsvæðinu, þó nokkuð sé um að foreldrar þekki ekki eins vel til vinahóps og ferða barna sinna og í öðrum sveitarfélögum. Þá eru unglingar í Garðabæ nokkuð gjarnir á að vera úti seint á kvöldin og á nóttunni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn sem Rannsóknir og greining fram- kvæmdi fyrir Garðabæ. Könnunin, sem var gerð meðal nemenda í áttunda til tíunda bekk grunnskóla í Garðabæ, tók til ýmissa þátta, s.s. tóbaksreykinga, áfengisneyslu, vímuefnaneyslu, samskipta við fjölskyldu og vini, íþrótta og tómstunda, heilsu- og sjálfsmats, náms og skóla og við- horfa til útlendinga. Reykingar og áfengisneysla aukast Könnunin leiddi í ljós að reykingar unglinga jukust til muna á síðasta ári eftir að hafa legið vel undir landsmeðaltali frá árinu 1999. Þannig reyktu um 16% tíundu bekkinga í Garðabæ í fyrra, en einungis 8,3% árið þar áður. Lang- stærstan hluta þessarar aukningar meðal tí- undu bekkinga mátti rekja til stúlkna, en hjá þeim jukust reykingar úr 6,2% í 20% milli ára. En hjá strákum í tíunda bekk var þessi aukn- ing mun minni, eða úr 11% í 13%. Strákum í áttunda bekk sem reyktu daglega fækkaði, einum hópa. Fjöldi unglinga í tíunda bekk sem höfðu ver- ið ölvaðir á síðustu 30 dögum tvöfaldaðist, úr 19% í 39,7%. Þarna yfirgnæfðu stúlkur aftur drengina, en rúmur helmingur stúlknanna hafði drukkið síðasta mánuðinn, en aðeins tæp- ur þriðjungur drengjanna. Voru stúlkurnar langt yfir landsmeðaltali, sem er um 30%. Hins vegar bar ekki á þessari þróun meðal níundu bekkinga, en drykkja meðal þeirra var undir landsmeðaltali. Einnig sást að stúlkur höfðu haft mun meiri kynni af landa en strákar. Drykkja fór að miklu leyti fram heima hjá öðr- um, í mun meiri mæli en á höfuðborgarsvæð- inu og landsmeðaltalinu. Neysla ólöglegra eit- urlyfja meðal unglinga í Garðabæ reyndist hins vegar vera um og undir landsmeðaltali. Einnig leiddi rannsóknin í ljós að um helm- ingur nemenda í níunda og tíunda bekk taldi of marga innflytjendur búsetta á Íslandi. Þessi skoðun var meira ríkjandi meðal stráka. Einn- ig var tæpur helmingur stráka ósammála því að menning innflytjenda hefði góð áhrif á Ís- landi. Starf bæjarins stendur sterkt Inga Dóra Sigfúsdóttir, hjá Rannsóknum og greiningu, segir mikilvægt að skoða þessar upplýsingar í samhengi. Þannig séu alltaf nokkrar sveiflur í neyslu milli ára meðal ung- linga í bæjarfélögum. Aukningin í neyslu áfengis og reykingum sem fram hafi komið í Garðabæ, sé þannig að meginstefnu bundin við einn árgang. Þá verði að hafa í huga að rann- sóknin hafi leitt í ljós að neysla hafi almennt aukist aðeins á landinu í heild. Inga Dóra segir rannsóknir sem þessar gerðar reglulega að beiðni margra sveitarfé- laga, sem vilja byggja forvarnastefnu sína á traustum upplýsingum. „Við byggjum grein- inguna síðan á viðamiklum rannsóknum sem við höfum gert undanfarin ár,“ segir Inga Dóra og bætir við að það sé þekkt að vímuefnaneysla unglinga tengist fjölmörgum þáttum í fé- lagslegu umhverfi þeirra. Til þess að geta gert góða forvarnastefnu sé mikilvægt að þekkja hver staðan sé á þeim félagslegu þáttum sem rannsóknir hafa leitt í ljós að tengjast neyslu vímuefna. „Þannig vitum við að umhverfi ung- linganna, til að mynda tengsl þeirra við jafn- ingjahópinn, fjölskylda og þátttaka í skipu- lögðu tómstundastarfi eru mikilvægir þættir sem tengjast frávikshegðun þeirra. Því er mik- ilvægt að skoða þetta í samhengi.“ Garðabær hefur, að sögn Ingu Dóru staðið sig mjög vel í að láta gera slíkar rannsóknir reglulega til að fylgjast með stöðu unglinganna í bæjarfélaginu. „Í nýjustu rannsókninni kom fram að starf bæjarfélagsins í þágu ungling- anna stendur mjög sterkt. Skólastarfið er gott, íþrótta- og tómstundaþátttaka er góð og jafn- vel meiri en í öðrum bæjum í einhverjum til- vikum,“ segir Inga Dóra og bendir á að það sé þá helst þáttur foreldra, sem beina þurfi aug- um betur að. „Þannig virðist eftirlit foreldra með börnum sínum minna í Garðabæ en ann- ars staðar. Það þarf að ná til foreldra með skilaboð um að verja tíma með unglingunum, hafa eftirlit með þeim og veita þeim stuðning. Þrátt fyrir að tengslin milli foreldra og barna séu ágæt, verður að fara saman góður stuðn- ingur og eftirlit með unglingunum. Þannig er til að mynda mikilvægt að foreldrar viti hvar börnin þeirra eru á kvöldin og með hverjum, þekki vini barnanna sinna og foreldra vinanna. Allt eru þetta lykilþættir í að koma í veg fyrir frávikshegðun unglinga.“ Foreldrar líti í eigin barm Inga Dóra segir mikilvægt að skila ein- staklingum sterkum í gegnum unglingsárin. Starfsfólk Rannsókna og greiningar sé ánægt með þau sveitarfélög sem fyrirtækið er að vinna fyrir. „Þau vilja fá hlutlausar rannsóknir til að vinna út frá, stundum eru niðurstöðurnar slæmar, oft eru þær góðar, en bæjarfélagið veit þá alltaf hvar það stendur og getur unnið stefnu sína út frá því og það er mikilvægt að byggja forvarnarstefnu á traustum rann- sóknum. Garðabær er að vinna mjög faglegt starf og byggja stefnu sína út frá upplýsingum. Foreldrarnir í bænum þurfa hins vegar að huga að því hvert fyrir sig hvort þeir sinni eft- irliti unglinganna sinna nægilega vel,“ segir Inga Dóra. Gunnar Einarsson, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, segir könn- unina sýna að þátttaka í íþróttum og skipulegu æskulýðsstarfi sé umtalsverð og ágæt. „En okkur finnst könnunin líka sýna okkur að tengsl unglinga og foreldra mættu vera sterk- ari. Það þarf að skoða nánar. Við höfum gert þessar kannanir mörg undanfarin ár og notum niðurstöðurnar til að sjá á hvaða braut við er- um. Í framhaldi af því eru gjarnan aðgerðir og áherslubreytingar. Þetta er líka góður mæli- kvarði á árangur og segir okkur hvort við séum á réttri braut,“ segir Gunnar. Rannsókn á högum og líðan ungs fólks í Garðabæ gefur vísbendingar um forvarnir Morgunblaðið/Jim Smart Fjörkálfar á ferð: Gott æskulýðsstarf og öflugt íþróttastarf á vegum Garðabæjar er mikilvægt og vegur þungt, en foreldrar þurfa líka að þekkja vini barna sinna og foreldra þeirra. Reykingar aukast mjög hjá stúlkum Reykjavík | Leikskólabörn frá öll- um leikskólum borgarinnar komu saman á opnum svæðum víða um borgina í gær í tilefni af Vetr- arhátíð Reykjavíkur. Börnin tóku með sér þjóðfána hinna ýmsu landa ásamt einföldum friðarboðskap: „Allt fólkið í heiminum á að vera vinir eins og við.“ Börnin sungu og trölluðu, glöddu hjörtu viðstaddra og færðu heiminn inn í borgina með fallegum heimatilbúnum þjóðfán- um. Þessi börn af leikskólunum á Hlíðasvæðinu hittust á Klambrat- úni við Kjarvalsstaði og sungu af hjartans lyst. Morgunblaðið/Jim Smart Allir eiga að vera vinir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.