Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Krít 48.230kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 59.020 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Skala, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. FRANK M. Halldórsson, sóknar- prestur í Neskirkju, lætur af störf- um undir lok mánaðarins en hann hefur þjónað sem sóknarprestur í rúm 40 ár, lengst allra presta í Reykjavíkurprófastsdæmunum. Í tilefni tímamótanna verður kveðju- messa hans í Neskirkju á sunnudag kl. 14. Frank kom til starfa í Neskirkju 1. janúar 1964 og var settur í emb- ætti 12. janúar sama ár. „Þá var þetta auðvitað víðfeðmara prestakall því þá tilheyrði Seltjarnarnes Nes- prestakalli. Síðan breyttist það 1974 þegar Seltjarnarnes varð ný sókn og loks var það gert að sérstöku presta- kalli árið 1986,“ segir Frank um upphafsárin, en fram að þeim tíma var Seltjarnarnesi þjónað af prest- um Neskirkju. Frank er alinn upp í Vesturbæn- um, bjó fyrst á Ljósvallagötu, síðan á Tómasarhaga og frá 1967 hefur hann búið á Reynimel. Og rætur hans í Vesturbænum liggja víðar. Hann kenndi í Hagaskóla frá 1959 og eftir að hann var settur í embætti hélt hann áfram að kenna ferming- arbörnum kristinfræði í skólanum allt fram til ársins 1987. Hann segir sóknarstarfið hafa eflst mjög og aukist á þeim tíma sem liðinn er frá því hann hóf störf. „Þegar ég kom hingað voru bara guðsþjónustur og barnasamkomur á sunnudags- morgnum. Ég byrjaði strax með unglingastarf og það var mjög þrótt- mikið og ég fékk sjálfboðaliða til að sinna því með mér.“ Á biblíuslóðum í sex daga stríðinu Strax fyrsta árið sem sóknar- prestur hóf Frank að bjóða upp á náttsöng á aðfangadagskvöldi því margir kirkjugestir urðu frá að hverfa við aftansöng kl. 18. Hefur náttsöngur verið í kirkjunni allar götur síðan. Fyrir tíu árum voru teknar upp sérstakar barnaguðs- þjónustur á aðfangadag sem einnig hafa mælst vel fyrir. Frá 1979 hefur starf með eldri borgurum sömuleiðis farið fram í kirkjunni á laugar- dögum. „Þegar við hófum það var ekkert starf með eldri borgurum í Vesturbænum og fólk hafði lítið við að vera og vildi gjarnan komast út og hitta annað fólk. Í framhaldi af því höfum við farið í ýmsar ferðir og kynnst ýmsum stofnunum og fyrir- tækjum og einnig farið í nokkurra daga sumarferðir á hverju ári,“ segir hann. Óhætt er að segja að Frank hafi verið atorkusamur í starfi og rutt brautina á ýmsum sviðum, ekki ein- ungis í starfi með börnum og ung- lingum og eldri borgurum heldur náði áhugi hans út fyrir landstein- ana. Í framhaldi af biblíulestri um Postulasöguna skipulagði hann hóp- ferð til biblíulandanna vorið 1966 og aftur 1967 en þá lenti hópurinn í sex daga stríðinu sem þá geisaði milli Ísraelsmanna og araba. Flugvél hópsins lenti á flugvellinum í Amm- an í Jórdaníu, en átök voru í ná- grenni við hann. Árið 1978 fór stærsti hópurinn ut- an undir hans leiðsögn en þá réðust Ísraelsmenn inn í Líbanon. Ferðin gekk þó klakklaust fyrir sig. Árið eftir var Pétur Sigurgeirsson biskup með í för og hafði þá meðferðis töflu með Faðir vorinu á íslensku sem sett var upp á besta stað í Faðir vor- kirkjunni í hlíðum Olíufjallsins í Jerúsalem þar sem hún er enn. „Jóna Hansen kennari og ég stofn- uðum síðan ferðaskrifstofu í tengsl- um við þessar ferðir og rákum hana í nokkur ár til að fólk gæti kynnst þessum slóðum sem við vorum að lesa um í biblíulestrum ár eftir ár. En svo sá ég það að það var ekki hægt að sinna hvort tveggja, annað- hvort varð ég að hella mér út í þenn- an rekstur eða halda áfram sem prestur og Jóna gat ekki hugsað sér að hætta kennslu,“ segir Frank sem valdi prestsstarfið. Hann segist, spurður um stöðu kirkjunnar nú, að hann hafi aldrei þurft að kvarta yfir kirkjusókn. „Ég hef aldrei haft á tilfinningunni að kirkjan væri tóm, alveg frá upphafi. Söfnuðurinn tók mér strax mjög vel, það var haft á orði að unglingarnir hefðu kosið mig í embætti. Það voru almennar kosningar 1. desember 1963 og þau unnu vel fyrir mig til þess að koma mér hér að en ég var þá að kenna í Hagaskóla. Mér er það sérstaklega minnisstætt að þegar búið var að kjósa mig og úrslit voru kunn 5. desember fóru þau fylktu liði heim til mín til þess að fagna með mér,“ segir Frank. Hann segir óráðið hvað taki við hjá sér eftir að hann lætur af störf- um en segist hafa mikið yndi af trjá- rækt auk þess sem hann hyggst „sinna sjálfum sér betur“ og iðka sund sem hann hefur lítið gert af undanfarin ár. Hann segist munu sakna prestsstarfsins. „Það er búið að vera mjög gleðilegt að fá að starfa hérna. Hér er gott fólk og allir hafa gert eins og þeir hafa mögulega get- að til að efla sóknarstarfið á alla lund. Ég hef starfað með fimm bisk- upum og fimm próföstum og sex prestar hafa verið hér með mér sem hafa komið og farið,“ segir Frank M. Halldórsson sóknarprestur að lok- um. Frank M. Halldórsson lætur af störfum eftir 40 ára starf Presturinn sem ungling- arnir kusu í embætti Morgunblaðið/Þorkell Frank var á ferðalagi í Ísrael þegar sex daga stríðið braust út árið 1967. VAIDAS Jucevicius, litháski mað- urinn sem fannst látinn í höfninni á Neskaupstað 11. febrúar sl., var tengdur skipulagðri glæpastarf- semi í Litháen og átti að mæta fyr- ir dóm, vegna ákæru um að eiga þátt í um 40 bílaþjófnuðum, þann 9. febrúar. Vaidas var ókvæntur og barn- laus, en átti kærustu í Litháen. Mindaugas Peleckis, blaðamaður Litháska dagblaðsins Respublica, ræddi við móður Vaidas í gær, og staðfesti hún að hann hafi staðið í bílþjófnuðum, en segir að hann hafi ætlað að taka út sinn dóm og byrja svo nýtt líf. Hún segir ekki ótrúlegt að hann hafi smyglað eiturlyfjum til að fá fé til að koma undir sig fótunum. Móðir Vaidas segir son sinn hafa horfið skyndilega einn daginn, hann hafi ætlað að koma til hennar í mat en ekki látið sjá sig. Hann hafi síðar hringt í kærustu sína frá útlöndum og sagt að hann kæmi von bráðar aftur. Hún segist nú hafa áhyggjur af því hvernig hún eigi að koma líki sonar síns heim til greftrunar, enda kosti það væntanlega talsvert fé. Á forsíðu dagblaða í Litháen Litháskir fjölmiðlar hafa undan- farna daga greint frá líkfundinum á Neskaupstað. Í einu stærsta dag- blaði landsins, Lietuvos Rytas, er greint nokkuð ítarlega frá málinu á forsíðu blaðsins í gær undir fyrir- sögninni: Ísland í uppnámi vegna dauða Litháa. Segir þar m.a. að talið sé að hann hafi látist eftir að poki með eiturlyfjum sem hann gleypti rifnaði og er sagt að samverkamenn hans hafi árangurlaust reynt að ná efninu úr líkama hans. Segir að lögreglan hafi leitað vísbendinga á mörgum ódýrari hótela og gistihúsa landsins þar sem Litháar í atvinnuleit dvelji gjarnan. Seldu bíla til Rússlands Í fréttinni segir að lögregla í Litháen hafi bor- ið kennsl á líkið eftir að rannsóknargögn voru send þangað. Umræddur maður, Vaidas Jucevi- cius, sé þekktur hjá lögreglu sem stórtækur bíla- þjófur og hafi m.a. setið nokkra mánuði í fangelsi í Þýskalandi. Þegar Jucevicius sneri aftur til Litháen frá Þýskalandi hafi hann gengið til liðs við glæpagengi í heimabæ sínum Telsiai sem vit- að sé að steli glæsibifreiðum og hafi selt hluta þeirra til Rússlands en krafist lausnargjalds fyr- ir hluta þeirra. Haft er eftir lögreglu að glæpa- gengið hafi stolið í kringum 30 glæsibifreiðum í Telsai og nágrenni. Í febrúar í fyrra var Jucevi- cius handtekinn þar í bæ ásamt nokkrum félaga sinna en sleppt að nokkrum vikum liðnum. Móðir Vaidas Jucevicius segir að hann hafi átt að mæta fyrir rétt í febrúar Átti þátt í ráni á tugum glæsibifreiða í Litháen Jucevicius Vaidas MAÐUR sem rak ráðgjafar- og skattaþjónustufyrirtæki hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 mánuði skilorðsbundna í tvö ár, fyrir fjárdrátt. Einnig þarf hann að endurgreiða samtals 470 þúsund króna sem hann dró sér. Þá þarf maðurinn að greiða þriðjung sakar- kostnaðar. Bókhaldsbrot og fjársvik Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að maðurinn hafi verið dæmdur fyrir bókhaldsbrot og fjár- svik árið 2002, og hafi sá dómur verið tekinn upp og refsing ákvörðuð með tilliti til þeirrar þyngingar refsingar sem hefði orðið hefðu bæði málin verið dæmd saman. Í dóminum 2002 var maðurinn dæmdur í 12 mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, og þótti við hæfi að bæta þremur óskil- orðsbundnum mánuðum við þá refs- ingu. Dóminn kvað upp Valtýr Sigurðs- son héraðsdómari. 15 mánaða fangelsi Fangelsis- dómur fyrir fjárdrátt LOÐNA veiddist í gær á Breiðdals- grunni, suðaustur af Hvalbak og því ljóst að loðna er gengin upp á land- grunnið. Gera má ráð fyrir að loðnu- skipin hefji veiðar í grunnót á næstu dögum og að mikið af loðnu berist á land næstu vikurnar. Jón Axelsson, skipstjóri á Júpiter ÞH, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að svo virtist sem töluvert af loðnu væru nú gengið upp á land- grunnið. Jón segir að gera megi ráð fyrir kraftveiði á næstu dögum ef veður og vindar leyfi. Heildarloðnukvótinn hefur verið aukinn um 240 þúsund tonn eða úr 635 þúsund tonnum í 875 þúsund tonn samkvæmt ákvörðun sjávarút- vegsráðherra í fyrradag. Aukningin kemur öll í hlut íslenskra skipa og nemur heildarkvóti þeirra nú alls 737 þúsund tonnum. Til samanburð- ar veiddu íslensk skip um 765 þús- und tonn í fyrra. Samtals hefur um 240 þúsund tonnum verið landað á sumar- og vetrarvertíðinni og því á enn eftir að veiða um 500 þúsund tonn. Jón segist sannfærður um að hægt sé að veiða kvótann. „Við verð- um að bretta upp ermarnar. Þó að vissulega sé gott að fá meiri kvóta finnst manni að aukningin hefði mátt koma fyrr. Við hefðum getað verið búnir að veiða meira af kvótanum, höfum í raun verið að halda aftur af okkur til að nýta kvótann sem best til manneldisvinnslu. En ég hef ekki trú á öðru en að kvótinn náist.“ Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að útflutningsverðmæti aukins kvóta sé talið nema um 3-3,5 milljörðum króna. Þó sé ekki öruggt að skipin nái að veiða hann allan þar sem svo langt er liðið á vertíðina. Loðnan verði verðminni er líður á vertíðina þar sem hún nýtist verr til vinnslu og frystingar þegar líði að hrygningu. Veðurfar og veiðanleiki geti því haft afgerandi áhrif á loka- niðurstöðu vertíðarinnar. Loðnan gengin upp á landgrunnið HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í átta mánaða fangelsi fyrir fjölda þjófnaða, tilraunir til þjófnaða, hylmingu og fíkniefnabrot. Einnig var annar maður, um tvítugt, dæmd- ur í átta mánaða fangelsi skilorðs- bundið fyrir aðild að sumum brot- unum, sem framin voru árið 2002 og fyrri hluta ársins 2003. Báðir hafa mennirnir hlotið marga dóma áður. Fram kom í dómnum að maðurinn sem hlaut skilorðsbundna dóminn játaði sök sína, auk þess sem tekið var tillit til ungs aldurs og að hann hafði ekki gerst brotlegur við lög eft- ir að brotunum lauk. Hinn maðurinn hefur ítrekað gerst sekur um auðg- unarbrot, þar á meðal oft um innbrot í íbúðarhús. Dómurinn tók tillit til þess að maðurinn er ungur að árum og játaði greiðlega hluta sakarinnar. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Dæmdir fyrir þjófnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.