Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 32
DAGLEGT LÍF 32 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Halló Norðurlönd - vinur í vanda Ertu að hugsa um að flytja til annars Norðurlands? Hefur þú siglt í strand í kerfinu eftir flutning? Halló Norðurlönd er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Skoðaðu heimasíðuna www.hallonorden.org, þar finnur þú mikilvæg netföng og símanúmer. 1 4 4 4 Ertu að leita þér að nýjum skóm? 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Ég elska að vera í eldhús-inu, handfjatla ferskthráefni, anda að mér ilmiþess og spá í hvernig ég geti matreitt það þannig að það njóti sín til fullnustu,“ segir Jody Adams en hún er gestakokkur á Grillinu á hótel Sögu nú á Food and Fun dög- unum sem standa yfir í Reykjavík. Jody, sem er bandarísk, rekur sitt eigið veitingahús, Rialto, í Cam- bridge í Massachusetts og annað í Boston sem ber nafnið blu. Rialto hefur þegar skapað sér nafn í Bandaríkjunum, verið kosið af tímaritinu Bon Appetit eitt af 25 bestu veitingahúsum þar í landi, fengið hæstu stjörnugjöf hjá dag- blaðinu Boston Globe og Jody sjálf verið valin matreiðslumeistari ársins hjá tímaritinu Boston Magazine, svo dæmi séu tekin. Þá hefur mat- reiðslubókin hennar, „In the hands of a Chef “, fengið mikið lof vestra en hana skrifaði hún ásamt eig- inmanni sínum, rithöfundinum Ken Rivard. Jody segist hafa verið svo lánsöm að alast upp hjá móður sem hafði áhuga á matargerð og var frábær kokkur sem hafði gaman af því að prófa sig áfram í eldhúsinu. „Mamma hafði unun af elda- mennsku og lagði sig fram um að kaupa hráefni af bændunum í kring þegar við vorum á ferðalögum og njóta þess sem var á boðstólum af heimaræktuðu hverju sinni. Ég hef sjálf lagt mig fram um að gera það sama, kaupa ferskt hráefni úr mínu nánasta umhverfi hverju sinni. Ferskt og gott hráefni skiptir sköpum í matargerð.“ Þegar ég spyr hana hvernig hún eldi segir hún að þó hún geti ekki rakið ættir sínar til Miðjarðarhafs- ins hafi hún leitað mikið til Ítalíu, Spánar og Frakklands í matargerð- inni enda segist hún alin upp í ítölsku umhverfi í Bandaríkjunum. „Matur frá þessum löndum heillar mig og þá aðallega sveitamaturinn. Þar gefur fólk sér nægan tíma til að elda og það er ekki síst það sem hef- ur dregið mig að þessari tegund eldamennsku. Ég vil leyfa matnum að malla í rólegheitum og svo finnst mér atriði að fólk borði saman og hafi það notalegt. Jody hefur haldið námskeið í mörg ár og hún segist finna fyrir því núorðið að fólk vilji fara aftur í eld- húsið og gefa sér tíma. „Ég hef kennt á tímum þar sem spurning- arnar gengu út á það hversu fljót- legt væri að elda réttina og hvort það mætti frysta þá. Núna heyri ég ekki svona spurningar og fólk hefur áhuga á hráefninu og því að gefa sér tíma. Bandaríkjamenn fylgjast mjög vel með straumum og stefnum í mat- argerð, þeir eru búnir með skyndi- bitafæðið, þeir hafa minnkað fitu í mataræði og nú eru þeir mjög upp- teknir af kolvetnasnauðri fæðu. Uppskriftin sem hér fylgir er úr bók hennar In the hands of a Chef. Hún segir að uppskriftirnar séu héð- an og þaðan, flestar með innblæstri frá Ítalíu, Frakklandi og Spáni.  MATARKISTAN Morgunblaðið/Sverrir Mæðgur: Jody Adams hafði lítinn hjálparkokk með sér til landsins, dótturina Roxanne. Tómatsúpa: Eggaldinsamlokur gera útslagið. gudbjorg@mbl.is Rialto One Bennett Street Cambridge, Massachusetts 02138 Bandaríkin Sími 001 617 661 5050 Vefur: www.rialto-restaur- ant.com Sveitamaturinn heillandi Hún rekur veitinga- húsið Rialto í Cam- bridge og blu í Boston, hefur haldið fjölda mat- reiðslunámskeiða og gefið út matreiðslubók sem hlotið hefur frá- bæra dóma. Húsgögn Ljós Gjafavara Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15. Tómatsúpa með eggaldinsamloku ½ bolli extra virgin ólífuolía 2 meðalstórir laukar, saxaðir í litla teninga 4 hvítlauksrif, smátt söxuð salt og nýmalaður svartur pipar 2 kg þroskaðir plómutómatar, saxaðir gróft 1 tsk. sykur 1 fallegt eggaldin (250 g) skor- ið í átta 2 ½ sm sneiðar 2 bollar vatn ½ bolli ferskt saxað basil og 4 lauf til skrauts ½ bolli pestó 4 ½ sm þykkar sneiðar af mozzarella-osti 4 ½ sm þykkar sneiðar af sveitabrauði sem eiga að vera álíka stórar og eggald- insneiðarnar. Hitið 2 msk. af ólífuolíu í potti við meðalhita og bætið í lauk og hvítlauk, kryddið með salti og pipar og eldið í 7–8 mínútur. Bætið við tómötum og sykri, lækkið hitann og eldið í 25 mín- útur. Meðan tómatarnir eru að malla eru eggaldinsneiðarnar kryddaðar með salti og pipar. Hitið 2 msk. af ólífuolíu á pönnu við meðalhita. Bætið eggald- insneiðum á pönnuna og steikið báðum megin þangað til þær eru fallega brúnaðar. Takið af hita og kælið. Bætið vatni á tómatana og sjóðið í um 5 mínútur við vægan hita. Setjið svo í matvinnsluvél og síið tómatsúpuna svo í fínu sigti í pottinn að nýju. Bætið basil í og látið malla í 5 mínútur. Hitið ofninn í 180 gráður. Smyrjið eggaldinsneiðarnar með pestói og setjið mozzarella- sneiðar ofan á fjórar sneiðar. Búið svo til samlokur með því að setja hinar eggaldinsneiðarnar ofan á ostinn. Smyrjið brauð- sneiðarnar með ólífuolíu og setj- ið á bökunarplötu. Ristið í ofni uns þær eru gylltar. Setjið þá á topp hverrar brauðsneiðar egg- aldinsamloku og hitið uns ost- urinn fer að bráðna. Gætið þess að súpan haldist heit á meðan samlokurnar eru að hitna. Setj- ið eggaldinsamloku á botn hverrar skálar og hellið tómat- súpu yfir. Setjið nokkra dropa af olíu á hvern disk og basillauf til skrauts. Berið fram strax.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.