Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 29 Laugardagur Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús kl. 11–12 Eiríkur Þorláksson gengur með gest- um milli nokkurra útilistaverka Kvosarinnar og nágrennis hennar. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir kl. 11–17 Með kveðju frá Barcelona. Menning- arhátíð. Myndhöggvarafélag í Reykjavík, Nýlendu- götu 15 kl. 12–16 Opið hús. Fjölskyldu– og húsdýragarðurinn kl. 13– 15 Þríleikur: Dýrin í Hálsaskógi, leikið af nemendum í 9. og 10. bekk Háteigsskóla. Landnáma í flutningi Stoppleikhópsins. Stíg- vélaði kötturinn í flutningi Sjónleikhússins. Elliðaárstöðin, Elliðaárdal kl. 13–18 Nem- endur Garðyrkjuskóla ríkisins spreyta sig á blómaskreytingum. Hallgrímskirkja kl. 13–17 Listir Hallgríms- kirkju. Opin æfing hjá Mótettukórnum. Leifur Breiðfjörð verður með leiðsögn um listaverk kirkjunnar. Hörður Áskelsson kynnir Klais- orgelið. Listvinafélagið kynnir starfsemi sína. Kirkjuturninn opinn og sömuleiðis sýning Braga Ásgeirssonar. Menningarmiðstöðin Gerðubergi kl. 13– 17 Opnar vinnustofur og fjölbreytt dagskrá, m.a. myndlist, tónlistarflutningur og danssýn- ingar undir stjórn Sigvalda Þorgilssonar. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar kl. 14–17 Þekkir þú höggmyndir Sigurjóns? Fjölskyldu- leikur. Iðnó kl. 14 Leikbrúðuland frumsýnir tvo leik- þætti sem eru unnir upp úr sögum H.C. And- ersen: Pápi veit hvað hann syngur og Flibb- inn. Brúðustjórnendur eru þær Helga Steffensen og Helga E. Jónsdóttir. Leikstjóri er Örn Árnason. Ráðhús Reykjavíkur kl. 13.30–16.30 Fána- og ljósaganga frá Alþjóðahúsi að Ráð- húsi. Þórólfur Árnason borgarstjóri setur þjó- ðahátíðina að viðstöddum heiðursgestum hátíðarinnar, Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands og frú Dorrit Moussaieff. Hitt húsið kl. 14–22.30 Líttu inn í Hitt húsið. Fjölbreytt dagskrá. Menningarmiðstöðin Gerðuberg kl. 14– 17 Safnaramarkaður. Grafíksalurinn, Hafnarhúsi kl. 14–18 Kynning á Grafíkvinum og listamanni ársins, Valgerði Hauksdóttur. Reykjavíkurflugvöllur kl. 14.30–16 (biðsal- ur) Leikhópurinn Thalmus sýnir leikritið In Transit. Leikið er á ensku. Söngskólinn í Reykjavík, Snorrabraut 24 kl. 15 Auður Guðjohnsen flytur ljóðaflokkinn Les Nuits d’Été eftir Berlioz. Undirleikari á pí- anó: Ólafur Vignir Albertsson. Kl. 17 flytur Helga Magnúsdóttir ljóðaflokkinn Haugtusssa eftir E. Grieg. Undirleikari á píanó: Iwona Ösp Jagla. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir kl. 15 Fjölskylduleikur með leiðsögn um sýningu á verkum Jóhannesar S. Kjarvals. Ingólfsnaust kl. 15 Hljómsveitin Mór hefur út- setur og flytur íslensk þjóðlög. Kynning á norðlensku skíðasvæðunum. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, kl. 16 Heimstónlist fyrir börn. Timna Brauer og hljómsveit kynna tónlist frá ýmsum menning- arheimum. Henni til aðstoðar er Jórunn Sig- urðardóttir leikona. Listasafn Einars Jónssonar kl. 16 Flautu- leikararnir Anna K. Einarsdóttir, Áshildur Har- aldsdóttir, Berglind M. Tómasdóttir og Krist- jana Helgadóttir leika verk eftir Telemann, Bozza og Atla Heimi Sveinsson. Café Cultura, Alþjóðahúsi, kl. 20.30 Op- inn hljóðnemi (open mike) með Howie Kunz- inger frá New York. Ráðhús Reykjavíkur kl. 21–22 Íslenskir fatahönnuðir sýna nýjustu afurðir sínar. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús kl. 21–23 Tónleikar sérstakra gesta Vetr- arhátíðar, Voices for Peace. Skaparinn, Laugavegi 28 kl. 22 Raftónlist, Dada Pogrom og DJ Musician. Iðnó kl. 23 Fjölmenningarlegt ball sem hefst á sígaunatónum og lýkur með suður- amerískum takti. EINN dular- fyllsti dagskrár- liður vetrarhá- tíðar kallast Sonor – Jipto, og ber undirtitilinn Andlegur elt- ingaleikur. „Þetta er spil sem er byggt á einfaldri stærð- fræði,“ segir Helga E. Jónsdóttir sem leikstýrir uppákomunni sem fram fer í SÍM-salnum, Hafnar- stræti 16, frá kl. 14–17 í dag, með sýnikennslu á klukkutíma fresti. „Þetta er spil sem allir geta lært. Það var vísindamaður – stærðfræð- ingur frá Jakútíu – sem þróaði þetta spil, og það hefur verið mjög vinsælt á þeim slóðum, sem og í Frakklandi. Það hafa verið haldnar alþjóðlegar keppnir í þessu, þar sem skólar hafa komið hvaðanæva, æft sín lið og keppt. Þetta er gífur- lega fallegt. Þar býr hvert hérað til sína eigin taflmenn. Kjuregej Alex- andra, sem er nú með myndlist- arsýningu í SÍM-húsinu, ætlar að leyfa njótendum vetrarhátíðar að prófa þetta spil, og við sýnum það á gólfi – þar sem hægt er að nota lif- andi leikmenn, í búningum. Það er svo líka hægt að spila þetta sitjandi við borð, – bara eins og taflborð.“ Reiknings- leikur Kuregej Alexandra LEIKBRÚÐULAND frumsýnir í Iðnó í dag kl. 14, á vetrarhátíð, tvo leikþætti sem eru unnir upp úr sög- um eftir H.C. Andersen: Pápi veit hvað hann syngur og Flibbinn. Brúðustjórnendur eru Helga Stef- fensen, Helga E. Jónsdóttir og Erna Guðmarsdóttir, leikstjóri er Örn Árnason og leiktjöldin gerir Stígur Stein- þórsson. Þegar blaðamann bar að garði á æfingu í vik- unni var Flibbinn í hróka- samræðum við ungmeyj- arnar sem hann þráði svo að heilla; – því hann var jú sjentilmaður og talsvert flottur, – átti bæði skó- þræl og greiðu. Og tón- listin er dásamleg. „Já, við höfum svo skemmtilegan leikstjóra,“ segir Helga E. Jónsdóttir og útskýrir það nánar: „Örn setur inn tónlist og söngva og semur vísur fyrir okkur, honum er ekkert ómögulegt.“ Helga Steffensen tekur undir orð nöfnu sinnar, og segir að svo séu sögur H.C. Andersens líka svo frá- bærar. „Það er svo skemmtilegt við sögurnar hans að þær hafa allar ein- hvern boðskap. Sjáðu til dæmis Flibbann. Þarna er hann, sjálfhæl- inn monthani, sem endar svo bara í endurvinnslunni! En það er líka skemmtilegt, – því þannig getur hann orðið að pappírnum sem krakkar teikna á, eða pappírnum í sögubókunum. Við völdum H.C. Andersen vegna þess að hann á 200 ára afmæli árið 2005. Á síðasta ári sýndum við Fjöðrina sem varð að fimm hænum, og á afmælisárinu vilj- um við gjarnan sýna allar þessar sögur, og halda virkilega upp á það. H.C. Andersen var svo mikill brúðu- leikhúsmaður.“ Undirbúningur sýningarinnar hefur staðið í um sex mánuði, en þar af segir Helga Steffensen að fari um þrír mánuðir í að búa til brúðurnar. „Það þarf að byrja á því að lesa sög- urnar vel og semja leikritið upp úr þeim. Þá þarf að stúdera vel hvað maður vill með hverja brúðu fyrir sig. Maður byrjar kannski á því að búa til ákveðna týpu, en áður en maður veit af er brúðan orðin ein- hver allt önnur týpa, – hún tekur völdin af manni,“ segir Helga Stef- fensen. Þær blanda saman ýmsum tegundum af brúðum og eru líka með grímur, og eru jafnvel sjálfar sögupersónur, eins og Helga E. Jónsdóttir sem leikur pápa. „Við gætum haft þetta miklu auðveldara með því að vera með færri tegundir af brúðum, en það er gaman að blanda þessu saman,“ segir Helga Stef- fensen. Sýning Leikbrúðulands ætti að höfða til krakka allt niður í þriggja til fjög- urra ára aldur að sögn Helganna, og svo bara til fólks á öllum aldri. „Við sjáum að fullorðnir hafa gaman af þessu og eldra fólk þekkir allar sög- urnar, og jafnvel betur en unga fólk- ið. Allir lásu H.C. Andersen á sínum tíma. Það er mjög mikill misskiln- ingur að brúðuleikhús sé bara fyrir börn. Við erum að reyna að leiðrétta þennan misskilning, það gengur hægt, en gengur samt,“ segir Helga Steffensen. Brúðurnar taka stund- um völdin Frúin, kýrin og skúrkarnir tveir í leikritinu Pápi veit hvað hann syngur, sem Leikbrúðuland frumsýnir kl. 14 í dag. HÓLMFRÍÐUR Matthíasdótt- ir (Úa) fjallar um menningarlíf í Barcelóna kl. 13 í dag í Lista- safni Reykjavíkur – Kjarvals- stöðum. Fyrirlesturinn er liður í Barcelónskri menningarhelgi sem stendur yfir á Kjar- valsstöðum. Barcelona er af mörgum talin ein fegursta borg í Evrópu, enda iðandi af lífi og uppfull af menn- ingu og listum, sögu og söfnum. Hún hefur þá sérstöðu að vera höfuðborg Katalóníu, auk þess að vera önnur stærsta borg Spánar. Stríðir menningar- straumar renna því um borgina og þá er hún mekka bókmennta Suður-Ameríku og höfundar eins og Gabríel García Marqués verið uppgötvaðir í Barcelona. Hólmfríður stiklar á stóru í sögu Katalóníu, m.a. um það helsta sem er að gerast í menn- ingarmálum í Barcelona í dag. Hólmfríður hefur skrifað og gef- ið út margar bækur á Spáni sem fjalla eingöngu um Ísland. Hún starfar hjá bókaforlaginu RBA, en það er annað stærsta bókaút- gáfufyrirtæki á Spáni og gefur út mörg af þekktustu tímaritum landsins, eins og t.d spænska National Geographic. Fyrirlestur um menningarlíf í Barcelona Á VETRARHÁTÍÐ opnar Hall- grímskirkja dyr sínar fyrir gestum og gangandi, með dagskrá í dag frá kl. 13–17. Mótettukór Hallgrímskirkju verð- ur með opna æfingu á Magnificat eftir Bach og fleiri verkum kl. 13, en kl. 14 verða listaverk kirkjunnar skoðuð undir leiðsögn Leifs Breið- fjörð myndlistarmanns, en hann er jafnframt höfundur nokkurra þeirra verka sem prýða kirkjuna, svo sem stóra gluggans, skírnarfontsins, sem vígður var í fyrra, og predikunar- stólsins. „Það eru svo margir fallegir hlutir í kirkjunni, og fólk þekkir kannski ekki söguna að baki þeim,“ segir Inga Rós Ingólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri Listvinafélags Hall- grímskirkju. „Það verður líka sagt frá Listasafni Hallgrímskirkju sem á nú töluvert magn af listaverkum, sem eru ekki alltaf til sýnis.“ Klukkan þrjú verður sérstök kynning á undraheimi stærsta hljóð- færis Íslands, Klais-orgelsins í Hall- grímskirkju, og það er organistinn Hörður Áskelsson sem leiðir gesti í allan sannleika um það. „Það getur vel verið að fólk fái að kíkja upp í orgelið, en það fer svolítið eftir stærð hópsins. Það er mjög spenn- andi að sjá þessa völundarsmíð.“ Inga Rós segir að fólk sé jafnan mjög spennt fyrir því að fá að skoða orgelið. „Við erum bara núna að taka við okkur að kynna orgelið fyrir Ís- lendingum. Það eru mörg skemmti- ferðaskip, sem eru með það sem fastan lið, að skoða orgelið, og ráð- stefnugestir og fleiri hafa viljað koma. Þegar við höfum boðið upp á þetta einu sinni, hefur fólk viljað fá að koma aftur með gesti sína að skoða. Orgelið hefur líka verið kynnt í tengslum við orgeltónleika, eins og Hörður Áskelsson var með hér um daginn, og kennarar tónlistarskól- anna hafa beðið um að fá að sýna nemendum sínum orgelið. Fólki finnst þetta algjört ævintýri. Margir halda að orgel sé bara notað við sálmaundirleik í messum, en gera sér ekki grein fyrir því að þetta er heimur út af fyrir sig, – eins og heil hljómsveit þess vegna.“ Frá klukkan tvö verður Mótettu- kórinn með kaffisölu í kirkjunni, – bæði í suðursal, og jafnvel uppi í turni líka að sögn Ingu Rósar, og þar getur fólk hresst sig við milli dag- skrárliða. Allan tímann frá kl. 13–17 verður kynning á starfsemi Listvinafélags- ins, þar sem Inga Rós segir frá, en Listvinafélagið er hornsteinn lista- starfsemi kirkjunnar. Vetrarhátíð í Hallgrímskirkju Hörður Áskelsson, organisti í Hallgrímskirkju, með Klais-orgelið í baksýn, en hann leiðir gesti um undraheima þess í dag kl. 15. MÁLÞING Tónskóla Sigursveins um tónlistarmenntun á 21. öld verður haldið í Kennaraháskóla Íslands í dag kl. 13.30–17. Stjórnandi þingsins er Einar Jóhannesson klarinettuleik- ari. Á þinginu taka til máls fulltrúar hins opinbera; fulltrúar tónlistar- skóla og tónlistarnema og fleiri. Málþing um tónlistarmenntun ♦♦♦ ♦♦♦ Pakkhúsið, Höfn, Hornafirði kl. 14 „Hver saga forn er saga ný“ nefnist myndlistarsýning með byggingar- sögulegu ívafi. Þar gefur að líta verk eftir séra Einar G. Jónsson á Kálfa- fellsstað. Einar lagði stund á mynd- list á yngri árum en hefur ekki stund- að slíkt undanfarna áratugi fyrr en nú. Sýningin er opin kl. 14–17 næstu þrjár helgar og lýkur sunnudaginn 7. mars. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is TÓNLEIKAR til styrktar flygilsjóði Hveragerðis og Ölfuss verða í Hveragerðiskirkju kl. 17 á laugar- dag. Fram kom Jón Hólm Stefáns- son, tenór, Jörg Sondermann, píanó/ orgel, Gréta Salome Stefánsdóttir, fiðla, og Hulda Jónsdóttir, fiðla. Þau munu flytja fjölbreytta efnisskrá. Aðgangseyrir er kr. 1.500. Fyrir félagsmenn í Tónlistarfélaginu og eldri borgara kr. 1200 og frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Styrktartónleikar í Hveragerði SAFNARAMARKAÐUR verður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í dag, laugardag, frá kl. 14–17 í tengslum við sýningu sem þar er, Stefnumót við safnara. Á markaðn- um verður fjöldi safnara sem sýnir og selur úr söfnum sínum eða skiptir við aðra safnara. Jafnframt býðst gestum og gangandi að skoða, skipta og kaupa safngripi. Markaðurinn er framlag Gerðubergs til Vetrarhátíð- ar. Auk þessa verður ýmislegt fleira um að vera í húsinu í tilefninu en Fé- lagsstarf Gerðubergs býður upp á dagskrá frá kl. 13–17 í dag. Safnarar skiptast á gripum í Gerðubergi Gallerí Fold, Rauðarárstíg Málverkasýningu Elínar G. Jó- hannsdóttur í Baksalnum lýkur á morgun, sunnudag. Einnig lýkur sýningu Sonju Georgsdóttr á papp- írsverkum í Rauðu stofunni. Opið daglega kl. 10–18, laugardaga til kl. 17 og sunnudaga kl. 14–17. Sýningu lýkur ♦♦♦ KOMIÐ er að öðru kvöldinu á fjög- urra kvölda námskeiði Jónasar Ingi- mundarsonar sem ber heitið Hvað ertu tónlist? í Salnum á mánudags- kvöld. Gestur Jónasar er Kristinn Sigmundsson óperusöngvari. Fjallað verður um Vetrarferðina eftir Franz Schubert við ljóð Wilhelms Müllers. Þeir Kristinn og Jónas flytja Vetr- arferðina í heild á tónleikum í Saln- um nk. föstudagskvöld. Samvinna þeirra Kristins og Jón- asar hefur staðið í meira en tvo ára- tugi. Kristinn er nýkominn heim frá Bandaríkjunum þar sem hann var að syngja við óperuna í Houston í Texas síðan um áramót. Námskeiðið er samstarfsverkefni Endurmenntunar Háskóla Íslands, Salarins og Kópavogsbæjar. Fjallað um Vetrarferð Schuberts ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.