Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 63
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 63 DÓMSTÓLL á Írlandi hefur kveð- ið upp þann úrskurð að golf- klúbbnum Portmarnok sé óheim- ilt að banna konum að leika á vellinum. Konur hafa ekki fengið að leika á vellinum en nú er útlit fyrir að þær geti sýnt listir sínar þar á næstunni. Raunar hafa for- ráðamenn klúbbsins verið svo strangir að þeir hafa bannað kon- um að koma inn í klúbbhúsið. Lögfræðingar golfklúbbsins, sem er í einkaeigu, eru þó ekki vissir enda telja þeir að lög þau sem dómurinn byggði á standist ekki stjórnarskrána og ætla að áfrýja niðurtöðunni. Það getur því liðið einhver tími þar til kon- ur fá að leika á Portmarnok, sem er einn frægasti völlur Írlands. Eigendur klúbbsins voru jafn- framt dæmdir í sekt yrðu þeir ekki við tilmælum dómsins. Þá yrði tekið af klúbbnum vínveit- ingaleyfið og annað í þeim dúr en eigendur geta farið í kring um það með því að bjóða þeim sem leika völlinn upp á drykk, áfeng- an ef þannig vill til. Samkvæmt reglum klúbbsins er aðeins ein kona meðlimur í hon- um, Mary McAleese, forseti landsins. nnar frægur völlur á Írlandi, Royal Dublin, heimilar konum ekki að spila en ekki hefur enn verið höfðað mál á hendur hon- um. Konur fá loks að leika á Portmarnok-golfvellinum FÓLK  KENENISA Bekele, sem er 21 árs frá Eþíópíu, setti í gærkvöld heims- met innanhúss í 5.000 metra hlaupi karla á móti í Birmingham í Eng- landi. Hann hljóp vegalengdina á 12.49,60 mín. og bætti met landa síns Haile Gebrselassie um tæpa sek- úndu. Bekele fékk 30 þúsund banda- ríkjadali fyrir metið.  GUÐMUNDUR Hrafnkelsson stóð í marki Kronau/Östringen í gær- kvöldi þegar liðið tapaði 26:22, fyrir Hamborg á heimavelli. Kronau/ Östringen er í neðsta sæti þýsku 1. deildarinnar með 9 stig en Hamborg lyfti sér upp í þriðja sætið með sigr- inum.  INGÓLFUR Axelsson KA-maður kom inn á í leiknum á móti HK í gær eftir að hafa verið talsvert lengi frá vegna meiðsla. Honum tókst aðeins að spila í nokkrar sekúndur áður en hann meiddist á ökkla og þurfti að fara af velli.  TVEIR leikmenn HK, þeir Atli Þór Samúelsson og Ólafur Víðir Ólafs- son, fengu rautt spjald fyrir brot á leikmönnum KA. Talsverður hiti var á bekk HK eftir þessa dóma Ingvars Guðjónssonar og Jónasar Elíassonar og fékk Árni Stefánsson þjálfari gult spjald fyrir að mótmæla fyrri dómn- um og tveggja mínútna brottvísun eftir kröftugleg mótmæli þegar Ólaf- ur var sendur í sturtu.  OLE Gunnar Solskjær verður í leikmannahóp Manchester United gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í dag en það eru fimm mánuðir frá því að norski landsliðsfyrirliðinn lék síð- ast með Man. Utd. vegna hnémeiðsla. Solskjær lék með varaliðinu gegn Liverpool á fimmtudaginn þar sem liðin skildu jöfn, 1:1.  ROY Keane fyrirliði enska úrvals- deildarliðsins Manchester United segir við AFP-fréttastofuna að hann hafi áhuga á því að leika með írska landsliðinu á ný. Keane hefur ekki leikið landsleik frá því að hann var sendur heim frá æfingabúðum írska liðsins rétt áður en heimsmeistara- keppnin í S-Kóreu og Japan hófst ár- ið 2002.  ÞAR gagnrýndi Keane harkalega Mick McCarthy þáverandi landsliðs- þjálfara og þær aðstæður sem stóðu liðinu til boða. „Það er ekki svo einfalt að ég geti sagt að mig langi til þess að leika á ný með landsliðinu. Það er að- eins einn maður sem ræður því, Brian Kerr, landsliðsþjálfari. Eflaust eru margir leikmenn enn ekki sáttir við mig og það gæti verið erfitt fyrir þá að fá mig til baka. Hinsvegar tel ég að Kerr sé að gera betri hluti en forveri hans í starfinu,“ segir Keane.  STEPHANE Stoecklin leikur ekki með franska landsliðinu í handknatt- leik á Ólympíuleikunum í Aþenu í sumar. Hann sleit krossband í kapp- leik á dögunum. Stoecklin hafði ætlað að ljúka ferlinum með landsliðinu í Aþenu en hefur nú afskrifað það. Leikmenn Breiðabliks komu veltilbúnir í leikinn og fullir sjálfs- trausts eftir sigur- leik gegn Njarðvík í síðustu umferð. Þeir gáfu toppliðinu eng- an grið og voru betri aðilinn í fyrri hálfleik – höfðu tveggja stiga forskot þegar komið var í þann síðari. Spilamennska Snæfellinga batnaði heldur í seinni hálfleik og stoppuðu þeir í götin í vörninni. Tóku Kyle Williams nánast úr umferð og við það riðlaðist leikur heimamanna. Jafnt var í byrjun fjórða leikhluta, 67:67, gestirnir spiluðu þá agaðan leik – spiluðu síð- ustu fimm mínúturnar vel og sigr- uðu sem áður segir 87:84. „Við þurftum að hafa mikið fyrir þessum sigri og bjuggumst við því – þeir nýbúnir að sigra Njarðvík og ef þeir geta unnið þá, geta þeir unnið okkur. Við vorum slakir framan af, spiluðum lélega vörn en hún hefur einmitt verið lykilatriði hjá okkur í vetur. Fengum svo verðskuldaða ræðu í hálfleik, ákváðum að vera ekki með þennan aumingjaskap og það svona gekk nokkurn veginn upp,“ sagði Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells. Það er engin pressa á okkur, ætti frekar að vera pressa á hinum lið- unum – tapandi fyrir smáliði utan af landi. Við erum bara að hafa gaman af þessu,“ bætti Hlynur við að lok- um. Þórsarar ætla ekki að gefast upp Þór frá Þorlákshöfn sigraði KR íhörkuspennandi leik á heima- velli sem varð að framlengja til þess að knýja fram úrslit, 86:85. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 73:73 en KR hafði forystu lengst af leiknum. Þessi sigur glæðir aðeins vonir Þórs- ara um að geta á lokasprettinum forðað sér frá falli úr úrvalsdeildinni en liðið er sem fyrr í neðsta sæti. Í lið KR vantaði þeirra aðal stiga- skorara, Josh Murray, en hann er slasaður á hendi, var það skarð fyrir skildi. Leikurinn fór rólega af stað og var jafnræði með liðunum þar til í lok fyrsta fjórðungs en þá tóku gest- irnir sprett og náðu 6 stiga forskoti. Gestirnir héldu uppteknum hætti í upphafi annars leikhluta meðan heimamenn settu ekki körfu í þrjár mínútur, þá voru gestirnir komnir með 13 stiga forskot og var farið að fara um áhorfendur. Aðeins höfðu heimamenn lagað stöðuna þegar gengið var til búningsklefa og var munurinn þá sjö stig, 42:33. Þórs- liðið fékk aðeins á sig þrjár villur all- an fyrri hálfleikinn og segir það nokkuð um vörnina sem þeir spiluðu. Magnús J. Guðmundsson, aðstoðarþjálfari Þórs, hélt þrumu- ræðu yfir sínum mönnum í hálfleik og skipaði þeim að taka á í vörninni og það skilaði sér í seinni hálfleik. Smátt og smátt minnkaði munurinn og undir lokin þegar 25 sekúndur voru eftir náðu heimamenn að jafna í 70:70 en að bragði skoraði Jesper Sörensen þriggja stiga körfu og þaggaði niður í áhorfendum sem nú voru að tryllast af æsingi og aðeins voru 15 sek. eftir. Adam var þó ekki lengi í Paradís því örfáum sekúndum síðar, eða þegar um sjö sekúndur voru eftir, jafnaði Nate Brown með þriggja stiga körfu og nú voru 7 sek. eftir. Á þeim fáu sekúndum sem eft- ir voru töpuðu gestirnir boltanum og Nate misnotaði skot rétt áður en tíminn var úti og framlenging var staðreynd. Framlengingin var geysispennandi en heimamenn höfðu þó lengst af forustuna og stóðu uppi í lokin sem sigurvegarar og var fögnuður þeirra mikill. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, sagði eftir leikinn að það hefði verið sárt að tapa en í svona spennuleik gæti sigurinn lent hvorum megin sem væri. „Heppnin var með Þórsurum að þessu sinni og þeir eru vel að sigrinum komnir. Við spiluðum ágætan leik þannig að það verður ekkert af Þórsurum haft. Það er greinilegt að þeir eru á bullandi upp- leið og eru til alls líklegir. Við spil- uðum á níu mönnum en Þórsarar á sjö og á því ætluðum við að vinna leikinn en það munar mikið um að hafa Josh Murray ekki,“ sagði Ingi. Grétar Ingi Erlendsson sem hefur leikið vel fyrir Þórsliðið í undanförn- um leikjum, sagði eftir leikinn að hann vissi ekki hvort hann ætti að gráta eða hlæja, þetta væri alveg yndisleg tilfinning. Hann sagði að gott hefði verið að heyra hvatning- arorð stuðningsmanna þegar mest gekk á. Snæfellingar halda sínu striki SIGURGANGA Snæfellinga heldur áfram í Intersportdeild karla og í gærkvöldi unnu þeir tíunda deildarleikinn í röð þegar þeir lögðu Breiðablik af velli í Smáranum, 87:84, í hörkuspennandi leik. Leik- urinn var hnífjafn fram í miðjan síðasta leikhluta – þá náðu gestirnir góðum leikhluta og gerðu snögglega út um leikinn. Snæfell situr því sem fyrr á toppi deildarinnar á meðan Blikarnir berjast enn fyrir sæti sínu í deildinni. Andri Karl skrifar Grindvíkingar byrjuðu leikinn áþví að spila svæðisvörn og gekk hún ágætlega framan af fyrri hálf- leiks. Grindvíkingar áttu í miklum vand- ræðum að stíga Kefl- víkinga út í fráköst- um enn það er mun erfiðara að gera það ef spiluð er svæð- isvörn heldur en maður á mann-vörn. Á tíma í fyrri hálfleik myndaðist of mikið af glufum í svæðisvörn Grinda- víkur þar sem skyttur Keflavíkur nýttu sér og skoruðu meðal annars fjórar þriggja stiga körfur á stuttum tíma. Grindavík tók þá leikhlé og breyttu þá leik sínum yfir í maður á mann-vörn og allt var á leiðinni að smella hjá Grindavík. Spiluðu þeir boltanum hratt og vel og áttu auðvelt með að finna leið í gegnum vörn Keflavíkur. Leikurinn var mjög jafn nær allan fyrri hálfleikinn en staðan í leikhléi var 43:45 Grindvíkingum í vil. Í byrjun seinni hálfleiks var mikið óðagot hjá leikmönnum beggja liða og litu út sem byrjendur í íþróttinni. Eft- ir þessa gloppóttu byrjun kom sann- kölluð flugeldasýning hjá Keflvíking- um, spiluðu þeir frábæra vörn og skoruðu ellefu stig án þess að Grinda- vík náði að svara fyrir sig og breyttu stöðunni úr 59:58 í 59:69. Grindvík- ingar tóku þá leikhlé og endurskipu- lögðu sinn leik. Mikill hiti var í mönn- um í þriðja leikhluta, litlu munaði að syði upp úr milli Péturs Guðmunds- sonar og Derrick Allens. Í fjórða leik- hluta komu Grindvíkingar ákveðnir til leiks og skoruðu sjö stig í röð og jöfnuðu leikinn 69:69. Bæði lið skipt- ust á að halda forystunni allt til loka leiks. En þegar um þrjár mínútur voru til leiksloka fékk Darrel Lewis sína fimmtu villu og þurfti að yfirgefa völlinn, en hann var búinn að vera að- altromp Grindvíkinga í sókninni og fóru nær allar þeirra aðgerðir í gegn- um hann. Þegar um tvær mínútur voru til leiksloka skoraði Nick Brad- ford úr góðu gegnumbroti og stálu Keflvíkingar boltanum alvg um hæl aftur, og stilltu aftur upp í sókn sem endaði á góðri körfu frá Derrick Al- len. Juku þá Keflvíkingar forskotið uppí fjögur stig og héldu þeir því til leiksloka. Bestu menn Keflavíkur voru Nick Bradford og Derrick Allen ásamt Sverri Sverrissyni sem stal boltanum þrisvar sinnum á lokakafla leiksins. Hjá Grindavík var það Darr- el Lewis og Páll Axel Vilbergsson sem voru bestir. Davíð Páll Viðarsson skrifar Morgunblaðið/Árni Sæberg Blikinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson í baráttu við Hólmarann Edward Dotson í Kópavogi í gærkvöldi. Jón H. Sigurmundsson skrifar KEFLAVÍK kom í veg fyrir að Grindavík renndi sér upp að hlið Snæfells í efsta sæti í úrvals- deildar karla í körfuknattleik í gærkvöldi þegar þeir lögðu gesti sína, 94:90. Grindvíkingar voru tveimur stigum yfir í hálf- leik. 45:32. Grindavík missti af efsta sætinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.