Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 62
ÍÞRÓTTIR
62 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
HANDKNATTLEIKUR
Laugardagur:
Úrvalsdeild karla, RE/MAX-deild:
Ásgarður: Stjarnan – Grótta/KR..............17
Framhús: Fram – Haukar....................16.30
1. deild karla:
Selfoss: Selfoss – Þór A. ............................16
Smárinn: Breiðablik – ÍBV........................14
1. deild kvenna:
Ásgarður: Stjarnan – Grótta/KR..............15
Ásvellir: Haukar – Valur ...........................17
Víkin: Víkingur – Fram .............................14
Sunnudagur:
Evrópukeppni kvenna
Áskorendabikarinn, 16-liða úrslit, seinni
leikur:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Le Havre ...........14
1. deild karla:
Kaplakriki: FH – Afturelding ..............19.15
KÖRFUKNATTLEIKUR
Laugardagur:
Úrvalsdeild karla, Intersportdeild:.............
Keflavík: Keflavík – KFÍ ......................19.15
1. deild kvenna:
Grindavík: UMFG – ÍS .........................17.15
Keflavík: Keflavík – KR.............................15
1. deild karla:
Kennaraháskóli: ÍS – Höttur ...............14.45
Sunnudagur:
1. deild karla:
Ásgarður: Stjarnan – Höttur ....................13
BLAK
Laugardagur:
1. deild kvenna:
Neskaupstaður: Þróttur N. – KA ........13.30
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Sex keppendur eru skráðir í sjöþraut karla
og átta í sexþraut kvenna á Meistaramóti
Íslands sem fram fer í Egilshöll um
helgina. Mótið hefst kl. 10 á laugardag og
kl. 9 á sunnudag og er áætlað að keppni
ljúki um kl. 13.30 á sunnudag. Eftir að
meistaramótinu lýkur á sunnudaginn fer
fram keppni í 60 m hlaupi karla og kvenna
sem aukagreinum í tengslum við mótið.
FIMLEIKAR
Bikarmót í hópfimleikum fer fram í
Íþróttahúsinu Ásgarði á morgun, sunnu-
dag kl. 14–15.40. Sjö lið taka þátt í mótinu
og þar með bestu lið landsins. Yngri liðin
eru að keppa um að ná lágmörkum fyrir
Norðurlandamót sem haldið verður hér á
landi í apríl en eldri liðin keppa að því að ná
lágmörkum fyrir Evrópumót sem verður
haldið í október.
UM HELGINA
DAMON Johnson, landsliðsmaður í körfuknattleik og
fyrrverandi leikmaður Íslandsmeistara Keflavíkur, hefur
skrifað undir samning um að leika með spænska efstu
deildarliðinu Murcia. Damon hefur í vetur leikið með
Caceras og staðið sig vel en þar sem liðinu tókst ekki að
standa í skilum með laun þá fékk hann sig lausan mála hjá
því og tók fegins hendi tilboði Murcia. Samingur Damons
við Murcia er til loka leiktíðar í vor. Mucia er um þessar
mundir í neðsta sæti deildarinnar en vonast er til að koma
Damons til liðsins megi hressa að einhverju leyti upp á
gengi liðsins og það geti ef til vill forðast fall í 1. deild en
víst er að til þess að svo megi verða þurfa allir leikmenn
liðsins að bíta í skjaldarrendur.
Ekki þarf að fara mörgum orðum um efstu deild
spænska körfuknattleiksins, hún er ein sú allra besta í
Evrópu og því er það mikill árangur hjká Damon að kom-
ast í hóp þeirra leikmanna sem í deildinni leik. Hann hélt
utan í fyrrasumar eftir að hafa leikið með Keflavíkingum
m.a. í fyrra og orðið Íslands- og bikarmeistari með því.
Damon Johnson í
efstu deild á Spáni
JACQUES Rogge forseti Alþjóða ólympíu-
nefndarinnar, IOC, segir að unnið sé hörðum
höndum að því að koma upp rannsóknaraðferð til
þess að greina THG-hormónið í þeim lyfjaprófum
sem gerð verða á Ólympíuleikunum í Aþenu í
sumar. THG er hormón sem búið er til á rann-
sóknarstofum og hefur verið órekjanlegt í þeim
lyfjaprófum sem gerð hafa verið á undanförnum
árum en Rogge, sem einnig er læknir, segir að
keppendur á Ólympíuleikunum ættu ekki að van-
meta lyfjaeftirlitið. „Við ætlum ekki að sýna öll
trompin okkar, kannski verðum við klárir í slag-
inn, en við ætlum ekki að segja meira,“ segir Jac-
ques Rogge og hann segir ennfremur að allir
íþróttamenn sem ætli sér að taka þátt í ÓL verði
að gangast undir lyfjapróf á vegum IOC utan
keppni fyrir leikana. Nefndi hann sérstaklega
bandaríska landsliðið í körfuknattleik og aðra
bandaríska íþróttamenn.
Lyfjaeftirlitið verð-
ur öflugt í Aþenu
HANDKNATTLEIKUR
ÍR - Valur 27:28
Austurberg, úrvalsdeild karla, RE/MAX-
deildin, föstudagur 20. febrúar 2003.
Gangur leiksins: 1:0, 1:3, 2:6, 4:9, 7:9, 7:11,
9:11, 11:14, 12:14, 14:14, 16:15, 17:18, 20:20,
22:23, 24:25, 26:25, 26:27, 27:27, 27:28.
Mörk ÍR: Fannar Þorbjörnsson 6, Bjarni
Fritzson 6/4, Hannes Jón Jónsson 5, Ingi-
mundur Ingimundarson 5, Einar Hólm-
geirsson 4, Sturla Ásgeirsson 1.
Varin skot: Ólafur H. Gíslason 13/1 (þar af
fóru 7 aftur til mótherja).
Utan vallar: 10 mínútur.
Mörk Vals: Markús Máni Mikaelsson 9/2,
Heimir Örn Árnason 5, Baldvin Þorsteins-
son 5/4, Hjalti Gylfason 4, Bjarki Sigurðsson
2, Sigurður Eggertsson 2, Atli Rúnar Stein-
þórsson 1.
Varin skot: Örvar Rúdólfsson 4 (þar af fóru
2 aftur til mótherja), Pálmar Pétursson 3
(þar af fóru 3 aftur til mótherja).
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Gunnar Viðarsson og Stefán Arn-
aldsson.
Áhorfendur: Um 360.
KA - HK 34:29
KA-húsið:
Gangur leiksins: 0:1, 3:4, 7:4, 13:11, 16:13,
17:15, 18:17, 21:17, 27:21, 27:24, 32:26, 34:29.
Mörk KA: Arnór Atlason 13/1, Andrius
Stelmokas 10/4, Bjartur Máni Sigurðsson 3,
Einar Logi Friðjónsson 2, Sævar Árnason 2,
Árni Björn Þórarinsson 1, Jónatan Magn-
ússon 1, Magnús Stefánsson 1, Þorvaldur
Þorvaldsson 1.
Varin skot: Hafþór Einarsson 7 (þar af 4 til
mótherja), Hans Hreinsson 3.
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk HK: Andrius Raskauskas 8/3, Haukur
Sigurvinsson 5, Samúel Árnason 5, Alex-
ander Arnarson 4, Ólafur Víðir Ólafsson 3,
Atli Þór Samúelsson 2, Brynjar Valsteins-
son 2.
Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 20/1 (þar
af 6 til mótherja).
Utan vallar: 14 mín. Atli Þór Samúelsson
fékk rautt spjald fyrir brot á 18. mín. og
Ólafur Víðir Ólafsson fékk sömu refsingu
síðla leiks.
Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elí-
asson. Stóðu í ströngu og skorti nokkuð á
samræmi í dómum.
Áhorfendur: Um 250.
Staðan:
Valur 5 3 1 1 135:128 15
KA 5 3 0 2 156:143 13
Haukar 4 3 1 0 126:100 12
ÍR 5 2 0 3 140:139 12
Stjarnan 4 2 0 2 110:122 10
Fram 4 1 0 3 112:115 8
Grótta/KR 4 2 0 2 105:116 7
HK 5 1 0 4 131:152 7
Þýskaland
Kronau/Östringen - HSV Hamburg .....22:26
KÖRFUKNATTLEIKUR
Breiðablik - Snæfell 84:87
Smárinn, úrvalsdeild karla, Intersportdeild-
in, föstudagur 20. febrúar:
Gangur leiksins: 0:2, 3:6, 9:9, 12:14, 19:18,
24:23, 29:27, 31:32, 35:34, 40:36, 42:44, 48:46,
52:50, 56:54, 61:59, 66:61, 67:63, 67:67, 71:69,
73:72, 73:78, 76:80, 81:82, 81:85, 84:87.
Stig Breiðabliks: Kyle Williams 26, Pálmi
F. Sigurgeirsson 19, Mirko Virijevic 19,
Uros Pilipovic 8, Ólafur Guðnason 5, Þór-
arinn Andrésson 4, Ágúst Angantýsson 3.
Fráköst: 17 í vörn, 23 í sókn.
Stig Snæfells: Dondrell Whitmore 20, Ed-
mund Dotson 17, Hlynur Bæringsson 16
Sigurður Þorvaldsson 15, Corey Dickerson
14, Hafþór Gunnarsson 5.
Fráköst: 26 í vörn, 18 í sókn.
Villur: Breiðablik 18 - Snæfell 11.
Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson og Er-
lingur Erlingsson.
Áhorfendur: Um 200.
Keflavík - Grindavík 94:90
Keflavík:
Gangur leiksins. 10:2, 10:14, 21:22, 26:28,
34:31, 38:40, 43:45, 59:49, 67:58, 67:60, 69:66,
71:72, 75:75, 80:79, 84:82, 94:90.
Stig Keflavík: Nick Bradford 26, Derrick
Allen 21, Gunnar Einarsson 13, Magnús
Gunnarsson 9, Halldór Halldórsson 8,
Sverrir Sverrisson 8, Fannar Ólafsson 6,
Jón Hafsteinsson 2, Arnar Freyr Jónsson 2.
Fráköst: Sókn 21. Vörn 20.
Stig Grindavíkur: Darrel Lewis 30, Páll Ax-
el Vilbergsson 24, Jackie Rogers 15, Jóhann
Ólafsson 6, Guðmundur Bragason 6, Þorleif-
ur Ólafsson 4, Steinar Arason 3, Örvar
Kristjánsson 1.
Villur: Keflavík 20 - Grindavík 20.
Fráköst: Sókn 14. Vörn 20.
Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Ein-
ar Skarphéðinsson. Stóðu sig mjög vel.
Áhorfendur: Um 300 manns.
Þór Þ. - KR 86:85
Þorlákshöfn:
Gangur leiksins: Gangur leiksins: 3:4, 10:9,
16:18, 19:25 19:32, 24:37, 30:37 39:50, 49:59,
54:60, 58:64 60:66, 64:67, 68:70, 70:70, 73:73
78:76, 80:79, 84:81, 84:83, 86:85.
Stig Þórs: Robert Dean Hodgson 26, Leon
Brisport 23, Nate Brown 21, Grétar Ingi
Erlendsson 14, Sigurbjörn Þórðarson 2.
Fráköst Þórs: 24 í vörn - 13 í sókn
Stig KR: Skarphéðinn Freyr Ingason 18,
Jesper Sörensen 17, Steinar Kaldal 12, Ing-
valdur Magni Hafsteinsson 11, Hjalti Krist-
insson 9, Magnús Helgason 8, Baldur Ólafs-
son 7, Ólafur Már Ægisson 3.
Fráköst KR: 31 í vörn - 5 í sókn.
Villur: Þór 18 - KR 18.
Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson og Guð-
mundur Stefán Maríasson.
Áhorfendur: Um 150
Staðan:
Snæfell 19 16 3 1630:1532 32
Grindavík 19 15 4 1706:1615 30
Keflavík 18 12 6 1741:1570 24
Njarðvík 19 12 7 1732:1623 24
Haukar 19 11 8 1524:1503 22
Tindastóll 19 10 9 1770:1688 20
KR 19 10 9 1735:1671 20
Hamar 19 9 10 1584:1623 18
ÍR 19 6 13 1654:1729 12
KFÍ 18 4 14 1633:1838 8
Breiðablik 19 4 15 1552:1673 8
Þór Þorl. 19 4 15 1583:1779 8
1. deild karla
ÍG - Skallagrímur..................................73:101
Ármann/Þróttur - Valur .........................83:70
Staðan:
Skallagrímur 16 15 1 1496:1251 30
Fjölnir 16 13 3 1473:1193 26
Valur 16 13 3 1407:1277 26
Ármann/Þróttur 16 9 7 1344:1277 18
Þór A. 16 7 9 1358:1413 14
Stjarnan 16 7 9 1288:1259 14
ÍS 15 6 9 1161:1281 12
ÍG 16 3 13 1243:1483 6
Höttur 15 3 12 1122:1302 6
Selfoss 16 3 13 1277:1433 6
KNATTSPYRNA
Deildabikar karla
EFRI DEILD, A-RIÐILL:
Fylkir - Haukar...........................................4:2
Ólafur Páll Snorrason, Jón Hermannsson,
Sævar Þór Gíslason - Sævar Eyjólfsson,
Sævar Karl Sigurðsson.
Þór - Grindavík...........................................2:1
Sigurður Donys, Hallgrímur Jónasson -
Grétar Hjartarson.
KR - Njarðvík ..............................................5:1
Veigar Páll Gunnarsson 3, Garðar Jóhanns-
son 2 - Aron Már Smárason.
EFRI DEILD, B-RIÐILL:
ÍBV - Stjarnan.............................................5:2
Bjarnólfur Lárusson 3, Magnús Már Lúð-
víksson 2 - Adolf Sveinsson 2.
England
2. deild:
Hartlepool - Blackpool................................1:1
QPR - Peterborough...................................1:1
Frakkland
Mónakó - Montpellier .................................4:0
Framliggjandi vörn Vals náði aðslá á bitið í sóknarleik ÍR og
skytturnar náðu sér ekki á strik
en Valsmenn léku á
als oddi í sinni
sókn, voru glúrnir
við að finna veiku
blettina í vörn ÍR
og skoruðu úr níu af fyrstu tíu
sóknum sínum. Þá tóku ÍR-ingar
leikhlé, sem dugði til að stöðva
flugið á Valsmönnum og fyrir ÍR
að ná áttum. Jafnt og þétt söxuðu
Breiðhyltingar á forskotið, ekki
síst þegar Ólafur H. Gíslason,
markvörður ÍR, fór að verja því
sama er ekki hægt að segja um
markvörslu Vals.
Heimamenn mættu vígreifir til
síðari hálfleiks, reiðubúnir til að
halda sínu striki og Valsmenn nán-
ast horfðu aðgerðalausir á þá kom-
ast yfir, 16:15. Eftir það var leik-
urinn í járnum. ÍR-ingar brugðu á
það ráð að taka Markús Mána úr
umferð, sem dugði til að halda í
horfinu og loks til forystu 26:25
þegar tæpar þrjár mínútur voru
eftir. Tuttugu sekúndum fyrir
leikslok jafnar ÍR 27:27 en 5 sek-
úndum fyrir leikslok fékk Valur
aukakast – Markús Máni stökk og
skoraði.
Toppsætið fer ekki neitt
„Við höfum oft unnið með leik
eins og við sýndum í dag en Valur
er með of gott lið og það datt ekk-
ert með okkur,“ sagði Hannes Jón
Jónsson, leikmaður Vals, eftir leik-
inn. „Þegar við erum einum færri
á móti framliggjandi vörn er erfitt
að spila og Valsmenn gefa manni
ekkert æri á að vera með einföld
leikkerfi. Í síðustu leikjum höfum
við byrjað leiki okkar af krafti en
síðan dottið niður í seinni hálfleik
en nú snerist það við,“ bætti
Hannes Jón við en sagði nóg eftir.
„Toppsætið verður þarna í allan
vetur og við ætlum í það á réttum
tíma.“ Fannar Þorbjörnsson, Ingi-
mundur Ingimundarson og Bjarni
Fritzson áttu góða spretti og tóku
oft af skarið þegar á bjátaði.
Valsarinn Hjalti Gylfason var
sáttur í leikslok. „Svona hefur
þetta verið í vetur, við sveiflumst
upp og niður en við sýndum nú
góðan liðsanda að komast inn í
leikinn og vinna hann en það var
ótrúlega mikilvægt að vinna þenn-
an leik eftir frekar mikla niður-
sveiflu að undanförnu. Sigur hefði
þó getað farið hvorum megin sem
var og þetta var eiginlega bara
heppni en við unnum,“ bætti Hjalti
við og segir líka nóg eftir. „Við er-
um á toppnum og ætlum að halda
okkur þar en það eru allir að vinna
alla í dag og deildin á eftir að
verða meira spennandi í ár en oft
áður. Við erum að stilla saman
strengi okkar og ætlum að ná fram
okkar besta á réttum tíma í ár. ÍR
sló okkur út í undanúrslitum í
fyrra, einmitt hérna í Breiðholtinu,
svo að þetta var ákveðin hefnd og
sérstaklega sæt.“ Ásamt Hjalta
voru Markús Máni og Heimir Örn
Árnason góðir.
Minni líkur en
meiri á að skora
„LÍKURNAR á að skora voru minni frekar en meiri með þessa stóru
vörn fyrir framan sig en færið lá þannig fyrir að ég var sannfærður
um að ég gæti þetta,“ sagði Markús Máni Mikaelsson sem skoraði
sigurmark Vals í 28:27 sigri á ÍR í Breiðholtinu í gærkvöldi – tveimur
sekúndum fyrir leikslok. Þar með tryggði Valur sér efsta sæti deild-
arinnar í bili og Haukar geta ekki náð Hlíðarendapiltunum með sigri
í Safamýrinni í dag en ljóst að þar sem deildin er svo jöfn má ekkert
útaf bregða til að missa það.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Fyrri hálfleikur var býsna jafn ení stöðunni 9:7 var Atli Þór Sam-
úelsson sendur af velli fyrir brot á
Einari Loga Frið-
jónssyni og var það
áfall fyrir gestina
því Atli hafði leikið
ágætlega. Þessi
munur hélst út hálfleikinn og það
sem helst gladdi augað var stórleik-
ur Arnórs Atlasonar sem raðaði inn
9 mörkum fyrir hlé. Andrius
Stelmokas var hins vegar í strangri
gæslu og náði aldrei að snúa sér
með knöttinn á línunni en sterk vörn
HK réði ekki við fimi og þrumu-
fleyga Arnórs.
Leikmenn HK eyddu síðan miklu
púðri í það að hanga í KA-mönnum í
seinni hálfleik en KA leiddi iðulega
með 3–5 mörkum og landaði örugg-
um sigri í lokin. Ekki sýndi liðið þó
nein meistaratilþrif fyrir utan Arnór
sem skoraði 13 mörk og Stelmokas
sem fór að rífa sig lausan og endaði í
10 mörkum. Markvarslan var lítil,
Jónatan Magnússon og Einar Logi
Friðjónsson daufir en vörnin var
hins vegar mjög sterk. Hjá HK var
Hörður Flóki Ólafsson góður í
markinu en félagar hans fylgdu
frammistöðu hans lítt eftir en þeir
Andrius Raskauskas, Haukur Sig-
urvinsson, Samúel Árnason og Alex-
ander Arnarson skiluðu sínu þó all-
vel. Árni Stefánsson þjálfari HK var
afar ósáttur við dómgæsluna í leikn-
um og sýndi það óspart. Alexander
fyrirliði Arnarson sagði dómarana
vissulega ekki hafa hjálpað upp á
sakirnar en taldi þó að liðið hefði átt
að ráða við mótlætið. „Okkur tókst
það ekki núna en þetta er ekki búið.
Við erum búnir að vinna einn leik og
vitum hvað við getum. Við eigum
eftir að sýna klærnar,“ sagði Alex-
ander.
Jóhannes Bjarnason þjálfari KA
sagði mikla baráttu hafa verið í lið-
inu en vissulega hefðu aðeins tveir
menn dregið vagninn í sókninni.
„Okkur var það mikið kappsmál að
klára deildina fyrir bikarúrslitin
með sigri. Menn voru mjög þreyttir
eftir erfiðan leik á miðvikudaginn,
bæði andlega og líkamlega. Það var
því móralskt séð mjög sterkt að
vinna þennan leik upp á framhaldið
að gera.“
Arnór og Stelmokas
afgreiddu HK-liðið
KA-menn unnu mikilvægan heimasigur í gær eftir að hafa tapað tví-
vegis á útivelli í síðustu umferðum. Þeir unnu HK nokkuð örugg-
lega, 34:29, í leik þar sem þeir Arnór Atlason og Andrius Stelmokas
fóru á kostum eins og svo oft áður í vetur. Leikmenn HK virtust hins
vegar ekki nógu vel stemmdir að þessu sinni og fengu tveir þeirra
að fjúka út af með rautt spjald eftir brot sem dómararnir töldu verð-
skulda þessi viðurlög.
Stefán Þór
Sæmundsson
skrifar