Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 20
ERLENT 20 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ lifnar yfir Mirmen Parveen er hún lýsir því þegar hún mætti í sjónvarpsmyndverið, sveipuð blæju, og söng ballöðu um stúlku sem selur blóm á markaðnum. „Ég var hrædd við múllana, en ég var ákveðin í að syngja,“ segir Parveen. „Ættingjarnir neituðu að hafa samband við mig eftir þetta, en mér var sama. Ég var ung og ákveðin. Smátt og smátt fóru fleiri konur að syngja líka og áhorf- endur elskuðu okkur.“ Þetta var fyrir hálfri öld. Par- veen er núna 80 ára gömul, veik- burða en glaðlynd. Hún verður nú í annað sinn vitni að réttindabaráttu afganskra kvenna, en konur af hennar kynslóð háðu og unnu sömu baráttu á sjötta áratugnum. Núna er þó meira í húfi, andstæð- ingarnir harðari í horn að taka og hlutverk fjölmiðla mikilvægara í samfélaginu. Í janúar hóf sjónvarpið í Kabúl að sýna gamlar upptökur þar sem söngkonur komu fram. Þetta var í fyrsta skipti sem slíkt efni er sýnt eftir að þjóðin komst undan ára- tugar íslamskri harðstjórn, þar á meðal fimm ára talibanastjórn þar sem konur máttu ekki vinna eða læra og sjónvörp voru stranglega bönnuð. Almenningur í borginni tók söngnum fagnandi en hæsti- réttur og valdamiklar íslamskar hreyfingar urðu æfar og kröfðust þess að konum yrði bannað að syngja. Fyrstu skærurnar í baráttunni Fjaðrafokið varð stuttu eftir að ný stjórnarskrá landsins var sam- þykkt en þar kveður á um að bæði réttur kvenna og íslömsk trú skuli í heiðri höfð. Margir telja þetta fyrstu skærurnar í því sem gæti orðið hörð barátta á milli umbóta- sinna og íslamskra harðlínumanna í aðdraganda kosninga sem haldn- ar verða í sumar. „Þetta er bara byrjunin,“ segir Hafiz Mansour stjórnmálamaður, harðlínusinni og blaðamaður sem hefur verið einn lykilmanna í baráttunni gegn Hamid Karzai forseta og áætl- unum hans um endurkjör sem vest- ræn ríki styðja. Hinar umdeildu sjónvarpsupptökur eru ekki í beinni útsendingu og geta á engan hátt talist djarfar. Þetta eru gaml- ar upptökur þar sem virðulegar konur, með höfuðblæjur og í þjóð- legum, síðerma kjólum standa kyrrar, með fjöll eða tún í bak- grunni, og hreyfa varirnar við þjóðlega eða rómantíska söngva. Í sumum vinsælustu myndbönd- unum má sjá Nooriu Parasto, skemmtikraft sem flúði borg- arastyrjöldina í Afganistan snemma á tíunda áratugnum og býr nú í Hamborg. Hana langar að snúa heim og skilur ekki af hverju gömlu spólurnar með henni valda svona miklu fjaðrafolki. „Ég er múslími, ég elska land mitt og hef sungið í þrjátíu ár. Við höfðum ísl- ömsk lög áður fyrr líka en þá var enginn á móti þessu,“ segir hún. „Hvað er rangt við það að fólk hlusti á mig syngja aftur eftir að hafa hlustað á skothvelli og eld- flaugar í svona mörg ár?“ Telur söng kvenna ógn við öryggið í landinu Í augum íslamskra harð- línusinna eru sýningarnar hins vegar ógn við hefðbundin íslömsk gildi í samfélagi sem er að reyna að rétta úr kútnum eftir 25 ára átök og einangrun. Daginn sem fyrsta myndbandið var sýnt sendu dómarar í hæstarétti bréf til upp- lýsinga- og menningarmálaráðu- neytisins sem stjórnar ríkisfjöl- miðlunum. Sagði þar að söngur kvenna „væri gagnstætt ísl- ömskum lögum, stjórnarskránni ... og hefðum afgönsku þjóðarinnar.“ Var þess krafist að sýningunum yrði hætt þegar í stað. Murad Ali Murad, einn dómara í hæstarétti, segist óttast að söngur kvennanna sé ógnun við öryggið í landinu. Söngurinn kunni að mis- bjóða fólki úti á landi sem í kjölfar- ið gangi til liðs við talibana. Hann segir að dómararnir séu ekki á móti réttindum kvenna svo lengi sem þau stangist ekki á við ísl- amstrú. Þar sé þeim bannað að fara einar út á kvöldin nema með leyfi eiginmanns og bannað að ferðast nema í fylgd karlkyns ætt- ingja. „Við erum ekki á móti söng,“ segir hann, „en ef fólk fær rang- hugmyndir um réttindi kvenna, gæti það skaðað þjóðina.“ Lítið frjálslyndari en talibanarnir Forstöðumenn ríkisfjölmiðlanna hunsuðu kröfur dómaranna og héldu áfram að sýna syngjandi konur. Segja þeir ákvörðunina bæði hafa verið tekna með það í huga að standa betur að vígi í sam- keppni við kapalstöðvar og til að styðja réttindi kvenna. Síðan talibanastjórninni var komið frá völdum fyrir tveimur ár- um hafa konur notið meira frelsis, en andstaðan gegn réttindum þeirra hefur einnig aukist. Mestu harðlínusinnarnir koma úr röðum hersveita sem hjálpuðu vestrænum herjum að koma talibanastjórninni frá. Þeir hafa síðan sýnt og sannað að þeir eru lítið frjálslyndari þegar kemur að túlkun á íslamskri trú. Tekist á um söng kvenna Kabul. The Washington Post. WP/Pamela Constable Söngkonan Salma er ein þeirra sem koma fram í gömlu myndböndunum. Valdabarátta ísl- amskra harðlínu- manna og umbóta- sinna fer harðnandi í Afganistan. Á til að mynda að líða að kon- ur syngi á opinberum vettvangi? ’ Við erum ekki ámóti söng, en ef fólk fær ranghugmyndir um réttindi kvenna, gæti það skaðað þjóðina. ‘ NORÐMENN reyna nú að beita vaxtastefnu til að koma í veg fyrir að vaxandi atvinnuleysi komi af stað efnahagssamdrætti, þrátt fyrir allan olíuauðinn. Seðlabankinn hefur á undanförnum 14 mánuðum lækkað forvexti úr 7% niður í 2% til að hleypa auknu lífi í atvinnulífið og á vefsíðu Aftenposten eru leiddar lík- ur að því að honum muni takast ætl- unarverk sitt, Norðmenn nái „mjúkri“ lendingu. Sumir spyrja samt hvort hætta sé á verðhjöðnun og afturkipp ef vaxtalækkanir dugi ekki til, ekki sé mikið svigrúm eftir til frekari lækkana. Svein Gjedrem seðlabankastjóri sagði í árlegri yfirlitsræðu sinni á fimmtudag að störfum fækkaði nú í landinu vegna vaxandi samkeppni í atvinnulífinu og í milliríkjaviðskipt- um, m.a. vegna innflutnings frá lág- launaríkjum eins og Kína. Hann sagði að framleiðni ykist núna í Nor- egi, færri hendur þyrfti til að annast störfin og þess vegna drægi ekkert ennþá úr atvinnuleysinu. Athygli vakti að bankastjórinn sagði að verðlag, sem hefur staðið í stað um hríð, þyrfti að hækka og benti Kjell Magne Bondevik for- sætisráðherra á að sjaldgæft væri að heyra menn í stöðu Gjedrems bera fram slíka ósk. En hún væri í samræmi við þá stefnu Gjedrems að nota vaxtalækkun til að efla atvinnu- lífið og fjölga störfum. Ráðherrann varaði á hinn bóginn ungt fólk við að trúa því að vextir yrðu um alla eilífð jafn lágir og nú og sagði að allir ættu að reikna með því að greiðslubyrði af lánum myndi síðar hækka. „Þegar fyrirtækin ná fram meiri hagræðingu er það gott fyrir neyt- endur,“ segir Gjedrem í samtali við Aftenposten. „En ókosturinn er að fyrirtæki leggja líka upp laupana og sumir missa vinnuna.“ Gjedrem seg- ist ekki óttast að lækkaðir vextir muni koma af stað verðbólgu og hagkerfið ofhitni eins hagfræðingar orða það. Rúm sé fyrir aukna eft- irspurn þegar framleiðni sé að aukast. Vill að verðlag í Noregi hækki Norski seðlabankastjórinn vill auka kraft í atvinnulífinu með vaxtalækk- unum og segir að verðlag sé of lágt DRAGAN Marsicanin, starfandi for- seti Serbíu, fól í gær Vojislav Kost- unica, fyrrverandi forseta Júgóslav- íu, umboð til stjórnarmyndunar en stjórnarkreppa hefur ríkt í landinu frá því að þingkosningar fóru þar fram í desember. Flokkur öfgaþjóðernissinnans Vojislavs Seseljs vann sigur í kosn- ingunum í desember en tókst ekki að tryggja sér meirihluta á þingi og aðrir flokkar á þingi útilokuðu með öllu samstarf við hann. Ekki gekk heldur að mynda stjórn tveggja næst stærstu flokkanna, DSS-flokks Kostunica og Lýðræðis- flokks Zorans Djindjics, fyrrverandi forsætisráðherra, sem myrtur var í mars á síðasta ári. Þykir nú ljóst að Lýðræðisflokkurinn verður í stjórn- arandstöðu. Kostunica náði hins vegar sam- komulagi við G-17, flokk hagfræð- ingsins Miroljubs Labus, og flokk Vuks Draskovics. Um minnihluta- stjórn verður að ræða en Sósíalista- flokkurinn, flokkur Slobodans Milos- evics, fyrrverandi Júgóslavíuforseta, mun hins vegar verja stjórn Kost- unicas vantrausti. Kostunica varð forseti Júgóslavíu þegar Milosevic var hrakinn frá völdum árið 2000. Gegndi hann emb- ættinu til 2003 þegar Júgóslavía var ei meir en í staðinn varð til laustengt ríkjasamband er ber heitið Serbía og Svartfjallaland. AP Vojislav Kostunica ræðir hér við fréttamenn í Belgrad í gær. Kostunica myndar stjórn í Serbíu Belgrad. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.