Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 25
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 25 BARNADEILD Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri er 30 ára um þessar mundir. Starfsfólk og gestir fögnuðu tímamótunum í gær og af því tilefni færðu börn og barnabörn Baldurs Jónssonar, fyrsta barna- læknisins á Akureyri, deildinni mál- verk sem Kristinn G. Jóhannsson listmálari gerði eftir ljósmynd af Baldri. Baldur, sem fæddur var 1923, kom til starfa árið 1961 og starfaði óslitið við barnalækningar þar til hann lét af störfum árið 1993, eða í 32 ár. Hann lést árið 1994. Hann varð yfirlæknir barnadeildar þegar hún var formlega stofnuð árið 1974. „Hann skóp nánast einn og óstudd- ur ung- og smábarnavernd á Ak- ureyri,“ sagði Magnús Stefánsson yfirlæknir á barnadeild FSA. Gat hann þess að hann hefði lagt rækt við forvarnir og bent fólki á hvern- ig forðast mætti sjúkdóma, sem í þá daga hefði verið óplægður akur. Hefði karlrembum bæjarins jafnvel þótt nóg um, töldu að hægt væri að ala börn upp á trosi svo sem verið hefði. Sagði Magnús að deildin hefði vaxið og dafnað undir stjórn Baldurs. „Þetta var honum hjart- fólgið starf, hann var afburða lækn- ir og góður maður.“ Baldur hafði í fyrstu til umráða tvær stofur á B-gangi, í nábýli við aldraða, en árið 1976 var deildin flutt þaðan og á efstu hæð stigahúss í nýbyggingu sem þá var. Sá hluti húsnæðisins var hannaður sem skrifstofuhúsnæði og þótti óhent- ugt sem sjúkradeild, enda var aldr- ei ætlunin að hún yrði þar lengi, átti að vera þar til bráðabirgða, í mesta lagi tvö ár. Reyndin varð önnur, það var ekki fyrr en í desember árið 2000 sem barnadeildin flutti yfir í viðbyggingu sem þá var risin. Þar fer starfsemin nú fram í 800 fer- metra húsnæði, þar eru þrettán rúm, sjö á legudeild, fjögur á dag- deild og tvö rúm eru ætluð fyr- irburum. Í tilefni af afmæli deildarinnar hefur ljósmyndum frá fyrri árum verið komið þar fyrir. Einnig hefur verið tekinn saman listi yfir gjafir sem deildinni hafa borist á síðustu 30 árum, en þær eru fjölmargar og nemur upphæð þeirra ríflega 11 milljónum króna. Málverk af fyrsta barna- lækninum afhjúpað Morgunblaðið/Kristján Málverkið afhjúpað: Systurnar Ingibjörg og Málfríður afhjúpuðu málverk af föður sínum, Baldri Jónssyni, fyrrverandi yfirlækni barnadeildar, en Magnús Stefánsson, yfirlæknir deildarinnar, veitti því viðtöku. Á milli Ingi- bjargar og Magnúsar stendur Þorvaldur, barnabarn Baldurs. Barnadeild Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar 30 ára ALLS bárust 67 umsóknir um störf við hjúkrunarheimili aldraðra í Skjaldarvík en þar verður opnuð 15 rúma hjúkrunardeild í byrjun apríl nk. Auglýst var eftir hjúkrunarfræð- ingum, sjúkraliðum og starfsfólki í umönnun og voru flestar umsókn- irnar frá sjúkraliðum og ófaglærð- um en aðeins ein frá hjúkrunarfræð- ingi. Að sögn Helgu Tryggvadóttur, hjúkrunarforstjóra dvalarheimilis- ins Hlíðar, er um að ræða 13,6 stöðu- gildi í aðhlynningu í Skjaldarvík, sem verða mönnuð með 20–25 manns. Sólveig Hallgrímsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur þegar verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri í Skjaldarvík en að sögn Helgu er verið að fara yfir umsóknirnar sem bárust um störf í aðhlynningu. Hjúkrunardeildin í Skjaldarvík er aðeins til bráðabirgða, eða þar til byggt hefur verið við dvalarheimilið Hlíð. Viðbyggingin við Hlíð verður ekki tilbúin fyrr en á fyrri hluta árs 2006 en þar verða 60 hjúkrunarrými. Unnið er að endurbótum á húsnæð- inu í Skjaldarvík, auk þess sem allur húsbúnaður og tæki verða ný.    Margir vilja vinna í Skjaldarvík Íshokkí | Skautafélag Akureyrar tekur á móti Skautafélagi Reykja- víkur í Íslandsmótinu í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri í dag, laugardag kl. 17. SA er nú efst í deildinni með 14 stig, SR hefur 11 stig og Björninn 1. Flóttafólk | Á fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi félagsmálaráðs þar sem ráðið leggur til við bæj- arráð að framlengdur verði í allt að 6 mánuði frá verkefnislokum sá tími sem skila þarf húsnæði því sem flóttamennirnir sem komu til bæj- arins fyrir um ári hafa til umráða. Bæjarráð samþykkir tillögu félags- málaráðs. Íbúunum, sem þess óska, gefst kostur á að leigja þær íbúðir sem þeir nú hafa til umráða frá verkefnislokum til 30. september 2004.    ...mikið úrval Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 37 02 02 /2 00 4 25%afsláttur af nýjum úlpum fyrir börn og fullorðna Síðasti dagur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.