Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 17 DÝRALÆKNIR í Bangkok í Taílandi skýrði í gær frá því að H5N1-afbrigðið af fuglaflensu, sem er lífshættulegt mönnum, hefði greinst í tveim heimilis- köttum og hvítu tígrisdýri ná- lægt Bangkok. Afbrigðið hefur ekki fyrr greinst í köttum en sérfræðingar segja að því fleiri dæmi sem finnist um að veiran fari á milli tegunda þeim mun meiri verði hættan fyrir menn. Alls hafa nú með vissu 22 menn dáið úr veikinni í Taí- landi og Víetnam. Kettirnir voru í eigu manns sem býr ná- lægt hænsnabúi þar sem smit hefur greinst. Þróa nýja eldflaug NÆSTÆÐSTI maður rúss- neska landhersins, Júrí Balúj- evskí, sagði í gær að Rússar væru nú að þróa nýja gerð af hraðfleygri, langdrægri eld- flaug með búnaði sem gerði henni kleift að brjótast í gegn- um öll hugsanleg eldflauga- varnarkerfi. Tilraunaskot hefði þegar farið fram og gengið vel. Sagði Balújeskí að milli 2010 og 2015 yrðu Rússar færir um að sigrast á hvaða varnarkerfi sem væri. Ferð Clark- son aflýst LANDSTJÓRI Bretadrottn- ingar í Kanada, Adrienne Clarkson, hefur aflýst fyrir- hugaðri ferð sinni til Noregs, Sví- þjóðar, Dan- merkur og Grænlands í apríl, að sögn Bill Grahams utanríkis- ráðherra. Ætlunin var að nota ferðina til að treysta samskipti við norðlæg grann- ríki Kanadamanna. Clarkson heimsótti í fyrra Rússland, Finnland og Ísland en hörð gagnrýni kom fram vegna þess að kostnaðurinn varð fimm sinnum meiri en áætlað hafði verið. STUTT Fugla- flensa í köttum Adrienne Clarkson FYRRVERANDI yfirmaður kjarn- orkuáætlunar Pakistans, Abdul Qa- deer Khan, sendi auðgað úran til Líbýu fyrir þremur árum og seldi Írönum hluti í kjarnaskilvindur um miðjan síðasta áratug, að því er lögregla í Malasíu greindi frá í gær. Hefur lögreglan eftir Buhary Syed Abu Tahir, sem Bandaríkja- menn segja hafa verið milligöngu- mann í kjarnorkusmyglhring sem Khan hafi stjórnað, að Khan hafi beðið sig að sendi skilvindurnar frá Pakistan til Írans 1994 eða 95. Tahir er í Malasíu og hafa yf- irvöld þar yfirheyrt hann vegna starfa hans þar í landi fyrir Khan. Birti lögreglan gögn um yfirheyrsl- una í gær. Hún er fyrsta frásögn innanbúðarmanns í smyglhring Khans, sem stjórnaði uppbyggingu kjarnorkuáætlunar Pakistans og játaði í síðustu viku að hafa látið Írönum, Líbýumönnum og Norður-Kóreumönnum í té kjarn- orkutækni. Tahir sagði malasísku lögregl- unni að hann hefði haft umsjón með flutningum á tveimur gámum með kjarnaskilvinduhlutum frá Dubai til Íran. Voru gámarnir fluttir með írönsku fraktskipi. Í gögnum lögreglunnar segir að ónafngreindur Írani hafi greitt sem svarar rúmlega 200 milljónum króna fyrir innihald gámanna. „Komið var með peningana í tveimur skjalatöskum sem hafðar voru í íbúð sem pakistanski kjarna- vopnasérfræðingurinn gisti jafnan í þegar hann var í Dubai,“ segir í gögnum malaísku lögreglunnar, og tekið er fram að umræddur sér- fræðingur sé Khan. Tahir sagði að Khan hefði sagt sér að flogið hefði verið með „til- tekið magn“ af auðguðu úrani til Líbýu frá Pakistan í pakistanskri flugvél árið 2001, og að „tiltekinn fjöldi“ af skilvindum – háþróuð tæki sem nota má til að auðga úran til notkunar í vopn, m.a. – hefði verið fluttur flugleiðis frá Pakistan til Líbýu 2001–02. Malasískir embættismenn segja að Tahir verði ekki hnepptur í varðhald þar sem ekki sé útlit fyrir að hann hafi brotið nein malasísk lög, en hann verði áfram undir eft- irliti. George W. Bush Bandaríkja- forseti hefur sagt að Tahir hafi verið „fjármálastjóri og helsti pen- ingaþvottamaður“ smyglhringsins sem Khan stjórnaði, en það var hann sem sá íslamska heiminum fyrir fyrstu kjarnorkusprengjunni. Að sögn malaísku lögreglunnar verða gögn um yfirheyrsluna yfir Tahir afhent Alþjóðakjarnorku- málastofnun Sameinuðu þjóðanna í Vín, sem hefur umsjón með al- þjóðlega samningnum um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. Seldi auðgað úran til Líbýu Tæki til kjarnavopnasmíðar til Írans Kúala Lúmpúr. AP, AFP. Buhary Syed Abu Tahir Abdul Qadeer Khan EF fólk heldur að því muni líða betur við að taka ákveðið lyf þá er afar lík- legt að sú verði raunin – jafnvel þótt um lyfleysu sé að ræða. Vænti mann- eskja þess að henni muni líða betur af einhverjum ástæðum fara nefni- lega svæði í heilanum í gang sem hafa áhrif á þá hluta heilans sem skynja sársauka. Þetta eru niður- stöður nýrrar bandarískrar rann- sóknar þar sem áhrif lyfleysu voru könnuð. Þær voru birtar í tímaritinu Science sem kom út í gær. Sjálfboðaliðar voru látnir liggja inni í segulómtæki þar sem þeir fengu hita- og rafstraum í handlegg- inn. Sársaukaboð komu fram í öllum þeim svæðum heilans sem búist hafði verið við. Því næst var áburði smurt á handlegginn sem þátttakendum var sagt að myndi deyfa verkina, en þeir vissu ekki að um var að ræða venjulegt húðkrem. Er þeim var aftur gefinn straumur sögðust þeir finna talsvert minni verki auk þess sem boð í svæðum heilans sem tengjast sársauka gáfu til kynna að sársaukinn væri raun- verulega minni. Svæðin sem um ræð- ir eru þau sömu og verkjalyf hafa áhrif á. Vísindamennirnir smurðu síðan aftur kremi á handlegginn en í þetta sinn sögðu þeir þátttakendun- um að það væri einungis lyfleysa. Þá fundu þeir mikinn sársauka aftur. Áður talið að áhrifin væru einungis sálræn Áhrif lyfleysu hafa lengi verið þekkt innan læknisfræðinnar enda er það ein ástæða þess að læknar tala gjarnan um góð áhrif lyfja þegar þeir ávísa þeim. Áður fyrr var þó talið að áhrifin væru eingöngu sálræn, að sögn dr. Jon Levine, sérfræðings í verkjameðferð við Kaliforníuháskóla í San Francisco, en hann stjórnaði rannsókninni. Einn sérfræðinganna í rannsókn- inni, dr. Kenneth Casey, segir nið- urstöðurnar vera skilaboð til lækna. „Ef þú ert að veita sjúklingi meðferð er mikilvægt að þú látir hann vænta þess að hún virki, með því eykurðu áhrif hennar,“ segir Casey sem er prófessor við Michiganháskóla. Sannað að lyfleysa hefur líkamleg áhrif                                                                                                                   ! "  Washington. AP. JAPANSKAR konur takast hér á við spænska keppinauta sína á heimsmeistaramótinu í reiptogi sem lauk í borginni Glasgow í Skot- landi í gær. Spænska liðið vann gullverðlaun en japönsku kon- urnar, sem hér sjást í miklum ham, hrepptu silfrið. AP Kraftakonur takast á SÝNING hefur verið opnuð á Netinu á tillögum þeim sem fram komu um minnismerki til að heiðra minningu þeirra sem fórust í árás hryðjuverkamanna á World Trade Center í New York 11. september 2001. Alls kom fram 5.201 tillaga frá 63 þjóðlöndum. Frá Banda- ríkjunum bárust alls 4.392 til- lögur. Ein tillaga barst frá Ís- landi. Þetta mun vera stærsta hönn- unarsýning sögunnar en verð- launatillagan var valin í liðnum mánuði. Vefslóð sýningarinnar er: www.wtcsitememorial.org. WTC-tillögur til sýnis á Netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.