Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 64
FÓLK Í FRÉTTUM 64 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞEIR félagar, kvikmyndagerðar- mennirnir Sigurður Sverrir Pálsson og Erlendur Sveinsson, gerðu margar at- hyglisverðar heimildarmyndir um sjávarútveginn á 9. áratug síðustu ald- ar. Þær urðu að raunveruleika fyrir til- stilli framsýnna stjórnenda LÍÚ, SH, SÍF o.fl. stofnana og fyrirtækja tengd- um útgerðinni í landinu. Þ.á m. er bálk- urinn Verstöðin Ísland, í 4 sjálfstæðum hlutum og spannar útgerðarsögu fisk- veiðiþjóðarinnar fram á þann tíma sem verkið var unnið. Þetta eru yfirvegaðar og vandaðar myndir, algjörlega ómet- anlegar heimildir um grundvallarat- vinnuveg okkar sem tekur daglegum stakkaskiptum í ofurhraða samtímans. Um þetta leyti mun hafa fæðst hug- mynd hjá Sverri að gera mynd um líf og störf um borð í togara, festa á filmu þetta litla samfélag, einangrað lengst úti á hafi mest allan ársins hring. Sverrir hefur fundið hugmyndinni ákjósanlegan farveg, rammað hana inn í tilbúna sögu af atvinnuleikaranum Valdimar Erni Flygenring sem ræður sig sem háseta á togarann Breka VE. Hann þarf að kynnast vinnunni og að- stæðunum af eigin raun sem þætti í undirbúningi undir aðalhlutverk í spennumynd sem er í bígerð og gerist um borð í slíku skipi. Árni Tryggvason, starfsbróðir hans og magnaður trillu- karl, kennir Valdimar að taka innan úr og síðan er hann floginn til Eyja, um borð og kominn út á dekk í pusi og fisk- eríi. Fyrr en varir er Valdimar farinn að sjóast og gerast liðtækur á dekki og í aðgerð, orðinn hluti þess litríka og samheldna samfélags sem ræður ríkj- um á íslenska fiskiskipaflotanum. Valdimar er því óbeinn sögumaður sem lóðsar landkrabba um hál þilför og vistarverur togarans, með Sverri og tökuvélina á hælunum. Valdimar að- lagast hópnum einkar eðlilega, hvort sem er við vinnu eða á léttu nótunum í messanum. Þar slappa menn af á frí- vaktinni yfir spilum og söng. Þeir félagarnir, Sverrir og Þórarinn hljóðmaður, fanga einstaklega vel and- rúmið um borð. Valdimar smellpassar inn í hópinn jafn áreynslulaust og kvik- myndataka Sverris sem skrásetur túr- inn í hljóðlátri, glöggri fjarlægð. Á sjó er fullkomlega laus við minnsta tilgerðarvott, þannig að áhorfandinn er vitni að ósviknu sjómannslífi og þar með er til- ganginum náð. Jón Hermannsson gerði á sín- um tíma hliðstæða mynd um lífið um borð í síðutogara (Ingólfi Arnarsyni, ef ég man rétt). Sú ágæta heimild er gulls ígildi í dag, sama máli gegnir um myndina hans Sverris. Hún ætti að vera skyldusýning í skólum landsins því hvað sem öðrum starfs- greinum lýtur, er sjórinn undirstaða þjóðfélagsins og velmegunarinnar sem við búum við. Á hinn bóginn þykir atvinnugreinin ekki lengur eftirsóknarverð á tímum græðginnar. Þessi raunveruleiki, ver- öld togarasjómannsins, er í órafjar- lægð frá þeim sem aldrei hafa migið í saltan sjó, finnst hann blautur og slor- lyktin ógeðsleg. Sjómaðurinn, lengst af fjarri heimili og fjölskyldu, við sín erfiðu og lífs- hættulegu störf eins og við erum harkalega minnt á í Á sjó, er í van- metnu og vanþakklátu starfi. Þeir þurfa að fara að framleiða sjógalla hjá Armani. Það syngur enginn lengur um sjó- menn, en það er alvarlegra að hetjur hafsins eru ekki lengur „in“. Fiskveiði- þjóðin tímir ekki einu sinni að sjá af nokkrum aurum í styrk til myndar um af hverju við þrífumst, hvar pening- arnir verða til sem halda kerfinu á floti. Á sjó læðist inn á tjaldið á tveimur sýn- ingum í Bæjarbíó – þar sem henni var vissulega mjög vel fagnað að verðleik- um. Sverrir er búinn að standa í basli á annan áratug við að fjármagna ómiss- andi mynd fyrir fólkið í landinu og komandi kynslóðir. Við því verður að bregðast á réttan hátt. Togaralíf Á sjó Bæjarbíó, Hafnarfirði  Heimildarmynd. Leikstjórn, handrit, klipping, kvikmyndataka og framleið- andi: Sigurður Sverrir Pálsson. Hljóð- upptaka: Þórarinn Guðnason. Aðalleik- ari: Valdimar Örn Flygenring. Auk þess koma fram Árni Tryggvason, Sigurveig Jónsdóttir, Þór Tulinius og áhöfnin á Breka VE árið 1991. 50 mínútur. Sig- urður Sverrir Pálsson 2001. Ísland 2004. Í umsögninni segir að Á sjó sé „fullkomlega laus við minnsta tilgerðarvott, þannig að áhorfandinn er vitni að ósviknu sjómannslífi“. Sæbjörn Valdimarsson Á sjó verður sýnd í dag í Bæjarbíói kl. 16. loftkastalinn@simnet.is Lau. 21. feb. kl. 20 UPPSELT Fös. 27. feb. kl. 20 örfá sæti Lau. 6. mars kl. 20 laus sæti Lau. 13. mars kl. 20 nokkur sæti „Frábært-drepfyndin-átakanlegt“ - Ekki við hæfi barna - Opið virka daga kl. 13-18 Sýningar hefjast kl. 20 Miðasala alla daga í síma 555-2222 Lau. 21. feb. nokkur sæti laus Fös. 27. feb. nokkur sæti laus Lau. 28. feb. nokkur sæti laus Fim. 4. mars. Fös. 5. mars. „Hrein snilld í Hafnarfjarðarleikhúsinu“ Valur Gunnarsson DV 7. jan. „...töfrar Hafnarfjarðarleikhússins losna fyrir alvöru úr læðingi“ „stórviðburður“ Þorgeir Tryggvason Mbl. 9. jan. „Sýningin er skemmtileg, litrík, fjölbreytileg, full af glæsilegum og skínandi hugmyndum“ Páll Baldvin DV 10. jan Stóra svið Nýja svið og Litla svið CHICAGO eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Su 22/2 kl 20 - UPPSELT, Lau 28/2 kl 20 - UPPSELT, Su 29/2 kl 20, - UPPSELT, Mi 3/3 kl 20 - UPPSELT, Fö 5/3 kl 20 - UPPSELT, Lau 6/3 kl 20 - UPPSELT, Su 7/3 kl 20 - UPPSELT, Fö 19/3 kl 20 - UPPSELT, Lau 20/3 kl 20 - UPPSELT, Fi 25/3 kl 20 - UPPSELT, Fö 26/3 kl 20 - UPPSELT, Lau 27/3 kl 20 - UPPSELT, Fi 1/4 kl 20 - UPPSELT, Fö 2/4 kl 20 - UPPSELT Lau 3/4 kl 15 - AUKASÝNING Lau 3/4 kl 20 - UPPSELT, Fö 16/4 kl 20 - UPPSELT Lau 17/4 kl 20 - UPPSELT, Su 18/4 kl 20 - UPPSELT Fi 22/4 kl 20, Fö 23/4 kl 20, - UPPSELT Lau 24/4 kl 20 - UPPSELT, Fö 30/4 kl 20 Lau 1/5 kl 15, Lau 1/5 kl 20 - UPPSELT, Fö 7/5 kl 20, Lau 8/5 kl 20 Ósóttar pantanir seldar daglega Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams Su 22/2 kl 20 Lau 28/2 kl 20, Su 29/2 kl 20 Lau 6/3 kl 20, Fi 11/3 kl 20 ERLING eftir Hellstenius/Ambjörnssen Í kvöld kl 20, UPPSELT Fö 5/3 kl 20 AUKASÝNING, Su 7/3 kl 20 AUKASÝNING Síðustu sýningar IN TRANSIT e. THALAMUS Í dag kl 14:30 - Á Reykjavíkurflugvelli! Su 22/2 kl 14, Fi 26/2 kl 20, Fö 27/2 kl 20 Sýningin er á ensku - Aðeins þessar sýningar 15:15 TÓNLEIKAR - CAPUT Hafliði Hallgrímsson Tvennur Í dag kl 15:15 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau 13/3 kl 20 - UPPSELT Síðasta sýning LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 22/2 kl 14 - UPPSELT, Lau 28/2 kl 14 - UPPSELT, Su 7/3 kl 14, - UPPSELT, Lau 13/3 kl 14, Su 14/3 kl 14, Su 21/3 kl 14, Su 28/3 kl 14, Su 4/4 kl 14 GLEÐISTUND: VEITINGAR - BÖKUR - VÖFFLUR - BRAUÐ FORSALURINN OPNAR KLUKKUTÍMA FYRIR KVÖLDSÝNINGU **************************************************************** KORTAGESTIR MUNIÐ VALSÝNINGAR Ath:. Ekki er hægt að hleypa í salinn eftir að sýning hefst DRAUGALEST e. Jón Atla Jónasson Fi 26/2 kl 20, Fö 27/2 kl 20 - Powersýning Fi 4/3 kl 20, Fö 12/3 kl 20 Takmarkaður sýningafjöldi LÚNA - ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN ÆFING Í PARADÍS e. Stijn Celis LÚNA e. Láru Stefánsdóttur Frumsýning fö 27/2 kl 20, Fi 4/3 kl 20, Fi 18/3 kl 20, Su 21/3 kl 20, Su 28/3 kl 20, Su 4/4 kl 20 Aðeins þessar sýningar Vinsælasta sýning leikársins heldur áfram Yfir 30 þúsund gestir! Mið. 25. feb. kl. 19.00 Uppselt Sun. 29. feb. kl. 11.00 Hádegissýning Sun. 29. feb. kl. 15.00 Uppselt Lau. 6. mars kl. 14.00 laus sæti Sun. 28. mars kl. 15.00 Akureyri Safnaramarkaður í dag kl. 14.00 -17.00 Komdu að skoða, selja, skipta og sýna! Sigríður Norðkvist leikur á harmonikku Laugardagur í Félagsstarfi kl. 13-17 Þú Bláfjallageimur Opnar vinnustofur og fjölbreytt dagskrá, m.a. myndlist, tónlistarflutningur og danssýningar. Ath. Framvegis mun auglýsing Gerðubergs birtast á laugardögum Menningarmiðstöðin Gerðuberg Á Vetrarhátíð Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is Opið frá kl. 18 fim. - sunnudagskvöld. Tenórinn Fös. 27. feb. k l . 20:00 örfá sæti Lau. 13. mars. k l . 20:00 laus sæti Leikbrúðuland Pápi veit hvað hann syngur og Flibbinn Lau. 21. feb. k l . 14:00 Sun. 22. feb. k l . 14:00 Lau. 28. feb. k l . 14:00 Sun. 29. feb. k l . 14:00 Sellófon Gríman 2003: „Besta leiksýningin“ að mati áhorfenda Lau.21.feb. k l .19:00 nokkur sæti Fim.26. feb. k l . 21:00 nokkur sæti Lau.28.feb. k l . 19:00 nokkur sæti WWW.sellofon.is og sellofon@mmedia.is SÝNINGUM FER FÆKKANDI á Kringlukránni í kvöld Leikhúsgestir munið spennandi matseðil! Geirmundur Valtýsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.