Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Gjörið svo vel, nú ætlar iðnaðarráðherrann að sýna ykkur hvað baðfötin hennar verða tandurhrein eftir þvott með nýju baðvörulínunni. Nýtt útibú Borgarbókasafnsins Lestur er göldr- um gæddur Ársafn, nýtt útibúBorgarbókasafns,verður opnað á morgun, sunnudaginn 22. febrúar. Opnunin er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík dagana 19.–22. febrúar. Sunnudaginn 22. febrúar verður Árbærinn sérstak- lega í sviðsljósinu og teng- ist opnunin dagskránni þann dag. Að lokinni form- legri opnunarathöfn, sem hefst kl. 14, verður safnið opnað og eru allir vel- komnir að skoða það. Regluleg starfsemi hefst síðan strax daginn eftir. Óskar Guðjónsson verður bókavörður í hinu sýja safni og af því tilefni ræddi Morgunblaðið við Óskar, lagði fyrir hann nokkrar spurningar og fara svör hans hér á eftir. Segðu okkur fyrst eitthvað nánar frá safninu nýja ... „Safnið er á 2. hæð í Hraunbæ 119, í húsi Sparisjóðs vélstjóra. Húsnæðið er um 550 fermetrar. Það er rúmgott og bjart og hent- ar vel fyrir safnið auk þess að vera vel í sveit sett í Árbænum. Áætlað er að í safninu verði 25–30 þúsund eintök, bækur, tímarit, mynddiskar, myndbönd, snældur, tónlistardiskar o.fl. Safnið verður opið frá kl. 11–19 virka daga, nema á miðvikudögum, en þá er lokað, og frá kl. 12–17 á sunnu- dögum.“ Hvað eru þá söfn Borgarbóka- safnsins orðin mörg? „Auk aðalsafns í Grófinni stendur Borgarbókasafn að rekstri 6 útibúa víðs vegar um borgina auk bókabíls sem hefur um 40 viðkomustaði í borginni.“ Hvaða hverfum þjónar þetta safn? „Árbæingar hafa þolinmóðir beðið eftir bókasafni í áratugi og mun Ársafn fyrst og fremst telj- ast þeirra heimasafn. Grafar- og Norðlingaholt verða einnig á þjónustusvæði Ársafns. Bóka- söfnin eyrnamerkja sér reyndar ekki hverfi, heldur vinna þau sem ein heild að sameiginlegum mark- miðum Borgarbókasafns sem leiðandi upplýsinga- og menning- arstofnun. Hvaða Reykvíkingur sem er getur nýtt sér þjónustu Ársafns. Þannig rennum við t.d. hýru auga yfir Vesturlandsveginn til stærsta iðnaðar- og þjónustu- hverfis landsins. Þangað sækja daglega vinnu þúsundir borgar- búa úr öllum hverfum borgarinn- ar og eru þeir jafnvelkomnir í safnið og aðrir. Einnig má geta þess að Borgarbókasafn Reykja- víkur, Bókasafn Mosfellsbæjar og Bókasafn Seltjarnarness hafa gert með sér samstarfs- og þjón- ustusamning, sem gerir íbúum þessara sveitarfélaga auðvelt að nýta þjónustu safnanna sem væru þau í þeirra heimabyggð. Aukin- heldur má nefna að safnkostur Borgarbókasafn mun í næsta mánuði ganga inn í landskerfi bókasafna og þar með gera áratuga draum um sameiginlega skrá allra bókasafna í land- inu að veruleika.“ Eru borgarbúar duglegir að nýta sér bókasöfnin? „Miðað við hve bókaeign og -kaup eru almenn á Íslandi furðar maður sig oft á því hve bóka- safnsnotkunin okkar er þó mikil. Þannig hefur útlánum og heim- sóknum borgarbúa á Borgar- bókasafn t.d. fjölgað ár frá ári undanfarin ár. Athygli vekur að á tímum Netsins og margmiðlunar- og hátæknivæðingar minnkar áhuginn ekki. Skýringin liggur e.t.v. í því að nútíma bókasöfnin hafa svarað kröfum tímans og í æ ríkara mæli tileinkað þér tæknina og bjóða upp á fagmannlega og fjölbreytta bókasafnsþjónustu í tæknivæddu umhverfi.“ Er ástæða til að glæða áhug- ann enn meira? „Tvímælalaust. Lestur er þeim göldrum gæddur að þú týnir hon- um ekki svo auðveldlega eftir að þú hefur einu sinni tileinkað þér hann. Rannsóknir benda til að meðal þróaðra þjóða fari lestrar- áhugi og lestrageta barna minnk- andi. Aftur hefur verið bent á að almennur lestraráhugi hafi þvert á móti farið vaxandi en beinist ekki lengur að bókinni, heldur að hinu rafræna formi. Rætt hefur verið um að bókin og þar með bókasöfn, eigi sem sagt undir högg að sækja. Heimsókna- og útlánatölur Borgarbókasafns benda ekki til þess að þessi krísa hafi náð hing- að. Bókasöfn hafa upp á margt að bjóða fyrir unga sem aldna. Þau snúast ekki eingöngu um útlán á bókum. Margmiðlunarefni af ýmsu tagi, jafnt fyrir börn sem fullorðna, með fjölbreytilegu fræðslu- og afþreyingarefni eru sjálfsagður safnkostur í nútíma almenningsbókasafni. Ýmiss kon- ar menningarviðburðir eru fastir liðir í starfsemi Borg- arbókasafns. Nýjasta dæmið er Glæpasögu- ganga á Vetrarhátíð. Lifandi barnstarf er í öllum söfnum Borgar- bókasafns, safnið heldur úti glæsilegasta bókmenntavef landsins, www.bokmenntir.is, og svo mætti lengi telja. Á þessu sviði er stefna Borgarbókasafns skýr, til þess er ætlast að það standi jafnfætis bestu almenn- ingsbókasöfnum heimsins hvað varðar búnað, þjónustu og eflingu menningar í alþjóðlegu um- hverfi.“ Óskar Guðjónsson  Óskar Guðjónsson er fæddur í Reykjavík 10. júní 1952. Stúdent frá MR 1972, BA í bókasafns- og upplýsingafræði og bókmennta- fræði frá HÍ 1978 og Master of Library Science (MLS) frá Rutg- ers: the State University of New Jersey 1980. Starfaði 1980–1985 sem bókasafnsfræðingur hjá Rala og Búnaðarfélagi Íslands. 1985–1995 bókasafnsfræðingur í Tómstundadeild Varnarliðsins og frá 1995–2004 sem deild- arstjóri Tónlistardeildar á sama stað. Hefur kennt bókasafns- og upplýsingafræði við HÍ og Uni- versity of Maryland. Maki er Konný Rannveig Hjaltadóttir, börn eru Sigurður Heiðar og Edda Ósk. Þau snúast ekki eingöngu um útlán NÝI hafstraumurinn sem Hafrann- sóknastofnun hefur sýnt fram á kemur úr Íslandshafi og flæðir suður eftir Grænlandssundi í Grænlands- haf. Þar sekkur hann til botns og fylgir honum suður um Atlantshaf. Straumurinn, sem var ekki þekktur áður, uppgötvaðist í kjölfar mælinga sem Hafrannsóknastofnun hefur stundað frá Hornbankasniði síðast- liðin þrjú ár. Straumurinn kom í ljós yfir land- grunnshlíðinni, að því er segir á www.hafro.is, og hann er talinn ein af ástæðum þess að heitur og seltu- ríkur sjór dregst inn í Norðurhöf í yfirborðslögum og geri það að verk- um að sjórinn við norðanverða Evr- ópu, þar með talið Ísland, er mun hlýrri en annars væri.                                       Fannst eftir þriggja ára mælingar ÖKUMAÐUR slapp án teljandi meiðsla þegar hann ók inn í hrossa- stóð á Biskupstungnabraut í fyrra- kvöld. Bíll hans gereyðilagðist og sex hross drápust. Dimmt var orðið þeg- ar óhappið varð og sá bílstjórinn allt í einu um tuttugu hross á veginum ofan við Reykholt, skammt frá bæn- um Heiði. Hann náði ekki að stöðva bílinn, sem var bandarískur pallbíll, og ók inn í stóðið. Ekki var hálka á veginum. Ók inn í hrossahóp FIMMTUGASTA ríkið fullgilti al- þjóðlegan samning um þrávirk lífræn efni í vikunni og þar með er ljóst að samningurinn mun ganga gildi 17. maí nk. Í tilkynningu frá umhverf- isráðuneytinu segir að þessi áfangi sé sérstaklega ánægjulegur fyrir Ísland þar sem íslensk stjórnvöld höfðu frumkvæði að því að gera tillögu um samninginn á Ríó-ráðstefnunni árið 1992 og hafa unnið að því síðan að skapa alþjóðlega samstöðu um málið. Þess má geta að mikilvæg skref í undirbúningi samningsins voru tekin á alþjóðlegum fundi um varnir gegn mengun hafsins sem íslenska ríkis- stjórnin bauð til í mars 1995. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd í maí 2001 ásamt fulltrúum 90 ríkja heims en Ísland fullgilti samninginn í maí 2002 fyrst Norðurlanda. Markmið samningsins er að vernda heilsu manna og umhverfið gegn þrávirkum lífrænum efnum. Samningurinn tekur til 12 mann- gerðra efnasambanda sem sýnt er að geta valdið mjög alvarlegum áhrifum í náttúrunni, ekki síst á heilsufar fólks. Farið var að nota þrávirk líf- ræn efni um og eftir seinni heims- styrjöldina og hafa þau tilhneigingu til að flytjast um langan veg frá upp- runa sínum og safnast upp á kaldari svæðum. Efnin geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir dýraríkið í heild sinni, en ekki hvað síst á kaldari svæðum því efnin safnast fyrir í fitu- lagi dýranna. Áhrifin magnast þegar ofar dregur í fæðukeðjunni svo sem hjá sjávarspendýrum og ísbjörnum. Einna alvarlegast er talið að efnin geta líkt eftir hormónum og valdið með því verulegu raski á hormónabú- skap lífveranna. Þá geta sum þessara efna valdið krabbameini eða örvað vöxt þess. Hlutfall þrávirkra lífrænna efna sem mæld hafa verið hér í umhverf- inu er vel undir hættumörkum og er styrkur þessara efna í íslensku sjáv- arfangi með því lægsta sem gerist á Norðaustur-Atlantshafi. Samningur um þrá- virk efni að taka gildi ♦♦♦ edda.is Upp úr fertugu fara í hönd miklar breytingar í lífi fólks og ýmis tækifæri myndast í einkalífi og starfi. Einstök bók um spennandi æviskeið. Óvænt og glæsileg konudagsgjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.