Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 31
ÚR VESTURHEIMI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 31 SVONEFND Snorraverkefni njóta mikilla vinsælda og sóttu nær tvö- falt fleiri en komast í Snorraverk- efnið hérlendis í sumar, en um- sóknarfrestur í sambærilegt verkefni í Manitoba í Kanada og verkefnið fyrir eldri Snorra, Snorra – plús, á Íslandi í ágúst er ekki útrunninn. „Við getum aðeins tekið á móti 15 krökkum í Snorraverkefnið hérlendis en fengum 26 umsóknir og þurftum því að velja eins og í fyrra, sem var erfitt,“ segir Ásta Sól Kristjánsdóttir, verkefn- isstjóri. Verkefnin hér og í Manitoba eru hugsuð fyrir ungmenni á aldr- inum 18 til 25 ára og jafnvel eldri. Ungmenni af íslenskum ættum í Bandaríkjunum og Kanada koma hingað og kynnast landi og þjóð á sex vikum í júní og júlí. Norræna félagið og Þjóðræknisfélag Íslend- inga hófu samstarf um verkefnið 1999 og kemur því sjötti hópurinn í sumar en samtals hafa 75 manns tekið þátt í verkefninu. Víða kynningar Verkefnið í Manitoba, Snorri West, byrjaði sumarið 2001 og fer nú fram í fjórða sinn, en það stendur yfir frá því í lok júní og fram í byrjun ágúst. Tilgangurinn er að kynna íslenskum ungmenn- um menningu og sögu Nýja Ís- lands og efla tengslin, en þátttak- endur búa hjá fjölskyldum af íslenskum ættum og taka þátt í leik og starfi. Fyrsta sumarið fóru tvær stúlkur vestur, þátttakendur voru fjórir sumarið 2002 og fimm í fyrra. „Við höfum kynnt verkefnið að undanförnu, meðal annars í Hinu húsinu í tengslum við þemað Útþrá, á alþjóðadegi Háskóla Ís- lands og í Menntaskólanum á Ak- ureyri og Verkmenntaskólanum á Akureyri en næstu tvær vikurnar verðum við með kynningar í fram- haldsskólum á höfuðborgarsvæð- inu,“ segir Ásta Sól. Hægt er að sækja um að taka þátt í verkefninu vestra til 17. mars, en nánari upplýsingar má fá á vefnum www.snorri.is þar sem einnig má nálgast umsókn- areyðublöð. Eins heldur einn þátt- takandi úti vefnum www. geoci- ties.com/irisbjorg um verkefnið. Verkefnið Snorri – plús er hugsað fyrir 30 ára gamalt fólk og eldra af íslenskum ættum í Banda- ríkjunum og Kanada. Verkefninu var hrundið af stað í fyrra og tóku átta manns þátt í því en í sumar verður það haldið í tengslum við verkefnið „Heim í átthagana“, hópferð Vestur-Íslendinga til Ís- lands í lok ágúst. Umsókn- arfrestur rennur út 1. apríl. Mikill áhugi á Snorraverkefnunum Morgunblaðið/Kristján Eva Huld Ívarsdóttir til vinstri, sem var þátttakandi í Snorra West síðast- liðið sumar, og Ásta Sól Kristjánsdóttir verkefnisstjóri kynna verkefnið í Menntaskólanum á Akureyri, en frekari kynning verður á næstunni. „VIÐ viljum styrkja menningar- brúna milli Íslands og Vesturheims og það er mikill vilji til þess af beggja hálfu,“ segir Björn Th. Árnason, framkvæmdastjóri Félags íslenskra hljómlistarmanna, um fyrirhuguð samskipti félagsins við Manitoba-há- skóla í Winnipeg. Björn Th. Árnason var með djass- leikaranum Birni Thoroddsen, gítar- leikara, í Manitoba á dögunum. „Til- gangurinn með ferð minni var að byggja upp tengslanet og koma á samstarfi milli djassdeildar tónlist- arskóla Manitoba-háskóla og FÍH,“ segir Björn. Hann segir að margt gott hafi verið gert í samskiptunum við Vesturheim og hugmyndin sé að byggja ofan á þann trausta grunn. „Hugmyndin er að auðvelda tónlist- armönnum leiðina og næsta skref er að vinna úr hugmyndunum en auð- vitað er þetta spurning um peninga eins og alltaf.“ Björn Thoroddsen lék með Rich- ard Gillis, trompetleikara, og Steve Kirby, bassaleikara, á 10 tónleikum í Manitoba og fékk mjög góða dóma, meðal annars í dagblaðinu Free Press í Winnipeg. Richard Gillis, sem er kennari við tónlistarskóla Manitoba-háskóla og stjórnandi Stórsveitar Winnipeg, hefur oft spil- að með Birni og verið honum innan handar. Steve Kirby, sem er yfir- maður djassdeildar tónlistarskóla Manitoba-háskóla, er þekktur bassa- leikari vestra og lék Björn Thorodd- sen með honum í fyrsta sinn í þessari ferð en til stendur að endurtaka leik- inn á Íslandi í haust. „Samspil þre- menninganna tókst frábærlega, en þeir komu fram með Stórsveitinni í Winnipeg og sem tríó og var alls staðar vel tekið,“ segir Björn Árna- son og bætir við að kanadíska út- varpið hafi meðal annars tekið upp tónleika þeirra í Gimli. „Ég var mjög stoltur af mínum manni og það var ekki annað að heyra á heimamönnum en að þeir væru mjög sáttir við Björn,“ segir framkvæmdastjórinn. „Ungir sem aldnir fylltu salina, virtust njóta hvers augnabliks og tóku þátt í tón- leikunum af lífi og sál. Stórsveitin kom fram tvisvar sama daginn í sal Listasafns Winnipeg sem tekur um 450 manns, en á meðan á öðrum tón- leikunum stóð fór ég á tónleika með einni skærustu stjörnu Kanada og þar var hálftómt hús. Það var því Björn Thoroddsen sem trekkti.“ Vilja styrkja menn- ingarbrúna vestur Ljósmynd/Brian Gudmundson Björn Thoroddsen til hægri lék með Richard Gillis, trompetleikara, til vinstri, og Steve Kirby, bassaleikara, á 10 tónleikum í Manitoba á dögunum. Brian Gudmundson, formaður Íslendingafélagsins Framfara í Winnipeg, kom að tónleikahaldinu og er hér til vinstri með Birni Th. Árnasyni, framkvæmda- stjóra FÍH. Dagskráin í dag 21. febrúar ze to r www.rvk.is/vetrarhatid 11:00 – 12:00 Styttur bæjarins, sem enginn nennir að horfa á… Gönguferð milli útilistaverka. Listasafn Reykjavíkur. 11:00 – 17:00 Með kveðju frá Barcelona. Listasafn Reykjavíkur. 12:00 – 16:00 Opið hús Hjá Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur, Nýlendugötu 15. 13:00 – 15:00 Þríleikur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. 13:00 – 18:00 Óðurinn til orkunnar. Elliðaárstöðin í Elliðárdal. 13:00 – 17:00 Listir Hallgrímskirkju, Skólavörðuholti. 13:00 – 17:00 Fjölbreytt dagskrá í félagsstarfi Gerðubergs. 14:00 – 17:00 Þekkir þú höggmyndir Sigurjóns? Skemmtilegur fjölskylduleikur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga. 14:00 Brúðuleikhús fyrir börn á öllum aldri í Iðnó, Vonarstræti. 14:00 – 17:00 Þjóðahátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meðal þátttakenda eru fulltrúar frá Japan, Póllandi og Ástralíu. Fjölþjóðleg skemmtiatriði á sviði á klukkutíma fresti. 14:00 – 17:00 “Sonor” “Jipto” í sýningarsal SÍM, Hafnarstræti 16. 14:00 – 22:30 Líttu inn í Hitt húsið, Pósthússtræti. Afar fjölbreytt dagskrá. 14:00 – 17:00 Safnaramarkaður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. 14:30 – 16:00 Leiksýningin In Transit í biðsalnum á Reykjavíkurflugvelli. 14:45 & 15:45 Listhlaup á skautum í Skautahöllinni, Múlavegi 1. 15:00 Er listin þraut? Fjölskylduleikur og leiðsögn. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum. 15:00 Norðurland á Vetrarhátíð, hljómsveitin Mór í Ingólfsnausti. 15:00 & 17:00 Ljóðatónleikar í Söngskólanum í Reykjavík, Snorrabraut 54. 16:00 Voices for Peace kynnir heimstónlist fyrir börnum í Hafnarhúsi. 16:00 Leikur að tónum. Flautuleikur í Listasafni Einars Jónssonar. 16:00 Kynning á Grafíkvinum og listamanni ársins. Sýningarsalurinn íslensk Grafík Hafnarhúsi, Tryggvagötu. 20:30 Opinn hljóðnemi með Howie Kunzinger frá New York í Aþjóðahúsi. 21:00 – 22:00 Reykjavík Fashion. Íslenskir fatahönnuðir í Ráðhúsi Reykjavíkur. 21:00 – 23:00 Fjölþjóðlega hljómsveitin Voices for Peace heldur tónleika í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Miðasala í síma: 562 3045. SPRON er aðalstyrktaraðili tónleikanna. 22:00 Raftónlist í Skaparanum, Laugavegi 28. 23:00 Fjölmenningarlegt ball fram eftir nóttu í Iðnó, Vonarstræti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.