Morgunblaðið - 21.02.2004, Page 31

Morgunblaðið - 21.02.2004, Page 31
ÚR VESTURHEIMI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 31 SVONEFND Snorraverkefni njóta mikilla vinsælda og sóttu nær tvö- falt fleiri en komast í Snorraverk- efnið hérlendis í sumar, en um- sóknarfrestur í sambærilegt verkefni í Manitoba í Kanada og verkefnið fyrir eldri Snorra, Snorra – plús, á Íslandi í ágúst er ekki útrunninn. „Við getum aðeins tekið á móti 15 krökkum í Snorraverkefnið hérlendis en fengum 26 umsóknir og þurftum því að velja eins og í fyrra, sem var erfitt,“ segir Ásta Sól Kristjánsdóttir, verkefn- isstjóri. Verkefnin hér og í Manitoba eru hugsuð fyrir ungmenni á aldr- inum 18 til 25 ára og jafnvel eldri. Ungmenni af íslenskum ættum í Bandaríkjunum og Kanada koma hingað og kynnast landi og þjóð á sex vikum í júní og júlí. Norræna félagið og Þjóðræknisfélag Íslend- inga hófu samstarf um verkefnið 1999 og kemur því sjötti hópurinn í sumar en samtals hafa 75 manns tekið þátt í verkefninu. Víða kynningar Verkefnið í Manitoba, Snorri West, byrjaði sumarið 2001 og fer nú fram í fjórða sinn, en það stendur yfir frá því í lok júní og fram í byrjun ágúst. Tilgangurinn er að kynna íslenskum ungmenn- um menningu og sögu Nýja Ís- lands og efla tengslin, en þátttak- endur búa hjá fjölskyldum af íslenskum ættum og taka þátt í leik og starfi. Fyrsta sumarið fóru tvær stúlkur vestur, þátttakendur voru fjórir sumarið 2002 og fimm í fyrra. „Við höfum kynnt verkefnið að undanförnu, meðal annars í Hinu húsinu í tengslum við þemað Útþrá, á alþjóðadegi Háskóla Ís- lands og í Menntaskólanum á Ak- ureyri og Verkmenntaskólanum á Akureyri en næstu tvær vikurnar verðum við með kynningar í fram- haldsskólum á höfuðborgarsvæð- inu,“ segir Ásta Sól. Hægt er að sækja um að taka þátt í verkefninu vestra til 17. mars, en nánari upplýsingar má fá á vefnum www.snorri.is þar sem einnig má nálgast umsókn- areyðublöð. Eins heldur einn þátt- takandi úti vefnum www. geoci- ties.com/irisbjorg um verkefnið. Verkefnið Snorri – plús er hugsað fyrir 30 ára gamalt fólk og eldra af íslenskum ættum í Banda- ríkjunum og Kanada. Verkefninu var hrundið af stað í fyrra og tóku átta manns þátt í því en í sumar verður það haldið í tengslum við verkefnið „Heim í átthagana“, hópferð Vestur-Íslendinga til Ís- lands í lok ágúst. Umsókn- arfrestur rennur út 1. apríl. Mikill áhugi á Snorraverkefnunum Morgunblaðið/Kristján Eva Huld Ívarsdóttir til vinstri, sem var þátttakandi í Snorra West síðast- liðið sumar, og Ásta Sól Kristjánsdóttir verkefnisstjóri kynna verkefnið í Menntaskólanum á Akureyri, en frekari kynning verður á næstunni. „VIÐ viljum styrkja menningar- brúna milli Íslands og Vesturheims og það er mikill vilji til þess af beggja hálfu,“ segir Björn Th. Árnason, framkvæmdastjóri Félags íslenskra hljómlistarmanna, um fyrirhuguð samskipti félagsins við Manitoba-há- skóla í Winnipeg. Björn Th. Árnason var með djass- leikaranum Birni Thoroddsen, gítar- leikara, í Manitoba á dögunum. „Til- gangurinn með ferð minni var að byggja upp tengslanet og koma á samstarfi milli djassdeildar tónlist- arskóla Manitoba-háskóla og FÍH,“ segir Björn. Hann segir að margt gott hafi verið gert í samskiptunum við Vesturheim og hugmyndin sé að byggja ofan á þann trausta grunn. „Hugmyndin er að auðvelda tónlist- armönnum leiðina og næsta skref er að vinna úr hugmyndunum en auð- vitað er þetta spurning um peninga eins og alltaf.“ Björn Thoroddsen lék með Rich- ard Gillis, trompetleikara, og Steve Kirby, bassaleikara, á 10 tónleikum í Manitoba og fékk mjög góða dóma, meðal annars í dagblaðinu Free Press í Winnipeg. Richard Gillis, sem er kennari við tónlistarskóla Manitoba-háskóla og stjórnandi Stórsveitar Winnipeg, hefur oft spil- að með Birni og verið honum innan handar. Steve Kirby, sem er yfir- maður djassdeildar tónlistarskóla Manitoba-háskóla, er þekktur bassa- leikari vestra og lék Björn Thorodd- sen með honum í fyrsta sinn í þessari ferð en til stendur að endurtaka leik- inn á Íslandi í haust. „Samspil þre- menninganna tókst frábærlega, en þeir komu fram með Stórsveitinni í Winnipeg og sem tríó og var alls staðar vel tekið,“ segir Björn Árna- son og bætir við að kanadíska út- varpið hafi meðal annars tekið upp tónleika þeirra í Gimli. „Ég var mjög stoltur af mínum manni og það var ekki annað að heyra á heimamönnum en að þeir væru mjög sáttir við Björn,“ segir framkvæmdastjórinn. „Ungir sem aldnir fylltu salina, virtust njóta hvers augnabliks og tóku þátt í tón- leikunum af lífi og sál. Stórsveitin kom fram tvisvar sama daginn í sal Listasafns Winnipeg sem tekur um 450 manns, en á meðan á öðrum tón- leikunum stóð fór ég á tónleika með einni skærustu stjörnu Kanada og þar var hálftómt hús. Það var því Björn Thoroddsen sem trekkti.“ Vilja styrkja menn- ingarbrúna vestur Ljósmynd/Brian Gudmundson Björn Thoroddsen til hægri lék með Richard Gillis, trompetleikara, til vinstri, og Steve Kirby, bassaleikara, á 10 tónleikum í Manitoba á dögunum. Brian Gudmundson, formaður Íslendingafélagsins Framfara í Winnipeg, kom að tónleikahaldinu og er hér til vinstri með Birni Th. Árnasyni, framkvæmda- stjóra FÍH. Dagskráin í dag 21. febrúar ze to r www.rvk.is/vetrarhatid 11:00 – 12:00 Styttur bæjarins, sem enginn nennir að horfa á… Gönguferð milli útilistaverka. Listasafn Reykjavíkur. 11:00 – 17:00 Með kveðju frá Barcelona. Listasafn Reykjavíkur. 12:00 – 16:00 Opið hús Hjá Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur, Nýlendugötu 15. 13:00 – 15:00 Þríleikur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. 13:00 – 18:00 Óðurinn til orkunnar. Elliðaárstöðin í Elliðárdal. 13:00 – 17:00 Listir Hallgrímskirkju, Skólavörðuholti. 13:00 – 17:00 Fjölbreytt dagskrá í félagsstarfi Gerðubergs. 14:00 – 17:00 Þekkir þú höggmyndir Sigurjóns? Skemmtilegur fjölskylduleikur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga. 14:00 Brúðuleikhús fyrir börn á öllum aldri í Iðnó, Vonarstræti. 14:00 – 17:00 Þjóðahátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meðal þátttakenda eru fulltrúar frá Japan, Póllandi og Ástralíu. Fjölþjóðleg skemmtiatriði á sviði á klukkutíma fresti. 14:00 – 17:00 “Sonor” “Jipto” í sýningarsal SÍM, Hafnarstræti 16. 14:00 – 22:30 Líttu inn í Hitt húsið, Pósthússtræti. Afar fjölbreytt dagskrá. 14:00 – 17:00 Safnaramarkaður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. 14:30 – 16:00 Leiksýningin In Transit í biðsalnum á Reykjavíkurflugvelli. 14:45 & 15:45 Listhlaup á skautum í Skautahöllinni, Múlavegi 1. 15:00 Er listin þraut? Fjölskylduleikur og leiðsögn. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum. 15:00 Norðurland á Vetrarhátíð, hljómsveitin Mór í Ingólfsnausti. 15:00 & 17:00 Ljóðatónleikar í Söngskólanum í Reykjavík, Snorrabraut 54. 16:00 Voices for Peace kynnir heimstónlist fyrir börnum í Hafnarhúsi. 16:00 Leikur að tónum. Flautuleikur í Listasafni Einars Jónssonar. 16:00 Kynning á Grafíkvinum og listamanni ársins. Sýningarsalurinn íslensk Grafík Hafnarhúsi, Tryggvagötu. 20:30 Opinn hljóðnemi með Howie Kunzinger frá New York í Aþjóðahúsi. 21:00 – 22:00 Reykjavík Fashion. Íslenskir fatahönnuðir í Ráðhúsi Reykjavíkur. 21:00 – 23:00 Fjölþjóðlega hljómsveitin Voices for Peace heldur tónleika í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Miðasala í síma: 562 3045. SPRON er aðalstyrktaraðili tónleikanna. 22:00 Raftónlist í Skaparanum, Laugavegi 28. 23:00 Fjölmenningarlegt ball fram eftir nóttu í Iðnó, Vonarstræti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.