Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 30
LISTIR 30 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ SUNNA Sigfríðardóttir opnar sýn- ingu á verkum sínum í Teits galleríi Engihjalla 8, Kópavogi, kl. 14 í dag, laugardag. Sunna sýnir blýants- teikningar, óhlutbundin form; nið- urstöður myndlistarmannsins. Þetta er þriðja einkasýning Sunnu, en hún útskrifaðist frá Myndlista- skólanum á Akureyri árið 2001. Sýningin stendur til 12. mars, op- ið til skiptis virka daga kl. 18–20 og kl. 14–18. Eitt verka Sunnu Bjargar. Blýantsteikn- ingar Sunnu ÞAÐ er athyglisvert að Jón Atli Jónasson er höfundur þriggja nýrra verka sem verið er að frumsýna um þetta leyti: Draugalestarinnar hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Brims sem Vesturport frumsýndi í gær og Ram- bós 7 sem Þjóðleikhúsið áætlar að sýna í vetrarlok. Hið síðastnefnda er í hópi tíu verka sem valin hafa verið úr stórum hópi nýrra evrópskra leik- rita og verða leiklesin í Arcola-leik- húsinu í London og víðar í álfunni á árinu. Höfundur er einnig að vinna að öðru verki fyrir Royal Court-leik- húsið í sömu borg. Það er einstakt að nýr höfundur hefji leikskáldaferilinn með svo mörgum verkum sem eru sett á svið á jafn stuttum tíma – þó að sennilega stafi þetta jafn mikið af tilviljun og því að höfundur sé vanur að hafa svo mörg járn í eldinum í einu, því vissulega er Jón Atli vanur að vinna hratt og sinna mörgu. Höfundur hefur unnið við flestar gerðir miðla: við gerð sjónvarps- myndar, sem spyrill í tveimur heim- ildamyndum, sem dagskrárgerðar- maður í útvarpi og sem blaðamaður – auk þess sem hann hefur komið að því að semja a.m.k. tvö kvikmynda- handrit og gefið út smásagnasafn. Hann átti líka sinn þátt í bókinni Topp 10-listarnir, sem byggð var á efni sem hafði verið útvarpað. Hann er ekki alls ókunnugur leiklistinni heldur hefur unnið að leiksýningum bæði á sviðinu sem baksviðs. Það kemur ekki á óvart þegar blaðað er í Brotnum takti, smásög- unum frá 2001, og gluggað í ritdóm eftir Soffíu Auði Birgisdóttur úr Mbl. 28. nóvember sama ár að margt kemur kunnuglega fyrir sjónir eftir að hafa fylgst með Draugalest höf- undar á frumsýningu. Sögurnar „tengjast lauslega í gegnum persón- ur og söguefni“ og „brugðið er upp stuttum svipmyndum úr lífi þeirra fremur en að um eiginlega atburða- rás sé að ræða“. Sá er helstur munur á að í leikritinu tekur höfundur fyrir heldur breiðari aldurshóp en í smá- sögunum, en það sama á við með- alkarlmanninn í þessu verki Jóns Atla og í smásögunum að „hugsanir hans og tilfinningar virðast oft á skjön við veruleikann, hann á erfitt með að standa undir væntingum um- hverfisins og þjáist af óljósri sekt- arkennd“. Haft er eftir höfundi í blaðinu á miðvikudag að leikritið sé byggt á prósa og „ekki [séu] mikil samskipti milli persónanna í sam- ræðum“. Persónurnar eru í leikskrá nefndar eftir bíltegundum og nafn einnar þeirra, „hvítur jagúar“, er jafnframt titill einnar smásögunnar í safninu frá 2001. Það er sennilegt að þegar litið verður til baka á höfundarferil Jóns Atla eftir nokkur ár að Draugalest þyki marka skilin þegar hann fetar fyrstu skrefin sem höfundur frá prósanum fram á leiksviðið. Verkið er samansett úr einræðum persón- anna sem hafa í raun sem allra minnst samskipti sín á milli. Formið undirstrikar einangrun þeirra í sam- félagi mannanna – þær ná á engan hátt saman. Það má bera framsetn- ingarmátann saman við verkið In Transit sem er verið að leika í Borg- arleikhúsinu nú. Þar eru persónurn- ar í aðstæðum sem gera það eðlilegt hve lítt þær talast við enda á fólk sem hittist á flugvöllum og segir hvert öðru sögu sína gjarnan fátt sameiginlegt. En persónur Jóns Atla koma saman beinlínis í því augna- miði að skiptast á skoðunum og hlusta hver á aðra í þeim tilgangi að reyna að brjótast úr vítahringnum sem umlykur þær. Hvort tveggja er svo auðvitað dæmt til að mistakast. Persónurnar eiga það sameigin- legt að vera haldnar einhvers konar fíkn. Þær virðast vera að reyna að losna undan okinu en eru fastar í ei- lífu hringsóli draugalestarinnar sem verkið dregur nafn sitt af. Þessi end- urtekning kemur á mjög mismun- andi hátt fyrir í texta hverrar per- sónu fyrir sig, annaðhvort endurtaka þær frásagnir á mjög svipaðan hátt eða lenda sífellt í sömu aðstæðum í lítt frábrugðinni mynd. Allar eiga þær sameiginlegt að hafa litla sem enga stjórn á lífinu – eru gegn vilja sínum farþegar í lestinni sem rennur eftir sömu braut, sama hringinn út í hið óendanlega. Það er þrennt sem helst vekur eft- irtekt í þessu fyrsta leikriti höfund- ar: hve mikið Jóni Atla liggur á hjarta, hve vel hann kemst oft að orði og hve skýrum dráttum hver persónanna er dregin í textanum sem hann leggur þeim til. Textinn, eins og hann kemur frá höfundi, er næstum algjörlega firrtur þeirri dramatísku spennu sem sprettur af samskiptum persóna. Öll leikræn átök eiga sér stað innan þeirra. Stef- án Jónsson tekst ótrauður á við þetta verkefni og býr til átök í lát- bragði, samskiptum og umfram allt staðsetningu leikaranna. En á heild- ina litið eru persónurnar ekki nógu áhugaverðar til að fanga og halda at- hygli áhorfenda þennan stutta tíma sem sýningin tekur. Gullmolar á borð við lýsinguna á eiginleikum blýanta, strokleðurs og pappírs eiga betur við í prósa þrátt fyrir frábær- an flutning Péturs Einarssonar enda hafa hinar persónurnar engan áhuga á efninu. Auðvitað er hægt að líta svo á sem leikstíllinn endurspegli sálar- ástand persónanna, rétt eins og ómstríð tónlistin. Ef svo er, tekst að bregða upp áhugaverðri mynd af firringu nútímamannsins og von- lausri baráttu hans til að ná stjórn á eigin lífi, en sýningin sem heild lifnar ekki á sviðinu. Frammistaða leikaranna var und- antekningarlaust góð en eins og per- sónurnar í verkinu eru fastar í sama farinu eru leikararnir hér rígbundn- ir þeim möguleikum sem höfundur gefur þeim – og á þetta þeim mun betur við um þetta leikrit en flest önnur þar sem hið leikræna er hér svo samtvinnað persónusköpuninni. Þór Tulinius er stórkostlegur sem „Hi-Lux“, hann skapar hér sterka persónu, sem er stílfærðari en fé- lagar hennar og jafnframt mun fyndnari. Gunnar Hansson fær í hendurnar raunsannasta textann og leikur „Mini“ eftir því eins blátt áfram og eðlilega og honum einum er lagið og nær töluverðum árangri í að sannfæra áhorfendur um trúverð- ugleika karaktersins. Hjá hans per- sónu kemur líka best í ljós hve vel höfundi tekst að nálgast eðlilegt tal- mál í skrifum sínum. „Hvítur Jagú- ar“ er í meðförum Ellerts Ingimund- arsonar karakter sem margir þekkja en það skortir nokkuð á að Ellert nái nógu blæbrigðaríkum leik. Kannski á einsleitnin í túlkuninni að spegla hve persónan var tilfinningalega frosin, en áhrifamikill varð flutning- urinn ekki. Pétur Einarsson hefur hér úr minnstu að moða af leikurun- um hvað persónulýsinguna frá hendi höfundar varðar en í endurtekning- um hans persónu tekst Jóni Atla best upp í stíl. Pétur flutti ræður „Volvo“ af glæsibrag og tók á öllu sínu til að framkalla heilsteyptan karl. Búningar Stefaníu Adolfsdótt- ur og leikgervi Sóleyjar Bjartar Guðmundsdóttur voru framúrskar- andi og grímur Ástu Hafþórsdóttur komu á óvart. Leikmynd Snorra Freys Hilmarssonar og lýsing Kára Gíslasonar voru eins hráar og átti við efnið og endurspegluðu þannig ber- angurslegan veruleika verksins. Þetta stutta leikrit er um margt eft- irminnilegt og ýmislegt sem kemur upp í hugann þegar nálgun Stefáns Jónssonar leikstjóra við efnið er ígrunduð en sýningin er allt annað en aðgengileg og sjaldan hefur ein- þáttungur virst taka jafn langan tíma í flutningi. Hringsól „Það er þrennt sem helst vekur eftirtekt í þessu fyrsta leikriti höfundar: hve mikið Jóni Atla liggur á hjarta, hve vel hann kemst oft að orði og hve skýrum dráttum hver persónanna er dregin í textanum sem hann leggur þeim til,“ segir meðal annars í umsögninni. Sveinn Haraldsson LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur Höfundur: Jón Atli Jónasson. Leikstjóri: Stefán Jónsson. Lýsing: Kári Gíslason. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Leik- gervi: Sóley Björt Guðmundsdóttir. Grímugerð: Ásta Hafþórsdóttir. Leik- mynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Höfundar tónlistar og flutningur: Ghostigital (Birgir Örn Thoroddsen og Einar Örn Benedikts- son). Leikarar: Ellert A. Ingimundarson, Gunnar Hansson, Pétur Einarsson og Þór Tulinius. Miðvikudagur 18. febrúar. DRAUGALEST FLAUTUTÓNLEIKAR verða haldnir í Listasafni Einars Jónsson- ar kl. 16 í dag, laugardag. Fjórir flautuleikarar, þær Arna Kristín Einarsdóttir, Áshildur Haraldsdótt- ir, Berglind María Tómasdóttir og Kristjana Helgadóttir, flytja tónlist frá ýmsum tímum. Á efnisskrá eru meðal annars Konsert fyrir fjórar flautur eftir G. Ph. Telemann, Þríhyrna eftir Atla Ingólfsson fyrir tvær flautur, Dia- logo angelico fyrir tvær flautur eftir G. Petrassi, Jour d́été à la montagne fyrir fjórar flautur eftir E. Bozza, Átta músíkmínútur eftir Atla Heimi Sveinsson og eftir Sofia Gubaidulina Kvartett. Allir hafa flautuleikararnir komið víða við í íslensku tónlistarlífi auk starfa erlendis og tóku m.a. allir þátt í fyrstu tónleikum Íslenska flautu- kórsins sem fram fóru á Myrkum músíkdögum í febrúar í fyrra. Tónleikarnir eru framlag safnsins til Vetrarhátíðar í Reykjavík 2004. Morgunblaðið/Þorkell Flautuleikararnir Áshildur Haraldsdóttir, Berglind María Tómasdóttir, Arna Kristín Einarsdóttir og Kristjana Helgadóttir á æfingu. Flautukvartett í Lista- safni Einars Jónssonar SÝNING þriggja kunnra myndlist- armanna verður opnuð í Nýlista- safninu við Vatns- stíg kl. 17 í dag, laugardag. Þeir eru Daníel Þorkell Magnússon, Har- aldur Jónsson og Hrafnkell Sigurðs- son. Þetta er í fyrsta skipti sem listamennirnir sýna saman hér á landi og eru viðfangsefni þeirra ólík en tengj- ast þó. Í verkunum kemur fram ákveð- in þróunarkenning tilfinninganna, sum þeirra eru út- hverf meðan önnur eru innhverf. „Þetta eru birtingarmyndir sjálfsins í húsum og híbýlum, hvernig við búum okkur til skjól í umhverfinu og verðum fyrir vikið enn sýnilegri þeim sem lifa og þríf- ast í kringum okkur,“ segir í frétta- tilkynningu. „Sýningin er í senn óð- ur til ástarinnar og æðruleysisins á okkar dögum. Tímum sem einkenn- ast öðru fremur af leit að samhengi hlutanna og aðferðum og brögðum sem við beitum til að horfast í augu við svokallaðan raunveruleika. Í rauninni má segja að listamenn- irnir séu boðflennur hver hjá öðr- um þar sem þetta eru þrjár einka- sýningar sem mynda eina samsýningu.“ Sýningin er opin mið- vikudag til sunnudags kl. 14–18 til 14. mars. Listamenn í boði hver hjá öðrum Ljósmyndaverk eftir Harald Jónsson. ÞORGRÍMUR Gestsson blaðamaður heldur fyrirlestur í Snorrastofu á þriðjudag kl. 20.30 sem nefnist ,,Ferð um fornar slóðir.“ Sumarið 2001 ferð- aðist Þorgrímur til Noregs í þeim til- gangi að feta fornar slóðir sem segir frá í íslenskum fornsögum, aðallega Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Í fyrirlestrinum mun Þorgrímur segja ferðasögu sína en í henni fléttar hann saman ferðalýsingum úr fornsögun- um við eigin upplifun og segir jafn- framt frá samskiptum við þá Norð- menn sem urðu á vegi hans, en fjölmargar munnmælasögur lifa enn meðal íbúa á söguslóðum í Noregi. Þorgrímur nálgast viðfangsefni sitt sem blaðamaður í leit að heim- ildum með fornsögurnar sem nokk- urs konar vegvísi líkt og tíðkaðist meðal margra erlendra ferðamanna sem sóttu Ísland heim á 19. öldinni. Fyrirlestur sinn byggir Þorgrímur á nýútkominni bók sinni, Ferð um fornar sögur. Noregsferð í fótspor Snorra Sturlusonar, sem kom fyrir jól. Þorgrímur hefur einnig ritað bækurnar Mannlíf við Sund. Saga Laugarness í Reykjavík frá landnámi til 1930, sem gefin var út 1998, Stein- snar. Um ævi og list Gests Þorgríms- sonar myndhöggvara og Hraustir menn. Saga Karlakórs Reykjavíkur í 75 ár. „Ferð um fornar slóðir“ FÉLAG íslenskra fornleifa- fræðinga stendur fyrir ráð- stefnu um fornleifarannsóknir sumarið 2003 í Norræna húsinu kl. 11 í dag. Fjallað verður um allar helstu rannsóknir sl. sum- ars í stuttu máli. Erindi flytja: Mjöll Snæsdóttir og Gavin Lu- cas, Skálholt; Ragnheiður Traustadóttir, Hólarannsókn- in; Adolf Friðriksson og Hildur Gestsdóttir, Þingstaðir; Ragn- ar Edvardsson, Adolf Friðriks- son, Garðar Guðmundsson, Vestfjarðarannsóknir, (Vatns- fjörður, Eyri, Hóll, Tröð); Hild- ur Gestsdóttir, Kirkjur (Reyk- holt, Hofsstaðir,); Adolf Frið- riksson, Kumlarannsóknir 2003, Orri Vésteinsson, Saltvík; Fornleifavernd ríkisins, Sóma- staðagerði; Howell M. Roberts, Gásir; Orri Vésteinsson, Oscar Aldred og Ragnar Edvardsson, Höfðagerði, Sveigakot, Hrís- heimar og Rauðuskriða; How- ell M. Roberts og Mjöll Snæs- dóttir, Aðalstræti Reykjavík; Guðmundur Ólafsson, Þingnes, Guðný Zoëga, Keldudalur. Ráðstefna um forn- leifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.