Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ J afnréttisumræða er göm- ul og ný. Jafnrétti á öll- um sviðum samfélagsins er ekki staðreynd, held- ur framtíðarsýn. Þegar litið er yfir söguna, fortíðina, er langt frá því að mynd slíks jafn- réttissamfélags komi upp í hug- ann. Langt fram eftir síðustu öld höfðu konur einfaldlega ekki jafn- an rétt á við karla til að afla sér menntunar og ná starfsframa. Á síðustu árum hefur íslenskt sam- félag hins vegar færst nær því að geta talist samfélag sem býður fólki af báðum kynjum jöfn tæki- færi. Jafnrétti er að sjálfsögðu víðtækara hugtak en svo að það taki ein- göngu til karla og kvenna. Hér er hins vegar eingöngu rætt um jafnrétti í þeim skilningi að bæði kynin hafi jafnan rétt til að ná markmiðum sínum, til að hljóta menntun og komast áfram í at- vinnulífinu. Ótal margar konur og karlar hafa unnið brautryðjendastarf á sviði jafnréttismála. Fjölmörg skref hafa verið tekin á allra síð- ustu árum sem eru til þess fallin að jafna tækifæri karla og kvenna til náms og starfa, bæði af stjórnvöld- um og einstaklingum. Fordæmi einstaklinga sem rutt hafa braut- ina í jafnréttismálum er ekki síður mikilvægt en það fordæmi sem stjórnvöld sýna. Það var til dæmis stórt skref í jafnréttisátt þegar konum var heimilað að setjast í skólabekk í Lærða skólanum árið 1904. Annað, og ekki síður mikilvægt skref, var tekið sex árum síðar þegar fyrsta konan lauk námi eftir að hafa setið í Lærða skólanum. Fæðingar- og foreldraorlofs- lögin nr. 95 frá 2000 eru það skref í jafnréttisátt sem flestir telja það stærsta hérlendis á undanförnum árum. Lögunum er ætlað að gefa bæði konum og körlum kost á að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf, eins og fram kemur í markmiði laganna. Innleiðing laganna tekur vit- anlega tíma, en sé tekið mið af stórauknum útgjöldum fæðing- arorlofssjóðs er ekki annað að sjá en að þeim hafi verið vel tekið af foreldrum. Fordæmi sem til dæm- is karlmenn, sem eru áberandi í þjóðfélaginu, hafa sýnt með því að taka sér feðraorlof skiptir ekki minna máli en lagasetningin sjálf. Lögin væru gagnslaus ef feður nýttu sér ekki þær heimildir sem þau veita. Lögin um fæðingar- og feðraor- lof voru mikilvægt skref, sem stjórnvöld tóku. Einmitt vegna þess að þetta veigamikla skref var tekið af stjórnvöldum vilja sumir meina að þau, stjórnvöld, eigi að halda áfram að sýna gott fordæmi og þramma í átt að jafnrétti. Hvort stjórnvöld búa yfir töfra- lausn sem frelsar þjóðina út fjötr- um misréttis skal ekki sagt, en þó ber að draga það í efa. Ábyrgð á jafnréttismálum þarf að vera dreifð, jafnt meðal stjórnarafla og einstaklinga. Tvennt skiptir mestu máli þegar rætt er um jafnrétti kynjanna. Jafnrétti í nútíð og jafnrétti í fram- tíð. Þetta tvennt hangir saman, því ef körlum og konum eru tryggð jöfn tækifæri í nútíð þá er jafnréttis í framtíðinni að vænta. En jafnrétti í fortíðinni verður aldrei náð. Þótt órtúlegt megi virðast þá eru þeir til sem neita að trúa því. Lykilorðið er tækifæri. Hafi kon- ur og karlar jöfn tækifæri til að afla sér menntunar, njóta lífsins og hljóta framgang í starfi, þá er jafn- rétti náð í nútíð. Stjórnvöld geta sett fordæmi, líkt og þau gerðu með því að veita feðrum tækifæri á or- lofi og með því að veita konum jafn- an rétt til menntunar. Jafnrétti í framtíð byggir hins vegar á fordæmi einstaklinga, bæði karla og kvenna. Að bæði karlar og konur nýti þau tækifæri sem eru fyrir hendi, líkt og Laufey Valdi- marsdóttir gerði þegar hún lauk prófi frá Lærða skólanum árið 1910. Og þá er komið að síðasta hug- takinu sem hér er kynnt til sög- unnar: Jafnrétti í fortíð ... sem er að sjálfsögðu hálfgerð öfugmælavísa þar sem því verður aldrei við kom- ið. Einhverra hluta vegna vilja þó sumir reyna að ná því fram. Tíma- vélasmíði mun vera vandasöm og því vilja meintir jafnréttissinnar fara þá leið að knýja fram það sem kalla má afturvirkt jafnrétti. Innan hugtaksins rúmast kynjakvótar og það sem nú er í tísku að kalla hand- stýrt jafnrétti, eða stjórnvalds- aðgerðir. Hið síðarnefnda er að sjálfsögðu ekki fullkomlega al- slæmt, eins og hin ágætu lög um fæðingarorlof sýna fram á. Stjórn- valdsaðgerðir sem snúa að því að skapa jöfn tækifæri eru af hinu góða. Þær sem stefna að því að leið- rétta ójafnrétti í fortíðinni eru allt annað mál. Reglur um lágmarks- fjölda kvenna á tilteknu sviði, t.d. í stjórnendastöðum eða í stjórnum fyrirtækja, eru gott dæmi um aft- urvirkt jafnrétti. Með því að skikka fyrirtæki til að lyfta konum upp í æðstu stjórnendastöður eða stjórn fyrirtækisins er í raun verið að fara aftur í tímann og gera tilraun til að leiðrétta það ójafnrétti sem áður var og olli því að karlar höfðu tíma til að helga sig starfinu en konur ekki. Það er ekki jafnrétti að draga úr tækifærum karla til að hljóta framgang í starfi. Þótt fortíðin kunni að fela í sér misrétti þá má ekki gleymast að misrétti í nútíð, í formi jákvæðrar mismununar, leið- réttir það ekki. Stefnuna á að setja á jafnrétti í reynd, ekki afturvirkt jafnrétti. Það sem mestu máli, og eiginlega öllu máli, skiptir er að konum og körlum séu sköpuð jöfn tækifæri. Að stökkpallurinn út í lífið sé jafn- hár. Hins vegar er það og verður undir hverjum og einum komið hvort hann eða hún tekur stökkið. Aðstoð stjórnvalda við að móta stökkpallinn getur komið sér vel, en sú aðstoð á aldrei að verða þann- ig að konum sé ýtt fram af en karl- ar stöðvaðir áður en þeir ná að lenda. Afturvirkt jafnrétti Við eigum að stefna að jafnrétti í nútíð og jafnrétti í framtíð. Þetta tvennt hang- ir saman, því ef körlum og konum eru tryggð jöfn tækifæri í nútíð þá er jafn- réttis í framtíðinni að vænta. En jafn- rétti í fortíðinni verður aldrei náð. VIÐHORF Eftir Eyrúnu Magnúsdóttur eyrun@mbl.is Í GREIN sem ég skrifaði fyrir nokkru í Morgunblaðið um vænt- anlegar skipulagsbreytingar á raf- orkukerfinu spáði ég því að í upp- siglingu væri enn ein deilan milli dreifbýlinga og þétt- býlinga, ef ekki væri rétt á spilunum haldið. Eins og lesendur sjá á síðum fjölmiðla þessa dagana þá hef ég reynst sannspár. Mig langar til þess að leggja til viðbótar nokkur orð í þennan belg. Ég er sann- færður um að þéttbýl- ingar eru tilbúnir til þess að greiða nokkuð hærra orkuverð en þeir í raun þurfa, ef það er til þess að styðja við bakið á hinni dreifðu byggð. Við erum ein þjóð í einu landi, eins og iðnaðarráðherra réttilega segir. Ég er líka jafnviss um að þéttbýlingar eru ekki tilbúnir til þess að greiða hærra orkuverð sem verður til þess eins að skapa arð fyrir fáa. Íslenskur almenningur er ekki tilbúinn til þess að greiða hærra orkuverð til þess eins að skapa arð sem rennur í fáa vasa. Auk þess að reynsla annarra þjóða segir okkur að rekstraröryggi minnkar umtalsvert. Ef orkuverð í þéttbýli væri við óbreyttar aðstæður í dag hækkað um 20–25% þá skapar það mögu- leika til þess að lækka orkuverð um- talsvert í hinum dreifðu byggðum. Svona fljótt á litið miðað við fjölda- hlutföll myndi það skapa möguleika til þess að lækka orkuverð um helm- ing úti á landi. En þær tillögur sem liggja á borðinu í dag gera ráð fyrir að hækka orkuverð örlítið úti á landi en miklu meira í þéttbýli. Með öðr- um orðum, enginn af hinum almenna borgara græðir, dreifbýlingar fá áfram svipaðan orkureikning, en 75% landsmanna í þéttbýli fá 20% hærri orkureikning. Allir búa við minna rekstraröryggi, ekki síst hin- ar dreifðu byggðir. Einnig hlýtur það að vera umhugs- unarefni fyrir hinar dreifðu byggðir að það eru á annað hundrað starfsmenn orkuveitn- anna sem búa í hinum dreifðu byggðum og eru með hæstu skatt- greiðendum. Allar lík- ur eru til þess að stærsti hluti þeirra muni flytja til þétt- býlisins vegna breytts rekstrarforms. Þá spyr maður; „Hver er til- gangurinn?“ Hann virðist vera sá einn að skapa möguleika til þess að breyta skipulagi raforkukerfisins svo hægt sé selja það. Langstærsti hluti hækkunarinnar skapast vegna arðsemiskröfunnar. Í dag er það svo að arður er lítill, það er viljandi gert til þess að orkuverð til eigenda orkufyrirtækjanna sé lágt. Arðinum er með því móti skilað í vasa eigendanna. Arður af raf- orkuframleiðslu nýttur til þess að greiða niður dreifingarkostnað, það er réttlætanlegt því almenningur á nefnilega líka orkuverin. Hann hefur greitt fyrir þau með orkuverði okkar og sköttum í gegnum árin. Með nýju fyrirkomulagi má ekki flytja arð á milli eininga og auk þess er gerð krafa um að hver eining skili 7% arði. Þetta er gert til þess að eigur almennings verði auðseljanlegar. Í þeim tillögum sem liggja fyrir má breyta þessu verulega til hagsbóta fyrir neytendur, m.a. með því að leggja gjald á orkuframleiðsluna til þess að greiða niður dreifinguna og lækka arðsemiskröfuna verulega. Það er ekki hægt annað en að gagnrýna vinnubrögð stjórnvalda vegna vinnubragða við þessa breyt- ingu. Í fyrsta lagi er hún tilkomin sakir þess að stjórnvöld sinntu ekki hlutverki sínu gagnvart Evrópska efnahagssvæðinu. Við hefðum auð- veldlega vegna sérstöðu okkar getað fengið samþykkt frávik ef því hefði verið sinnt að sækja um það fyrir til- skyldan tíma. Í öðru lagi er sett á laggirnar nefnd til þess að vinna að tillögum, nefndin fær mjög takmark- aðar forsendur til þess að vinna úr. Nefndin hefur ekkert í höndunum til þess að geta gert sér grein fyrir verðskrárbreytingum. Ef litið er til nefndarstarfsins þá getur maður ekki annað en velt fyrir sér; „Til hvers var þessi nefnd skipuð?“ Það nefndarálit sem nú liggur fyrir er fljótt á litið þannig að það hafi í meg- inatriðum legið fyrir áður en nefndin var skipuð. Nefndin var einungis skipuð til þess að vera skálkaskjól stjórnvalda.Við hljótum að gera kröfur til þess að iðnaðarráðherra sjá til þess að nefndin fái þau gögn sem hún þarf til þess að geta sinnt starfi sínu og nefndin fái tíma til þess að vinna úr þeim gögnum. Væntanleg launahækkun fer öll í hærri orkureikning Guðmundur Gunnarsson skrifar um raforkukerfið ’Íslenskur almenningurer ekki tilbúinn til þess að greiða hærra orku- verð til þess eins að skapa arð sem rennur í fáa vasa.‘ Guðmundur Gunnarsson Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. ÞAÐ er ekki oft sem fjölmiðlar fjalla af einhverri alvöru um áfeng- ismál og enn sjaldnar að minnzt sé á hætturnar af áfengisneyzlunni og öll þau risavöxnu vandamál sem þar af stafa. Þeim mun al- gengari er öll umfjöll- un, gagnrýnislaus með öllu um kosti áfeng- istegunda, enda leikur sá sterki grunur á að söluaðilar kosti drjúg- um slíka umfjöllun og því skyldi þá einhver aðvörun fylgja þessum óbeinu ef ekki beinu auglýsingum þeirra um dýrð og dásemd vör- unnar. Síendurtekin bein lögbrot varð- andi áfengisauglýsingar eru með öllu látin afskiptalaus og er það til marks um eilífa eftirgjöf og und- anlátssemi þegar að áfengismálum er komið. Og fleira kemur þar til svo sannarlega. Krafan um verðlækkun á áfengi er hins vegar tíunduð rækilega og reglulega og ef trúa mætti for- kólfum veitingamanna stendur hátt áfengisverð öllum ferðamálum hér mjög fyrir þrifum, enda greinilegt að á þeim bæjum er því staðfastlega trúað, að erlendir ferðamenn sækist eftir því einu að koma hingað til að þamba hér sem ódýrast brennivín. Þessir aðilar hafa greinilega ekki kynnt sér skelfilega reynslu Dana af lækkun þeirra fyrir skömmu á áfengisverði, en þar í landi hafa heilbrigðisyfirvöld orðið verulegar áhyggjur af auknum drykkjuskap með tilheyrandi vandamálum af þessum sökum og kalla Danir þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum. En ástæður verðlækkunar Dana eru augljósar. Áhrifin af ákvörð- unum Evrópusam- bandsins koma víða fram í áfengismálum og allar eru þær eðli- lega því marki brennd- ar að þjóna áfeng- isframleiðendum í öflugustu ríkjum þess og því er sótt hart af þessari miðstýrðu og um flest ólýðræðislegu valdastofnun að brjóta niður allar hömlur sem þjóðir hafa sett sér við aukinni áfengisneyzlu, svo flóðaldan megi óáreitt skola enn fleirum fyrir borð en nú þegar er raunin. Dæmin um þetta eru deginum ljósari og alltaf teygir EB-krumlan sig lengra og lengra til áhrifa í þess- um málum til þess að brjóta niður þá varnarstefnu sem menn eðlilega hafa sett sér í þjóðlöndum sínum, til varnar heilsu og hag. Til marks um þetta heyrði ég á dögunum brot af merkilegu viðtali í útvarpinu við virtan áhrifamann sænskan, þar sem hann hafði af því miklar áhyggjur að hin villta mark- aðsstefna Evrópusambandsins ógn- aði svo sannarlega velferðarmark- miðum þeim sem Norðurlöndin hefðu í heiðri haft. Þar væru gróða- sjónarmiðin purkunarlaust látin víkja allri heilbrigðisstefnu til hliðar og þar til voru áfengismálin sérlega nefnd. Það er ekki nema von að ábyrg- um hugsandi mönnum blöskri slík helstefna, en þó eru til þeir menn með þessari þjóð sem vilja auð- sveipir gangast undir jarðarmen þessa sambands með t.d. tilheyr- andi uppgjöf á sjálfstæðri heilbrigð- isstefnu, en í tilskipunum þessa sambands eru öllu æðri markaðs- sjónarmið skammsýninnar með til- heyrandi óheillaafleiðingum. Er þó aðeins að þessu eina vikið og ekki farið út í voveiflegar afleiðingar inn- limunar fyrir íslenzkt fullveldi sem þó blasa hvarvetna við og sumir virðast gefa lítið fyrir, ef þeir aðeins fá að hvíla í „náðarfaðmi“ sam- bandsins. Svo mikið er hins vegar víst að í heilbrigðismálum þeim er að áfeng- isvörnum lúta er stefna EB alveg ótvíræð í þjónkun við vínframleið- endur og aðeins af þeirri ástæðu einni ber okkur sem viljum heilbrigt mannlíf að snúast einhuga gegn allri frekari aðild að þessu skrif- finnskubákni markaðshyggjunnar. Áfengismálin og Evrópusambandið Helgi Seljan skrifar um bindindismál ’Ef trúa mætti forkólfum veitinga- manna stendur hátt áfengisverð öllum ferðamálum hér mjög fyrir þrifum.‘ Helgi Seljan Höfundur er formaður fjölmiðlanefndar IOGT.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.