Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Kíktu í heimsókn
Velkomin í ævintýraheim
Holtasmára 1 • 201 Kópavogur
Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309
Netfang: langferdir@langferdir.is
Heimasiða: www.langferdir.is
Opnunartímar skrifstofu: 10:00-17:00 alla virka daga.
STJÓRNARSKRÁ Í ÍRAK
Skrifað var undir nýja og lýðræð-
islega bráðabirgðastjórnarskrá fyrir
Írak við hátíðlega athöfn í Bagdad í
gær. Ayatollah Ali al-Sistani, helsti
trúarleiðtogi sjíta í Írak, hefur lýst
því yfir að hann hafi „efasemdir“ um
stjórnarskrána. Hann telur að
stjórnarskráin muni „hamla“ gerð
varanlegrar stjórnarskrár í framtíð-
inni.
Hvetur til andspyrnu
Jean-Bertrand Aristide segist enn
vera forseti Haítí. Hann segir að
hann hafi verið fluttur nauðugur vilj-
ugur frá Haítí fyrir viku og til Mið-
Afríkulýðveldisins, að Bandaríkja-
menn hafi hrakið hann frá völdum
með samþykki Frakka. Hann hvatti
stuðningsmenn sína á Haítí í gær til
„friðsamlegrar andspyrnu“.
Konur stjórna
Tölur sýna að 33,9% af þeim um
það bil 9.000 stjórnendum hjá hinu
opinbera í Noregi eru konur. Kjell
Magne Bondevik, forsætisráðherra
Noregs, benti á þetta í gær en rík-
isstjórn hans hefur það á stefnuskrá
sinni að sjá til þess að a.m.k. 40%
stjórnenda í opinbera geiranum
verði konur. Bondevik segir að
markinu verði náð fyrir mitt ár 2006.
Skilyrði til skattalækkana
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði við umræður á Alþingi í gær að
skilyrði til skattalækkana hefðu
skapast í kjölfar samninga SGS,
Flóabandalagsins og SA í fyrra-
kvöld. Átta aðildarfélög Starfs-
greinasambandsins greiddu atkvæði
gegn samningnum.
Mikið flóð í Hvítá
Mikið flóð í Hvítá í Árnessýslu,
sem náði hámarki í gærkvöld, varð
þess valdandi að fólk varð innlyksa á
bæjum í Hrunamannahreppi og
hross lentu í sjálfheldu. Um 800
hektarar af ræktuðu landi fóru á kaf
að sögn bónda í Auðsholti.
Útgerðarfélagið Festi selt
Í undirbúningi er að ganga frá
sölu útgerðarfélagsins Festar til
þriggja aðila; Granda, Loðnuvinnsl-
unnar á Fáskrúðsfirði og Skinn-
eyjar-Þinganess. Áætlað söluverð er
tveir milljarðar.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Þjónusta 33
Viðskipti 14 Viðhorf 34
Úr verinu 14 Minningar 28/43
Erlent 16/18 Kirkjustarf 45
Minn staður 19 Bréf 48
Höfuðborgin 20 Myndasögur 48
Akureyri 21/22 Skák 47
Suðurnes 22 Dagbók 48/49
Austurland 23 Íþróttir 50/51
Landið 24 Kvikmyndir 52
Daglegt líf 25 Fólk 52/57
Listir 26 Bíó 54/57
Umræðan 27 Ljósvakar 58
Forystugrein 30 Veður 59
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir
sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
SAMTALS leituðu 496 einstaklingar
til Stígamóta á síðasta ári og voru
251 að koma þangað í fyrsta skipti,
að því er kemur fram í ársskýrslu
samtakanna fyrir 2003 sem kynnt
var í gær en þá fögnuðu samtökin 14
ára afmæli. Árið 2002 leituðu 440
einstaklingar til Stígamóta og er því
fjölgunin milli ára 12,7%. Þá kemur
fram að heildarfjöldi viðtala jókst
milli ára úr 1.715 í 1.992 eða um 16%.
Hver einstaklingur nýtir sér því
fleiri viðtöl en áður eða fjögur viðtöl í
stað 3,8.
Konur eru mun fjölmennari í
skjólstæðingahópi Stígamóta en
karlar, eða 89,2% miðað við 10,8%.
Flestir leituðu til Stígamóta vegna
sifjaspells og afleiðinga þess, eða
51% af öllum skjólstæðingum. Þá
komu 36% þangað vegna nauðgana
og afleiðinga þeirra. Alls leituðu 31
einstaklingur, þar af þrír karlar til
samtakanna vegna vændis en að auki
nýttu margir sér símaþjónustu til að
ræða um afleiðingar vændis en þær
tölur eru ekki í ársskýrslunni.
Algengasti aldur þeirra er verða
fyrir kynferðisofbeldi er 5–10 ára
(46,6%) en algengasti aldur þeirra
sem leita sér aðstoðar er 19–29 ára
(42,6%).
15% beitt líkamlegu ofbeldi
í sambúð eða hjúskap
Af þeim sem leituðu til Stígamóta
á síðasta ári höfðu 12% verið beittir
líkamlegu ofbeldi í bernsku. Þá
höfðu 15% verið beittir líkamlegu of-
beldi í hjúskap eða sambúð.
Algengast var að kynferðislegt of-
beldi ætti sér stað á heimili ofbeldis-
manns, eða hjá 34,9% skjólstæðinga,
þá höfðu 24,4% orðið fyrir kynferð-
islegu ofbeldi á sameiginlegu heimili
ofbeldismanns og þolanda. 80% þol-
enda sögðu ekki frá ofbeldinu á með-
an það átti sér stað eða strax eftir að
því lauk.
Einnig kemur fram í ársskýrsl-
unni að erfiðustu afleiðingar ofbeld-
isins séu skömm, léleg sjálfsmynd,
depurð, sektarkennd og erfiðleikar í
nánum tengslum og í kynlífi. Þá
höfðu 53% þolenda hugleitt sjálfsvíg
og tæp 15% gert tilraun til þess að
fyrirfara sér, einu sinni eða oftar.
Í flestum tilvikum var ofbeldis-
maðurinn vinur eða kunningi, eða í
32,0% tilvika, ókunnugur (12,1%),
frændi eða frænka (11,5%) eða fjöl-
skylduvinur (9,2%). Í 8% tilvika var
kært til lögreglu og í 18,5% tilvika
var það móðir sem kærði.
496 leituðu
til Stígamóta
á síðasta ári
Skjólstæðingum fjölgaði um 12%
Morgunblaðið/Jim Smart
Þórólfur Árnason borgarstjóri opnaði nýja aðstöðu Stígamóta í gamla gas-
stöðvarstjórahúsinu við Hlemmtorg í gær og í kjölfarið kynnti Guðrún Jóns-
dóttir, fræðslu- og kynningarfulltrúi Stígamóta, ársskýrslu samtakanna.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness
hefur dómtekið mál ríkissaksókn-
ara á hendur fjórum rúmlega tví-
tugum mönnum vegna vopnaðs
ráns í verslun Bónuss á Smiðju-
vegi hinn 8. desember sl.
Ákært er fyrir vopnað rán og
hlutdeild í ráni og sitja tveir að-
alsakborningarnir í gæsluvarð-
haldi vegna málsins. Notaðar voru
haglabyssur við ránið og flýðu
ræningjarnir tveir á brott á bif-
reið en náðust skömmu eftir at-
burðinn. Þeir hafa játað sakir og
verður dómur yfir þeim ásamt
meðákærðu kveðinn upp 19. mars.
Játa ránið í Bónus
Í FYRRA fæddust 4.142 börn hér-
lendis, þar af 2.101 drengur og 2.041
stúlka. Í frétt á heimasíðu Hagstof-
unnar kemur fram að fæðingar í
fyrra hafi verið fleiri en árið 2002 en
þá fæddust 4.049 börn. Algengasti
mælikvarði frjósemi er fjöldi lifandi
fæddra barna á ævi hverrar konu.
Yfirleitt er miðað við að frjósemin
þurfi að vera um 2,1 barn til þess að
viðhalda mannfjöldanum til lengri
tíma litið. Undanfarin fimm ár hefur
Ísland legið nokkuð undir þessu við-
miði og árið 2003 mældist frjósemin
1,99 börn á ævi hverrar konu sam-
anborið við 1,93 börn ári fyrr.
Stöðug frjósemi
á síðustu árum
Eins og annars staðar á Vestur-
löndum hefur dregið úr frjósemi á
Íslandi á undanförnum áratugum. Á
20. öldinni varð frjósemi hér á landi
mest undir lok 6. áratugarins en þá
voru lifandi fædd börn á ævi hverrar
konu um 4,2, segir á heimasíðu Hag-
stofunnar. Þar segir einnig að frjó-
semi hafi minnkað mjög ört á 7. ára-
tugnum og fallið niður fyrir 3 um
1970 og orðið lægri en 2 um tveggja
ára skeið um miðbik 9. áratugarins.
„Eftir það hækkaði frjósemi á Ís-
landi tímabundið en lækkaði aftur í
upphafi 10. áratugarins. Á undan-
förnum sex árum hefur frjósemin
verið fremur stöðug, um 2 börn á ævi
hverrar konu.
Í allflestum löndum Evrópu er
frjósemi umtalsvert lægri en á Ís-
landi og verður fólksfjölgun þar
einkum vegna streymis aðkomu-
fólks. Á Írlandi er frjósemi jafnmikil
og á Íslandi og í einungis tveimur
Evrópulöndum er frjósemi meiri en
hér á landi, í Albaníu (2,1) og í Tyrk-
landi (2,5).“
Frjósemin ónóg
til að viðhalda
mannfjöldanum
HAFIST var handa við svokallaða
skáborun tilraunaholu frá landi und-
ir meinta jarðhitasprungu undir
Laugaskeri í Kolgrafafirði síðustu
viku í framhaldi af jarðhitarann-
sóknum Íslenskra orkurannsókna
við Laugasker á síðasta ári. Þegar
boraðir höfðu verið 300 metrar sl.
föstudag var komið niður á vatnsæð
sem gefur 6 sekúndulítra af um 80
gráða heitu vatni.
Brú um Kolgrafafjörð
gerir virkjun hagkvæma
Að sögn Kristjáns Sæmunds-
sonar, jarðfræðings hjá ISOR, sem
stýrir jarðhitaleitinni, gefur þessi
vatnsfundur fullvissu um að bora
megi þarna fullvaxna vinnsluholu og
leiða úr henni heitt vatn til Grundar-
fjarðar.
Brú um Kolgrafafjörð gerir virkj-
un holunnar hagkvæma þar sem
vegalengdin mun styttast um 7 kíló-
metra. Við hönnun brúarinnar var
gert ráð fyrir þeim möguleika að
heitt vatn yrði leitt um hana frá
þessu svæði, en lengi hefur verið vit-
að um jarðhita í Laugaskeri sem
liggur um 300–400 metra undan
landi við Berserkseyrarodda.
Boruðu niður á 80 gráða heitt vatn
Leiða má heitt
vatn úr holunni
til Grundarfjarðar
Grundarfjörður. Morgunblaðið.
Komið var niður á vatnsæð sem gef-
ur 6 sekúndulítra af um 80º vatni.