Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 51
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 51
Aðalfundur
Framhaldsaðalfundur Íþróttafélagsins
Fylkis verður haldinn í Fylkishöll
þriðjudaginn 16. mars nk. kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Lagabreytingar
3. Önnur mál
Stjórn Íþróttafélagsins Fylkis
RÓBERT Gunnarsson
átti enn einn stjörnuleik-
inn með Århus GF í
dönsku úrvalsdeildinni í
handknattleik um ný-
liðna helgi. Róbert skor-
aði 9 mörk, þar af eitt úr
vítakasti, þegar Århus
GF gerði sér lítið fyrir og
lagði GOG, 39:36, á
heimavelli sínum. Þor-
varður Tjörvi Ólafsson
átti einnig góðan leik með Árósalið-
inu og skoraði 4 mörk en með sigr-
inum komst Århus í 9. sæti deild-
arinnar en GOG er í öðru sæti,
fimm stigum á eftir toppliði Kold-
ing. Mistök á varamannabekkk År-
hus GF gæti hins vegar dregið dilk
á eftir sér. Í stöðunni 31:30, Århus
GF í vil, kom leikmaður
liðsins inn á og var á vell-
inum í 15–20 sekúndur
þegar það uppgötvaðist
að hann var ekki búinn
að taka út tveggja mín-
úta refsingu – átti rúma
mínútu eftir í skamm-
arkróknum. Bent Ny-
gård, þjálfari GOG, sem
þjálfaði liði Fram á árum
áður, lagði fram kvörtun
eftir leikinn og í samtali við Århus
Stiftstidende sagðist hann sann-
færður um að leikurinn yrði spil-
aður að nýju. Málið fer inn á borð
danska handknattleikssambandsins
í vikunni. Róbert er annar marka-
hæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar
með 146 mörk í 20 leikjum.
Róbert Gunnarsson með
níu mörk gegn GOG
Róbert
BIKARMEISTARAR Arsenal
sl. tvö ár drógust gegn Eng-
landsmeisturum Manchester
United í undanúrslitum bikar-
keppninnar. Leikurinn fer
fram á Villa Park sunnudag-
inn 4. apríl. Sunderland mætir
Millwall eða Tranmere í hin-
um undanúrslitaleiknum. Ars-
enal og Manchester United
mættust síðast í bikarleik á sl.
keppnistímabili í 16 liða úrslit-
um á Old Trafford. Þar fagn-
aði Arsenal sigri, 2:0. Liðið
léku síðast í undanúrslitum á
Villa Park 1999 – þá fagnaði
United sigri með glæsimarki
Ryan Giggs í framlengdum
aukaleik, 2:1. Fyrri leikurinn
endaði 0:0.
Meistarar
mætast
HREFNA Jóhannesdóttir landsliðs-
kona í knattspyrnu og marka-
drottning Íslandsmeistara KR kem-
ur heim frá Noregi í dag með
samningstilboð frá norsku bikar-
meisturunum í Medkila. Hrefna sat
fund með forráðamönnum liðins í
gær þar sem hún fékk í hendur til-
boð og síðar í vikunni skýrist hvort
hún gangi í raðir liðsins.
„Ég skoða tilboðið betur þegar
ég kem heim og eins á Medkila eftir
að ræða við KR. Þetta er mjög
spennandi og mér líst vel á félagið
og allt sem að því snýr. Ég tel lík-
legra en ekki að ég fari til liðsins
svo framarlega sem við náum að
semja okkar á milli,“ sagði Hrefna
við Morgunblaðið í gær en hún er í
landsliðshópnum sem mætir Skot-
um í Egilshöllinni á laugardaginn.
Hrefna lék tvo æfingaleiki með
Medkila um helgina, báða gegn
Fløya frá Tromsö, og tapaði Med-
kila báðum leikjunum, 4:1 og 3:0. Á
vef Medkila fékk Hrefna ágæta
dóma fyrir frammistöðu sína en þar
var sagt að hún hefði góða bolta-
meðferð og góðan leikskilning.
Hrefna með
tilboð frá
Medkila
TVEIR nýliðar eru í íslenska
kvennalandsliðinu í knattspyrnu
sem mætir Skotum í Egilshöllinni á
laugardaginn. Nýliðarnir eru Guð-
björg Gunnarsdóttir, markvörður úr
Val, og Nína Ósk Kristinsdóttir,
framherji úr Val, en hún hefur sallað
mörkum inn fyrir Hlíðarendaliðið að
undanförnu. Helena Ólafsdóttir
landsliðsþjálfari valdi 18 manna hóp,
sem er þannig skipaður:
Markverðir: María Björk Ágústs-
dóttir, Stjarnan, Guðbjörg Gunnars-
dóttir, Valur.
Aðrir leikmenn: Björg Ásta Þórð-
ardóttir, Breiðablik, Erna B. Sigurð-
ardóttir, Breiðablik, Erla Hendriks-
dóttir, FV Köbenhavn, Margrét
Lára Viðarsdóttir, ÍBV, Olga Fær-
seth, ÍBV, Embla S. Grétarsdóttir,
KR, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir,
KR, Hólmfríður Magnúsdóttir, KR,
Hrefna Jóhannesdóttir, KR, Ást-
hildur Helgadóttir, fyrliði, Malmö,
Dóra María Lárusdóttir, Valur,
Dóra Stefánsdóttir, Valur, Íris
Andrésdóttir, Valur, Laufey Ólafs-
dóttir, Valur, Málfríður E. Sigurð-
ardóttir, Valur, Nína Ósk Kristins-
dóttir, Valur.
Leikurinn fer fram í Egilshöllinni
klukkan 14 á laugardaginn og verður
fyrsti A-landsleikurinn sem leikinn
er innan dyra hér á landi.
Sjö Valskonur
í hópi Helenu
Veigar Páll
fer út í dag
VEIGAR Páll Gunnarsson
knattspyrnumaður heldur til
Stabæk í Noregi í dag þar
sem hann fer í læknisskoðun.
„Ég kem síðan væntanlega
heim á föstudaginn og von-
andi skrifa ég undir um
helgina. Mér sýnist að þetta
ætli allt að ganga upp, þó svo
það sé aldrei neitt öruggt fyrr
en búið er að skrifa undir,“
sagði Veigar Páll í gærkvöld.
Lára, sem er á öðru ári við nám íUniversity of California, Irvine
(UCI) vann sér keppnisrétt í 200
stiku bringusundi en einungis 33
bestu sundmenn í hverri grein innan
bandarísku háskólanna fá keppnis-
rétt á meistaramótinu. Þetta er góð-
ur áfangi hjá Láru Hrund því hún er
einnig fyrsta sundkonan í sögu skól-
ans til þess að keppa á NCAA þar
með skráir hún nafn sitt í íþrótta-
sögu hans. Á dögunum bætti hún
eigið skólamet í 200 stiku bringu-
sundi, synti vegalengdina á 2.15,66
mínútum. Þess má geta að 200 stikur
eru 182,9 metrar. Eftir því sem fram
kemur á heimsíðu skólans þá á Lára
Hrund fjögur skólamet til viðbótar, í
200 og 500 stiku skriðsundi, 200 og
400 stiku fjórsundi.
Stefnir á ÓL í Aþenu
Lára hefur verið ein fremst sund-
kona landsins undanfarin ár og á
m.a. sjö Íslandsmet í 25 metra braut
og þrjú í 50 metra braut. Hún keppti
á Ólympíuleikunum í Sydney fyrir
fjórum árum og hefur sett stefnuna á
að vera með á leikunum í Aþenu í
sumar.
Morgunblaðið/Sverrir
Lára Hrund Bjargardóttir við bakkann á Ólympíuleikunum í
Sydney fyrir fjórum árum – eftir keppni í 200 m skriðsundi.
Lára Hrund fetar í
fotspor Ragnheiðar
LÁRA Hrund Bjargardóttir, sundkona úr Sundfélagi Hafnarfjarðar,
hefur tryggt keppnisrétt á bandaríska háskólameistaramótinu
(NCAA) í sundi, sem fram fer í Texas um aðra helgi. Hún er fyrsti ís-
lenski sundmaðurinn sem keppir á NCAA í þrettán ár eða allt frá því
Ragnheiður Runólfsdóttir, ÍA, vann sér keppnisrétt.
ÓLAFUR Sigurjónsson, hand-
knattleiksmaður úr ÍR, meiddist
strax á fyrstu mínútu og lék ekki
meira með þegar Tres de Mayo
steinlá fyrir Grupo Isastur í Gijon,
37:20, í spænsku 2. deildinni í hand-
knattleik um helgina. Hlynur Jó-
hannesson lék í marki Tres de Mayo
en lið þeirra situr eitt og yfirgefið á
botni 2. deildar, níu stigum frá því að
komast úr fallsæti þegar átta um-
ferðum er ólokið.
ÁRNI Thor Guðmundsson, sem
hefur leikið með Leiftri/Dalvík í 1.
deildinni í knattspyrnu undanfarin
tvö ár, er genginn til liðs við HK og
leikur með Kópavogsfélaginu í 1.
deild í sumar. HK hefur einnig fengið
til liðs við sig þá Birgi Rafn Birg-
isson úr Haukum, Brynjar Skúlason
úr Fjarðabyggð og Júlíus Frey Val-
geirsson úr Sindra á Hornafirði.
ÓLAFUR Örn Bjarnason lék allan
tímann í liði Brann sem gerði marka-
laust jafntefli við sænska liðið Hels-
ingborg í æfingaleik á La Manga á
Spáni gær.
ANDREJ Lavrov, markvörðurinn
kunni frá Rússlandi, lék sinn fyrsta
leik í marki Kronau-Östringen í
þýsku 1. deildinni í handknattleik um
helgina en þessi tæplega 42 ára
gamli Rússi samdi við félagið í síð-
ustu viku. Lavrov stóð í markinu all-
an tímann þegar liðið tapaði, 30:34,
fyrir Flensburg og varði hann 15
skot. Guðmundur Hrafnkelsson,
landsliðsmarkvörður Íslands, mátti
því gera sér að góðu að sitja á vara-
mannabekk Kronau-Östringen allan
leikinn og horfa á.
FÓLK