Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 47 SKÁKSAMBAND Íslands heldur með veglegum hætti upp á 40 ára afmæli Reykjavíkurskák- mótanna nú í ár. Á sunnudaginn var tefld fyrsta umferðin í 21. mótinu sem haldið er í þessari mótaröð. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, setti mótið og lék fyrsta leiknum í skák Alex- ey Dreev (2.682) og danska skák- mannsins Thorbjorn Bromann (2.371). Það dró strax til tíðinda í fyrstu umferð. Yfirleitt er mjög mikill stigamunur á keppendum í fyrstu umferð og því sjaldgæft að hinir stigalægri nái að veita and- stæðingum sínum verðuga keppni. Sigurður Páll Steindórs- son (2.218) lét þó stigamuninn ekki trufla sig og sigraði þýska stórmeistara Roland Schmaltz (2.527). Það er ekki slæm byrjun á móti hjá Sigurði Páli að sigra andstæðing sem er 300 stigum fyrir ofan hann. Alþjóðlegi meist- arinn Jón Garðar Viðarsson (2.333) byrjaði einnig vel og gerði jafntefli við pólska stórmeistar- ann Michal Krasenkow (2.609). Einna mesta athygli í fyrstu um- ferð vakti viðureign Sigurbjörns Björnssonar og ofurstórmeistar- ans Vladimir Epishin (2.633). Sig- urbjörn hafði hvítt og náði prýði- legri stöðu. Eftir 39 leiki var staða Sigurbjörns orðin það væn- leg að margir voru farnir að spá honum öruggum sigri. Sigurbjörn missti hins vegar þráðinn en virt- ist þó áfram eiga jafnteflisleið. Epishin tókst þó að lokum að inn- byrða vinninginn í 65 leikjum eft- ir harðvítuga vörn Sigurjóns. Mótið í ár er afar vel skipað. Meðal þátttakenda eru 28 stór- meistarar. Auk þess tefla 5 kvennastórmeistarar á mótinu að þessu sinni, sem er ánægjulegt því oft hefur hlutur kvenna í al- þjóðlegum skákmótum verið allt of lítill. Sex skákmenn eru með 2.600 stig eða meira. Stigahæstu keppendurnir eru rússneski stór- meistarinn Alexey Dreev (2.682), ísraelski stórmeistarinn Emil Sutovsky (2.666), þýski stórmeist- arinn Levon Aronian (2.648), rússneski stórmeistarinn Vladim- ir Epishin (2.633) og pólski stór- meistarinn Michael Krasenkow (2.609). Af kvennastórmeisturunum er bandaríska skákkonan Irina Krush (2.465) líklega þekktust, en hún var mjög í sviðsljósinu í skák- inni Kasparov-heimurinn á sínum tíma og má segja að hún hafi þar farið fyrir heimsliðinu. Undrabarnið norska, hinn 13 ára Magnus Carlsen (2.484) sigr- aði Halldór Brynjar Halldórsson (2.159) í fyrstu umferð. Magnus er af mörgum talinn efnilegasti skákmaður sem fram hefur komið á Norðurlöndum. Hann vantar einn áfanga upp á að verða yngsti stórmeistari heims. Skyldi þarna vera á ferðinni væntanlegur heimsmeistari? Annar keppandi sem kalla má undrabarn er kín- verski stórmeistarinn Xiangzhi Bu (2.600). Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þessum ungu skákmönnum vegnar á mótinu. Einnig verður spennandi að fylgjast með hvernig okkar yngri skákmönnum á eftir að ganga á mótinu, en þeir hafa margir verið að ná athyglisverðum árangri að undanförnu. Teflt er daglega í Ráðhúsinu og hefjast umferðir kl. 17. Áhorfend- ur eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Tímamörkin eru 100 mín. + 30 sek. á leik á 40 leiki, 50 mín. + 30 sek. á leik næstu 20 leiki og 10 mín. + 30 sek. á leik til að klára skákina. Hrókurinn sigraði á Íslandsmóti skákfélaga Skákfélagið Hrókurinn sigraði á Íslandsmóti skákfélaga sem lauk á laugardag. Taflfélagið Hellir varð í öðru og Taflfélag Reykjavíkur hafnaði í þriðja sæti. Athygli vakti að Taflfélag Reykjavíkur hafnaði því að taka við verðlaunum fyrir frammistöðu sína: Lokastaðan í 1. deild varð þessi: 1. Hrókurinn-A 46½ v. 2. Hellir-A 39 v. 3. TR-A 38½ v. 4. TV 25½ v. 5. SA-A 21½ v. (7 stig) 6. Hellir-B 21½ v. (4 stig) 7. TR-B 20 v. (3 stig) 8. SA-B 11½ v. Lokastaðan í 2. deild: 1. Hrókurinn-C 31 v. 2. Taflfélag Garðabæjar-A 25 v. 3. Taflfélag Bolungarvíkur 23 v. 4. Taflfélag Akraness-A 22½ v. 5. Skákfélag Selfoss-A 18½ v. 6. TR-C 16½ v. (5 stig) 7. Taflfélag Kópavogs 16½ v. (4 stig) 8. Skákfélag Reykjanesbæjar 15 v. Lokastaðan í 3. deild: 1. Skákdeild Hauka 28 v. 2. Skákdeild KR 25 v. 3. Hellir-C 22 v. (8 stig) 4. Taflfélag Dalvíkur 22 v. (7 stig) 5. Skáksamband Austurlands 20 v. 6. Taflfélag Seltjarnarness 18½ v. 7. SA-C 16½ v. 8. TR-D 16 v. Lokastaða efstu liða í 4. deild: 1. Hrókurinn-D 33 v. 2. Taflfélag Garðabæjar-B 31½ v. 3. Selfoss-B 25 v. (8 stig) (133,5 st.) 4. Taflfélag Hreyfils 25 v. (8 stig) (120,5 st.) 5. Ungmennafélag Laugdæla 25 v. 6. TV-B 23½ v. (10 stig) 7. TR-F 23½ v (8 stig) 8. Hellir-E 22½ v. (8 stig) 9. Haukar-B 22½ v. (7 stig) 10. TR-E 22½ v. (5 stig). Glæsilegt Reykjavíkurskákmót Daði Örn Jónsson Morgunblaðið/Ómar Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, Árni Þór Sigfússon, setur Reykja- víkurskákmótið með því að leika fyrsta leiknum í skák rússneska stór- meistarans Alexeys Dreevs og Danans Thorbjörns Bromanns. dadi@vks.is SKÁK Ráðhús Reykjavíkur XXI – REYKJAVÍKURSKÁKMÓTIÐ 7.–16. mars 2004 Aðalfundur Foreldrafélags barna með ADHD, áður Foreldrafélag mis- þroska barna, verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 9. mars í Safn- aðarheimili Háteigskirkju kl. 20. Gengið er inn frá bílastæðinu. ADHD stendur fyrir athyglisbrestur með eða án ofvirkni og skyldar rask- anir. Hádegisfundur viðskipta– og hag- fræðideildar verður í dag, þriðju- daginn 9. mars kl. 12.15–13.15 í Odda, stofu 101. Á fundinum verður m.a. leitað svara við eftirfarandi spurningum: Hvaða ábyrgð bera fjármálafyrirtæki? Hver er þróunin erlendis í þessum efnum? Hvenær gæta stjórnarmenn sérhagsmuna og hvenær hagsmuna almennra hlut- hafa? Hvaða hlutverk hafa fjölmiðlar gagnvart hlutafélögum og almenn- ingi? Vantar siðareglur eða skýrari lög? Frummælendur eru: Stefán Svav- arsson, dósent í viðskipta- og hag- fræðideild, Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður hjá Landsbanka Ís- lands, og Ólafur Stephensen, aðstoð- arritstjóri Morgunblaðsins. Fund- arstjóri er Ágúst Einarsson, deildarforseti viðskipta- og hag- fræðideildar. Karlmennska sem auðlind Guðrún Margrét Guðmundsdóttir MA heldur fyrirlestur á vegum Mannfræðifélags Íslands í fyr- irlestraröðinni Auðlindir og stjórnun í kvöld, þriðjudagskvöld kl. 20.00. Fyrirlesturinn ber yf- irskriftina: Karlmennska sem auð- lind og aðgangur að valdi. Í fyr- irlestrinum verður m.a. fjallað um karlmennsku sem aðgang að valdi út frá kenningum franska félagsfræð- ingsins og strúktúralistans Pierre Bourdieu um karllæg yfirráð (masc- uline domination). Út frá þeirri kenningu verður stoðum rennt undir þá fullyrðingu að aðgangur að karl- lægu kyngervi sé auðlind. Fund- urinn er haldinn í húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar að Hringbraut 121, 4. hæð. Að loknum fyrirlestri er opnað fyrir fyrirspurnir og umræður. Listasafn Íslands kl. 12.10–12.40 Rakel Pétursdóttir, safnfræðingur, leiðir gesti safnsins um sýninguna Löng og margþætt saga. Lögberg kl. 12.15 Sænski bók- menntafræðingurinn Lisbeth Saab flytur fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur um banda- ríska leikskáldið Lorraine Hans- berry. Í fyrirlestrinum, sem nefnist „Lorraine Hansberry and her World“, mun Saab fjalla um líf og rit- störf Hansberry, en verk hennar eru enn sem komið er næsta óþekkt á Norðurlöndum. Veitt verður innsýn í líf og störf Lorraine Hansberry (1930–1965), en hún var bandarískt leikskáld, menntakona og bar- áttumaður fyrir félagslegum rétt- indum. Fyrsta leikrit hennar, sem nú telst til klassískra verka bandarískra leikbókmennta, A Raisin in the Sun, var frumsýnt á Broadway með Sid- ney Poitier í aðalhlutverki árið 1959 og valið besta leikrit þess árs. Jón forseti, Aðalstræti kl. 21 Á ljóðakvöldi ljóð.is lesa rithöfundarnir Daníel Páll Jónasson, Gísli Þór Ólafsson, Helen Halldórsdóttir og Valur Gunnarsson úr verkum sínum. Einnig verða lesin valin ljóð eftir Ísak Harðarson og Stefán Hörð Grímsson. Goethe-Zentrum, Laugavegi 18, kl. 20 Klaus Böldl les valda kafla úr bók sinni „Die fernen Inseln“ Fyrir bókina hlaut hann Hermann Hesse- bókmenntaverðlaunin í fyrra. Í bók sinni leiðir Klaus Böldl lesandann niður Suðurgötuna og inn í Foss- vogsdal, til Víkur í Mýrdal og inn á sandflæmin á Suðausturlandi. Böldl er fæddur í Passau 1964 og starfar sem norrænufræðingur og þýðandi íslenskra miðalda- bókmennta. Frumraun Böldls var skáldsagan „Studie in Kristallbild- ung“ en fyrir hana hlaut hann Tuk- an-verðlaunin sem borgaryfirvöld í München veita. Í DAG Málstofa um Ísland og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Í tengslum við kennslu á námskeiðinu stjórn- skipunarrétti og ágripi þjóðaréttar í lagadeild Háskóla Íslands verður haldin málstofa um Ísland og Örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna á morgun, miðvikudaginn 10. mars nk. kl. 12.15– 13.15, í stofu L-101 í Lögbergi. Máls- hefjendur verða Björn Ingi Hrafns- son, aðstoðarmaður utanrík- isráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður og nefnd- armaður í utanríkismálanefnd Al- þingis. Fundarstjóri er Björg Thor- arensen, prófessor við lagadeild HÍ. Á málstofunni verður rætt um hlut- verk og störf Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og ástæður þess að Ísland hefur boðið sig fram til setu í ráðinu. Fjallað verður um undirbúning að framboðinu og hver verði hugsanleg áhrif þess fyrir stöðu Íslands á al- þjóðlegum vettvangi að eiga sæti í ráðinu. Að loknum erindum málshefj- enda verða fyrirspurnir og umræður. Fræðsluerindi Náttúrufræðistofn- unar Íslands María Ingimarsdóttir, líffræðingur á NÍ, flytur erindi sem hún nefnir „Lífríki háhitasvæða“ á morgun, miðvikudaginn 10. mars, kl. 12.15, í sal Möguleikhússins á Hlemmi, Reykjavík. Hrafnaþing eru öllum opin, nánari upplýsingar um erindið er að finna á heimasíðu stofn- unarinnar www.ni.is. Námskeið um iktsýki – liðagigt Hjá Gigtarfélagi Íslands er að hefjast námskeið um iktsýki – liðagigt þar sem áhersla er lögð á þætti sem tengjast því að lifa með sjúkdóminn. Um er að ræða þrjú kvöld, einu sinni í viku og byrjar námskeiðið á morgun, miðvikudaginn 10. mars kl. 19.30, í húsnæði félagsins að Ármúla 5, ann- arri hæð. Á námskeiðinu verður fjallað um sjúkdóminn, einkenni hans, meðferðarmöguleika og áhrif á daglegt líf, mikilvægi þjálfunar, slök- un o.fl. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Arnór Víkingsson gigtarsér- fræðingur, Hrefna Indriðadóttir sjúkraþjálfari, Elsa Ingimarsdóttir iðjuþjálfi og Svala Björgvinsdóttir fé- lagsráðgjafi. Upplýsingar og skrán- ing á námskeiðið er á skrifstofu fé- lagsins. Á MORGUN Rangt föðurnafn Rangt var farið með föðurnafn Arnar Sigurðssonar í umsögn um sýningu Halaleikhópsins á Fíla- manninum sl. sunnudag. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Ekki Everton Mistök urðu við gerð greinar um atlögu að togaranum Everton í þorskastríðinu 1973, sem birtist í síð- asta sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins. Á mynd, sem fylgdi greininni, er freigátan HMS Jupiter og togarinn Lord St. Vincent, ekki Everton eins og greinarhöfundurinn Guðni Th. Jóhannesson hafði talið. Hann biðst velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing stjórnar Taflfélags Reykjavíkur, sem Torfi Leósson, formaður félagsins, las upp á verðlaunaafhendingu á Ís- landsmóti skákfélaga á laugardag: „Taflfélag Reykjavíkur mun ekki taka við verðlaunum í 1. deild á Ís- landsmóti skákfélaga að þessu sinni. Með þessu felst hvorki gagn- rýni á Skáksamband Íslands, né mótsnefnd Íslandsmóts skákfélaga, sem hafa staðið sig með prýði sem endranær. Hins vegar er ekki lengur hægt að horfa þegjandi upp á framferði forráðamanna Skákfélagsins Hróksins. Með óíþróttamannslegri framkomu, með því að vísvitandi brjóta lög Skáksambands Íslands, með því aðhefja áróðursstríð í fjöl- miðlum gegn Skáksambandi Ís- lands og „hinni gömlu skákhreyf- ingu“, en sú nafngift vísar væntanlega til allra taflfélaga sem stofnuð voru á undan Hróknum, og með því að flækja einfalda áhuga- mannakeppni í lagaflækjur sem, hugsanlega, sér enn ekki fyrir end- ann á, hafa forráðamenn Hróksins séð til þess að keppni í 1. deild á Ís- landsmóti Skákfélaga hefur tapað öllu gildi sínu að þessu sinni. Taflfélag Reykjavíkur, sem er elsta og fjölmennasta taflfélag landsins, hefur ekki áhuga á að taka þátt í þessum leik. Hróksmenn hafa unnið gríðarlegt starf í þágu skákarinnar á undan- förnum árum. Hins vegar verða for- ráðamenn Hróksins að spyrja sig hvort þeir hafi áhuga á að tilheyra samfélagi taflfélaga. Ef svarið er já, þá verða þeir að bera virðingu fyrir leikreglum þessa samfélags og öðr- um sem tilheyra því.“ Yfirlýsing frá Taflfélagi Reykjavíkur ♦♦♦ ♦♦♦ AÐILDARFÉLÖG Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar eiga að beita sér fyrir því að lágmarkslaun á samningstíma næstu samninga verði ekki lægri en 150 þúsund kr. á mán- uði skv. ályktun aðalfundar félagsins sl. laugardag. Minnt er á samþykkt aðalfundar félagsins um 150 þús. kr. lágmarkslaun sl. haust og er því vís- að á bug að atvinnuvegir og þjóð- arbúið „þoli ekki að almennu launa- fólki séu borguð mannsæmandi laun meðan nægir peningar virðast vera fyrir ofurlaunum margra stjórnenda og ævintýralegum tekjum fjármála- manna,“ eins og segir í ályktuninni. Lágmarkslaun verði ekki undir 150 þúsundum HRAFN Jökulsson, formaður Hróksins, segir að Hrókurinn hafi í einu og öllu farið eftir leikreglum í kjölfar þess að skákdómstóll Íslands dæmdi félaginu í vil, aðspurður um efni yfirlýsingar Taflfélags Reykja- víkur þar sem forráðamenn Hróks- ins eru meðal annars ásakaðir um óíþróttamannslega framkomu. „Ég get ekki óskað formanni TR annars en að hann læri að tapa og læri að vinna. Skákin er prýðilegur skóli fyrir hvort tveggja,“ sagði Hrafn. „Þessi yfirlýsing var gefin án sam- ráðs við þá skákmenn TR sem höfðu unnið til þessara verðlauna. Sumir þeirra hafa sagt mér að þeir hafi hreint ekki afsalað sér tilkalli til verðlaunapeningsins góða,“ sagði Hrafn einnig. Hann bætti því við að helstu meistarar TR hefðu óskað Hróknum til hamingju með sigurinn og margir þeirra hefðu tekið þátt í gleði Hróks- ins á laugardagskvöldinu. Fagna góðri uppskeru Hann sagði að það sem upp úr stæði eftir þetta Íslandsmót væri hversu skemmtilegt það hefði verið. Hróksmenn fögnuðu góðri upp- skeru. Þeir hefðu teflt fram sjö keppnisliðum og alls hefðu það verið í kringum sextíu skákmenn á öllum aldri sem tefldu fyrir Hrókinn. Það hefði verið sérstaklega ánægjulegt að fjórar af keppnissveitum félagsins hefðu eingöngu verið skipaðar börn- um og þar af hefði verið eina stúlkna- sveitin á Íslandsmótinu. „Það verður birta yfir þessari helgi í endurminningunni þegar við náðum þessari þrennu á Íslands- mótinu, sigri í 1., 2. og 4. deild,“ sagði Hrafn að lokum. Formaður Hróksins Fórum í einu og öllu að leikreglum ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.