Morgunblaðið - 09.03.2004, Side 46

Morgunblaðið - 09.03.2004, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Lukku Láki – Dalton bræðurnir taka lestina © DARGAUD Smáfólk Smáfólk Á LAUGARDÖGUM SOFA RITARAR TIL HÁDEGIS! VILTU HEYRA FYNDNA SÖGU? ÉG ÁTTI AÐ FARA MEÐ SKILABOÐ FRÁ PABBA TIL MANNS HJÁ RAKARANUM OG ÞEGAR ÉG KOM ÞANGAÐ SAGÐI RAKARINN VIÐ MIG, GET ÉG HJÁLPAÐ ÞÉR SONUR SÆLL HA HA! ÞAÐ KOM SVIPAÐUR HLUTUR FYRIR Í HVERFINU MÍNU. MAÐUR KOM MEÐ DÓTTURDÓTTUR SÍNA TIL RAKARANS EN RAKARINN HÉLT AÐ HÚN VÆRI STRÁKUR OG KLIPPTI ALLT HÁRIÐ AF... MAMMAN VARÐ ALLVEG BRJÁLUÐ, ÖSKRAÐI Á ALLA, EN MAÐUR GETUR HLEGIÐ AÐ ÞESSU EFTIR Á... ÉG VAR EKKI BÚIN MEÐ SÖGUNA MÍNA! framhald ... SMÁFÓLK BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. OPIÐ bréf til ráðandi afla í sam- göngu- og ferðamálum. Nokkrar staðreyndir: Verið er að leggja svokallaðan heilsársveg vestur eftir Barðastrandarsýslu, gott mál sem framtíðarsýn, því ennþá er þetta aðeins framtíðarsýn, samanber uppá- komur nú á snjólausum vetrum. Klettsháls með fullfrágenginn veg ítrekað lokaður vegna snjóa og óveð- urs. Engin leið er að kenna einu sinni meðalvetrarfari þar um. Vattarfjörð- ur fullfrágenginn sýndi á síðastliðn- um vetri að hann er farartálmi ef eitt- hvert vetrarfar er. Kjálkafjörður, þar er vegurinn óhreyfður, enn í gamla snjóavegstæðinu. Frægar sagnir til um hann þar sem yfir 20 metra snjó- stál mældist í maí 1995. Framansagt er leiðin vestan Kollafjarðar. Leiðin Kollafjörður-Þorskafjörður? Hvar lendir sá vegur, og hvenær? Bílferja hefur siglt hér yfir Breiða- fjörð síðan 1965, þótt ekki hafi komið ekjuskip fyrr en 1990. Það er deg- inum ljósara að nú í dag, verandi með alla þungaflutninga í landi (áður Rík- isskip), þá væri svæðið hér í Vestur- Barð. algjörlega einangrað oft á tíð- um, ef ekki væri ferja á Breiðafirði. Að telja fólki trú um raunverulega breytingu og öryggi af landleiðinni, árið um kring, er ósvífni í hæsta máta. Hvert mannsbarn hér veit að hugarfóstur vegagerðarinnar „heils- ársvegur“ er steinfóstur sem aldrei fæðist. Klettsháls er ótrúlega oft ófær þó snjólétt sé. Hvaða leið er þá farin? Breiðafjarðarferjan er okkar eina og albesta trygging hvernig sem litið er á. Það er óþolandi lítilsvirðing hjá stjórnendum samgöngumála að vilja ekki sjá það og viðurkenna. Nú- verandi skip, þótt ekki sé gamalt, er alltof lítið. Á því sést best hvað fólk velur sem ferðamáta. Vegagerðin virðist hata þessa ferju, það er engu líkara. Jafnvel hafa málsmetandi menn þar í röðum talað um að vega- gerðinni væri ekki heimilt að reka slíka samkeppni við veginn. Frekar má nú segja að með öllum tilfæring- unum sem hafðar eru, við landleiðina, sé í stórum stíl bruðlað með fjármuni í stað þess að auka flutningsrými í ferjunni. Nú er í stöðunni möguleiki að skifta um skip, selja núverandi og kaupa stærra, án þess að nein bylt- ingarkennd áform séu í farvatninu, aðeins reyna að nálgast eftirspurn eftir bílaflutningum. En með stærra skipi myndi þjónustan stórbatna og rekstrarumhverfið gerbreytast, fyrir þann sem rekur ferjuna. Ekki má gleyma í umræðunni þeirri flóðbylgju ferðafólks sem Breiðafjarðarferjan hefur skapað hingað til Vestfjarða, á ég þá ekki síð- ur við sumarumferðina. Í júlímánuði einum síðastliðið sumar flutti ferjan Baldur rúmlega 10 þúsund farþega yfir Breiðafjörð (framboð langt yfir flutningsgetu). Talar þetta ekki vissulega sínu máli? Einar K. Guðfinnsson, ráðandi í ferðamálum; ætla mætti að hann tæki svonalagað sem ákjósanlegan þrýst- ing við þróun og stóraukna möguleika ferðaþjónustu Vestfjörðum til handa, og nýtti það með stuðningi við þessa augljóslega vinsælustu leið ferðafólks til Vestfjarða. Nei öðru nær, í besta falli þegir hann, oftar þó tekur hann sér stöðu við hlið hinna þráhyggju- kónganna. Aðrir Vestfjarðaþing- menn eru raunar engu betur sjáandi á augljósa kosti „ferjudæmisins“. Ég vil að öllu samanteknu skora á ráðandi öfl að byrja nú að viðurkenna rétt okkar til samgangna árið um kring, sem minnst háðra snjóalögum að vetri. Nú ber að grípa tækifærið að auka flutningsrými með ferjunni. Þið sem hafið ráðin verðið að hætta þess- ari eindæma þvermóðsku, og raunar heimsku, að leggja þetta ofurkapp á að telja fólki trú um það sem alls ekk- ert er að gerast, í vega- og samgöngu- málum. Látið skynsemina ráða. Stærri ferju á Breiðafjörð, það er enginn á móti góðum vegum hingað vestur, síst ég. RAGNAR GUÐMUNDSSON Brjánslæk. Þráhyggja og þvermóðska Frá Ragnari Guðmundssyni: ÉG vil þakka Herdísi Þorvaldsdótt- ur og Margréti Jónsdóttur fyrir góð skrif til varnar gróðurþekju lands- ins. Við þurfum ekki meira lamba- kjöt en hægt er að framleiða í lok- uðum beitarhólfum, eins og þær og fleiri hafa margsinnis bent á. Ragnar Þorsteinsson, sauðfjár- bóndi, skýrir í grein sinni í Morg- unblaðinu þann 17. febrúar frá verk- efninu „Bændur græða landið“ og er það fagnaðarefni. Hann fullyrðir að Norðmenn hafi flutt búféð með sér frá Noregi. Ég veit ekki til að þetta sé sannað. Í einni bók sinni færir Árni Óla, rithöfundur, fram sterk rök fyrir því að búfé hafi verið margt í landinu, þegar þeir komu. Nú hefur verið sannað með gena- rannsóknum að um 60% íslenskra kvenna eru ættaðar frá Bretlands- eyjum, en karlar um 60% frá Norð- urlöndum. Þetta styður kenningu Árna og reyndar fleiri um að hér hafi búið Vestmenn þegar Norðmenn komu. Vestmenn vörðust í fyrstu (skýrir t.d. fall Hjörleifs fóstbróður Ingólfs), en voru seinna ofurliði bornir og Norðmenn settust í óðul þeirra. Hirtu búsmala þeirra, konur, dætur og þrælkuðu þá karla sem þeir treystu sér til að hafa hemil á, hinir voru að sjálfsögðu drepnir. Þessar genarannsóknir styðja mjög við kenningar Árna Óla og Bendikts eldri frá Hofteigi. Þá hafa margar konur grátið á Íslandi. Var þetta ef til vill það sem Ari fróði mátti ekki skrá í Landnámu fyrir biskupunum? En þetta verður víst seint sannað. Fróðlegt væri ef genarannsókn varðandi íslenska búféð gæti farið fram. Ég hef bragðað norskt lamba- kjöt, sem mér finnst miklu síðra að bragðgæðum og að öllu leyti heldur en íslenskt. HAUKUR ÍSLEIFSSON, Hvassaleiti 19, 103 Reykjavík. Þakkir fyrir góð skrif Frá Hauki Ísleifssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.