Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ MÖRG úrslit í fyrstu umferð Reykjavíkurskákmótsins urðu samkvæmt bókinni en eins og gengur á opnum alþjóðlegum skák- mótum urðu óvænt úrslit inn á milli. Þannig tefldi Sigurður Daði frísklega gegn Hannesi Hlífari og uppskar jafntefli gegn Íslands- meistaranum. Alþjóðlegi meistar- inn Jón Garðar Viðarsson gerði jafntefli við ofurstórmeistarann Mikhail Krasenkov og Bragi Þor- finnsson hafði góða vinningsmögu- leika gegn serbneska stórmeistar- anum Nikolai Sedlak en varð að sætta sig við jafntefli. Óvæntustu úrslit Reykjavíkurskákmótsins urðu þegar Sigurði Páli Steindórs- syni tókst að leggja þýska stór- meistarann Roland Schmaltz að velli. Sá þýðverski er á meðal sterk- ustu hraðskákmanna heims og varð eitt sinn heimsmeistari í einnar mínútu skák. Sigurður teflir ákaf- lega traust með hvítu og getur ver- ið varhugavert fyrir færustu stór- meistara að ganga of langt í tilraunum sínum til að sigra hann. Á þessu fékk fyrrnefndur Roland að kenna Hvítt: Sigurður Páll Steindórsson Svart: Roland Schmaltz 1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. e4 c5 Sérstakur leikur en ekki slakur þó að riddari svarts þurfi að hörfa upp í borð strax í fjórða leik. Hefð- bundnara er að leika 3...d5. 4. e5 Rg8 5. Rf3 d6 6. exd6 Bxd6 7. d4 cxd4 8. Rxd4 a6 9. Be2 Rf6 10. O-O O-O 11. h3!? Be5 12. Be3 Bd7 13. Bf3 Hvítur stendur aðeins betur eftir byrjunina þar sem svartur er eilítið á eftir í liðskipan. Svarta staðan er hins vegar traust og minnir peða- staðan á afbrigði sem upp getur komið í Tarrasch-afbrigði franskr- ar varnar að því frátöldu að hvíta peðið stendur á c4. Óhætt er að full- yrða að það er kostur fyrir hvítan fremur en galli. Hafi sá þýski viljað tefla til vinnings kemur næsti leik- ur hans á óvart þar sem hann býður upp á það að taflið einfaldist til muna. Fyrsta umferð XXI Reykjavíkurskákmótsins var tefld í gær Þýskur stórmeistari tekinn í kennslustund í hróksendatafli Hvítt: Sigurður Páll Steindórsson Svart: Roland Schmaltz Hvítt: Sigurður Páll Steindórsson Svart: Roland Schmaltz Hvítt: Sigurður Páll Steindórsson Svart: Roland Schmaltz Helgi Áss Grétarsson SKÁK XXI Reykjavíkurskákmótið RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR TETRA Ísland hefur ekki farið formlega fram á heimild til nauða- samninga fyrir héraðsdómi og á enn í viðræðum við lánardrotta sína um niðurfellingu skulda eða breytingu yfir í hlutafé. Rúmar þrjár vikur eru síðan stjórn Tetra Ísland ákvað að veita stjórnendum fyrirtækisins heimild til að leita nauðasamninga. Vilyrði hefur fengist fyrir hluta- fjáraukningu í félaginu hjá Orku- veitu Reykjavíkur og Landsvirkjun, 50 milljónum króna á hvorum stað, að öðrum skilyrðum um endurreisn félagsins uppfylltum. Að sögn Jóns Pálssonar, fram- kvæmdastjóra Tetra Ísland, liggur ekki fyrir hve mikið hlutafé kemur til viðbótar, en það fari eftir því hve miklum veðskuldum verði breytt í hlutafé. Hann segir eigendur fyrir- tækisins hafa sett sér það markmið að lækka skuldir niður í 350 til 400 milljónir króna með endurfjármögn- un, en heildarskuldir í dag eru um 750 milljónir. Nú liggi fyrir vilyrði um breytingar á um 90% af heild- arskuldum félagsins en þau séu háð því að nauðasamningar takist við alla. Litið sé á nauðasamninga sem úrslitakost og annað verði fyrst reynt til þrautar. Eigendur Tetra Ísland eru Orku- veita Reykjavíkur, sem á um 45% hlut í félaginu, Landsvirkjun, um 30%, bandaríska fjarskiptafyrirtæk- ið Motorola, tæp 20%, og Tölvu- Myndir, tæp 5%. Bjart framundan eða greiðsluþrot? Í bókun sem fulltrúi minnihluta borgarstjórnar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur lagt fram í stjórn- inni, segir að ekki verði annað séð en vísvitandi hafi verið greint rangt frá varðandi stöðu mála hjá Tetra Ís- land. Er í þessu sambandi vísað til skriflegra svara við fyrirspurnum varðandi stöðu fyrirtækisins. Segir í bókuninni að í ágúst hafi verið lögð frá á stjórnarfundi í OR svör við spurningum minnihlutans, sem lagð- ar hafi verið fyrir stjórnarfund í maí 2003. Þar segi orðrétt: „Engin ástæða er til annars en að ætla að fé- lagið (Tetra-Ísland) muni rétta við nú þegar friður hefur komist á um starfsemina og stjórnendur félagsins geta einbeitt sér að uppbyggingu þess markaðslega.“ Í næsta mánuði eftir að þessum svörum var dreift í stjórn Orkuveit unnar, þ.e. í september 2003, lá fyrir skýrsla um fjárhagslega endurskipu- lagningu Tetra Ísland, sem Jón Atli Kristjánsson hagfræðingur tók sam- an og Morgunblaðið hefur undir höndum. Í skýrslunni segir orðrétt: „TÍ er í dag greiðsluþrota og eigend- ur félagsins munu ekki að óbreyttum rekstrarforsendum leggja því til meira fé.“ Í skýrslunni segir einnig að hlutafé Tetra Ísland sé að mestu tapað, skuldir félagsins séu óviðráð- anlegar og greiðslugeta engin og alls sé óvíst um raunverðmæti eigna, sér- staklega í þroti. Ótækt að fá allt aðrar upplýsingar Guðlaugur Þór Þórðarson, fulltrúi minnihluta borgarstjórnar í stjórn Orkuveitunnar, segir að þær upplýs- ingar sem stjórn Orkuveitunnar hafi fengið frá Tetra Ísland um fjárhags- stöðuna hafi verið að allt væri í fínu lagi. Í raun hafi forsvarsmenn fyr- irtækisins á sama tíma verið að berj- ast fyrir lífi þess. „Það er alveg ótækt að ef maður situr í stjórn þessa fyr- irtækis, sem er í eigu Reykvíkinga og á helmingshlut í Tetra Ísland, að á meðan félagið er að berjast í bökkum fáum við allt aðrar upplýsingar.“ Engar rangfærslur Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Orkuveitunnar, segir að Orkuveitan fari ekki með nokkra stjórn á málefnum Tetra Ísland, þó hún sé stór hluthafi í félaginu. Það sé því alfarið stjórnenda Tetra Ísland að svara fyrir um hvort og þá hvers vegna forsendur um fjárhagsstöðuna hafi breyst. Jón Pálsson segir að hluthafar Tetra Ísland hafi eðlilega oft beðið stjórnendur félagsins um upplýsing- ar varðandi starfsemina og rekstur- inn og hafi réttar upplýsingar ávallt verið veittar. Aldrei hafi verið legið á þeim. „Það hefur ríkt friður um starf- semi Tetra Ísland og verið vilji til að byggja upp fjarskiptakerfi félagsins upp,“ segir Jón. „Samstarfið við not- endur kerfisins, ríkið og Reykjavík- urborg, hefur verið gott. Samkomu- lag hefur hins vegar ekki náðst enn um hvað hver og einn á að greiða fyr- ir notkun kerfisins samfara aukinni útbreiðslu og þjónustu.“ Segir Jón að Tetra Ísland hafi á síðasta ári tilkynnt notendum fjar- skiptakerfisins að þjónusta félagsins yrði skert hinn 15. júlí 2003 niður í það sem samningur félagsins segir til um. „Áður en til skerðingarinnar átti að koma óskaði dómsmálaráðuneytið eftir fundi með stjórn Tetra Ísland. Þá var tekin ákvörðun um að hefja sameiginlega úttekt á því hvað þurfi að koma til til þess að tryggja þjón- ustu félagsins til framtíðar.“ Jón seg- ist ekki geta tjáð sig um hvað átt hafi við þegar sagt var í svari við spurn- ingum í stjórn Orkuveitunnar um stöðu fyrirtækisins í ágúst sl., að kominn væri á friður um starfsem- ina. „Það var hins vegar komið á sam- starf við ríkið um að endurskoða rekstur, efnahag og tekjustofna fé- lagsins. Þann annan september var gerð viljayfirlýsing þar sem tekin var sameiginleg ákvörðun um að fá utanaðkomandi ráðgjafa til að fara yfir stöðu mála og gera tillögur að framtíðarskipan þjónustunnar. Staða mála kemur fram í skýrslunni og verið er að vinna eftir henni. Vandamálið í dag er hins vegar það að ekki hefur enn tekist að semja um skuldir og endurfjármögnun félags- ins. Hér hefur því ekki verið um að ræða nokkrar rangfærslur eða mis- vísandi upplýsingar frá stjórn eða stjórnendum félagsins,“ segir Jón. Tetra Ísland enn í við- ræðum við lánardrottna Deilt um upplýsingagjöf til stjórnar Orkuveitunnar Alfreð Þorsteinsson Guðlaugur Þór Þórðarson Í NÝGERÐUM kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og verka- lýðsfélaganna sem mynda Flóa- bandalagið við Samtök atvinnulífsins er byggt á þeirri meginforsendu að verðlag þróist í samræmi við verð- bólgumarkmið Seðlabankans (þ.e. 2,5% verðbólga) og að launastefna og kostnaðarhækkanir sem felast í samningnum verði almennt stefnu- markandi fyrir aðra samningsgerð á vinnumarkaði. Efnahagslegur stöðugleiki og jafnvægi á vinnumarkaði Í 23. grein samningsins um samn- ingsforsendur segir: „Markmið aðila með samningi þessu er að stuðla að efnahagsleg- um stöðugleika og jafnvægi á vinnumarkaði, sem hvort er grundvöllur uppbyggingar og fjölgunar starfa. Í samræmi við þessi markmið hvílir samningur þessi á eftirfarandi forsendum: Að verðlag þróist í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabanka Ís- lands. 2. Að sú launastefna og þær kostn- aðarhækkanir sem í samningnum felast verði almennt stefnumark- andi fyrir aðra samningagerð á vinnumarkaði. Fari svo á samningstímanum að ofangreindar forsendur bregðist geta aðilar að samningnum skotið málinu til sérstakrar forsendu- nefndar sem sett verður á fót til að stuðla að framgangi markmiða samningsins og festa forsendur hans í sessi. Forsendunefndin skal skipuð tveimur fulltrúum tilnefndum af ASÍ og tveimur af SA og skal hún þegar taka til starfa. Verkefni hennar er að meta hvort ofan- greindar forsendur standist og markmið náist. Nefndin skal jafn- fram leita eftir samstarfi við stjórnvöld um það að fylgjast með þróun sem ógnað geti forsendum samningsins og eftir atvikum setja fram tillögur um viðbrögð þar sem við á. Nefndin skal taka samningsfor- sendurnarnar til sérstakrar skoð- unar fyrir 15. nóvember árin 2005 og 2006. Komist nefndin að þeirri niðurstöðu að marktækt frávik hafi orðið frá annarri eða báðum ofangreindra forsendra getur ann- að tveggja gerst. Ef samkomulag næst í nefndinni um viðbrögð get- ur hún úrskurðað að samningurinn haldi gildi sínu, að teknu tilliti til niðurstöðu nefndarinnar. Ef ekki næst samkomulag um viðbrögð er samningurinn uppsegjanlegur af hálfu samningsaðila. Uppsögn skal ákveða fyrir 10. desember og telst samningurinn þá vera laus frá næstu áramótum að telja.“ Verðbólga innan settra marka Í YFIRLÝSINGU ríkisstjórnar- innar vegna kjarasamninganna segir að ríkisstjórnin sé reiðubúin að taka upp viðræður við sérstaka lífeyrisnefnd sem SA og ASÍ hygg- ist koma á fót. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir þennan lið í reynd vera gal- opinn. Menn hafi lengi talið það þarft að menn settust yfir hlut- verkaskipti sem séu hjá lífeyris- sjóðum og almannatryggingum. „Menn eru í aðalatriðum á byrjun- arreit þarna og okkar megin frá koma menn opnir að þessu.“ Grétar segir að líta megi á þetta sem þátt í ósk verkalýðs- hreyfingarinnar um jöfnun lífeyr- isréttinda. Spurður um skattalækkanir segir Grétar það vera sjálfstætt mál og þær hafi ekki verið til umræðu. „Í aðdraganda kosninga frá stjórnarflokkunum og reyndar í stjórnarsáttmála eru þau mál og þau loforð,“ segir Grétar. Hlutverkaskipti lífeyrissjóða og TR „Menn eru í aðalatriðum á byrjunarreit þarna“ GREININGARDEILDIR Íslands- banka, Landsbanka og KB banka eru sammála um að lengd samnings- tímabilsins, fjögur ár, sé jákvæð og segja að nú hafi óvissu á vinnumark- aði verið eytt næstu fjögur árin. Íslandsbanki segir að þrátt fyrir ofangreint geti margt átt sér stað á næstu fjórum árum sem ógnað geti verðbólgumarkmiði Seðlabankans og þar með samningunum. í Morgunkorni Íslandsbanka er bent á að mikill kostnaðarauki fyrir atvinnulífið sé innifalinn í samning- unum sem sé til þess fallið að auka verðbólgu. Sterk krafa um hagræðingu Sérfræðingar á greiningardeild KB banka segja að nokkurs léttis virðist gæta á fjármálamörkuðum með undirskriftina. Bankinn segir að með undirskrift kjarasamninganna hafi Samtök atvinnurekanda játast undir sterka kröfu um hagræðingu á næstu 4 árum. Greiningardeild Landsbankans telur að samningarnir séu viðunandi og ógni ekki efnahagslegum stöðug- leika á næstu árum. Þá segir bankinn að gæta verði að því að stefna ekki fjármálum hins opinbera í hættu á næstu árum. Óvissu á vinnumark- aði eytt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.