Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    29123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 21 Magnús Emilsson, löggiltur fasteignasali, Bæjarhrauni 10, Hafnarfirði HRÍSMÓAR - 4RA HERB. MEÐ BÍLSKÚR Vorum að fá í einkasölu á þessum frábæra útsýnisstað mjög góða 4ra herbergja íbúð á annarri hæð í góðu litlu fjöl- býli ásamt góðum bílskúr, samtals 150 fm. Þrjú herb. Gott útsýni. Rúmgóður bílskúr. Stutt í alla þjónustu. Verð 18,9 millj. 55073 Dagskrá: Kl.: 10:00 Fundargögn afhent Kl.: 10:15 Setning námskeiðsins Kl.: 10:30 Viðskiptaáætlanir Bjarni P. Hjarðar - Ferðamálasetur Íslands Kl.: 11:30 Fjárhags- og rekstraráætlanir Guðni Gunnarsson - Deloitte Kl.: 12:30 Matarhlé Kl.: 13:30 Fjármögnun og bankaviðskipti Þorkell L. Steinsson - Landsbanki Íslands Kl.: 14:30 Kaffihlé Kl.: 15:00 Bókhald og notkun þess Guðni Gunnarsson - Deloitte Kl.: 16:00 Námskeiðslok Námskeiðsgjald kr.: 2.500 Innifalið: Fyrirlestrar, námskeiðsgögn í möppu og léttur málsverður. Ferðamálasamtök Íslands standa fyrir námskeiðum í áætlanagerð og fjármála- stjórnun fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi-eystra. Námskeiðin verða haldin fimmtudaginn 11. mars á Hótel KEA Akureyri og föstudaginn 12. mars í Hvala- miðstöðinni á Húsavík. Námskeiðin eru skipulögð fyrir fulltrúa ferðaþjónustufyrirtækja, sveitastjórnarmenn og einstaklinga sem áhuga hafa fyrir málefninu. Þátttakendur hafi samband við Ásbjörn Björgvinsson hjá Ferðamálsamtökum Norðurlands-eystra, s: 891 9820, netfang: icewhale@centrum.is Bætt arðsemi af ferðaþjónustu Námskeið í áætlanagerð og fjármálastjórnun Samstarfsaðilar Samgönguráðuneytið NÝBYGGING við Amtsbókasafnið og Héraðsskjalasafnið var tekin í notkun við hátíðlega athöfn nú um helgina að viðstöddu fjölmenni. Hús- ið er 1.442 fermetrar að stærð og kemur til viðbótar eldra húsnæði, sem er um 1.150 fermetrar. Húsið er að hluta til tvær hæðir og að hluta geymsla á þremur hæðum. Á jarð- hæðinni er afgreiðsla Amts- bókasafns, lestrarsalur, hand- bókakostur og hluti útlánagagna, barnadeild er á annarri hæð sem og útlánadeild. Héraðsskjalasafnið er á þriðju hæð nýbyggingar. Jakob Björnsson, formaður bæjarráðs, lýsti „björtum og rúmgóðum húsa- kynnum“ safnanna, eins og hann orðaði það, „þar sem dýrmætur menningararfur bæjarins er geymd- ur, saga Akureyrar og héraðsins alls“. Erfitt og auðvelt í senn Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti á hátíðarfundi á 125 ára af- mæli bæjarins að byggja við söfnin og fram fór samkeppni um hönnun þess í kjölfarið sem Guðmundur Jónsson arkitek í Noregi vann. Síðan eru liðin 17 ár, en Guðmundur sagði við vígslu byggingarinnar ákaflega gleðilegt að þessum áfanga væri nú náð. Hann sagði verkið í senn hafa verið erfitt og auðvelt. Erfitt vegna þess hve bygging Gunnlaugs Halldórssonar sem fyrir var er góð, en auðvelt vegna skilmerkilegra reglna bygg- ingarinnar sem hægt var að fylgja. Ummæli dómnefndar um tillögu Guðmundar var á þá leið að hún sameinaði núverandi hús og nýbygg- ingu í listræna heild án þess að nú- verandi hús glataði nokkru af sér- kennum sínum. Akbraut út á upplýsinga- hraðbrautina Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri gat þess í ræðu sinni að það mark- mið hefði verið sett að íbúar á Stór-Akureyrarsvæðinu yrðu orðnir 30.000 fyrir árið 2020 „og við vitum að hér gegnir Amtsbókasafnið lykilhlutverki. Því menntun, menn- ing og þjónustuþættir sveitarfélaga ráða miklu um það hvar fólk vill búa. Bókasöfn hafa gjarnan verið kölluð háskóli alþýðunnar en í nútíma- samfélagi þjóna þau ekki síður hlut- verki eins konar akbrautar út á upp- lýsingahraðbrautina og opna íbúum sveitarfélagsins greiða leið að nú- tímanum. Um leið gera þau okkur kleift að standa betur að vígi í sam- keppni um fólk við önnur sveit- arfélög í veröldinni,“ sagði bæj- arstjóri. Hann nefndi einnig að mikið væri nú rætt um virkjanir og verklegar stórframkvæmdir á Íslandi. Í því ljósi má líta svo á að Amts- bókasafnið á Akureyri sé andans orkuver. Það er ódýr og hreinn virkjunarkostur sem gerir hið besta úr þeim mannauði sem í þjóðinni býr. Bókasafnið eykur lífsgæðin, styrkir lýðræðið, eflir andann, bætir frítímann og er því í kraftmiklum samhljómi við kjörorð bæjarins – Akureyri, öll lífsins gæði.“ Við athöfnina fluttu einnig ávörp þau Karitas H. Gunnarsdóttir, fulltrúi menntamálaráðuneytis, og Eiríkur Guðmundsson, sviðsstjóri Þjóðskjalasafnsins, og luku bæði lofsorði á glæsilega byggingu og hversu vel væri nú búið að söfn- unum. Þá flutti sönghópurinn Hymnodia nokkur lög og Þráinn Karlsson las ljóð. Amtsbókasafnið á sér langa sögu, var stofnað árið 1927 af Grími Jóns- syni, amtmanni á Möðruvöllum, og er það í hópi elstu stofnana landsins. Héraðsskjalasafnið hóf starfsemi ár- ið 1969. Heildarkostnaður við fram- kvæmdir er um 580 milljónir króna, þar af 375 milljónir vegna nýbygg- ingar, en eldra húsnæði var einnig endurbætt umtalsvert. Aðalverktaki var SS Byggir, en að auki lögðu alls 7 undirverktakar hönd á plóginn. Geysileg örtröð var á bókasafninu í gær og greinilegt að bæjarbúar voru orðnir „bókþyrstir,“ eins og Hólmkell Hreinsson amts- bókavörður orðaði það, en söfnin hafa verið lokuð í rúman mánuð á meðan lokasprettur framkvæmda stóð yfir. Ný húsakynni Amtsbókasafns og Héraðsskjalasafns tekin í notkun að viðstöddu fjölmenni Andans orkuver Blóm fyrir gott starf: Magnús Garðarsson byggingaeftirlitsmaður, Sig- urður Sigurðsson, forstjóri SS-Byggis, og Guðmundur Jónsson arkitekt. Lukkuleg: Aðalbjörg Sigmars- dóttir, forstöðumaður Héraðs- skjalasafns, og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður taka við blóm- vendi og lykli úr hendi Jakobs Björnssonar, formanns bæjarráðs. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bjart og rúmgott: Fjölmenni var við vígslu nýrra húsakynna Amtsbókasafnsins og Héraðsskjalasafnsins. Eignarréttarákvæði | Guðrún Gauksdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, flytur fyr- irlestur á Lögfræðitorgi í dag, þriðjudaginn 9. mars, kl. 16.30 í Þingvallastræti 23, stofu 14. Hann nefnist „Eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar – eru breyt- ingar í vændum?“ Í erindi sínu mun Guðrún fyrst og fremst leita svara við því hvaða þýðingu fyrirkomulag verndar eignarréttar í sáttmálanum hefur fyrir skýringu á eignarréttarákvæði íslensku stjórnarskrárinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 68. tölublað (09.03.2004)
https://timarit.is/issue/252804

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

68. tölublað (09.03.2004)

Aðgerðir: