Morgunblaðið - 09.03.2004, Side 21

Morgunblaðið - 09.03.2004, Side 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 21 Magnús Emilsson, löggiltur fasteignasali, Bæjarhrauni 10, Hafnarfirði HRÍSMÓAR - 4RA HERB. MEÐ BÍLSKÚR Vorum að fá í einkasölu á þessum frábæra útsýnisstað mjög góða 4ra herbergja íbúð á annarri hæð í góðu litlu fjöl- býli ásamt góðum bílskúr, samtals 150 fm. Þrjú herb. Gott útsýni. Rúmgóður bílskúr. Stutt í alla þjónustu. Verð 18,9 millj. 55073 Dagskrá: Kl.: 10:00 Fundargögn afhent Kl.: 10:15 Setning námskeiðsins Kl.: 10:30 Viðskiptaáætlanir Bjarni P. Hjarðar - Ferðamálasetur Íslands Kl.: 11:30 Fjárhags- og rekstraráætlanir Guðni Gunnarsson - Deloitte Kl.: 12:30 Matarhlé Kl.: 13:30 Fjármögnun og bankaviðskipti Þorkell L. Steinsson - Landsbanki Íslands Kl.: 14:30 Kaffihlé Kl.: 15:00 Bókhald og notkun þess Guðni Gunnarsson - Deloitte Kl.: 16:00 Námskeiðslok Námskeiðsgjald kr.: 2.500 Innifalið: Fyrirlestrar, námskeiðsgögn í möppu og léttur málsverður. Ferðamálasamtök Íslands standa fyrir námskeiðum í áætlanagerð og fjármála- stjórnun fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi-eystra. Námskeiðin verða haldin fimmtudaginn 11. mars á Hótel KEA Akureyri og föstudaginn 12. mars í Hvala- miðstöðinni á Húsavík. Námskeiðin eru skipulögð fyrir fulltrúa ferðaþjónustufyrirtækja, sveitastjórnarmenn og einstaklinga sem áhuga hafa fyrir málefninu. Þátttakendur hafi samband við Ásbjörn Björgvinsson hjá Ferðamálsamtökum Norðurlands-eystra, s: 891 9820, netfang: icewhale@centrum.is Bætt arðsemi af ferðaþjónustu Námskeið í áætlanagerð og fjármálastjórnun Samstarfsaðilar Samgönguráðuneytið NÝBYGGING við Amtsbókasafnið og Héraðsskjalasafnið var tekin í notkun við hátíðlega athöfn nú um helgina að viðstöddu fjölmenni. Hús- ið er 1.442 fermetrar að stærð og kemur til viðbótar eldra húsnæði, sem er um 1.150 fermetrar. Húsið er að hluta til tvær hæðir og að hluta geymsla á þremur hæðum. Á jarð- hæðinni er afgreiðsla Amts- bókasafns, lestrarsalur, hand- bókakostur og hluti útlánagagna, barnadeild er á annarri hæð sem og útlánadeild. Héraðsskjalasafnið er á þriðju hæð nýbyggingar. Jakob Björnsson, formaður bæjarráðs, lýsti „björtum og rúmgóðum húsa- kynnum“ safnanna, eins og hann orðaði það, „þar sem dýrmætur menningararfur bæjarins er geymd- ur, saga Akureyrar og héraðsins alls“. Erfitt og auðvelt í senn Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti á hátíðarfundi á 125 ára af- mæli bæjarins að byggja við söfnin og fram fór samkeppni um hönnun þess í kjölfarið sem Guðmundur Jónsson arkitek í Noregi vann. Síðan eru liðin 17 ár, en Guðmundur sagði við vígslu byggingarinnar ákaflega gleðilegt að þessum áfanga væri nú náð. Hann sagði verkið í senn hafa verið erfitt og auðvelt. Erfitt vegna þess hve bygging Gunnlaugs Halldórssonar sem fyrir var er góð, en auðvelt vegna skilmerkilegra reglna bygg- ingarinnar sem hægt var að fylgja. Ummæli dómnefndar um tillögu Guðmundar var á þá leið að hún sameinaði núverandi hús og nýbygg- ingu í listræna heild án þess að nú- verandi hús glataði nokkru af sér- kennum sínum. Akbraut út á upplýsinga- hraðbrautina Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri gat þess í ræðu sinni að það mark- mið hefði verið sett að íbúar á Stór-Akureyrarsvæðinu yrðu orðnir 30.000 fyrir árið 2020 „og við vitum að hér gegnir Amtsbókasafnið lykilhlutverki. Því menntun, menn- ing og þjónustuþættir sveitarfélaga ráða miklu um það hvar fólk vill búa. Bókasöfn hafa gjarnan verið kölluð háskóli alþýðunnar en í nútíma- samfélagi þjóna þau ekki síður hlut- verki eins konar akbrautar út á upp- lýsingahraðbrautina og opna íbúum sveitarfélagsins greiða leið að nú- tímanum. Um leið gera þau okkur kleift að standa betur að vígi í sam- keppni um fólk við önnur sveit- arfélög í veröldinni,“ sagði bæj- arstjóri. Hann nefndi einnig að mikið væri nú rætt um virkjanir og verklegar stórframkvæmdir á Íslandi. Í því ljósi má líta svo á að Amts- bókasafnið á Akureyri sé andans orkuver. Það er ódýr og hreinn virkjunarkostur sem gerir hið besta úr þeim mannauði sem í þjóðinni býr. Bókasafnið eykur lífsgæðin, styrkir lýðræðið, eflir andann, bætir frítímann og er því í kraftmiklum samhljómi við kjörorð bæjarins – Akureyri, öll lífsins gæði.“ Við athöfnina fluttu einnig ávörp þau Karitas H. Gunnarsdóttir, fulltrúi menntamálaráðuneytis, og Eiríkur Guðmundsson, sviðsstjóri Þjóðskjalasafnsins, og luku bæði lofsorði á glæsilega byggingu og hversu vel væri nú búið að söfn- unum. Þá flutti sönghópurinn Hymnodia nokkur lög og Þráinn Karlsson las ljóð. Amtsbókasafnið á sér langa sögu, var stofnað árið 1927 af Grími Jóns- syni, amtmanni á Möðruvöllum, og er það í hópi elstu stofnana landsins. Héraðsskjalasafnið hóf starfsemi ár- ið 1969. Heildarkostnaður við fram- kvæmdir er um 580 milljónir króna, þar af 375 milljónir vegna nýbygg- ingar, en eldra húsnæði var einnig endurbætt umtalsvert. Aðalverktaki var SS Byggir, en að auki lögðu alls 7 undirverktakar hönd á plóginn. Geysileg örtröð var á bókasafninu í gær og greinilegt að bæjarbúar voru orðnir „bókþyrstir,“ eins og Hólmkell Hreinsson amts- bókavörður orðaði það, en söfnin hafa verið lokuð í rúman mánuð á meðan lokasprettur framkvæmda stóð yfir. Ný húsakynni Amtsbókasafns og Héraðsskjalasafns tekin í notkun að viðstöddu fjölmenni Andans orkuver Blóm fyrir gott starf: Magnús Garðarsson byggingaeftirlitsmaður, Sig- urður Sigurðsson, forstjóri SS-Byggis, og Guðmundur Jónsson arkitekt. Lukkuleg: Aðalbjörg Sigmars- dóttir, forstöðumaður Héraðs- skjalasafns, og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður taka við blóm- vendi og lykli úr hendi Jakobs Björnssonar, formanns bæjarráðs. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bjart og rúmgott: Fjölmenni var við vígslu nýrra húsakynna Amtsbókasafnsins og Héraðsskjalasafnsins. Eignarréttarákvæði | Guðrún Gauksdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, flytur fyr- irlestur á Lögfræðitorgi í dag, þriðjudaginn 9. mars, kl. 16.30 í Þingvallastræti 23, stofu 14. Hann nefnist „Eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar – eru breyt- ingar í vændum?“ Í erindi sínu mun Guðrún fyrst og fremst leita svara við því hvaða þýðingu fyrirkomulag verndar eignarréttar í sáttmálanum hefur fyrir skýringu á eignarréttarákvæði íslensku stjórnarskrárinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.