Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 50
ÍÞRÓTTIR
50 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
LEIKMENN enska knattspyrnufélagsins Leic-
ester, þeir Paul Dickov, Keith Gillespie og Frank
Sinclair, voru áfram í varðhaldi á Spáni í nótt en
lögfræðingum þeirra tókst ekki að fá þá leysta
úr haldi gegn tryggingu í gær. Dómarinn sem
fer með mál þeirra hefur ekki upplýst við fjöl-
miðla hvenær von sé á úrskurði um framhald
málsins en þeir eru sakaðir um kynferðislega
árás á þrjár þýskar konur á La Manga fyrir
rúmri viku. Micky Adams, knattspyrnustjóri
Leicester, sagði í gær að hann myndi halda
áfram starfi sínu, enda þótt hann hefði hugleitt
að segja því lausu. „Þremenningarnir eru sak-
lausir, ég er sannfærður um það, en ljóst er að
örfáir einstaklingar úr okkar hópi brugðust fé-
laginu með óhóflegri áfengisdrykkju innan við
sólarhring áður en þeir áttu að mæta á æfingu.
Mín sekt er líklega sú að hafa ekki sett á þá út-
göngubann,“ sagði Adams, sem ræddi við fjöl-
miðla í gær í fyrsta skipti eftir að málið kom upp.
Áfram á bak
við lás og slá
SILJA Úlfarsdóttir, hlaupakona úr FH, fær met-
hlaup sitt í 200 m hlaupi innanhúss, 23,89 sek-
úndur, ekki staðfest sem Íslandsmet. Ástæðan er
sú að brautin sem Silja hljóp á og setti metið á
síðasta laugardag í Ames í Iowa er 300 metra
langur (oversized) hringur en ekki 200 metrar
eins og löglegar innanhússbrautir eru. Íslands-
metið sem Silja setti í lok síðasta mánaðar í 200
m hlaupi innanhúss, 23,96 sek., stendur því enn
óhaggað. Víða í Bandaríkjunum fara innanhúss
mót fram á 300 metra hringbrautum. Árangur
Silju í 200 m hlaupi nægði henni ekki til þess að
öðlast keppnisrétt í 200 m hlaupi á bandaríska
háskólameistaramótinu í frjálsíþróttum innan-
húss sem fram fer um næstu helgi í Fayetteville í
Arkansas.
Eigi að síður heldur Silja til mótsins og keppir
í 4x400 m boðhlaupi með stöllum sínum í Clem-
son. Þetta verður í fyrsta sinn sem Silja tekur
þátt í mótinu.
Met Silju ekki
viðurkennt
ÓLAFUR Ingi Skúlason, knattspyrnumaður hjá
Arsenal, segir ekki loku fyrir það skotið að hann
leiki með Fylkismönnum í sumar. Samningur
Ólafs við Arsenal rennur út í sumar og er fram-
tíð hans óljós á þessari stundu. „Það er ekki
komið í ljós ennþá hvort mér verður boðinn nýr
samningur hjá Arsenal en líklega skýrast þau
mál fljótlega. Ég hef aðeins rætt við félaga mína
í Árbænum og það er svo sem alveg inni í mynd-
inni að ég komi heim og spili með Fylki í sumar
ef ekkert annað kemur upp. Það er því allt opið
hjá mér sem stendur en ég er alveg rólegur yfir
þessu öllu saman og einbeiti mér bara að því að
spila með varaliðinu,“ sagði Ólafur Ingi við
Morgunblaðið í gær en hann átti gott tímabil
með Árbæjarliðinu á síðustu leiktíð og var út-
nefndur efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins.
Ólafur Ingi leikur í kvöld með varaliði Arsenal
gegn Fulham, en Ólafur hefur leikið sem mið-
vörður í undanförnum leikjum.
Ólafur Ingi með
Fylki í sumar?
MARK O’Meara sigraði á Dubai
golfmótinu á evrópsku mótaröðinni
sem lauk á sunnudaginn, en hinn 47
ára gamli O’Meara hafði ekki sigr-
að á golfmóti frá því að hann vann
Opna breska mótið árið 1998 en
hann vann einnig Mastersmótið það
ár.
O’Meara lauk leik á 17 höggum
undir pari eftir skemmtilega
rimmu við Írann Paul McGinley
sem endaði á 16 höggum undir pari.
Fyrir sigurinn fékk O’Meara rúm-
lega 23 millj. kr.
Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els
varð þriðji ásamt David Howell frá
Englandi. Tiger Woods frá Banda-
ríkjunum fékk tvo skolla á síðustu
níu holum dagsins og endaði á 12
höggum undir pari. Woods fékk
þrjá fugla á fyrstu fimm holum
dagsins og virtist vera líklegur til
afreka en náði ekki að halda áfram
á sömu braut þrátt fyrir að hafa
fengið örn (-2) á þeirri 10. Á þeim
tíma var Woods þremur höggum á
eftir vini sínum O’Meara.
Mark O’Meara var fyrir mótið í
Dubai í 200. sæti á heimslistanum í
golfi og var í vafa um hvort hann
gæti tekið þátt vegna meiðsla í
baki. Það má segja að O’Meara hafi
gert út um mótið er hann fékk þrjá
fugla í röð, á 3.,4. og 5. holu.
Paul McGinley, hetja Ryderliðs
Evrópu árið 2002, hefur ekki unnið
mót á s.l. þremur árum en mun fær-
ast ofar á heimslistanum eftir
ágæta daga í Dubai. McGinley von-
ast til þess að verða í Ryderliðinu á
ný í september.
„Þessi sigur er fyrir alla „gömlu“
kylfingana,“ sagði O’Meara við
verðlaunaafhendinguna en hann
hefur unnið 28 mót á ferli sínum
sem atvinnumaður og er sjötti elsti
kylfingurinn sem sigrar á Evrópu-
mótaröðinni. „Það er langt síðan ég
vann mót þar sem svo margir góðir
kylfingar taka þátt. Tiger og Ernie
léku vel en baráttan við McGinley
var skemmtileg og ég er fullur
sjálfstrausts eftir þetta mót. Ég get
þetta ennþá,“ sagði O’Meara.
Sex ára bið kylfingsins
O’Meara lauk í Dubai
HRAFNHILDUR Skúladóttir
skoraði 8 mörk fyrir Tvis/Holstebro,
Hanna G. Stefánsdóttir 5, Inga
Fríða Tryggvadóttir 2 og Kristín
Guðmundsdóttir 1 þegar lið þeirra
sigraði Gödvad á útivelli, 34:30, í
vesturriðli dönsku 1. deildarinnar í
handknattleik á sunnudaginn. Tvis/
Holstebro er í þriðja sæti í riðlinum.
DAGNÝ Skúladóttir, systir
Hrafnhildar, skoraði þrjú mörk fyrir
TV Lützellinden í þýsku 1. deildinni
í handknattleik þegar liðið vann TV
Mainzlar, 35:30, á útivelli. TV Lütz-
ellinden er nú í 8. sæti af 12 liðum í
deildinni með 15 stig að loknum 17
umferðum.
ÍSAK Einarsson skoraði 8 stig er
lið hans Aalborg tapaði 102:106 í
dönsku úrvalsdeildinni í körfuknatt-
leik á laugardag. Ísak lék í 22. mín-
útur í leiknum, skoraði 2 þriggja
stiga körfur og hitti úr tveimur víta-
skotum. Aalborg vann aðeins einn
leik á leiktíðinni en deildarkeppninni
er nú lokið og átta efstu liðin leika í
úrslitakeppni sem hefst á næstunni.
SVEINN Margeirsson, hlaupari
úr UMSS, varð í 6. sæti á danska
meistaramótinu í víðavangshlaupi
sem háð var á sunnudag. Dennis
Jensen bar sigur úr býtum á 13,14
mínútum, 20 sekúndum á undan
Sveini. Hlaupið var 4,4 km langt og
var liður í undirbúningi Sveins fyrir
heimsmeistaramótið í víðavangs-
hlaupum sem fram fer eftir hálfan
mánuði í Belgíu. Kári Steinn Karls-
son, einnig úr UMSS, hljóp á 14,52
mínútum og varð í 49. sæti.
BBC valdi allt byrjunarlið Arsenal
í lið vikunnar en fréttamenn BBC
hrifust svo af frammistöðu liðsins
gegn Portsmouth að þeir gátu ekki
gert upp á milli leikmanna liðsins.
Þetta er í fyrsta skipti frá því BBC
hóf að velja lið vikunnar að allir leik-
mennirnir eru úr einu og sama lið-
inu.
NICOLAS Anelka segist ekki hafa
uppi nein áform um að yfirgefa Man-
chester City en orðrómur hefur ver-
ið í gangi um að Frakkinn ætli að róa
á önnur mið. „Ég er mjög ánægður
með veruna hjá Manchester City og
ég vil vera þar áfram,“ segir Anelka
sem hefur skorað 19 mörk fyrir liðið
á leiktíðinni.
REAL Madrid gæti þurft að leika
án þriggja lykilmanna í leiknum
gegn Bayern München í Meistara-
deildinni annað kvöld. Brasilíumenn-
irnir Roberto Carlos og Ronaldo
verða örugglega ekki með, Carlos
tekur út leikbann og Ronaldo meidd-
ist í deildarleik um helgina og verður
frá í í allt að tvær vikur. Gulldreng-
urinn Raúl er einnig tæpur vegna
ökklameiðsla. Hann gat ekki spilað
gegn Santander um nýliðna helgi og
gat heldur ekki æft í gær vegna
meiðslanna.
FÓLK
Mikil pressa er á ensku meist-urunum fyrir leikinn gegn
Porto á Old Trafford í kvöld en
frammistaða þeirra í fyrri leiknum í
Portúgal þótti afar slök. „Ég var afar
hissa að sjá hversu illa lið Man. Utd
spilaði gegn okkur. Ég hélt því
leyndu að sem krakki þá hélt ég með
Manchester United en ég var undr-
andi og að sjá til liðsins. Við yfirspil-
uðum það á löngum köflum,“ sagði
Benni McCarthy, suður-afríkski
framherjinn í liði Porto, við fréttavef
BBC en hann koraði bæði mörk
sinna manna í fyrri viðureign lið-
anna.
Roy Keane fyrirliði Manchester
United tekur út leikbann en góðu
fréttirnar fyrir Sir Alex Ferguson
eru þær að Frakkinn Mikael Silv-
estre er orðinn heill heilsu og hann
og Gary Neville munu líklega mynda
miðvarðarpar liðsins í kvöld.
„Líklega er þetta stærsti leikur
okkar á tímabilinu og sá mikilvæg-
asti og því vonast ég innilega eftir
því að stuðningsmenn okkar veiti
okkur mikinn stuðning. Old Trafford
hefur í gegnum tíðina verið mikil
ljónagryfja og sérstaklega í Evrópu-
keppninn og vonandi verður engin
breyting á því. Við ætlum okkur
áfram með hjálp okkar dyggu stuðn-
ingsmanna en það er alveg ljóst að
við þurfum að hafa fyrir hlutunum
því Porto er gott lið,“ segir Sir Alex
Ferguson sem leggur mikið traust á
Louis Saha og Ruud Van Nistelrooy
í leiknum í kvöld, Nistelrooy sjóð-
heitur eftir bikarleikinn við Fulham
og Saha ferskur en hann átti frí um
helgina.
Þó svo að Chelsea hafi eins marks
forskot á Stuttgart fyrir rimmu lið-
anna á Stamford Bridge í kvöld
skyldi enginn afskrifa Stuttgart og
sérstaklega í ljósi þess að Stuttgart
gerði sér lítið fyrir og lagði Dort-
mund á útivelli, 2:0, í þýsku Bundes-
ligunni um nýliðna helgi, og batt þar
með enda á mjög dapurt gengi en lið-
ið hafi aðeins unnið einn sigur í síð-
ustu 12 leikjum.
Gott veganesti
„Við gátum ekki beðið um betra
veganesti fyrir leikinn gegn Chelsea.
Leikmenn mínir þurfa á sjálfstrausti
að halda og við þennan sigur hlýtur
það að aukast. Ef liðið leikur eins og
það gerði á móti Dortmund er ég
sannfærður um að við getum valdið
Chelsea miklum áhyggjum,“ segir
Felix Magath, þjálfari Stuttgart.
Frank Lampard, miðjumaðurinn
sterki hjá Chelsea, hefur tekið stefn-
una á Evrópumeistaratitilinn en
hann telur að lið Chelsea hafi alveg
mannskap og getu til að fara alla leið.
„Við erum með í þessari keppni til
að vinna og ég held að við höfum al-
veg burði til þess. Eðlilega höfum við
beint spjótunum að Meistaradeild-
inni þar sem möguleikar okkar á að
vinna ensku deildina hafa minnkað,“
segir Lampard.
Rúmeninn Adrian Mutu og Írinn
Damien Duff eru tæpir í liði Chelsea
vegna meiðsla en fyrir utan þá eru
Veron, Emmanuel Petit og Mario
Stanic á sjúkralistanum. Eiður
Smári Guðjohnsen var hetja Lund-
únaliðsins í síðasta leik liðsins sem
var gegn Man. City og vonandi hefur
það tryggt honum sæti í byrjunarlið-
inu í kvöld.
Fjórir leikir fara fram í kvöld í meistaradeild Evrópu
Pressa á leik-
mönnum United
MANCHESTER United og Chelsea verða bæði í eldlínunni í 16 liða
úrslitum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. United tekur
á móti Porto á Old Trafford en Portúgalarnir höfðu betur í fyrri
leiknum, 2:1. Chelsea mætir Stuttgart á Stamford Bridge en Eiður
Smári Guðjohnsen og félagar hans unnu fyrri leikinn í Þýskalandi,
1:0, og eiga því góða möguleika á að komast áfram. Juventus, sem
tapaði í úrslitaleik fyrir AC Milan í fyrravor, fær Deportivo La Coruna
í heimsókn á Della Alpi en Spánverjarnir hrósuðu sigri í fyrri leikn-
um, 1:0. Í Frakklandi sækir Real Sociead lið Lyon heim en Frakk-
arnir eru í vænlegri stöðu eftir 1:0 sigur í fyrri leiknum.
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild kvenna
KR – Grindavík.................................... 64:62
Stig KR: Katie Wolfe 28, Hildur Sigurð-
ardóttir 19, Lilja Oddsdóttir 5, Tinna B.
Sigmundsdóttir 5, Halla M. Jóhannesdóttir
5, Guðrún A. Sigurðardóttir 2.
Stig Grindavíkur: Kesha Tardy 21, Ólöf H.
Pálsdóttir 13, Guðrún Ó. Guðmundsdóttir
9, Erna R. Magnúsdóttir 8, Petrúnella
Skúladóttir 5, Jovana L. Stefánsdóttir 4,
Sólveig H. Gunnlaugsdóttir 2.
Keflavík – Njarðvík............................. 95:54
Stig Keflavíkur: Erla Þorsteinsdóttir 17,
Anna María Sveinsdóttir 16, María B. Er-
lingsdóttir 13, Erla Reynisdóttir 12, Svava
Ó. Stefánsdóttir 11, Birna I. Valgarðsdóttir
8, Marín R. Karlsdóttir 7, Rannveig K.
Randversdóttir 6, Halldóra Andrésdóttir 3,
Bryndís Guðmundsdóttir 2.
Stig Njarðvíkur: Andrea Gaines 19, Auður
R. Jónsdóttir 13, Ingibjörg E. Vilbergs-
dóttir 10, Dianna B. Jónsdóttir 4, Eva Stef-
ánsdóttir 3, Guðrún Ó. Karlsdóttir 2, Sæ-
unn Sæmundsdóttir 2.
ÍR – ÍS ................................................... 32:76
Stig ÍR: Kristrún Sigurjónsdóttir 12,
Hrefna D. Gunnarsdóttir 8, Eva M. Grét-
arsdóttir 8, Sara S. Andrésdóttir 2, Bryndís
Bragadóttir 2.
Stig ÍS: Alda Leif Jónsdóttir 21, Guðríður
S. Bjarnadóttir 10, Casie Lowman 7, Guð-
rún S. Baldursdóttir 7, Svandís A. Sigurð-
ardóttir 6, Stella R. Kristjánsdóttir 6, Haf-
dís E. Helgadóttir 6, Jófríður
Halldórsdóttir 6, Hrafnhildur S. Kristjáns-
dóttir 5, Lovís A. Guðmundsdóttir 2.
Lokastaðan:
Keflavík 20 17 3 1641:1210 34
ÍS 20 13 7 1322:1152 26
KR 20 12 8 1347:1211 22
Grindavík 20 9 11 1307:1275 18
Njarðvík 20 7 13 1195:1415 14
ÍR 20 2 18 1074:1550 4
Keflavíkurstúlkur fengu deildarbikarinn
afhentan að leik loknum. Í úrslitakeppninni
mætast Keflavík – Grindavík og ÍS – KR.
ÍR fellur í 2. deild og Haukar koma í stað-
inn.
NBA-deildin
Úrslit í fyrrinótt:
Toronto – New Orleans........................ 84:76
Houston – Dallas ................................ 101:98
Washington – New York...................... 86:99
LA Lakers – New Jersey .................... 94:88
Orlando – Sacramento ....................... 90:107
Minnesota – Boston.............................. 77:80
Golden State – Memphis...................... 85:95
Seattle – Detroit ................................... 65:86
LA Clippers – Portland ....................... 91:71
Denver – Indiana................................ 94:103
ÚRSLIT