Morgunblaðið - 09.03.2004, Side 18

Morgunblaðið - 09.03.2004, Side 18
ERLENT 18 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hnakkstóll Eirberg hjálpartæki og heilbrigðisvörur Stórhöfða 25 • eirberg.is • 569 3100 Sex ár eru nú liðin síðan Hong Kong fór aftur undir kínverska stjórn. Hvernig myndir þú lýsa andrúmsloftinu í Hong Kong í dag? Andrúmsloftið í Hong Kong hef- ur verið afar sveiflukennt. Eftir fimm ára verðhjöðnun og hrun á eignaverði [e. loss in asset value] er orsakaðist af fjármálakreppunni í Asíu voru menn býsna veikir fyrir. Á síðasta ári varð bráðalungnabólg- unnar, SARS, síðan einnig vart sem þrýsti okkur alveg niður á botn. Við allt mótlætið gerðist það hins vegar að fólk uppgötvaði sinn innri styrk á ný. Íbúar Hong Kong gerðust virk- ari borgarar og sýndu m.a. vilja- styrk sinn í verki 1. júlí í fyrra þeg- ar þeir mótmæltu fyrirhuguðum breytingum á löggjöf um þjóðarör- yggismál. Þessi mótmæli mörkuðu þátta- skil því þarna áttaði fólk sig á þeim styrk sem býr í samheldni borg- aranna. Síðan þá hefur sjálfstraust Hong Kong-búa snúið aftur. Mótmælin snerust líka um óánægju fólks með vonda stjórnarhætti í Hong Kong þessi undanfarin sex ár. Stjórnvöld í Peking hafa reynt að hjálpa efna- hagnum með því að skapa aðstæður til þess að fleiri ferðamenn gætu komið til Hong Kong, skapa Hong Kong stöðu sem miðstöð ýmissa viðskipta og með því að bæta aðstæður til að stunda verslun. Umræður um pólitískar umbætur hafa hins vegar ekki enn verið leiddar til lykta. Hversu ánægðir eru íbúarnir með Tung Chee-hwa, æðsta embættismann Hong Kong [sem starfar sem eins konar ríkisstjóri í umboði stjórnvalda í Peking]? Þeir eru afar óánægðir með störf hans. Við létum gera fyrir okkur skýrslu um stjórnartíð hans í október 2003 og hún liggur nú fyrir og má nálgast hana á www.civic-exchange.org. Stjórnmálaskýrendur fullyrða að ráðamenn í Taívan fylgist grannt með þróun mála í Hong Kong. Hvaða mat leggur þú á þróunina? Það er rétt að Taívan fylgist grannt með Hong Kong. Báðir staðir tilheyra Stór-Kína eins og það er skilgreint. Stjórnvöld í Taívan hafa ítrekað lýst þeirri skoðun að stefna kínverskra ráðamanna um „eitt land, tvö stjórnkerfi“ gangi ekki upp og síðustu tvö árin hafa þeir getað bent á ýmislegt sem gefur til kynna að þetta mat þeirra sé rétt. Getur hugmyndin um „eitt land, tvö stjórnkerfi“ í raun leitt af sér sameiningu alls Kína? Við búum núna við kerfi sem get- ur virkað að því leytinu til að einn hluti landsins ræður eigin málum að mestu sjálfur. Það blasir hins vegar ekki endilega við að það pólitíska kerfi sem Peking-stjórnin hafði upphaflega í huga geti virkað ýkja vel þegar til lengri tíma er litið. Það kerfi er byggt á því að haldnar séu þingkosningar sem þó skila ekki því að valið sé um nýja ráðamenn [enda æðsti embættismaðurinn í Hong Kong skipaður beint af stjórnvöld- um í Peking]. Það kerfi byggist á kosningakerfi vegna stöðu æðstu ráðamanna sem aðeins örfáir fá að taka þátt í – en þannig kerfi telur mikill meirihluti íbúa Hong Kong bæði óréttlátt og ósanngjarnt. Kerfið byggist hins vegar einnig á því að fleiri og fleiri þingmenn séu kjörnir í beinum kosningum – í september 2004 verður staðan orðin sú að helmingur þeirra mun verða kosinn þannig. Í núverandi kerfi eru því innbyggðir þættir sem kunna að leiða til þess að það brenni yfir á nokkrum árum. Þetta er ástæða þess að nú er mikið rætt um umbætur og það sem fyrst. Þú stofnaðir sjálfstæða hugveitu, Civic exchange, árið 2000. Hvaða hlutverk leikur hún í hinni póli- tísku umræðu og í opinberu lífi í Hong Kong? Eitt af okkar hlutverkum er að þróa samræðuvett- vang fyrir borgarana þannig að þeir geti tjáð sig um mikilvæg málefni á meðan þau eru á stefnumót- unarstiginu. Við erum stærst þeirra samtaka sem sinna slíku hlutverki í Hong Kong þó að við séum ekki virk á öllum sviðum stefnumótunar. Hafa ber í huga í þessu sambandi að við erum hug- veita [e. think tank] en ekki þrýstihópur. Hver er þín eigin sýn á framtíð Hong Kong? Ég trúi því staðfastlega að við getum þróað hjá okk- ur lýðræðislegt samfélag. Fyrir því hef ég barist síðan snemma á níunda áratugnum – ég hef aldrei séð jafn- marga hafa raunverulegan áhuga á því að taka þátt í umræðu um umbætur og einmitt nú og því er ég býsna bjartsýn. Spurt og svarað | Christine Loh Erum búin að endur- heimta sjálfstraustið Christine Loh var þingmaður á sjálfstjórnarþingi Hong Kong 1992–2000 en þá stofnaði hún sjálfstæða hugveitu, Civic Exchange. Hún er vel þekkt í Hong Kong vegna starfa sinna á pólitískum vettvangi og í fjöl- miðlum og hún stendur framarlega í þeirri sveit manna sem vill pólitísk- ar umbætur í Hong Kong. Loh svaraði spurningum Morgunblaðsins. Christine Loh ’ Í núverandi kerfieru því innbyggðir þættir sem kunna að leiða til þess að það brenni yfir á nokkrum árum. ‘ Davíð Logi Sigurðsson david@mbl.is ALÞJÓÐLEGI kvennadagurinn var í gær og voru víða uppi miklar heitstrengingar um að bæta hlut- skipti þeirra. Í Asíu var áherslan á heimilisofbeldi og annað ofbeldi gagnvart konum og börnum. Gloria Arroyo, forseti Filipps- eyja, undirritaði í gær ný lög, sem kveða á um hörð viðurlög við heim- ilisofbeldi og sams konar lög bíða undirritunar í Indónesíu. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna vöktu hins vegar athygli á því, að í Asíu fjölg- aði alnæmissmituðum konum dag frá degi enda væri svo komið, að fátt ógnaði heilsu þeirra meira en að ganga í hjónaband. Sjúkdóminn fengju þær frá eiginmönnunum, sem færu sínu fram í kynferðismál- um, jafnt eftir sem fyrir giftingu. Íranski Nóbelsverðlaunahafinn Shirin Ebadi sagði í gær, að kon- urnar gætu breytt írönsku sam- félagi enda væri barátta þeirra fyr- ir jafnrétti einnig barátta fyrir lýðræði. Klerkastjórnin í landinu virðist hins vegar vera á öðru máli því í gær sagði hún fyrirhugaða göngu kvennasamtaka ólöglega. Misrétti í Svíþjóð Þótt jafnrétti kynjanna sé óvíða meira en í Svíþjóð, kemur það samt fram í könnun meðal sænskra þingkvenna, sem eru 158 af 349 þingmönnum alls, að sex af hverj- um 10 þeirra telja sig hafa orðið fyrir misrétti. Felst það oftast í því, að þeim er ekki sýnd sama virðing og körlunum eða þá, að gengið er framhjá þeim þegar skip- að er í valdastöður. Carlo Azeglio Ciampi, forseti Ítalíu, lagði einnig sitt af mörkum á Alþjóðakvennadeginum í gær og skoraði á ítalskar konur að eiga fleiri börn. „Tómar vöggur er mesta vanda- mál þessarar þjóðar,“ sagði forset- inn. Reuters Þessar óperusöngkonur tóku þátt í hátíðahöldunum í Taipei í tilefni af Al- þjóðakvennadeginum. Á Taívan er jafnan mikið um að vera á þessum degi. Hlutskipti kvenna rætt um allan heim Hjónabandið er sérstakur heilsu- farsvoði fyrir asískar konur Hong Kong, Róm. AFP. EIN af hverjum átta fuglategundum heimsins er í útrýmingarhættu, einkum vegna óheftrar útbreiðslu landbúnaðar og rányrkju skóga, sér- staklega í hitabeltinu. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar skýrslu um ástand fuglalífs heimsins, sem gefin er út á vegum samtakanna Birdlife International. Segir þar að 1.211 teg- undir fugla séu í útrýmingarhættu, þar af 179 í bráðri hættu og 344 í mikilli hættu. Fuglateg- undir í hættu ♦♦♦ Palestínsk kona, íklædd bænakjól, horfir út um glugga á heimili sínu í al-Hussein-flóttamannabúðunum í Amman í Jórdaníu í gær. Alþjóðakvennadagurinn var haldinn hátíðlegur í arabaríkjum sem annars staðar. Reuters Í flóttamannabúðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.