Morgunblaðið - 09.03.2004, Side 8

Morgunblaðið - 09.03.2004, Side 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þetta er nú minnsta málið, Bjössi minn, við erum sko í góðum málum. Það er nú bara orðið hægt að losna við svuntuna í beinni í „Ísland í dag“. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fertug Færri komast að en vilja Skólahljómsveit Mos-fellsbæjar heldurum þessar mundir upp á fjörutíu ára afmæli sitt með tilheyrandi tón- leikum og uppákomum. Morgunblaðið ræddi af því tilefni við Birgi D. Sveinsson, sem stofnaði hljómsveitina með öðrum á sínum tíma, stofnaði einnig Tónlistarskóla Mosfellsbæjar og hefur lifað tímana tvenna í bæj- arfélaginu, því þar voru íbúar aðeins 600 talsins þegar hann flutti þangað, en nærri 6.000 í dag. Eðli málsins samkvæmt ber Birgir hitann og þungann af hátíðarhöldum í tilefni afmælisins, enda hefur hann verið innsti koppur í búri bæjarfélagsins í tónlistar- málum síðustu áratugi. – Segðu okkur fyrst eitthvað um hljómsveitina, t.d. tilurð þess að hún var stofnuð o.þ.h. … „Þegar ég kom í sveitina 1963 var ekki mikið tónlistarlíf hér og fyrsta þáttaka mín á því sviði var með organistanum Hjalta Þórð- arsyni á Æsustöðum. Haustið 1963 fæddist sú hugmynd að efna til tónlistarkennslu í barnaskól- anum. Í fyrstu voru eingöngu drengir valdir til að leika á blásturshljóð- færin en gítarkennari fenginn fyrir stúlkurnar. Á næstu tveimur árum þróað- ist þetta starf í að stofnaður var tónlistarskóli í Mosfellssveit. Í dag starfar hljómsveitin í nánum tengslum við báða grunnskóla bæjarins.“ – Hvert er hlutverk skóla- hljómsveitar af þessu tagi? „Tónlist og tónlistarnám getur haft margvíslegt hlutverk við að búa börn undir lífið. Allt verklegt nám þroskar börnin ekki síður en bóklegt nám. En Skólahljóm- sveitin þjónar einnig í raun hlut- verki bæjarhljómsveitar. Hún heldur fjölda tónleika á hverju ári og svo fer hún í ferðalög til útlanda.“ – Það hljóta margir að hafa spilað með sveitinni á fjörutíu ár- um, hefurðu tölu yfir það? „Á þeim 40 árum sem liðin eru hefur mikill fjöldi barna og ung- linga tekið þátt í starfi hljóm- sveitarinnar. Um 130 börn og unglingar eru félagar í hljóm- sveitinni í dag og er þeim skipt í þrjá hópa eftir aldri og getu.“ – Hafa einhverjir þjóðþekktir menn komið þar við sögu? „Fjölmargir þekktir tónlistar- menn hafa komið úr smiðju hljómsveitarinnar, þar má nefna: Þorkel Jóelsson hornleikara, Svein Birgisson trompetleikara, Kristjönu Helgadóttur flautuleik- ara, Jón Halldór Finnsson bás- únuleikara, Ólaf Hólm slagverks- leikara, Daða Einarsson básúnuleikara og Hjörleif Jóns- son slagverksleikara svo nokkrir séu nefndir. Af þjóðþekktum mönnum má nefna Karl Ágúst Úlfsson leikara, Hafþór Haf- steinsson, forstjóra Atlanta, Róbert Wess- mann, forstjóra Pharmaco, o.fl.“ – Hvað á svo að gera á þessum miklu tímamótum hljóm- sveitarinnar? „Í tilefni 40 ára af- mælis hefur hljómsveitin efnt til tónleika á starfsárinu s.s. í nóv- ember sl. með öllum kórum bæj- arins, alls um 300 söngvarar. Í febrúar voru sameiginlegir tón- leikar með „Stórsveit tónlistar- skóla FIH“. Laugardaginn 20. mars kl. 15.00 verða afmælistónleikar hljómsveitarinnar í Íþróttamið- stöðinni á Varmá. Þar mun hljómsveitin frumflytja nýtt tón- verk eftir Trevor Ford sem hann hefur samið og tileinkað hljóm- sveitinni á þessum tímamótum. Verkið byggir hann á íslenska þjóðlaginu „Sofðu unga ástin mín“. Einnig má geta þess að Sigrún Hjálmtýsdóttir mun syngja á tónleikunum. Við gerum ráð fyrir að eldri félagar rifji upp kunnáttu sína og taki þátt í tón- leikunum og eru þeir hvattir til að koma á æfingu nk. sunnudag kl. 19.00. Föstudaginn 19. mars ætla eldri félagar að hittast í Hlégarði og gera sér glaðan dag með æskufélögum. Á þessum tímamótum hefur hljómsveitin látið gera heimildarmynd um starf Skólahljómsveitar Mosfells- bæjar í 40 ár.“ – Er alltaf næg aðsókn í tón- listarnámið og hljómsveit af þessu tagi? „Mikil áhugi er fyrir starfi hljómsveitarinnar og hefur alltaf verið. Komast því miður færri að en vilja og er þetta þó stór hljóm- sveit og fjölmenn. Alls eru um 130 nemendur í hljómsveitinni hverju sinni, eins og ég gat um áðan, og er þeim skipt í þrjá hópa sem raðast í eftir aldri nemenda og getu þeirra hópa.“ – Eru gróskumiklir tímar framundan á þessum tímamótum? „Já, það eru gróskutímar fram- undan. Sem dæmi um það fer fer eldri deildin í tónleika- og skemmtiferð til Lign- anó á Ítalíu í júní, en þetta verður tólfta ut- anlandsferð hljómsveitarinnar. Sjálfur þekki ég vel til á Lign- ano, en þar starfaði ég lengi sem leiðsögumaður og þangað er alltaf gott að koma.“ Birgir D. Sveinsson  Birgir D. Sveinsson er fæddur 5. apríl 1939 í Neskaupstað. Hann lauk kennaraprófi árið 1960. Var kennari 1960–1977 við Varmárskóla. Yfirkennari 1977– 1983 við Varmárskóla. Skóla- stjóri Varmárskóla1983–2000. Eiginkona Birgis er Jórunn H. Árnadóttir. Börn þeirra eru Sveinn Þ. Birgisson, tónlistar- kennari og trompetleikari, Arna Björk Birgisdóttir fædd 22.06. 1961, dáin 12.03. 1964, Arna Björk Birgisdóttir, myndlist- armaður og kennaranemi við LHÍ, og Harpa Birgisdóttir upp- eldisfræðingur. Á þeim 40 ár- um sem liðin eru hefur mik- ill fjöldi barna og unglinga tekið þátt í starfi hljóm- sveitarinnar ENDURKRÖFUNEFND sem starfar vegna umferðarlagabrota bár- ust 117 ný mál til úrskurðar á seinasta ári og samþykkti nefndin endurkröfu að öllu leyti eða hluta í 104 málum. Nefndin starfar skv. umferðarlög- um og kveður á um að hve miklu leyti skuli beita endurkröfum á hendur brotlegum ökumanni en skv. umferð- arlögum eignast vátryggingafélag, sem greitt hefur bætur vegna tjóns af völdum ökutækja, endurkröfurétt á hendur þeim sem veldur tjóni af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Ástæður endurkröfu á seinasta ári var langoftast ölvun tjónvalds eða í alls 92 tilvikum (88% endurkrafn- anna). Hæsta krafa nemur 2 milljónum Lyfjaneysla var ástæða endur- kröfu í þremur tilvikum og í 15 málum voru ökumenn endurkrafðir sökum ökuréttindaleysis skv. upplýsingum frá endurkröfunefnd. Endurkröfur á seinsta ári námu tæplega 33 milljónum kr. og er þá einnig tekið tillit til viðbótarendur- krafna í eldri málum. Á árinu 2002 námu samþykktar endurkröfur 36 milljónum. Hæsta endurkrafan á hendur þess sem tjóni olli nam tveimur milljónum kr. og alls voru 16 endurkröfur 500 þúsund kr. eða hærri. Í þeim 92 tilvikum þar sem mælt var fyrir um endurkröfu vegna ölv- unar, reyndust 67 ökumenn yfir efri mörkum skv. ákvæðum umferðar- laga, þ.e.a.s. töldust óhæfir til að stjórna ökutæki. 76 karlar og 28 konur Í þeim 104 tjónvöldum sem endur- krafðir verða skv. ákvörðun nefndar- innar voru karlar 76 en konur 28 Hefur hlutur kvenna í málum af þessu tagi farið vaxandi á síðustu ár- um en hlutur þeirra á árinu 1992 var 14% og 22% á árinu 2002. Ökumenn sem voru 25 ára og yngri áttu hlut að 43% þeirra mála sem end- urkröfunefnd samþykkti. Endurkröfur á tjón- valda í umferðinni 88% krafna vegna ölv- unaraksturs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.