Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    29123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þetta er nú minnsta málið, Bjössi minn, við erum sko í góðum málum. Það er nú bara orðið hægt að losna við svuntuna í beinni í „Ísland í dag“. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fertug Færri komast að en vilja Skólahljómsveit Mos-fellsbæjar heldurum þessar mundir upp á fjörutíu ára afmæli sitt með tilheyrandi tón- leikum og uppákomum. Morgunblaðið ræddi af því tilefni við Birgi D. Sveinsson, sem stofnaði hljómsveitina með öðrum á sínum tíma, stofnaði einnig Tónlistarskóla Mosfellsbæjar og hefur lifað tímana tvenna í bæj- arfélaginu, því þar voru íbúar aðeins 600 talsins þegar hann flutti þangað, en nærri 6.000 í dag. Eðli málsins samkvæmt ber Birgir hitann og þungann af hátíðarhöldum í tilefni afmælisins, enda hefur hann verið innsti koppur í búri bæjarfélagsins í tónlistar- málum síðustu áratugi. – Segðu okkur fyrst eitthvað um hljómsveitina, t.d. tilurð þess að hún var stofnuð o.þ.h. … „Þegar ég kom í sveitina 1963 var ekki mikið tónlistarlíf hér og fyrsta þáttaka mín á því sviði var með organistanum Hjalta Þórð- arsyni á Æsustöðum. Haustið 1963 fæddist sú hugmynd að efna til tónlistarkennslu í barnaskól- anum. Í fyrstu voru eingöngu drengir valdir til að leika á blásturshljóð- færin en gítarkennari fenginn fyrir stúlkurnar. Á næstu tveimur árum þróað- ist þetta starf í að stofnaður var tónlistarskóli í Mosfellssveit. Í dag starfar hljómsveitin í nánum tengslum við báða grunnskóla bæjarins.“ – Hvert er hlutverk skóla- hljómsveitar af þessu tagi? „Tónlist og tónlistarnám getur haft margvíslegt hlutverk við að búa börn undir lífið. Allt verklegt nám þroskar börnin ekki síður en bóklegt nám. En Skólahljóm- sveitin þjónar einnig í raun hlut- verki bæjarhljómsveitar. Hún heldur fjölda tónleika á hverju ári og svo fer hún í ferðalög til útlanda.“ – Það hljóta margir að hafa spilað með sveitinni á fjörutíu ár- um, hefurðu tölu yfir það? „Á þeim 40 árum sem liðin eru hefur mikill fjöldi barna og ung- linga tekið þátt í starfi hljóm- sveitarinnar. Um 130 börn og unglingar eru félagar í hljóm- sveitinni í dag og er þeim skipt í þrjá hópa eftir aldri og getu.“ – Hafa einhverjir þjóðþekktir menn komið þar við sögu? „Fjölmargir þekktir tónlistar- menn hafa komið úr smiðju hljómsveitarinnar, þar má nefna: Þorkel Jóelsson hornleikara, Svein Birgisson trompetleikara, Kristjönu Helgadóttur flautuleik- ara, Jón Halldór Finnsson bás- únuleikara, Ólaf Hólm slagverks- leikara, Daða Einarsson básúnuleikara og Hjörleif Jóns- son slagverksleikara svo nokkrir séu nefndir. Af þjóðþekktum mönnum má nefna Karl Ágúst Úlfsson leikara, Hafþór Haf- steinsson, forstjóra Atlanta, Róbert Wess- mann, forstjóra Pharmaco, o.fl.“ – Hvað á svo að gera á þessum miklu tímamótum hljóm- sveitarinnar? „Í tilefni 40 ára af- mælis hefur hljómsveitin efnt til tónleika á starfsárinu s.s. í nóv- ember sl. með öllum kórum bæj- arins, alls um 300 söngvarar. Í febrúar voru sameiginlegir tón- leikar með „Stórsveit tónlistar- skóla FIH“. Laugardaginn 20. mars kl. 15.00 verða afmælistónleikar hljómsveitarinnar í Íþróttamið- stöðinni á Varmá. Þar mun hljómsveitin frumflytja nýtt tón- verk eftir Trevor Ford sem hann hefur samið og tileinkað hljóm- sveitinni á þessum tímamótum. Verkið byggir hann á íslenska þjóðlaginu „Sofðu unga ástin mín“. Einnig má geta þess að Sigrún Hjálmtýsdóttir mun syngja á tónleikunum. Við gerum ráð fyrir að eldri félagar rifji upp kunnáttu sína og taki þátt í tón- leikunum og eru þeir hvattir til að koma á æfingu nk. sunnudag kl. 19.00. Föstudaginn 19. mars ætla eldri félagar að hittast í Hlégarði og gera sér glaðan dag með æskufélögum. Á þessum tímamótum hefur hljómsveitin látið gera heimildarmynd um starf Skólahljómsveitar Mosfells- bæjar í 40 ár.“ – Er alltaf næg aðsókn í tón- listarnámið og hljómsveit af þessu tagi? „Mikil áhugi er fyrir starfi hljómsveitarinnar og hefur alltaf verið. Komast því miður færri að en vilja og er þetta þó stór hljóm- sveit og fjölmenn. Alls eru um 130 nemendur í hljómsveitinni hverju sinni, eins og ég gat um áðan, og er þeim skipt í þrjá hópa sem raðast í eftir aldri nemenda og getu þeirra hópa.“ – Eru gróskumiklir tímar framundan á þessum tímamótum? „Já, það eru gróskutímar fram- undan. Sem dæmi um það fer fer eldri deildin í tónleika- og skemmtiferð til Lign- anó á Ítalíu í júní, en þetta verður tólfta ut- anlandsferð hljómsveitarinnar. Sjálfur þekki ég vel til á Lign- ano, en þar starfaði ég lengi sem leiðsögumaður og þangað er alltaf gott að koma.“ Birgir D. Sveinsson  Birgir D. Sveinsson er fæddur 5. apríl 1939 í Neskaupstað. Hann lauk kennaraprófi árið 1960. Var kennari 1960–1977 við Varmárskóla. Yfirkennari 1977– 1983 við Varmárskóla. Skóla- stjóri Varmárskóla1983–2000. Eiginkona Birgis er Jórunn H. Árnadóttir. Börn þeirra eru Sveinn Þ. Birgisson, tónlistar- kennari og trompetleikari, Arna Björk Birgisdóttir fædd 22.06. 1961, dáin 12.03. 1964, Arna Björk Birgisdóttir, myndlist- armaður og kennaranemi við LHÍ, og Harpa Birgisdóttir upp- eldisfræðingur. Á þeim 40 ár- um sem liðin eru hefur mik- ill fjöldi barna og unglinga tekið þátt í starfi hljóm- sveitarinnar ENDURKRÖFUNEFND sem starfar vegna umferðarlagabrota bár- ust 117 ný mál til úrskurðar á seinasta ári og samþykkti nefndin endurkröfu að öllu leyti eða hluta í 104 málum. Nefndin starfar skv. umferðarlög- um og kveður á um að hve miklu leyti skuli beita endurkröfum á hendur brotlegum ökumanni en skv. umferð- arlögum eignast vátryggingafélag, sem greitt hefur bætur vegna tjóns af völdum ökutækja, endurkröfurétt á hendur þeim sem veldur tjóni af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Ástæður endurkröfu á seinasta ári var langoftast ölvun tjónvalds eða í alls 92 tilvikum (88% endurkrafn- anna). Hæsta krafa nemur 2 milljónum Lyfjaneysla var ástæða endur- kröfu í þremur tilvikum og í 15 málum voru ökumenn endurkrafðir sökum ökuréttindaleysis skv. upplýsingum frá endurkröfunefnd. Endurkröfur á seinsta ári námu tæplega 33 milljónum kr. og er þá einnig tekið tillit til viðbótarendur- krafna í eldri málum. Á árinu 2002 námu samþykktar endurkröfur 36 milljónum. Hæsta endurkrafan á hendur þess sem tjóni olli nam tveimur milljónum kr. og alls voru 16 endurkröfur 500 þúsund kr. eða hærri. Í þeim 92 tilvikum þar sem mælt var fyrir um endurkröfu vegna ölv- unar, reyndust 67 ökumenn yfir efri mörkum skv. ákvæðum umferðar- laga, þ.e.a.s. töldust óhæfir til að stjórna ökutæki. 76 karlar og 28 konur Í þeim 104 tjónvöldum sem endur- krafðir verða skv. ákvörðun nefndar- innar voru karlar 76 en konur 28 Hefur hlutur kvenna í málum af þessu tagi farið vaxandi á síðustu ár- um en hlutur þeirra á árinu 1992 var 14% og 22% á árinu 2002. Ökumenn sem voru 25 ára og yngri áttu hlut að 43% þeirra mála sem end- urkröfunefnd samþykkti. Endurkröfur á tjón- valda í umferðinni 88% krafna vegna ölv- unaraksturs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 68. tölublað (09.03.2004)
https://timarit.is/issue/252804

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

68. tölublað (09.03.2004)

Aðgerðir: