Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
www.sveit.is
erlenda
r
sÉrferÐ
ir
NÚ ER verið að ganga frá sölu útgerðarfélags-
ins Festar til þriggja aðila. Þeir kaupa misstór-
an hlut af eignum Festar; Grandi kaupir 1,5%
loðnukvótans, Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði
0,5% og Skinney-Þinganes það sem eftir stend-
ur. Áætlað söluverð gæti verið um tveir millj-
arðar króna.
Festi var fyrst í eigu Kers og Sigmars Björns-
sonar í Grindavík og fleiri. Síðan sameinaði Örn
Erlingsson útgerð sína við Festi en Ker keypti
síðan hlut hans og síðar aðra hluthafa út og er nú
að selja. Helztu eignir Festar eru um 5% loðnu-
kvótans, 3,5 síldarkvótar og um 5.000 tonn í
norsk-íslenzku síldinni miðað við aflaheimildir
nú. Þá á Festi skipin Örn KE og Þórshamar og
fiskimjölsverksmiðju á Djúpavogi.
Verðmæti Festar liggur fyrst og fremst í afla-
heimildum. Erfitt er að meta verðið, þar sem lítil
sem engin viðskipti hafa lengi verið með afla-
hlutdeild í síld og loðnu. Þó má ætla að verð á 1%
af loðnukvótanum gæti verið allt að 300 milljónir
króna, þegar ekkert annað fylgir með. Síldar-
kvótinn gæti verið á 150 milljónir króna og hver
þúsund tonn í norsk-íslenzku síldinni gætu lagt
sig á um 60 milljónir króna. Auk aflaheimilda
mun Skinney-Þinganes kaupa skipin tvö og
fiskimjölsverksmiðjuna á Djúpavogi. Þau kaup
gætu sett starfsemi Vísis í Grindavík á Djúpa-
vogi í uppnám, því starfsemin þar hefur að
stórum hluta byggzt á vinnslu á síld í samvinnu
við Festi. Auk þess hefur Vísir verið með tölu-
verða bolfiskvinnslu á staðnum. Ekki liggur fyr-
ir hvort samstarf verður milli Vísis og Skinn-
eyjar-Þinganess, en er fréttirnar voru bornar
undir Aðalstein Ingólfsson, framkvæmdastjóra
fyrirtækisins, sagði hann að ekkert hefði verið
ákveðið um kaup á Festi.
Útgerðarfélagið Festi
selt í þremur hlutum
Skinney-Þinganes, Grandi og Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði greiða
samtals um tvo milljarða fyrir skip, bræðslu og aflaheimildir
Kollvarpar/14
ÞRIÐJI hver karl-
maður sem fer í
fæðingarorlof nýt-
ir sér ekki allan
sinn þriggja mán-
aða orlofsrétt og
þurfa lög um fæð-
ingarorlof að
draga hina „svifa-
seinu“ feður inn í
nútímann að mati
Sigríðar Lillýjar Baldursdóttur, fyrrverandi
skrifstofustjóra í félagsmálaráðuneytinu, sem
flutti erindi í gær á fundi undir yfirskriftinni:
Hvernig aukum við jafnrétti á vinnumarkaði?
Tilefni fundarins var alþjóðlegur bar-
áttudagur kvenna, 8. mars.
Sigríður Lillý sagði reynsluna af lögunum
um fæðingarorlof hafa verið betri en nokkurn
grunaði. „Þetta er mjög jákvætt og var í raun-
inni óviðbúið. Menn trúðu því ekki að feður
myndu svo fljótt nýta þennan rétt sinn en al-
veg frá 2001 hafa ríflega 80% karla tekið fæð-
ingarorlof,“ sagði Sigríður Lillý við Morg-
unblaðið. „En það sem vekur athygli þegar
skoðað er hversu lengi þeir eru í fæðing-
arorlofi er að þriðji hver maður nýtti ekki all-
an sinn rétt árið 2003, þegar fæðingarorlofs-
rétturinn var orðinn þrír mánuðir.“ /6
Þriðji hver
faðir nýtir
ekki allt fæð-
ingarorlofið
FRAKKARNIR tveir, sem leitað hefur verið á
Sprengisandsleið, voru ekki í skálanum í Nýja-
dal þegar björgunarsveitarmenn frá Hellu og
Hvolsvelli komu þangað í gærkvöldi og engin
ummerki voru um að þeir hefðu verið þar.
Ákveðið var að stefna björgunarsveitunum inn
að Háöldu, en talið er að leið þeirra hafi átt að
liggja þar um.
Björgunarsveitarmennirnir lögðu af stað
laust eftir hádegi í gær til að svipast um eftir
Frökkunum tveimur sem lögðu af stað frá Ak-
ureyri á þriðjudag og ætluðu að ganga yfir
Sprengisand. Þeir voru vel útbúnir, á göngu-
skíðum. Í gærkvöldi og nótt hringdu þeir ítrek-
að í tengilið sinn og reyndu að gefa honum upp
staðsetningu sína en símtölin slitnuðu alltaf áð-
ur en möguleiki var að greina staðsetningu
þeirra eða hvort þeir væru í hættu staddir.
Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélag-
inu Landsbjörg hefur nokkrum sinnum verið
hringt í mennina í dag og ná þeir að segja eitt
eða tvö orð áður en símtalið rofnar. Líklegt er
talið að sími þeirra sé bilaður.
Búið er að bæta við snjóbíl frá Hellu við leit-
ina og hefur björgunarsveitin Súlur á Akureyri
sent vélsleða og snjóbíl sem eiga að fara eftir
áætlaðri leið mannanna frá Akureyri. Afleitt
veður er á þessum slóðum, erfitt gönguskíða-
færi og 15–16 metra meðalvindur á sekúndu.
Frakkarnir
voru ekki í skál-
anum í Nýjadal
NÝ TÆKNI, svonefnt holsjárhylki, sem er ís-
lenskt heiti yfir örsmáa myndavél, gerir kleift
að rannsaka smáþarmana eða mjógirnið, um 6
metra langan hluta meltingarvegarins, þar sem
hefðbundnar röntgenrannsóknir og speglanir
eru ekki nægilega nákvæmar.
Sjúklingurinn gleypir hylkið, sem er 2,5 sm
að lengd, og þarf ekki að leggjast á sjúkrahús
meðan það myndar innviði þarmanna og sendir
í upptökutæki sem sjúklingurinn ber á sér.
„Þetta er ný tækni sem gefur okkur möguleika
á að skoða mjógirnið myndrænt en segja má að
það hafi verið í algjöru myrkviði þar til nú,“ seg-
ir Ásgeir Theodórs, yfirlæknir meltingar-
sjúkdómadeildar St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.
„Þetta gefur okkur möguleika á að skoða mein-
semdir sem við höfum ekki getað skoðað áður
og staðsetja þær með meiri nákvæmni.“
Í því sambandi má nefna blæðingarstaði, ým-
iskonar fleiður og sár og æxli sem erfitt hefur
verið að greina og því miður oft mjög seint þar
sem ekki hefur áður verið hægt að skoða mjó-
girnið með þessum hætti.
Tæknin er einföld. Að morgni
kemur viðkomandi á meltingar-
sjúkdómadeildina þar sem hol-
sjárhylkið er gleypt og nemar,
auk upptökutækis sem nemur
myndir frá hylkinu, eru festir við
sjúklinginn. Hylkið tekur tvær
myndir á sekúndu og sendir þær í
upptökutækið. Sjúklingurinn skil-
ar tækinu að átta tímum liðnum
og síðan eru upplýsingar frá því
færðar í tölvu og greindar af sér-
fræðingi. „Fólk þarf ekki að
leggjast inn á sjúkrahús, það get-
ur þess vegna farið í vinnuna
meðan rannsóknin fer fram,“ útskýrir Ásgeir.
Hylkið er einnota og skilast út með hægðum.
Þörf á 50–70 rannsóknum á ári
Talið er að þörf sé á 50–70 rannsóknum á ári
með þessari aðferð og þegar hafa verið gerðir
nokkrir tugir rannsókna frá því
tæknin var tekin í notkun sl. haust.
Rannsóknirnar beinast fyrst og
fremst að blæðingum frá melting-
arvegi sem ekki hefur fundist nein
skýring á með hefðbundnum hol-
sjárrannsóknum. Ásgeir segir hol-
sjárhylkið kærkomna viðbót við
þær rannsóknaraðferðir sem fyrir
eru en það komi ekki í stað ristil-
og magaspeglunartækninnar og
læknar þurfi að vanda mjög valið á
því hverjir eru sendir í rannsókn-
ina.
Hylkið er í stöðugri þróun og
segir Ásgeir að viðbætur sem gera
kleift að gera ýmar mælingar séu á döfinni.
Þessi tækni getur fækkað öðrum rann-
sóknum hjá sjúklingum t.d. með langvinnar
blæðingar og óskýrða kviðverki, að sögn Ás-
geirs. „Við teljum að þegar fram líða stundir sé
verulegur sparnaður af þessari tækni.“
Örsmátt holsjárhylki notað á St. Jósefsspítala til að mynda mjógirnið
Í algjöru myrkviði þar til nú
Holsjárhylkið er aðeins
2,5 sm að lengd og því
auðvelt að gleypa.
ÞAÐ ER fátt skemmtilegra en þegar rignir og pollar myndast um allt.
Í það minnsta er það skoðun flestra barna, sem njóta þess að leika sér í
litríkum regngöllum þegar votviðrasamt er. Börnin kippa sér heldur
ekki upp við að blotna svolítið í fæturna og láta rok eins og það sem
réð ríkjum á höfuðborgarsvæðinu í gær ekki á sig fá, ólíkt mörgum
þeim sem eldri eru.
Morgunblaðið/Ásdís
Börn í bleytunni
JÓN Garðar Viðarsson sigraði eistneska stór-
meistarann Jan Ehlvest í annarri umferð
Reykjavíkurskákmótsins sem fram fór í gær.
Norska undrabarnið Magnus Carlsen tapaði
fyrir hollenska stórmeistaranum Jan H.
Timman, Sigurður Páll Steindórsson náði aftur
góðum árangri og gerði jafntefli við ísraelska
stórmeistarann Sergey Erenburg og hefur nú
1½ vinning þrátt fyrir að hafa mætt tveimur
stórmeisturum. Helgi Ólafsson, Jón Viktor
Gunnarsson og Stefán Kristjánsson gerðu allir
jafntefli og hafa einnig 1½ vinning.
Jón Garðar
sigraði Ehlvest
Reykjavíkurskákmótið/12/47
♦♦♦
♦♦♦