Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 35 En hvers vegna fór hann aldrei alla leið? Við þeirri spurningu er sjálfsagt ekki neitt eitt svar. Heim- urinn er fullur af góðum píanóleik- urum og samkeppnin afar hörð. Í Bandaríkjunum var það talin nauð- syn slíku fólki að tryggja sér þjón- ustu umboðsmanna, sem létu sér ekki nægja gróðavonina ef vel gengi, en kröfðust fyrirframgreiðslu sem flestum var ofviða. Hæfni var nauð- synleg, en fjárhagur réð mestu um framganginn. Meðal skólasystkina minna í Yale-háskóla þekkti ég fram- úrskarandi listamenn sem urðu að lúta þessu lögmáli. Þegar Rögnvaldur var unglingur bauðst honum þátttaka í sundknatt- leiksliði sem fór á Ólympíuleikana í Berlín 1936. Þvert gegn ráði kennara síns Árna Kristjánssonar, sem Rögn- valdur mat allra manna mest, stóðst hann ekki freistinguna og tók þessu boði. Þar hlaut hann meiðsl á hand- legg sem háðu honum ævilangt og komu sér verst þegar mest á reyndi, enda var honum ekki tamt að hlífa sér og hefur eflaust oft æft sig meir af kappi en forsjá miðað við þessar aðstæður. Skömmu fyrir heimförina frá Am- eríku 1945 hélt Rögnvaldur tónleika í National Gallery of Art í Washington sem hlutu frábæra dóma hörðustu gagnrýnenda stórblaða í borginni. Thor Thors sendiherra lagði hart að Rögnvaldi að fylgja eftir þessum sigri og hætta við heimförina að svo stöddu. En Rögnvaldur fór heim, þar sem fátt beið hans annað en brauð- stritið. Ég held að Rögnvaldur hafi alltaf séð eftir að hafa ekki í þessi tvö skipti hlítt ráðum manna sem vildu honum vel, og efalítið hefði ævi hans þá orðið önnur en raun varð á. Missir Rögnvalds var mikill og sár þegar Helga féll frá. Í víðara skiln- ingi varð allur heimurinn annar og verri eftir fráfall hennar. Hún var jarðsett á þeim mikla örlagadegi 11. september 2001. En hann bar sig furðu vel, og naut þess að hann var vinmargur, enda tryggur vinum sín- um. Og enn sem fyrr var gaman að hitta Rögnvald og ræða við hann. Það eru ekki nema nokkrar vikur síðan að hann var hjá mér kvöld- stund ásamt Skúla Halldórssyni tón- skáldi. Eftir að Skúli, sem var okkar elstur, var farinn heim sátum við Rögnvaldur enn langa stund tveir einir á tali og skorti ekki umræðu- efni. En hvorugan grunaði að þarna var að líða okkar síðasta samveru- stund. Við Sigurjóna Jakobsdóttir send- um sonum Rögnvalds og Helgu og fjölskyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Jón Þórarinsson. Kveðja frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Með Rögnvaldi Sigurjónssyni er genginn einn litríkasti tónlistarmað- ur þjóðarinnar. Í hartnær fjörutíu ár var Rögnvaldur einn af aðalpíanó- kennurum Tónlistarskólans í Reykjavík og vann hér mikið og óeig- ingjarnt starf. Áhrifa hans á íslenskt tónlistarlíf gætir enn í þeirri arfleifð sem hann skildi eftir sig og list hans lifir eftir daga hans í þeim fjölmörgu hljóðritunum sem hann gerði á sinni löngu starfsævi. Það er á margan hátt erfitt að henda reiður á jafnhuglægri eða öllu fremur hjartlægri grein eins og tón- list er þar sem ekki er neinn algildur mælikvarði á áhrifamátt listarinnar. Grunnþáttur tónlistarinnar, rétt nóta á réttum stað, er að vísu tiltölu- lega einföld aðferðafræði sem bygg- ist á ögun og nákvæmni en þegar róið er á djúpmiðin vandast málið og full- yrða má að fáum er gefinn sá hæfi- leiki að miðla þeirri siglingafræði til komandi kynslóða. Rögnvaldi var gefinn þessi hæfileiki sem hann skil- aði af örlæti til allra sem voru til- búnir að meðtaka fölskvalausar skoð- anir hans á flutningi tónlistar. Hann gat gert sig skiljanlegan um óræða hluti listar sinnar á máli sem venju- legur alþýðumaður gat skilið. Þessi blanda af afburða listamanni sem bjó yfir feiknamikilli leikni á hljóðfæri sitt samhliða afburða þekkingu á öllu sem viðkom klassískri tónlist og al- þýðlegt yfirbragð þar sem oflof og upphafning áttu engan samastað ein- kenndu allt fas hans. Hann var eins og fersk norðanáttin, hrein og tær. Á sama tíma viðkvæmur og brothætt- ur. Þetta virðast ef til vill vera and- stæður en þegar betur er að gáð fara allir þessir þættir saman og mynda það landslag sem við búum í á okkar landi. Þessi aðlögun heimsmenning- arinnar að séríslenskum kennileitum var í raun sterkasti persónuþáttur Rögnvalds. Með því að missa aldrei sjónar á arfleifð sinni hvort heldur sem var á listrænan eða þjóðlegan hátt sýndi hann fram á hvernig flétta mætti saman þessa að því er virðist ólíku þætti í eina órjúfanlega heild. Fyrir hönd Tónlistarskólans í Reykjavík þakka ég Rögnvaldi sam- fylgdina og sendi aðstandendum hans okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Kjartan Óskarsson skólastjóri. Kveðja frá Nýja tónlistarskólanum Í anddyri Nýja tónlistarskólans hefur verið kveikt á hvítu kerti frá því á mánudagsmorgun. Við hliðina á því er falleg mynd af Rögnvaldi, á há- tindi lífs hans. Á laugardaginn var var Dagur tón- listarskólanna. Í Nýja tónlistarskól- anum var verið að taka myndir af kennurunum að störfum, hverjum inni í sinni stofu með nemanda sínum eða nemendum. Eftir hádegi var „op- ið hús“ og dagurinn endaði með helj- armiklum tónleikum. En hvernig var þetta með Rögnvald? Hafði nokkur séð hann? Var hann kominn og far- inn? Kannski hafði hann verið seinn fyrir og ekki komist? Hann hafði ætl- að í fimmtugsafmæli tengdadóttur sinnar um kaffileytið. Samt ekki líkt honum að láta ekki vita. Það svaraði náttúrlega enginn símanum þennan dag í skólanum. Um kvöldmatarleytið kom fregnin um andlát Rögnvalds. Hún var þung og sár, og óskiljanleg, óásættanleg, þrátt fyrir árin hans 85. Ekki síst nemendum hans. En líka samkenn- urum og öðrum vinum í skólanum. Það var um miðjan níunda áratug- inn að bóndi minn, Ragnar Björns- son, stofnandi og skólastjóri Nýja tónlistarskólans, kom heim með þær makalausu fréttir að Rögnvaldur Sigurjónsson ætlaði að koma og kenna hjá okkur, í Nýja tónlistar- skólanum. Gat þetta verið satt? Hann sem kenndi í Tónlistarskólan- um í Reykjavík og hafði kennt þar áratugum saman? – Tónlistarskólinn í Reykjavík átti hann! Ójú! – Að af- loknu ævistarfi, sem flestum hefði fundist ærið, var bara byrjað upp á nýtt. Nýr kennari í nýjum skóla. – Yfirkennari í píanódeildinni. – Stoð og stytta skólans – til dagsins í dag. – Já, á morgun líka! Sú jörð sem Rögn- valdur hefur verið að yrkja í Nýja tónlistarskólanum í tæpa tvo áratugi ber stöðugan og ríkulegan ávöxt. Síð- asta kvöldið hans sat ungur maður við kné meistara síns. – Hann hafði komið í skólann, austan af landi haustið 2002, til að fá að nema hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni. – Báðir voru glaðir og reifir þegar leiðir skildi þetta kvöld, stundu fyrir mið- nætti. Námsmaðurinn ungi gekk fagnandi mót framtíð sinni, hugsaði hvílíkt lán það væri að þiggja lærdóm af þessum manni. – Meistarinn gekk á vit annarra heima. – Já, við erum öll, jafnt nemendur og kennarar sem annað starfsfólk Nýja tónlistarskól- ans, af hjarta þakklát fyrir að hafa fengið að njóta víðfeðmrar reynslu Rögnvalds Sigurjónssonar, ástar hans og þekkingar á listinni, visku og vináttu. Og síðast en ekki síst list- arinnar að gera lífið endalaust skemmtilegt. Hjónaminning: Haustið 1983 kom- um við Ragnar okkur upp sumarbú- stað í Hvalfirðinum. Frá sumrinu 1984 til sumarsins 1995 var það næst- um ófrávíkjanleg regla að Helga og Rögnvaldur heimsæktu okkur í sveitina. Mynd úr Hvalfirði: Rögnvaldur á skóhlífum í rykfrakka og með hatt, að reyna að finna bláskel milli hleina. Það er kalsarigning þennan síðsum- ardag í Hvalfirðinum. Með þykk nærsýnisgleraugun á nefinu reynir hann að fóta sig í stórgrýttri fjör- unni. Allt í einu réttir hann fram kulvísa spilafingurna, sem liðagigtin er búin að skemma. „Helga-a, er þetta ekki skel, er þetta nokkuð steinn?“ „Jú, jú, elsku Röggi minn, þetta er skel.“ „Og þetta – og þetta? Þetta eru skeljar?“ „Já, elsku Röggi minn! Þetta eru þær stærstu og fal- legustu skeljar sem ég hef nokkru sinni séð. Ég skil bara ekkert í því hvernig þú fórst að því að finna þær. Við Beggó vorum alveg búnar að fín- kemba fjöruna þarna.“ Röggi tölu- vert góður með sig: „Ja, það er nefni- lega það.“ Önnur mynd úr Hvalfirðinum: Rögnvaldur lætur sársaukann í fingrunum lönd og leið, situr við litla sumarbústaðar-píanóið hans Ragnars og spilar Liszt. Þetta hlýtur að vera kraftaverk! Svo er hann allt í einu kominn út í gamla Vínarslagara. „Helga, komdu og syngdu þetta!“ Árið er 1990 og skrif- að stendur að Helga sé fædd 1918. Eitthvað er hér sem passar ekki! Unga stúlkan sem er að syngja þetta austurríska dægurlag, full af æsku- þokka og vingsar sér létt eftir laginu, hún getur ekki verið komin á áttræð- isaldur! „Stúlka litla“ ávarpaði Helga mig stundum, stóra, miðaldra, jafn- vel roskna, sjálf eins og álfakropp- urinn mjói og síung. Sumarið 1979 voru þeir Rögnvald- ur og Ragnar kallaðir til Kaup- mannahafnar til nefndarstarfa að velja vinningshafa til Norrænu tón- listarverðlaunanna. Og aldrei slíku vant voru þeir þarna í „Nordisk mus- ikraad“ svo múraðir að þeir buðu mökunum líka. Meira að segja með flugi alla leið frá Íslandi. Úr því við vorum komin þarna fjögur saman, alla leið til Kaupmannahafnar alger- lega frítt, ákváðum við halda eitthvað frekara út í heim. Meðan herrarnir sátu á þingum gerðum við Helga víð- reist um ferðaskrifstofurnar að finna okkur ódýra pakkaferð. Helst lang- aði okkur til Prag eða Varsjár, en fjárráðin leyfðu í besta falli vikuferð til Rómar. „Ég verð nú bara að segja það, að mér finnst það ansvílli hart, að svona listamenn eins og Röggi og Ragnar skuli ekki hafa efni á því að fara með konurnar sínar til Prag, einu sinni á ævinni. Eins og þeir eru búnir að kynna íslenska músík út um víða veröld.“ Þetta var nú reyndar það svæsnasta sem ég heyrði ganga út af munni Helgu Egilson, þau fjörutíu ár sem við vorum vinkonur. Já, ferðin til Rómar varð það. Þar sem Mafían var á hverju horni og Rögnvaldur albúinn að slá hvaða mafíósa sem var kaldan, ef á þurfti að halda. – Og ferðin til Ortisei í Dóló- mítafjöllum, að halda upp á áttræð- isafmæli Sigurðar Demetz með ætt- ingjum hans og vinum á æskustöðvum hans. Og allt rallið um Austurríki og Sviss. Allir brandar- arnir sem ultu upp úr honum Rögn- valdi. Grallaraskapur og hlegið af hjartans lyst. Og kærleikurinn og vináttan, sem þessi yndislegu hjón hafa umvafið okkur Ragnar og dætur okkar alla tíð. Heimsborgararnir Helga og Rögnvaldur, sem áttu höfð- ingja að vinum, voru eins lítillát og hógvær og þau voru miklar mann- eskjur, gáfuð og góð. Blessuð sé minning þeirra. Guð blessi ástvini þeirra alla. Sigrún Björnsdóttir, skóla- stjóri Nýja tónlistarskólans. „Í dag er þriðji í konsert.“ Það var hátíð á heimili Rögnvalds og Helgu þegar ég hringdi í þau nýkomin heim úr námi erlendis. Mig langaði að heyra í mínum gamla kennara. Það var Helga sem var í símanum. Rögn- valdur var nýbúinn að halda tónleika og gleði ríkti á heimilinu. Rögnvaldur og Helga voru sérlega samrýnd hjón. Gleði þeirra var gagnkvæm eftir góð- an konsert. Fátt eða ekkert jafnaðist á við góða tónleika í þeirra huga. Mikil og þrotlaus vinna lá þar að baki, það vissu þau bæði manna best. Rögnvaldur var kennari minn í Tónlistarskólanum í Reykjavík öll mín unglingsár og leiðbeindi mér að lokum til einleikaraprófs, þess fyrsta af þeim toga frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hann var einlægur, hisp- urslaus og hreinskiptinn í viðmóti. Kennsla hans bar kunnáttu hans sem mikilhæfs píanóleikara glöggt vitni. Hann hafði unun af því að segja nem- endum sínum til og fylgdu oft skemmtilegar frásagnir af lífs- reynslu hans sjálfs. Gleði hans þegar hann lék á flygilinn kom beint frá hjartanu. Hann hafði svo mikil áhrif á mig að ég ákvað þegar á fyrsta ári í menntaskóla að hætta öllu óþarfa námi staðráðin í að gera tónlistina að lífsstarfi mínu. Ég man að Rögnvaldi þótti það djörf ákvörðun en studdi hana samt eftir mætti og veitti mér af örlæti sínu mun fleiri kennslu- stundir en honum bar skylda til. Á sumrin þegar Tónlistarskólinn var lokaður tók hann mig í tíma heima hjá sér. Það voru bestu stundirnar. Yfirleitt var Helga heima og tók á móti mér. Ég held að henni hafi þótt það skylda sín að fylgjast vel með nemendum Rögnvalds. Oft á tíðum var tekin fram stóra úrklippubókin þar sem minningar um tónlistarferil Rögnvalds voru geymdar. Á opinská- an og einlægan hátt sögðu þau mér bæði frá litríkum tónlistarferli Rögn- valds, sigrum sem ósigrum. Minnis- stæðir eru mér ýmiss konar erfið- leikar sem hann varð að þola á verstu tímun eins og t.d. ofreyndur fingur rétt fyrir tónleika erlendis en aldrei uppgjöf hvað sem á dundi heldur brennandi áhugi og óbugandi bar- áttuþrek. Oft á tíðum þegar tími vannst til setti hann plötu á fóninn og leyfði mér að hlusta á túlkun frægra píanóleikara á verkum sem ég var að fást við. Mér fannst undravert hversu gjörkunnugur hann var mis- munandi tækni hinna ýmsu píanó- leikara. Á þessum unglingsárum lét hann mig þrælast í gegnum hin erfiðustu verk. Það tók mig auðvitað ómældan tíma að ná nokkrum tökum á þeim. En þegar þau loksins hljómuðu var það sigur okkar beggja. Oft hefi ég hugsað um það síðan að það var á þessum árum sem ég lærði að bera takmarkalausa virðingu fyrir góðum tónlistarflutningi og um leið rann upp fyrir mér hversu gefandi mikil og einbeitt vinna er. Þannig var lagð- ur grunnur að lífsstarfi mínu. Skömmu eftir að ég lauk námi hjá Rögnvaldi fór ég til Þýskalands í framhaldsnám. Sú hamingja féll mér þar í skaut að finna þar hljóðfæri skylt píanóinu sem höfðaði enn sterkar til mín og ákvað ég að mennta mig í semballeik. Mér duldist ekki að Rögnvaldur varð fyrir von- brigðum með að ég hafði yfirgefið hljóðfæri hans, flygilinn, en þó fylgd- ist hann ávallt með mér og kom að jafnaði á tónleika mína. Í haust er hann hélt upp á 85 ára afmæli sitt gaf ég honum í minningu fyrri kennslu- stunda hans geisladisk með leik Art- ur Schnabel píanóleikara. Nokkrum dögum seinna hringdi hann í mig til að þakka mér gjöfina. Það lá vel á honum. Eins og oft áður spurði hann hvernig gengi. Í lok samtalsins, sem varð okkar síðasta, sagði hann hlýleg orð um semballeik minn sem hann hafði nú sæst við. Þessi orð hans glöddu mig og munu fylgja minningu hans, áhrifamesta kennara míns. Helga Ingólfsdóttir. Við áttum von á okkar kæra, skemmtilega og einstaka vini í kvöld- verð eftir viku þegar síminn hringdi og annar sameiginlegur vinur sagði okkur frá óvæntu andláti Rögnvald- ar. Á slíkri stund vantar orð. Tárin finna sinn farveg. Hann var að vísu aldraður að árum, en ungur í sálinni og fullur starfsorku – sem benti til góðrar heilsu, hugurinn skýr og lif- andi einsog alltaf. Í það minnsta hvarflaði varla að nokkrum manni að hann væri að kveðja, svona fyrir- varalaust – þó að hálfníræður væri. Vinir Rögnvaldar og Helgu Egil- son voru stór og skrautlegur hópur á öllum aldri, allt frá ungum nemend- um í Nýja tónlistarskólanum til tón- listarmanna (sem margir eru gamlir nemendur og samkennarar), rithöf- unda og ráðherra menntamála (nú kominn á eftirlaun); athafnamenn, sendiherrar og þeirra frúr; Jón Guðni, Einar Karl og Steinunn (þau síðastnefndu nágrannar frá Þórs- götuárunum), svo ekki sé minnst á þá sem látnir eru á undan þeim hjónum, nóbelskáld og höfðingjar í tónlistinni. Rögnvaldur og Helga gleymast ekki þeim sem urðu þeirrar gæfu að- njótandi að eignast þau að vinum. Um glæsilegan tónlistarferil Rögnvaldar munu aðrir fjalla, en ekki er að efa að hrífandi skapgerð í bland við músíkalskt innsæi hafi fleytt honum langleiðina í heims- frægð. Þrálát handamein bundu enda á þær væntingar. Þessi ljúfi og skemmtilegi og hug- rakki maður, sem lét hvorki von- brigði né mótlæti buga sig (höldum að honum hafi þótt beiskja leiðinlegt ef ekki ómerkilegt ástand), hafði ein- stakt næmi fyrir því skoplega í um- hverfinu og mannlegum tilburðum. Hann gat líka orðið steinhissa á því sem hann sá og heyrði, og hver láir honum. Hann var „jarðbundinn“ í góðri merkingu orðsins, lítið fyrir há- stemmt hjal um lífið og listina eða bara „eilífðarmálin“. Geðríkur var hann og lá ekki á skoðun sinni ef rétt- lætiskennd hans, sem var ótvíræð, var misboðið. Hreinskilni og hug- rekki voru hans aðalsmerki. Þessi persónueinkenni áttu án efa þátt í að móta túlkun hans á ólíkum tónverkum (maður minnist Brahms- konsertanna, svo ekki sé minnst á Liszt og Chopin). Píanóleikur hans var alltaf lifandi og ferskur, stíltil- finningin örugg og öfgalaus. Hann elskaði tónlistina of mikið til að of- bjóða henni. Vitnisburður um kunn- áttu og flotta skapgerð. Þessvegna var svo gaman að hlusta á hann leika á Steinwayinn sinn – ekki síst píanóljóð eftir einka- vini sína Schubert, Schumann og Chopin, og líka sín eigin! Dýrmætt að eiga hljóðritanir, sem hefðu mátt vera fleiri (við minnumst upptöku á 4. konserti Beethovens, sami fersk- leikinn og músíkalska innsæið – en vantar kadensuna, og því ekki útgef- in). En nú er kveðju- og saknaðar- stund. Hugurinn hjá Þór og Geir, Guðlaugu og afabörnum, Ingu og ástvinum öllum. – Kæri vinur! Þökk fyrir vinátt- una, heilindin, skemmtilegheitin, húmorinn og allt hitt! Bergljót og Oddur. Ljósmynd/Ólafur K. Magnússon Rögnvaldur og Helga á fornum slóðum í Bankastræti.  Fleiri minningargreinar um Rögnvald K. Sigurjónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.