Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    29123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 27 EFTIR að faðir minn, Hermóður Guðmundsson, lést árið 1977 var skrifuð blaðagrein í minningu hans sem bar yfirskriftina Tæknirisinn stígur léttar til jarðar. Sannarlega var það trú manna að stórkostlegur áfangasigur hefði náðst í náttúruverndarmálum, undir forystu hans og fé- laga hans í Landeigendafélagi Lax- ár og Mývatns, eftir harða baráttu við stjórn- völd og ráðamenn Lax- árvirkjunar, þegar inn- siglaðir voru samningar um verndun Laxár og Mývatns með lögum frá Alþingi vorið 1974. Gagnger hugarfars- breyting virtist hafa orð- ið og ný stefna verið mörkuð. Vísir menn spáðu reyndar um svip- að leyti að aðeins væru gefin stundargrið, risinn hefði ekki hopað af hólmi heldur biði færis í launsátri. Sú varð einnig raunin. Enn og aftur rís hann upp á aftur- lappirnar og sýnir klærnar. Ólíklegustu að- ilar keppast við að brýna þær – jafnvel þeir sem fengið hafa vald í hendur til að standa vörð um náttúru landsins og gildandi lög. Risinn er því herskárri og háskalegri en nokkru sinni fyrr, hann kemur aftan að mönnum, bítur og slær og skákar í skjóli hag- kvæmni, réttlætis og umhverfismats, sem nú er eitt bitrasta vopn hans. Vísast hefur hann trúað því og treyst að baráttuþrek væri þrotið á bökkum Laxár og Mývatns þegar hann lagði upp í nýja atlögu gegn hinu friðlýsta vatnasvæði. Fimmtudagskvöldið 4. mars fékk ókindin hins vegar óþyrmilega áminningu um að norður þar hafa menn engu gleymt. Að vísu eru nokkrar hörð- ustu hetjurnar frá síð- asta bardaga fallnar í valinn en komið hafa menn í manna stað sem eru reiðubúnir að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið þeg- ar Landeigendafélagið og Laxárvirkjun slíðruðu sverðin árið 1973. Á fundinum á Narfastöðum var sam- þykkt með miklum meirihluta atkvæða að hvika ekki frá hinni fornu sátt. Orð skulu standa, hvort sem Landsvirkjun og „um- hverfisráðherra“ líkar betur eða verr. En ver- um minnug þess að þetta var aðeins upp- hafið á harðri hrinu og hver sigur okkar náttúruverndarsinna er einungis varn- arsigur. Aldrei má sofna nokkra stund á verðinum vegna þess að tæknirisinn stígur sífellt þyngra til jarðar og skeytir ekki alltaf um sáttagerðir, lög né rétt. Tæknirisinn stígur sí- fellt þyngra til jarðar Hildur Hermóðsdóttir skrifar um náttúruvernd Hildur Hermóðsdóttir ’Orð skulustanda, hvort sem Lands- virkjun og „um- hverfisráð- herra“ líkar betur eða verr.‘ Höfundur er náttúruverndarsinni og landeigandi við Laxá. Á FUNDI félagsmálaráðs 25. febrúar sl. lögðum við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram spurn- ingar varðandi málsmeðferð Barnaverndar Reykjavíkur og barnaverndarnefndar í málum þar sem barnaverndaryf- irvöldum er falið að gefa umsagnir í um- gengnismálum. Hörð gagnrýni Tilefni þessara fyr- irspurna var umfjöllun í Tímariti Morg- unblaðsins sunnudag- inn 22. febrúar sl. und- ir fyrirsögninni „Síelti, undir oki fyrrverandi maka“. Í greininni birtist hörð gagnrýni á starfshætti og vinnu- brögð barnayfirvalda í Reykjavík. Meðal gagnrýnenda er Dögg Pálsdóttir hæstarétt- arlögmaður sem segist hafa nægi- lega mörg mál hjá Barnavernd Reykjavíkur til að fullyrða að málsmeðferð sé misjöfn og að ekki sé alltaf samræmi í því hvernig unnið er að málum. Ekkert eftirlit? Félagið Fjölskylduvernd er með mjög alvarlegar ásakanir á hendur barnaverndaryfirvöldum í borginni en að félaginu standa konur sem eiga það sameiginlegt að hafa staðið í erfiðum forsjár-, um- gengnis- og vistunardeilum við fyrrverandi eiginmenn sína. Í fréttatilkynningu frá félaginu er fullyrt að hvorki aðhald né eftirlit sé til staðar með starfsháttum starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur í umgengnismálum. Félagið segir að verkferlum sé haldið leyndum svo málsaðilar eigi erfitt um vik að verjast starfs- háttum starfsmanna og að enginn telji sér skylt að skoða meinta ámælisverða starfshætti starfs- manna barnavernd- arnefnda í meðförum umgengnismála. Þetta eru ásakanir og gagnrýni sem ég tel að líta beri mjög alvarlegum augum. Vinnuálag og tímaleysi engin afsökun Sú leið sem R-listinn valdi að fara í barna- verndarmálum er ekki sú sem við sjálf- stæðismenn hefðum kosið. Auðvitað átti að viðurkenna vanda Barnavernd- ar Reykjavíkur um leið og fram- kvæmdastjórinn gerði borgaryf- irvöldum viðvart um að í óefni stefndi árið 2002 og fjölga þar starfsfólki í stað þess að setja málið í starfshópa og vera með flóknar útfærslur á því hvað eigi að vera hjá skrifstofu Barnavernd- ar og hvað hjá borgarhlutaskrif- stofunum eða Miðgarði. Hins veg- ar geta vinnuálag og tímaleysi ekki talist afsökun í viðkvæmum málum sem barnaverndarmálum og vitna ég þar til orða Daggar Pálsdóttur hæstaréttarlögmanns. Öryggi barna Sú hætta er fyrir hendi að vand- ræðagangurinn í kringum fyr- irkomulag barnaverndarmála í borginni rýri Barnavernd Reykja- víkur trausti. Ef traust þeirra sem þurfa á aðstoð hennar að halda er rúið er illt í efni og öryggi barna stefnt í hættu. Mikilvægt er að fá svör við spurningum okkar full- trúa Sjálfstæðisflokksins sem við lögðum fram á fundi félagsmála- ráðs í síðustu viku og bregðast skjótt við gagnrýni á starfshætti Barnaverndar Reykjavíkur. Barnavernd Guðrún Ebba Ólafsdóttir skrif- ar um barnaverndarmál Guðrún Ebba Ólafsdóttir ’Sú hætta er fyrir hendiað vandræðagangurinn í kringum fyrirkomulag barnaverndarmála í borginni rýri Barnavernd Reykjavík- ur trausti.‘ Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í félagsmálaráði Reykjavíkur. Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 68. tölublað (09.03.2004)
https://timarit.is/issue/252804

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

68. tölublað (09.03.2004)

Aðgerðir: