Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ S UMT vitum við ekki hvernig á að skilja og túlka í Biblíunni, hún er full af mótsögnum eins og annað í lífinu. Samt halda jafnt íslenska þjóð- kirkjan sem kaþólska kirkjan fast við þá stefnu að ekki megi leyfa samkynhneigðum að gift- ast. Það sé ekki leyft í Biblíunni, hafi aldrei verið leyft og hljóti því að vera bannað. En er öruggt að alltaf sé þar rétt farið með allt, einnig orð Frelsarans, og hvergi rétt að velja og hafna? Margt sanntrúað fólk segir að þannig getum við ekki hagað okkur. Biblían sé ekki eins og hvert annað hlaðborð. En í reynd höfum við stundað þá iðju í margar aldir að hnika til þegar við sjáum að Ritningin er ekki aðeins Guðs orð heldur líka rit sem spratt upp úr sögulegu umhverfi í fátæku og frumstæðu þjóðfélagi. Sumt í henni er innblásinn skáldskapur en ekki leiðsögn. Í hjónabandsformálanum er vissulega sagt skýrum orðum að karl og kona gangi hjónaband, hvergi minnst á að það geti einn- ig gert tveir af sama kyni. En mætti þá ekki breyta formál- anum þegar samkynhneigðir ganga í hjónaband, ætli Guð myndi ekki fyrirgefa okkur það? Fróðir menn hafa leitað uppi ýmislegt í Biblíunni um hjóna- bandið og samskipti kynjanna sem varla hefur sömu skírskotun til okkar núna og sjálfur kjarninn í kærleiksboðskap Jesú Krists, að við eigum að elska og fyr- irgefa. „Og sá sem gengur að eiga frá- skilda konu, drýgir hór,“ segir hann í 5. kafla guðspjalls Matte- usar. Þetta er afar skýrt. Ætla Bush Bandaríkjaforseti og menn hans þá að ógilda öll hjónabönd þar sem annar aðilinn hefur áður skilið? Það ættu þeir að gera til að vera sjálfum sér samkvæmir. Í sjöunda kafla Mósebókar bannar Guð Ísraelsmönnum að taka sér maka meðal þjóðanna sem bjuggu fyrir í landinu. Núna myndum við segja að slík fyr- irmæli væru ekkert annað en kynþáttahatur. Við hunsum þau. Fjallræðan er í 5. kafla Matte- usarguðspjalls og þar segir Kristur: „Þér hafið heyrt, að sagt var: „Þú skalt ekki drýgja hór.“ En ég segi yður: Hver sem horfir á konu í girndarhug, hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu.“ Fyrirmælin í 5. Mósebók um ekkjur eru skýr. „Mágur hennar skal ganga inn til hennar og taka hana sér fyrir konu og gegna mágskyldunni fyrir hana en fyrsti sonurinn, er hún fæðir, skal teljast sonur hins látna bróður hans, svo að nafn hans afmáist ekki úr Ísrael.“ En hverjar eru skyldur kon- unnar? Lítum í Efesusbréf Páls postula. „Verið hver öðrum und- irgefnir í ótta Krists: Konurnar eiginmönnum sínum eins og það væri Drottinn.“ Og í fyrra bréf- inu til Tímóteusar: „Ekki leyfi ég konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum, heldur á hún að vera kyrrlát.“ Í þriðju Mósebók eru reglur um hjúskap presta. „Ekkju eða konu brott rekna eða mey spjallaða, skækju, eigi skal hann slíkum kvænast, heldur skal hann taka sér fyrir konu mey af þjóð sinni.“ Sumt sem sagt er í Biblíunni um sambúð hjóna er auðvitað saklausara þótt það verði að telj- ast – já eigum við að segja frem- ur karllægt? „Betra er að búa í eyðimerkur-landi en með þras- gjarnri og geðillri konu,“ segir í 21. kafla Orðskviðanna. Þrátt fyrir þetta eru Biblían og kristin trú okkur dýrmæti sem koma fyrst almennilega í ljós þegar þau týnast. Tómlæti gagn- vart trúnni, glott þegar minnt er á sannindi sem forfeðurnir hafa tileinkað sér gegnum árþúsundin, er eitt hvimleiðasta einkennið á reigingslegum menntamönnum í vestrænum löndum. Stundum fullyrða þeir spekingslega að trúarbrögðin séu aðalorsök hörmunga og mannvíga. Þá gleymist að þeir Stalín, Hitler og Maó voru allir guðleysingjar og drápu samanlagt fleira fólk en tölu verður á komið. Misnotkun glæpamanna á trúnni sannar að- eins að þeir nota það sem þeim hentar, hvort sem þeir kalla sig kristna, múslíma eða hindúa. En stundum getur trúin orðið meðvitað eða ómeðvitað skálka- skjól þegar menn reyna að finna röksemdir gegn einhverju sem þeir hræðast, til dæmis samkyn- hneigð. Ég er ekki að segja að allir sem nota Biblíutilvitnanir gegn hjónaböndum samkyn- hneigðra séu skálkar. En þegar Bush og aðrir ráðamenn gera það er erfitt að gleyma því að hann telur sig geta grætt á því atkvæði. Prestar fordæma að vísu ekki samkynhneigða, aðeins syndina sem þeir drýgja. En ekki hjálpar það samkynhneigðum mikið. Ætli blökkumönnum hefði á sín- um tíma þótt huggun fólgin í því að fá að vita að hvítir menn hefðu ekkert á móti þeim sjálfum held- ur bara húðlitnum? Fræðimenn hafa ekki hugmynd um ástæður samkynhneigðar. En sennilega er álíka auðvelt að breyta kyn- hneigð sinni og að skipta um húðlit. Samkynhneigð er kannski óskiljanleg eins og lífsgátan og þess vegna ógnvekjandi fyrir þá sem telja ástina aðeins geta gegnt einu hlutverki: Að tryggja viðgang tegundarinnar. En eitt- hvað hlýtur Guð að hafa ætlað sér með þessu. Kannski fannst honum nauðsynlegt að gera mannlífið litríkara en ella, nota samt aðferð sem aldrei gæti stefnt manninum í hættu. Sam- kynhneigðir eru svo lítið brot af mannkyninu að við hin getum hæglega tryggt viðgang tegund- arinnar manns. En svo getur líka verið að Guð hafi ákveðið að senda okkur hin í próf. Hann vilji sjá hvort við tök- um fyrirmæli Krists um að láta okkur þykja vænt um annað fólk fram yfir tortryggni, hatur og löngun til að sparka í þá sem eru öðruvísi en við. Hver veit? Biblían er hlaðborð „En stundum getur trúin orðið með- vitað eða ómeðvitað skálkaskjól þegar menn reyna að finna röksemdir gegn einhverju sem þeir hræðast, til dæmis samkynhneigð.“ VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is sem ég var í þá daga, að ég gat ekki fyrirgefið sjálfum mér, ef ég var ekki kominn heim af einhverjum fundin- um í tæka tíð til að skemmta mér með Rögnvaldi á þessum fimmtu- dagskvöldum. Allt var þetta flutt blaðlaust og spontant, eins og snill- ingum einum er eiginlegt. Óviðjafn- anleg frásagnarlist Rögnvaldar kom líka vel til skila í endurminningabók- um hans, sem Guðrún Egilson, frænka Helgu, skrifaði eftir honum og hétu „Spilað og spaugað“ (1978) og „Með lífið í lúkunum“ (1979). Guð- rún á þakkir skildar fyrir að hafa varðveitt frásagnargleði þessarar listelsku hamhleypu, sem Rögnvald- ur var. Þótt sambúð okkar Bryndísar og Rögnvaldar og Helgu á Vesturgöt- unni stæði skemur en hálfan áratug og oft hafi verið vík milli vina síðan, slitnuðu aldrei þau vináttubönd, sem við bundumst á þessum árum. Rögn- valdur og Helga voru miklir vinir vina sinna. Vinátta þeirra var gjöful og við munum njóta hennar enn um stund, þótt bæði séu þau nú horfin okkur sjónum. Minning þeirra mun lifa í hjörtum þeirra, sem nutu. Helsinki, 3. mars 2004 Jón Baldvin Hannibalsson. Ég var tólf ára þegar ég varð pí- anónemandi Rögnvalds og lærði hjá honum næstu sex árin. Hann mótaði mig á unglingsárunum og veitti mér góða undirstöðumenntun sem kom að gagni síðar á námsferli mínum. Hann var mér þá og alltaf síðan fyrirmynd. Ég kynntist líka, og eign- aðist að vinum, fjölskyldu hans: Helgu og syni þeirra Þór og Geir. Rögnvaldur var frábær kennari. Hann gerði miklar kröfur til nem- enda sinna. Setti þeim fyrir verk sem voru stundum of erfið fyrir þá. Það hvatti suma til dáða. Hann var spar á hólið. Ég var him- inlifandi þegar Rögnvaldur sagði: „Nokkuð gott.“ Ýmsum fannst hann vera naumur á einkunnir. En hann sagði: „Ef ég gef ágætiseinkunn, hvað á ég þá að gefa ef fram kemur nemandi sem hefur hæfileika eins og Hóróvíts?“ En það voru einmitt þess- ar miklu kröfur sem gerðu það að verkum að maður lagði sig allan fram. Og svo var hann fyrirmynd. Þegar hann settist sjálfur við flygilinn og tók nokkrar strófur, þá vissi maður hvernig verkið ætti að hljóma, hverju maður ætti að ná, að hverju bæri að stefna. Þetta sagði meira en miklar útlistanir í orðum. Þegar ég hóf nám við Tónlistarhá- skólann í Köln reyndist undirbún- ingsnámið hjá Rögnvaldi í fínasta lagi – bara halda áfram. Prófessor- arnir Pillnay og Schmidt báðu að heilsa Herr Sigurjonsson í Reykja- vík. Og Vladimir Askenazy trúði Rögnvaldi fyrir því að kenna Vovka syni sínum. Námsferill Rögnvalds var glæsi- legur, bæði í París og New York. Að honum loknum hélt hann mikla tón- leika vestra og fékk frábæra dóma. Svo settist hann að hérna heima. Það var okkur mikil gæfa. Hann var víðsýnni og opnari en flestir aðrir tónlistarmenn hér heima. Hann var mjög metnaðgjarn listamaður, sem glímdi við stærstu og erfiðustu verk píanóbók- menntanna. Ég gleymi seint túlkun hans á b-moll píanókonsert Tsjæ- kofsís og h-moll sónötu Liszts svo fátt eitt sé nefnt. Hann var duglegur við að halda tónleika, bæði hér heima og erlendis. Á þeim árum var það sjaldgæft að íslenskir tónlistarmenn legðu land undir fót og flyttu list sína til útlanda, því utanlandsreisur voru mikið fyr- irtæki. Þar ruddi hann brautina. Viðfangsefni Rögnvalds spönnuðu nær allar píanóbókmenntirnar. Hann var einn fárra tónlistarmanna hérlendis sem fluttu tónlist 20ustu aldar. Fyrir flesta aðra lauk tónlist- arsögunni einhvern tímann á 19du öld. Flutningur Rögnvalds á verkum Prokoffíefs var magnaður. Svo frum- flutti hann íslensk píanóverk með glæsibrag: hin risastóru tilbrigði Páls Ísólfssonar við stef eftir Ísólf Pálsson, og Strákalag Jóns Leifs, snjallt verk og þrælerfitt. Kannski var Rögnvaldur fyrst og fremst rómantískur virtúós af rúss- neska skólanum. Fyrirmyndir hans voru, að ég hygg, Hórovíts og Rakk- maninoff. Hann hafði mikla tækni. Túlkun hans var mjög persónuleg, hann fór oft ótroðnar slóðir, treysti á innblást- ur augnabliksins, tók áhættu á kons- ertum; var þess vegna stundum brokkgengur, en þegar allt gekk í haginn tók hann salinn með trompi og var ógleymanlegur öllum sem á hlýddu. Gamlar hljóðritanir með leik Rögnvalds hafa verið gefnar út á geisladiskum og eru fagur vitnis- burður um spilamennsku hans. Eftir að Rögnvaldur hætti að spila opinberlega hélt hann áfram að kenna. Og hann gerðist vinsæll út- varpsmaður: ræddi um og bar saman mismunandi túlkun mikilla píanista á meistaraverkum tónlistarinnar. Dómar hans voru afdráttarlausir og skorinorðir. Skoðanir hans byggðar á þekkingu og settar fram á óhátíð- legu máli án belgings og merkileg- heita. Hann var mikill fagmaður í öllu því sem að píanóinu laut. Þar fyrir utan var Rögnvaldur mannblendinn samkvæmismaður. Bæði hann og Helga voru einstak- lega gestrisin og alltaf töluvert renn- irí í kringum þau: kæti, kúltúr og gleði. Samband þeirra var fallegt, þau löðuðust hvort að öðru á æskuár- unum; voru eins og nýtrúlofuð alla tíð. Þau voru dálítið gamaldags bóhemar, og báru aristókratískan þokka. Rögnvaldur samkvæmisljón, sögumaður og brandarakall, Helga brosmild og hlý, enda sjálf Dimma- limm prinsessa. Rögnvaldur missti mikið þegar Helga féll frá fyrir nokkrum árum, en hann var ern og bar aldurinn vel. Mér þótti hann alltaf eins. Hann fékk hægt andlát og dó í svefni. Ég mun lengi sakna Rögnvalds og sendi fjölskyldunni samúðarkveðjur. Atli Heimir Sveinsson. Það eru næstum liðin fimmtíu ár síðan ég kynntist Rögnvaldi Sigur- jónssyni. Hjarta mitt er fullt af söknuði eftir honum og Helgu Egilson sem kvaddi þetta jarðlíf fyrir nokkrum misser- um. Allt frá fyrstu stund voru þau svo hlý og góð við mig og unga manninn sem ég þá var í þann mund að taka saman við, Leif Þórarinsson, og börnin okkar, að það verður aldrei launað. En þau voru ekki bara góð við okk- ur, heldur ótal marga aðra. „Þau voru lífsakkerið okkar Halldórs,“ hefur Auður Laxness einhvers stað- ar sagt. Og alltaf var jafn glatt á hjalla, hvort sem það var flóð eða fjara í matarbuddunni. Og hvort sem boðið var upp á rósavín eða bara kaffi og tvíbökur. Og líka þegar þau sátu tvö ein langt fram á nætur og spjöll- uðu saman og hlógu og hlustuðu á tónlist. Rögnvaldur hafði dýrðlegt skopskyn og fljótur að sjá eitthvað fyndið við hversdagslegustu aðstæð- ur. Nú verða heldur betur fagnaðar- fundir hjá þeim hjónum. Vísast er að englar komi þjótandi með ódáins- veigar og ætli ekki verði hægt að draga gylltan flygil fram úr einhverj- um skýjabólstrinum. Og áreiðanlega halda þau áfram að senda hlýjar hugsanir niður til afkomenda, tengdafólks og vina. Það væri ekki líkt þeim að gleyma okkur! Inga Huld Hákonardóttir og fjölskylda. „Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld,“ orti Bólu- Hjálmar og koma þau orð oft í hug þeim sem gamlir verða. Líka þau orð sem næst fara: „Ég kem eftir, kannski’ í kvöld …“ Svo einkennilega vill til að við Rögnvaldur Sigurjónsson áttum heima undir sama þaki um skeið þeg- ar hann var að verða tveggja ára en ég þriggja. Faðir minn hafði verið settur til að annast einhver reikn- ingsskil við sýslumannsembættið á Eskifirði, og bjó ég ásamt foreldrum mínum í sýslumannshúsinu þá mán- uði sem þetta tók. Í þessu húsi fædd- ist Rögnvaldur. Sýslumaðurinn var Sigurjón Markússon, ákaflega mús- íkalskur maður, sjálfur píanóleikari eins og þeir gerðust bestir af hans kynslóð, og söngstjóri. Ein fyrsta bernskuminning mín er af því þegar hann var að æfa karlakór í stofu þeirra hjóna. Ég man meira að segja enn lagið sem sungið var. Minnis- stæð er mér líka vinsemd og hlýja sýslumannsfrúarinnar, Sigríðar Björnsdóttur, og kveðjugjöf sem dætur þeirra hjóna gáfu mér að skilnaði. Þetta ágæta fólk var hið fyrsta sem ég kynntist á ævinni utan fjölskyldu minnar. En ég man lítið eftir Rögnvaldi, og sjálfur mundi hann ekkert frá þessum tíma, sem ekki var von. Það er því ekki hægt að segja að kynni okkar hafi hafist þarna. Þessi samvera stóð líka skamma hríð. Sýslumannsfjölskyldan fluttist til Reykjavíkur um þetta leyti en við til Seyðisfjarðar þar sem ég ólst upp. Rögnvaldur helgaði sig píanóinu frá bernsku og útskrifaðist úr Tónlistar- skólanum 1937, sama ár og ég lauk stúdentsprófi á Akureyri. Hans braut var þá þegar mörkuð, en ég var miklu óráðnari. Hann fór þá um haustið til framhaldsnáms í París. Fundum okkar bar eiginlega fyrst saman í New York. Við vorum sam- tímis í Bandaríkjunum um það bil tvö ár, Rögnvaldur í New York en ég í New Haven, Connecticut. En það er stutt á milli, ekki nema hálfrar ann- arrar stundar ferð í lest. Ég sótti því oft tónleika í New York, og að sjálf- sögðu samkomur Íslendinga, svo að ekki gat hjá því farið að við hittumst öðru hverju. En það var ekki fyrr en við vorum báðir orðnir kennarar við Tónlistar- skólann í Reykjavík sem náin kynni tókust með okkur Rögnvaldi og Helgu Egilson konu hans. Þau voru ólík um margt. Rögnvaldur var ræð- inn og glaðbeittur, en Helga hæglát, íhugul og orðvör. En samband þeirra var svo náið, að hvorugt gat án hins verið. Þau voru eins og tvær hliðar á sama peningi. Ég held þau hafi verið samrýndustu hjón sem ég hef nokkru sinni þekkt, og þau urðu, hvort um sig og bæði saman, meðal allra kærustu og bestu vina minna. Nánust urðu kynni okkar þann vetur sem við vorum samtímis í Vín- arborg, 1954–55, ásamt fjölskyldum okkar. Þá var nær daglegur sam- gangur milli heimilanna, og margir voru þeir tónleikar sem við Rögn- valdur sóttum saman. Annanhvorn sunnudag heimsóttum við ásamt börnunum Ástu von Jaden sam- kvæmt gamalli hefð, og ógleymanleg er ökuferð sem við Rögnvaldur og nokkrir fleiri fórum vestur í Týról og suður yfir Alpana um vorið. Um vet- urinn hélt Rögnvaldur tónleika í Graz og stóð til að ég æki honum þangað, en þegar til kom var ófærð og hálka á vegum og þótti þá ráð- legra að hann færi með lest. Þegar þessir tónleikar nálguðust varð ég líklega taugaveiklaðri en Rögnvaldur sjálfur og kvað svo rammt að þessu að ég missti mat- arlyst. Þá spurði Ágúst sonur minn, 6 ára: „Pabbi, þarf hann Rögnvaldur nokk- uð að vera að þessu?“ Eftir stutta umhugsun svaraði ég: „Já, hann má til.“ Rögnvaldur var fæddur konsertpí- anisti, og hafði til að bera allt sem til þess þarf: hæfileikana, kunnáttuna, viljann og þörfina fyrir að tjá sig og miðla öðrum skilningi sínum, reynslu og upplifun tónlistar. Vissulega átti hann margar glæst- ar stundir á tónleikum sínum víða um lönd, en þær hefðu átt að verða miklu fleiri. Guðrún Egilson, frænka Helgu, skrifaði tvær bækur byggðar á sam- tölum við Rögnvald, ágætar bækur sem verða enn dýrmætari en áður nú þegar Rögnvaldur er allur. Í inn- gangi fyrri bókarinnar (Spilað og spaugað, 1978) segir hún: „… saga hans … segir frá manni, sem sá upp á tindinn, fór aldrei alla leið, en hefur orðið ógleymanlegur þeim, sem hlýtt hafa á hann slá strengi slaghörpunn- ar í tónleikasölum og á sína léttu strengi í góðum vinahópi.“ Rögnvaldur K. Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.