Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    29123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 49 Í DAG Fyrirtæki Erum að endurnyja söluskrána. Vantar mikið af góðum fyrirtækjum á skrá. Höfum sterka kaupendur sem geta keypt fyrirtæki upp í 3 millj. Hafið samband - fullur trúnaður. fyrirtaeki.is Öll fyrirtækjaskráin okkar er nú á netinu í mjög aðgengilegu formi. Skoðið síðurnar okkar og hafið samband Einar Örn Reynisson, lögg. fasteignasali. STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert forvitin hugsjóna- manneskja sem átt þér marga stóra drauma. Þú átt auðvelt með að laða að þér fólk. Mikilvægum kafla í lífi þínu er að ljúka og nýr kafli er að taka við. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Reyndu að gefa þér tíma til hvíldar og einveru í dag. Þú getur ekki uppfyllt þarfir allra í kringum þig. Þú þarft tíma til að endurhlaða batt- eríin. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þetta er góður dagur til að njóta samvista við vini þína og ættingja. Gerðu það að for- gangsverkefni að gera eitt- hvað skemmtilegt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú munt eiga mikilvægar samræður við foreldra þína, yfirmenn og aðra yfirboðara í dag. Hlustaðu vandlega á það sem sagt er og reyndu að draga lærdóm af því. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þetta verður á einhvern hátt óvenjulegur dagur. Þig lang- ar ekki til að gera hlutina af gömlum vana heldur bregða út af honum á einhvern hátt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert óvenju ástríðufull/ur og gætir jafnvel orðið ást- fangin/n af yfirmanni þínum í dag. Fólk tekur eftir því hvað þú sendir frá þér sterka strauma. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Varastu að skuldbinda þig í mikilvægu máli í dag. Þú ætt- ir eftir sem áður að hlusta á það sem foreldrar þínir og nánir vinir hafa að segja. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hentu tíu hlutum sem þú ert hætt/ur að nota í dag. Það er kominn tími til að rýma til fyrir einhverju nýju. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þetta ætti að verða skemmti- legur dagur. Þú ert í skapi til að daðra og leika þér. Þetta er líka góður dagur til einhvers konar sköpunar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Notaðu daginn til að þrífa og taka til á heimilinu. Gefðu þér einnig góðan tíma til að tala við börn og ungmenni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú munt eiga léttar og skemmtilegar samræður við systkini þín í dag. Þú ættir þó ekki að fastsetja neitt sem skiptir máli. Dagurinn hentar heldur ekki vel til innkaupa. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur hugann við peninga- málin þessa dagana. Þú ert upptekin/n af því hvernig þú aflar tekna þinna og eyðir þeim. Þetta er þó ekki rétti dagurinn til að taka mik- ilvægar ákvarðanir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert sérlega frumleg/ur og hugmyndarík/ur í dag og því er þetta góður dagur til að sinna skapandi verkefnum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÞRJÚ LJÓÐ UM LÍTINN FUGL Það vorar – fyrir alla þá, sem unna, og enginn getur sagt, að það sé lítið sem vorið hefur færzt í fang, og skrýtið, hvað fljótt því tekst að safna í blóm og runna. Og listamenn með litakassa og bretti sem labba út í náttúruna og mála, en ungu blómin drekka dögg og skála til dýrðar sínum yndislega hnetti. Ég þekki líka lind við bláan vog, lítið glaðvært skáld, sem daglangt syngur og yrkir sínum himni hugljúf kvæði. Og litlu neðar, einnig út við Sog, býr óðinshani, lítill heimspekingur, sem ég þarf helzt að hitta í góðu næði. – – – Tómas Guðmundsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 50 ára afmæli. Í dagþriðjudaginn 9. mars er fimmtugur Richard Han- sen, véltæknifræðingur, Vesturtúni 46, Bessa- staðahreppi. VESTUR hefur kvatt sér hljóðs með opnunardobli og það er eins víst að hann hafi frá einhverju að segja. Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠D1087 ♥42 ♦D92 ♣ÁK64 Suður ♠ÁKG64 ♥K53 ♦G83 ♣D2 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 spaði Dobl 2 grönd * Pass 4 spaðar Pass Pass Pass * áskorun í fjóra spaða Vestur tekur tvo fyrstu slagina á ÁK í tígli og spilar þriðja tíglinum. Austur fylgir lit, svo sagnhafi er á lífi, en útlitið er þó ekki sér- lega bjart, því vestur á vafa- lítið hjartaásinn á eftir kóngnum. Hvað á að gera í því máli? Þetta er eintómt svarta- gallsraus – útlitið er þvert á móti nokkuð bjart. Vestur þarf ekki annað en eiga lengdina í laufi með hjarta- ásnum og þá kemur hann engum vörnum við. Segjum að spilið sé þann- ig vaxið: Norður ♠D1087 ♥42 ♦D92 ♣ÁK64 Norður Vestur Austur ♠92 ♠53 ♥ÁD86 ♥G1097 ♦ÁK10 ♦7654 ♣G875 ♣1093 Suður ♠ÁKG64 ♥K53 ♦G83 ♣D2 Sagnhafi tekur öll tromp- in fimm og skilur eftir eitt hjarta í blindum og ÁKxx í laufi. Heima á hann Kxx í hjarta og Dx í laufi. Vestur er dæmdur til að hanga á öllum laufum sínum og fer því niður á hjartaásinn blankan. Og þá spilar suður hjarta í bláinn og ásinn slær vindhögg. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Bxf6 gxf6 10. Rd5 f5 11. Bd3 Be6 12. 0-0 Bxd5 13. exd5 Re7 14. Dh5 e4 15. Be2 Bg7 16. c3 Hc8 17. Rc2 Hc5 18. Re3 f4 19. Rf5 0-0 20. a4 Rxf5 21. Dxf5 De7 22. axb5 axb5 23. Dxf4 Hxd5 24. Hfd1 He5 25. De3 f5 26. Db6 f4 27. Dxd6 Dg5 28. f3 e3 29. Ha7 Kh8 30. Dd7 Hg8 31. Dh3 Dg6 32. Had7 Hh5 33. H7d6 Bf6 34. Hxf6 Ofurskákmótinu í Linares lauk fyrir skömmu á Spáni. Mótshald- arinn Louis Rentero hefur í gegnum tíð- ina refsað þátttak- endum fyrir að gera stutt jafntefli með faukyrðum og fjár- sektum. Í ár var mótið litlaust í meira lagi og urðu jafn- teflin ófá. Þetta hef- ur án efa gera Ren- tero gramt í geði en hinsvegar hentaði þetta Peter Leko (2.722) og Vladimir Kramn- ik (2.777) ágætlega en þeir eru báðir afar traustir skák- menn og tapa sárasjaldan. Staðan kom upp í úr- slitaskák þeirra á milli þar sem sá síðarnefndi hafði svart. 34... Dc2! 35. Dxh5 Dxe2 36. g4 Df2+ og hvítur gafst upp. Lokastaða móts- ins varð þessi: 1. Vladimir Kramnik (2.777) 7 vinninga af 12 mögulegum. 2.–3. Pet- er Leko (2.722) og Garry Kasparov (2.831) 6½ v. 4.–5. Teimour Radjabov (2.656) og Veselin Topalov (2.735) 6 v. 6.–7. Alexei Shirov (2.736) og Francisco Vallejo Pons (2.663) 5 v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. MEÐ MORGUNKAFFINU    MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Ertu viss um að manninn þinn gruni ekkert...? Bridsfélag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 4. mars sl. hófst keppni í aðaltvímenningi félagsins, sem nefnist Sigfúsarmótið. Mótið er 4 kvölda Howell-tvímenningur, þar sem allir spila við alla á hverju kvöldi. Góð þátttaka er í mótinu, eða 16 pör. Þessi pör skoruðu mest: Þórður Sigurðsson – Gísli Þórarinsson 57 Björn Snorras. – Kristján M. Gunnarss. 44 Helgi Hermannss. – Vilhjálmur Þ. Pálss. 37 Ríkharður Sverrisson – Þröstur Árnas. 21 Ásgeir Gestss. – Guðmundur Böðvarss. 14 Garðar Garðarsson – Gunnar Þórðarson 12 Nánar má finna um gang mála á heimasíðu félagsins www.bridge.is/ fel/selfoss. Önnur umferðin í mótinu verður spiluð fimmtudaginn 11. mars. Suðurlandsmótið í tvímenningi Skráning er nú komin vel á veg í Suðurlandsmótið í tvímenning, en þegar þetta er skrifað eru 15–17 pör komin á skrá. Mótið verður laugardaginn 13. mars í félagsheimilinu Hvoli á Hvols- velli, og hefst spilamennska stund- víslega kl. 10.00. Skráningarfrestur rennur út á miðvikudagskvöldið 10. mars. Skráning er hjá Ólafi í tölvupósti ost- @mbf.is og síma 898 6500, Garðari í síma 862 1860 og Sigurjóni í síma 899 5429. Bridsfélagið Muninn Sandgerði Lokið er 3ja kvölda Bord-A-Match keppni þar sem 6 sveitir kepptu. Lokastaðan varð eftirfarandi: Sv. Sparisjóðsins í Keflavík 103 Sv. Heiðars Sigurjónssonar 86 Sv. Lilju Guðjónsdóttur 85 Sv. Karls Einarssonar 80 Sveit Lilju tapaði bara einum leik. Frábær árangur hjá þeim, en auk hennar spiluðu Þórir Hrafnkelsson, Trausti Þórðarson, Guðjón Óskars- son ásamt Skúla Sigurðssyni. Aðalsveitakeppni félagsins hefst miðvikudaginn 10. mars. Spila- mennska hefst kl. 19.30. Skráning sveita hjá Heiðari í s. 8221448. Bridsfélag SÁÁ hættir starfsemi Fimmtudaginn 4. mars mættu að- eins 4 pör til leiks og var spilað mót í sveitakeppni, 3 umferðir, 10 spila leikir. Lokastaðan (meðalskor 45): Anna G Nielsen – Inda Hrönn Björnsd. 57 Unnar A Guðmundss. – Sigrún Pétursd. 53 Þorvaldur Pálmas. – Jón V. Jónmundss. 34 Einar Á Pétursson – Einar Einarsson 30 Þátttakan hefur verið svo döpur eftir áramótin að félagið hefur ekki rekstrargrundvöll lengur. Því hefur verið ákveðið að leggja starfsemi fé- lagsins niður, a.m.k. til næsta hausts. Umsjónarmaður þakkar spilurum samveruna á tímabilinu. Sjá má allt um starfsemi félagsins á heimasíðu félagsins, slóðin er: www.bridge.is/ fel/saa Félag eldri borgara í Kópavogi Það mættu 18 pör til keppni þriðjudaginn 2. mars og eftirtalin pör skoruðu mest í N/S: Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 281 Jón Jóhannss. - Sturlaugur Eyjólfss.249 Jón Stefánss. - Þorsteinn Laufdal 225 Og hæsta skorin í A/V: Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddss. 275 Aðalheiður Torfad. - Ragnar Ásmundss. 238 Lilja Kristjánsd. - Ólafur Ingvarss. 237 Sl. föstudag mættu 20 pör og þá urðu úrslitin þessi í N/S: Július Guðmss. - Óskar Karlss. 256 Jón Stefánss. - Þorsteinn Laufdal 238 Rafn Kristjánss. - Oliver Kristófss. 237 Hæsta skor í A/V: Jóhann Benediktss. - Pétur Antonss. 305 Ólafur Ingvarss. - Ragnar Björnss. 236 Hannes Ingibergss. - Sigurður Pálss. 231 Þetta er risaskor hjá Jóa og Pétri en meðalskor báða dagana var 216. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 68. tölublað (09.03.2004)
https://timarit.is/issue/252804

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

68. tölublað (09.03.2004)

Aðgerðir: