Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    29123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðný Berg-sveinsdóttir fæddist í Aratungu í Staðardal í Stein- grímsfirði 5. maí 1924. Hún lést á hjúkrunardeild Hornbrekku í Ólafs- firði 25. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Guðrún Friðriksdótt- ir húsfreyja, f. 10. október 1879, d. 24. febrúar 1976, og Bergsveinn Sveins- son bóndi og kennari, f. 21. september 1876, d. 13. júlí 1967. Systkini Guðnýjar voru: Guð- björg Rannveig, f. 10. sept. 1905, Bergsveinn Sigurður, f. 7. okt. 1906, d. 11. des. 1977, Sveinn Lýður Marís, f. 23. okt. 1907, d. 17. okt. 1988, Jóhannes Sigurður, f. 20. okt. 1908, d. 3. ágúst 1989, Hjálmfríður Lilja, f. 1. feb. 1910, d. 10. okt. 1993, Guðlaugur Margeir, f. 8. apríl 1911, d. 1923, Kristján, f. 4. júní 1912, d. 24. okt. 1912, Pétur Einar, f. 25. okt. 1913, d. 20. des. 1999, Kristján, f. 6. mars 1915, d. 2. feb. 1993, Ólaf- ur, f. 7. júní 1916, d. 27. sept. 1994, Friðrik, f. 1. sept. 1917, d. 8. sept. 1917, Anna Stefanía, f. 17. jan. 1919, Ananías, f. 4. júní 1920, d. 3.júní 1986, og Ragnar Guðmund- steinsdóttir, f. 17. des. 1951. Þeirra börn: A) Anna Hilda, f. 28. jan. 1973, maki Guðmundur Jónsson 21. okt. 1967. Þeirra börn: Ívar Örn, f. 30. okt. 1995; Guðjón Breki, f. 10. apríl 2001. B) Gunnlaug Björk, f. 28. sept. 1974, maki Birnir Freyr Björnsson, f. 1. júlí 1974. Þeirra börn: Hugrún Pála, f. 29. sept. 1996; Birnir Mikael, f. 27. sept. 1999. 4) Drengur, f. 27. júní 1954, d. 28. júní 1954. 5) Reynir, f. 24. jan- úar 1959, maki Þorbjörg Hólm- geirsdóttir, f. 20. des. 1961. Þeirra synir: Hjörtur Már, f. 28. mars 1983; Hólmgeir, f. 20. okt. 1986. Guðný ólst upp í Strandasýslu, fyrst í Aratungu þar sem hún er fædd, þaðan fluttu foreldrar henn- ar að Vatnshorni, þaðan í Skeljavík svo að Víðdalsá og þaðan til Hólma- víkur þar sem foreldrar hennar bjuggu þar til faðir hennar fór á elliheimilið Grund. Guðný lauk skyldunámi 1938 og ekki varð af frekara námi þótt hug- ur hennar stæði til þess. Guðný og Arngrímur hófu búskap á Hólma- vík og bjuggu þar til 1954 er þau fluttu til Reykjavíkur og þaðan sama ár til Hvolsvallar. Þau flytja svo til Ólafsfjarðar 1959 þar sem þau búa til ársins 1982 er þau flytja til Reykjavíkur vegna veikinda Arngríms. Arngrímur deyr svo 1983 og þá flytur Guðný aftur til Ólafsfjarðar og bjó þar til æviloka. Guðný stundaði ýmis störf en lengst af starfsferlinum vann hún við verslunarstörf. Útför Guðnýjar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ur, f. 15. júlí 1922. Hinn 2. júní 1945 gekk Guðný að eiga Arngrím Guðbjörns- son verslunarstjóra, f. 19. ágúst 1920, d. 6. okt. 1983. Foreldrar hans voru Katrín Kristín Guðmunds- dóttir ljósmóðir, f. 19. okt. 1885, d. 20. jan. 1967, og Guðbjörn Bjarnason bóndi og verkamaður, f. 26. sept. 1880, d. 25. okt. 1952. Guðný og Arn- grímur eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Jón Bene- dikt, f. 16. apríl 1945, d. sama dag. 2) Björk, f. 2. maí 1947, maki: Sveinn S. Stefánsson, f. 25. apríl 1940, d. 29. nóv. 1989. Þeirra börn: A) Guðný Arna, f. 9. feb. 1966, maki Kristinn Eiríksson, f. 26. mars 1966 Börn: Sveindís Ösp Guðmundsdótt- ir, f. 2.11. 1986; Eyrún Mist Eiríks- dóttir, f. 19.7. 1992; og Ástrós Eir Eiríksdóttir, f. 4.5. 1994. B) Anna, f. 8. des. 1967. Hennar barn er Eva Brá Axelsdóttir, f. 30.9. 1993. C) Sigríður Guðrún, f. 5.9. 1971, maki Rósant Már Torfason, f. 21.8. 1971. Þeirra synir: Bjarki, f. 7.11. 1998; og Helgi, f. 9.9. 2000. D) Soffía Snæ- dís, f. 24. sept. 1984. 3) Guðbjörn, f. 20. ágúst 1949, maki Guðbjörg Þor- Þær eru margar minningarnar sem vakna þegar að kveðjustund kemur. Mamma var merkileg kona fyrir margra hluta sakir og óvíst að við afkomendur hennar sem munum hana glaðværa, hjartahlýja og sýnandi ótakmarkaða ást og áhuga á okkur og okkar nánustu munum, að áður en ellin fékk tak á henni alltof snemma og alltof ungri var hún kona sem hafði gengið í gegnum og lifað ótrúlegar breyt- ingar á sinni ævi. Mamma var fædd í Aratungu í Staðardal og var afkomandi Strandamanna sem búið höfðu í mannsaldra að Dröngum og í Drangavík. Afkomendur Sigurðar Alexíussonar, merkismanns á sinni tíð, og Jóns Magnússonar á Reykjanesi sem var uppi um 1700. Móðir hennar Sigríður var fædd á mesta kuldaskeiði aldarinnar í Drangavík árið 1879. Faðir hennar var Friðrik bóndi Jóhannesson í Drangavík, rauðhærður og álitinn fremur rustalegur. Honum lynti lítt við kaupmanninn í Kúvíkum og í lifandi minni eru sögur af því þegar Guðbjörg kona hans Björns- dóttir, amma mömmu minnar, gekk að vetrarlagi frá Drangavík að Kúvíkum til að ná mjölhnefa of- an í börnin út úr kaupmanninum og bar sjálf byrðarnar heim þegar frosta- og harðindatímabilið mikla um og upp úr 1880 gekk yfir. Frið- rik og Guðbjörg áttu mörg börn. Á þessu harðindatímabili gekk líka mislingafaraldur og dó helmingur barna þeirra Drangavíkurhjóna, einkum þau sem fyrst komu í heiminn. Guðbjörg lést af barns- förum 1889 þegar Sigríður amma var aðeins tíu ára gömul. Enn er varðveitt útfararræða prestsins í Árnesi yfir Guðbjörgu langömmu. Sigríður amma fór við lát móður sinnar í fóstur til föðurbróður síns Hallvarðar í Skjaldarbjarnarvík, sem síðar fluttist í Hlöðuvík. Önn- ur eftirlifandi systkini hennar fóru að Dröngum til Jóhannesar afa þeirra og enn önnur dvöldu áfram hjá föður sínum í Drangavík, við misjafnt atlæti. Sigríður ólst upp í Skjaldarbjarnarvík og bjó í góðu yfirlæti hjá frændfólki sínu, þar til ungur maður, Bergsveinn Sveins- son, úr Sunndal kom gangandi yfir Drangajökul til að leita sér kvon- fangs, en dugnaður og gjörvuleiki ömmu hafði spurst út. Foreldrar mömmu, Bergsveinn og Sigríður, byggðu bú í Aratungu, efst uppi í Staðardal þar sem nú eru bæjarrústir einar og þar eign- uðust þau 15 börn. Þegar mamma fæðist yngst barna þeirra árið 1924 er húsakostur eins og hann hafði verið í árhundruð á Íslandi. Torfbær, með þrem burstum og þriggja stafgólfa baðstofu. Í einni burstinni var inngangur, – dyr og dyraloft. Í þeirri næstu hlóðaeld- hús og þeirri þriðju fjós með þrem básum og einni kú. Baðstofan lá þvert og bakatil. Niðri var eldhús og uppi baðstofan. Annar húsa- kostur lýsir búskaparháttum, en þar var ærhús, með heytóft, fyrir 30 kindur. Lambhús fyrir tíu lömb sem sett voru á og stía fyrir tvo til þrjá hrúta. Hesthús og hlaða fyrir þrjá hesta, þá Bleik, Hervöru og Skottu. Vatn var sótt í brunnhús sem lá nokkru neðan við bæinn. Af þessum gæðum og gögnum varð hin stóra fjölskylda að lifa, enda fór það svo að búið varð of lítið til að fæða allan barnaskarann og fóru þau í fóstur til ættingja, til Sveins föðurbróður þeirra á Kirkjubóli eða til Hólmavíkur. Sum af yngri systkinunum fluttust til eldri systkina þegar þau höfðu komið sér upp eigin heimili víðs- vegar um landið. Mamma ólst allt- af upp hjá ömmu Sigríði og þegar búið var lagt af í Aratungu og afi hélt í farandkennslu á norðurhluta Stranda fylgdust þær mæðgur að í húsmennsku þar til þau fluttu til Hólmavíkur þar sem Bergsveinn og Sigríður bjuggu í nokkur ár. Það var ekki auðvelt líf fyrir unga stúlku að alast upp við þessar að- stæður og snemma var hún sett til vinnu með móður sinni eins og sjálfsagt þótti þá. Vinnan var oft erfið og dagar langir og lítill tími til leikja. Aldrei heyrði ég mömmu leggja illt til þessara húsbænda þegar hún lýsti erfiðri vinnu á engjum og inniverkum. Eitt mun henni þó hafa sárnað mikið en það var að vera send af húsbændunum út að vinna þegar farandkennari kom á bæinn til að kenna jafn- öldrum hennar og börnunum á bænum. Lýsir það nokkuð viðhorf- um húsbænda til hjúa sinna á þessum tíma. Hugur hennar stóð alltaf til náms, en tækifærin voru fá. Hún lauk skyldunámi 14 ára gömul en alla tíð vildi hún greiða leið þeirra sem nema vildu. Upp- byggingu á Háskóla Íslands studdi hún alla tíð, frá því ég fyrst man eftir mér, þó ekki hafi alltaf mikið verið til skiptanna. Slysavarna- félag Íslands, sem hún var ævi- félagi í, studdi hún einnig af heil- um hug. En hvers vegna að rifja þetta upp? Búskaparraunir sem oftast lágu í þagnargildi, bæði hjá mömmu og líka ömmu. Leyndar- málin um baslið, fátæktina og sorgina sem fylgir því að missa sína nánustu frá sér. Harðindin, baráttuna við náttúruna. Kannski gerum við engum greiða með að rifja upp þessa atburði, – lífssögur kvenna eins og mömmu, ömmu Sigríðar og Guðbjargar langömmu sem háðu harða baráttu við nátt- úruöflin. En eitt má af þeim læra, að þótt erfiðleikar hafi oft beygt þær þá stóðu þær alltaf uppréttar aftur, stoltar og miklir dugnaðar- forkar sem enn er minnst. Og svo mun lengi verða. Enn lifa sögur af þrautseigju þeirra, baráttu, hlýju og umhyggju fyrir börnum sínum. Þannig minnist ég líka mömmu. Allt frá því ég man fyrst eftir mér, bundinn við lærið og stundum of- verndaður, var væntumþykja og takmarkalaus fyrirgefning á strákapörum í augum hennar. Glaðværð og hlátur. Aldrei eins og lífið hefði verið erfitt. Hverri stund látin nægja sín þjáning og svo reynt að gera betur. Í pabba eign- aðist hún sinn lífsförunaut, þar til hann lést 1983, sama ár og eldri strákurinn minn er fæddur. Tryggð þeirra takmarkalaus og engir erfiðleikar eða misbrestir svo stórir að ekki mætti gera gott úr þeim. Enginn veit hvað átt hef- ur fyrr en misst hefur. Á Ólafsfirði byggðu þau sitt bú, langt frá hrjóstrugum Ströndum, en þar var hugurinn samt alltaf. Böndin svo sterk. Á Ólafsfirði var heimili, allt- af fallegt og alltaf fólk. Þar voru líka Unaðsstaðir í sveitinni. Sælu- reitur sem bar nostursemi og um- hyggju mömmu greinilegt vitni. Staður gleði og unaðar. Samkomur vina, sumir langt að komnir. Aðrir úr næstu götum eða ofan af brekku. Þar uxu blóm og þar uxu tré og runnar. Þar bjuggu mar- íuerlur, þrestir og þúfutittlingar og einstaka músarrindill. Þar var skjól fyrir allt og alla og þar efld- ist vinskapur. Þar voru leikir og þar var sólskinsbær. Við vorum þrjú systkinin sem komumst á legg. Eitt bættist svo við á fullorðinsárum, varð sem besta dóttir og óf tryggðaband sem aldrei raknaði. Svo lík mömmu að lundarfari og glaðværð og umhyggju. Þrjú börn dóu strax, þar á meðal frumburðurinn. Þau lifðu samt áfram, mamma vissi af fólkinu fyrir handan. Það lifði alla tíð með henni. Minning alltaf svo sterk, að ég held, að hún fann allt- af fyrir því. Vissi hvernig því leið og fékk jafnvel skilaboð. Ekki bara um börnin sín fyrir handan heldur líka aðra ættingja. Þangað vildi hún fara að loknu ævistarfi. Þar var gott að vera og þar samein- uðust vinir og ættingjar á ný. Þar bíða allir okkar bestu og nánustu. Ég átti alltaf erfitt með að skilja þetta, – hafði ekki samband yfir. Var jafnvel efahyggjumaður, en nú þegar að lokum kom er ég ekki lengur í vafa. Mamma hefur alltaf rétt fyrir sér. Þinn Reynir. Fyrst þegar ég hitti Guðnýju, þá tilvonandi tengdamóður mína, kom hún hlæjandi á móti mér og faðm- aði mig innilega að sér. Þannig var Guðný, einstaklega hláturmild og hlý með breiðan faðm og gjarnan glettnisglampa í auga. Hún var ör- lát og gaf ríkulega af því sem hún átti. Á þessum árum bjuggum við á Grettisgötunni, við Reynir á hæð- inni fyrir ofan þau Arngrím sem þá átti við alvarleg veikindi að stríða. Aldrei kvartaði hún eða barmaði sér á annan hátt en erfitt hefur það verið að horfa á lífsförunaut sínum hraka uns hann var allur. Guðný þurfti oft að sitja á strák sínum þegar hún fylgdist með tengdadótturinni en aldrei greip hún framfyrir hendurnar á mér, þótt ung og óreynd væri, heldur virti hún ákvarðanir mínar, bæði að því er snerti son hennar og son- arsyni. Eftir að Guðný flutti aftur til Ólafsfjarðar voru fjölskylda, vinir og vandamenn ætíð velkomnir til Guðnýjar og í hvert sinn dregið það besta fram, hvergi til sparað og nóg af öllu. Þegar synir okkar Reynis voru yngri fyllti hún t.d. öll kökubox af kaffibrauði þegar von var á prinsunum litlu. Svo rausn- arleg var móttakan að eitt sinn þegar eldri sonur okkar, þá nýlega orðinn þriggja ára, settist að upp- dúkuðu borði í eldhúsinu spurði hann: „Á ég afmæli í dag?“ Henni þótti afar vænt um landið sitt og skildi aldrei þetta óþol í unga fólkinu að rjúka til útlanda þegar nóg var að skoða innanlands. Samt lagði hún það á sig að heim- sækja okkur hjónin tvívegis þegar við bjuggum erlendis. Hún hafði lúmskt gaman af að skoða kastala og allan gróðurinn enda mikill höfðingi og garðyrkjukona. Guðný var náttúruunnandi og fann sér verkefni sem hún gat sinnt utanhúss. Þar á meðal voru laxveiði og gönguskíði og árum saman ræktaði hún upp landið í kring um Unaðsstaði, sumarbústaðinn sinn. Þar skilur hún mikinn trjálund eft- ir sig og er hann lýsandi um dugn- að hennar og elju. Það er með trega í hjarta sem ég kveð Guðnýju en þó er það huggun harmi gegn að vita að hvíldin var langþráð. Þorbjörg. Minningarnar eru margar og ljúf- ar um Guðnýju ömmu og Adda afa. Það var mikið lán að mamma kynnt- ist þér, afa og þinni fjölskyldu. Þú varst amma okkar. Á hverju ári var mesta tilhlökkunarefnið fyrir utan jólin að fara norður. Kirkjuvegur 4 er í minningunni staður þar sem vel var tekið á móti manni og alltaf fjör. Í hverri heimsókn var skylda að fara í berjamó og þeir sem vildu ber þurftu að tína þau, fyrir utan þá eldri og karlkyns. Þeir máttu fá eins mikið af berjum og þeir vildu þrátt fyrir að hafa aldrei séð berjalyng. Ekki voru allir sammála þessari reglu, en æðri og vitrari konur, þ.e. amma, Björk og mamma réðu þessu víst. Unaðsstaðir, sumarbústaðurinn ömmu og afa og dúkkuhúsið Sól- skinsbær var reist af handverks- manninum Adda afa. Þar var ynd- islegt að vera. Alltaf flaggað þegar komið var upp í bústað sem gerði viðveruna hátíðlega. Ef vel var mætt í bústaðinn leið ömmu og afa fyrst vel. Mest gaman var að fara með ömmu í bíl upp í bústað því vegurinn var hálfleiðinlegur, en amma kunni galdurinn. Bara keyra nógu hratt þá fyndi maður ekki fyrir holunum. Og viti menn, það var alveg satt, og hratt fór hún. Mamma sat negld í bílsætið en við skemmtum okkur konunglega. Veiðiskapur var það sem amma og afi lifðu fyrir, fyrir utan börn og barnabörn. Yfirleitt var farið í Svartá, og heitir einn hylur þar Guðnýjarhylur, því amma var sú fyrsta sem menn vita að hafi fengið þar fisk. Eitt sinn hafði afi nælt í vænan, en bakkinn var svo hár að erfiðlega gekk að landa þeim stóra. Halldór bróðir varð vitni að því þegar amma gekk niður að ánni, hoppaði ofan í lítinn hyl og sagði afa að koma með hann til sín. Hún tók laxinn, tróð honum ofan í vöðl- urnar og gat þá afi loks landað bæði ömmu og laxinum. Minningarnar eru endalausar og munum við geyma þær í hjarta okkar þar sem þær munu gleðja okkur daglega þar til við hittumst aftur. Halldór, Davíð og María. Hún amma mín er dáin. Í gegn- um hugann þjóta minningar um glæsilega konu sem ávallt var vel til höfð, hún til dæmis var ekki vöknuð fyrr en hún var búin að setja upp andlitið, þ.e. varalita sig, bera á sig krem og þess háttar. Amma mín var líka alltaf fín í tauinu og hún átti mikið af fal- legum fötum og skóm. Eitt af því sem ég dundaði mér við sem barn var að máta fínu hælaháu skóna og æfa mig að ganga á þeim. Ég og eldri systur mínar nutum þeirra forréttinda að alast upp í sama húsi og afi og amma áttu heima í. Við gátum farið á milli hæða til að athuga hvað var í mat- inn og svo völdum við það sem okk- ur leist betur á. Þetta nýtti ég mér óspart og oftar en ekki kom mamma að mér við að borða mat hjá ömmu sem ég leit ekki við heima hjá mér. Þær voru líka ófáar næturnar sem ég svaf á milli afa og ömmu. Eftir því sem árin liðu og ég stækkaði urðu þrengslin meiri og sjálfsagt minna um svefn hjá þeim en aldrei var kvartað eða mér neit- að. Við amma áttum margar góðar stundir saman. Hér áður fyrr bök- uðum við saman kleinur og þá sagði hún mér gjarnan sögur úr æsku sinni. Fyrir jólin pússuðum við silfrið og á sumrin eyddi ég mörgum helgunum á Unaðsstöðum, sumarbústaðnum afa og ömmu. Amma hafði yndi af því að hamast í garðinum við sumarbústaðinn enda var hann ætíð fallegur og vel hirtur á meðan hún hafði heilsu til að sinna honum. Það var gaman að hjálpa henni við þessi störf því hún var bæði þakklát og ánægð með allt sem lagt var af mörkum. Um tíma bjuggu afi og amma í Reykjavík vegna veikinda afa. Ég fékk oft að fara í heimsókn til þeirra og þá var dekrað við mig á allan hátt. Þegar amma flutti aftur heim til Ólafsfjarðar eftir lát afa gisti ég stundum hjá henni eða hún bauð mér í mat. Svo lá leið mín í burtu þegar ég fór í framhalds- skóla. Amma fylgdist vel með mér í gegnum nám mitt, gætti þess að prjóna reglulega nýja sokka handa mér og gerði við þá gömlu. Hún var alltaf ánægð fyrir mína hönd og studdi mig í þeim ákvörðunum sem ég tók. Þegar ég kom heim og hitti ömmu beið mín faðmlag og knús sem yljar enn í minningunni. Síðustu ár var amma orðin lúin og lasin. Örlögin höguðu því þannig að leið mín lá norður helgina áður en hún dó og fyrir það er ég þakk- lát. Hún kvaddi mig með föstu faðmlagi og kossi. Ég vissi að þetta yrði í síðasta skipti sem ég sæi hana á lífi. Það var ákaflega sárt þrátt fyrir að ég viti að hún var hvíldinni fegin. Ég er líka sannfærð um það að pabbi minn ásamt afa og litlu börnunum þeirra tóku vel á móti henni. Minningar mínar um ömmu eru mér dýrmætar og gleymast aldrei. Sigríður. GUÐNÝ BERG- SVEINSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Guðnýju Bergsveinsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 68. tölublað (09.03.2004)
https://timarit.is/issue/252804

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

68. tölublað (09.03.2004)

Aðgerðir: