Morgunblaðið - 09.03.2004, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 09.03.2004, Qupperneq 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavík | Hvatningarverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur voru veitt við hátíðlega athöfn á Kjar- valsstöðum á laugardaginn. Alls hlutu átta verkefni í grunnskólum borgarinnar viðurkenningu fyrir nýbreytni- og þróunarstarf. Formaður fræðsluráðs, Stefán Jón Hafstein, afhenti hvatning- arverðlaunin, en markmið þeirra er að veita grunnskólum í Reykjavík jákvæða hvatningu í starfi, vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fram fer í grunnskólum Reykjavíkur og stuðla að auknu ný- breytni- og þróunarstarfi í grunn- skólum Reykjavíkur. Metnaðarfull og framsækin verkefni Stefán Jón segist hafa verið afar stoltur af þeim hópi sem tók við viðurkenningum á laugardaginn, en verkefnin hafi öll verið afar metn- aðarfull og framsækin. „Þau lýsa mjög vel gerjuninni sem á sér stað í skólastarfinu í dag,“ segir Stefán. „Þetta var einkar ánægjulegur við- burður í ljósi þess hvað þetta eru frábær verkefni. Mín hvatningarorð til þeirra voru að láta sem flesta vita hvað er að gerast í skólunum.“ Mörg verkefnin eru sprottin upp úr kennslunni. Kennarar þróa þau í kennslustofum eða víðar í skólunum oft í samstarfi nemendur, foreldra, skólastjórnendur og jafnvel úti í sínu grenndarsamfélagi. Stefán segir þetta í raun vísbendingu um aukna opnun og sjálfstæði skóla. „Að þeir séu að búa sér til nýsköp- unarverkefni ber því vitni. Fólk er í verulegri sókn úti í skólunum.“ Alls barst sjötíu og ein tilnefning til hvatningarverðlauna frá fjölda aðila og segir Stefán það til marks um góðar undirtektir. „Þetta eru að meðaltali tvö verkefni sem tilnefnd eru á hvern skóla, sem er meira en að segja það.“ Verkefnin sem hlutu viðurkenn- ingu voru eftirfarandi:  Háteigsskóli – Valsvæði og ein- staklingsmiðað nám á miðstigi. Valsvæði á miðstigi í Háteigs- skóla er verkefni sem hefur verið í þróun í mörg undanfarin ár. Kenn- arar árgangsins vinna saman, bekk- irnir blandast og nemendur vinna saman í ólíkum hópum á val- svæðum sem eru um níu talsins. Nemendur velja viðfangsefni eftir kerfi sem tryggir að allir fá ein- hvern tíma að velja fyrstir. Við- fangsefnin eru fjölbreytt, í stærð- fræði er t.d. unnið á skólalóð við mælingar og hornaskoðun, í móð- urmáli með málshætti, í eðlisfræði með rafmagn og hvalaverkefni í náttúrufræði, spil um Ísland í landafræði, smásjárskoðun og enskuverkefni. Nemendur standa skil á vinnu sinni skriflega með skýrslu eða eftir eðli viðfangsefnis hverju sinni eftir vinnu á val- svæðum.  Fossvogsskóli – ÓMÓ-vefurinn. Upplýsingatækni í þágu tónmennta. Á vefsíðunni er að finna fjöl- breytt námsefni sem Ólafía Mar- grét Ólafsdóttir, tónmenntakennari í Fossvogsskóla, hefur ýmist samið eða safnað, þar er að finna um eitt þúsund sönglagatexta með und- irspili, krakkasíðu með leikjum og söngleikjum en auk lýsinga á leikj- um og texta fylgja hljóðskrár sem gera notendum kleift að hlusta á lögin við leikina. Á vefsíðunni er einnig að finna lýsingu á tón- menntakennslu í Fossvogsskóla, en Ólafía hefur samið lög og texta til að nota við ýmis tækifæri í skól- anum.  Hólabrekkuskóli – Skipulagðar foreldraheimsóknir í 1.–7. bekk. Átakshópur um foreldrasamstarf í Hólabrekkuskóla hefur forgöngu um að efla foreldrasamstarf í skól- anum og koma á og festa í sessi ný- breytni í foreldrasamstarfi. Eitt af verkefnum hópsins voru skipulagð- ar foreldraheimsóknir í 1.–7. bekk. Foreldrar eru hvattir til að koma í heimsókn í skólann og fylgjast með kennslu. Skipulagið er með þeim hætti að í hverjum árgangi er val- inn ákveðinn þáttur skólastarfsins. Foreldrar sjá því nýja hlið á skóla- starfinu á hverju ári.  Laugarnesskóli – Perluvina- félagið. Þjálfun í jákvæðum sam- skiptum. Verkefninu er ætlað að efla sam- kennd nemenda og jákvæð viðhorf í garð annarra. Í því felst samþætt- ing lífsleikni við ákveðin svið í námi í íslensku, s.s. orðaforða, ritun og tjáningu. Perluvinafélag er stofnað í byrjun 1. bekkjar og allir nem- endur bekkjarins eru félagar í því.  Melaskóli – Tölvustudd hönnun og framleiðsla. Verkefnið er skref að því að koma í framkvæmd markmiðum í námsgreininni hönnun og smíðar. Nemendur á miðstigi kynnast þar notkun teikniforrita og tölvufræs- ara/útskurðarvéla og er þar notuð tækni sem nefnist töluleg stýring með tölvu. Markmiðin eru að nem- endur læri ákveðið hönnunarferli, frá hugmynd til framleiðslu, læri að nýta sér CAD-teikniforrit og að stýra útskurðarvél auk þess að kynnast tölvustuddri framleiðslu og fjöldaframleiðsluhugtakinu  Réttarholtsskóli – Dagskrá. Verkefnið hófst fyrir um 10 árum og er fastur liður í starfi 10. bekk- inga. Dagskrá fer fram í sameig- inlegum tíma árgangsins og við- fangsefnið er lífið og tilveran, þjóðfélagið og þegnarnir, félagslíf og félög í hverfinu eru kynnt, at- vinnulífið, réttindi og skyldur laun- þega, fjármál og sparnaður, um- ferðin, ökuprófið og ábyrgin. Einnig starf Rauða krossins, úti- vist, björgunarstörf og fleira mætti telja. Ýmist koma gestir í skólann eða nemendur fara í heimsóknir. Fræðslan gagnast unglingum vel á þeim tímamótum sem þau standa frammi fyrir við lok grunnskóla.  Borgaskóli – Í átt að ein- staklingsmiðuðu námi í 4. bekk. Markmið verkefnisins sem sett voru í upphafi eru að gera nem- endur ábyrga fyrir námi sínu, að þeir læri að setja sér raunhæf markmið og læri að meta eigin vinnu og frammistöðu. Einnig var markmið að koma til móts við námsfærni hvers einstaklings og að nemendur þrói með sér jákvætt viðhorf til skólans  Ölduselsskóli – Fatlaðir nem- endur í almennum bekk. Fjölfatlaðir nemendur eru í þremur árgöngum í Ölduselsskóla sem er þeirra heimaskóli. Kennarar og þroskaþjálfar vinna saman að fræðslu þeirra og umönnun. Nem- endurnir fylgja stundatöflu bekkj- arins og taka þátt í verkefnum eftir getu. Þá hafa kennslustofur verið útbúnar með nauðsynlegum hjálp- artækjum og nýtist sú aðstaða einnig öðrum nemendum. Nem- endur á miðstigi hafa skipst á að vera með fötluðu nemendunum í frímínútum og er það hluti af lífs- leiknimarkmiðum stigsins að að- stoða og umgangast fötluð börn og þannig myndast einnig félagsleg tengsl á öðrum forsendum en í kennslustund. Hvatningarverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur veitt átta verkefnum í reykvískum grunnskólum Stuðla að auk- inni ný- breytni Skólastjórar og umsjónarmenn verkefna í þeim átta skólum sem hlutu viðurkenningu, ásamt Gerði G. Óskarsdóttur fræðslustjóra, Stefáni Jóni Hafstein, formanni fræðsluráðs, og Birnu Sigurjónsdóttur, deildarstjóra kennsludeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. ReykjavíkurhöfnGranda garðu r Mýrargata Vesturgata Undirbúningur að rammaskipulagi Mýrargötu-slippasvæðis er nú að hefjast. Af því tilefni er efnt til kynningar- og samráðsfundar með öllum sem áhuga hafa í BÚR húsinu Grandagarði 8 í dag, miðvikudaginn 10. mars, kl. 17:00. Fundurinn er fyrsti liður í umfangsmiklu samráðsferli vegna skipulagsvinnunnar og verður það kynnt ítarlega á fundinum, ásamt fyrirliggjandi umræðutillögu um skipulag svæðisins þar sem lögð er áhersla á að samtvinna áframhaldandi hafnarstarfsemi annars vegar og vistvænt og vandað borgarumhverfi hins vegar. Ráðgjafarhópur, sem í eru VA arkitektar ehf., Hönnun hf., Landmótun ehf. og Björn Ólafs arkitekt, hefur umsjón með verkefninu fyrir hönd Reykjavíkurborgar og verða talsmenn hópsins til svara á fundinum, ásamt fulltrúum skipulagsmála í borginni og Reykjavíkurhafnar. Áætluð fundarlok eru kl. 19:00. Rammaskipulag Mýrargötu-slippasvæðis Kynningar- og samráðsfundur VA arkitektar ehf. A T H Y G L I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.