Morgunblaðið - 09.03.2004, Page 19

Morgunblaðið - 09.03.2004, Page 19
HÁHITASVÆÐIÐ Hveragerði hefur marga kosti. Einn þeirra er sá að í görðum bæjarbúa er heitara en gerist og gengur sem gerir það að verkum að krókus- arnir koma fyrr upp. Það er því óneitanlega ánægjulegt að koma út á morgnana núna, ann- ars vegar vegna þess að nú er farið að birta á ný og ekki síst að sjá krókusana brosa við manni og bjóða góðan dag. Ljósmynd/Margrét Ísaksdóttir Brosa og bjóða góðan dag Hveragerði Skógarhlíð 18, sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Mars og apríl • Fimmtudaga og mánudaga • 3, 4 eða 7 nætur Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara nú þangað í þúsunda tali á hverju ári með Heimsferðum. Í mars byrjar að vora enda er þetta vinsælasti tími ferðamanna til að heimsækja borgina. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Góð hótel í hjarta Prag, frábærir veitinga- og skemmtistaðir. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 29.950 Flugsæti til Prag, 18. mars. Netbókun. Verð kr. 39.950 Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð 18. mars. M.v. 2 í herbergi á ILF Hotel. Skattar innifaldir. Netbókun. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Helgarferð til Prag 18. mars frá kr. 29.950 Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Hérna á Mýrunum hafa bæir haldist í byggð þrátt fyrir samdrátt í hefðbundnum landbúnaði. Enda geysilega falleg sveit. Auk þess er svæðið vel í sveit sett, stutt í næsta kaupstað, Borgarnes, og stutt til höfuðborg- arinnar ef þangað þarf að sækja eitthvað. Annars held ég að fólk sé almennt duglegt við að versla í sinni heimabyggð og flestir al- mennt ánægðir með þjónustuna. En sam- dráttur í landbúnaði er þó staðreynd, þótt enn séu sem betur fer rekin hér nokkur myndarleg kúabú og einstaka fjárbú. Margir Mýramenn sækja vinnu utan heimilis, til dæmis við skólaakstur, vinnu í sláturhúsi og verslunum, akstur með póst, kennslu og aðra vinnu við skóla, vélavinnu og fleira.    Atvinnan er þó frekar ótrygg í mörgum til- fellum. Til dæmis skólaaksturinn. Nýlega fréttist að bjóða ætti út skólaakstur barna af Mýrunum sem fara í Grunnskólann í Borg- arnesi og brá mörgum í brún. Bílstjórar sem sinnt hafa þessum akstri á undanförnum ár- um hafa staðið sig með slíkri prýði að engum datt annað í hug en að þjónustu þeirra nyti við áfram. Börnin sjálf hafa verið ánægð, sem auðvitað er aðalatriðið, foreldrarnir og að ég held skólabílstjórarnir sjálfir. Yfirvöld í Borgarbyggð töldu sig samt knúin til að bjóða aksturinn út og ekkert var tekið tillit til undirskriftalista sem langflestir ef ekki allir foreldrarnir skrifuðu undir og fóru fram á óbreytt ástand. Enginn veit hver kemur næsta vetur að sækja börnin, mörg klukkan 7 á morgnana, sem svo eiga eftir að sitja í skólabíl í svartasta skammdeginu allt upp í klukkutíma hvora leið á misjöfnum vegum.    En talandi um vegina. Fyrir nokkru gat ég í fyrsta sinn síðan ég man eftir mér sagt með góðri samvisku að vegurinn frá þjóðveg- inum við Langá og hingað heim að kirkju- staðnum Álftanesi væri góður. Nei, reyndar er það ekki alveg rétt, því hann var bara góð- ur að næsta bæ. Spottinn þaðan og hingað, um 2 km, hefur í raun og veru varla getað talist fólksbílafær í vetur og oft illfær á dug- legum jeppa. Hann gæti örugglega ekki bor- ið rúturnar sem leggja leið sína hingað frá vori fram á haust með ferðafólk sem vill skoða staðinn þar sem Egill Skallagrímsson er talinn hafa fundið á sér í fyrsta sinn. Eins gott að hér er sjaldan messað því ef það hefði verið gert þessa dagana hefði verið öruggara að sóknarbörnin kæmu ríðandi til messu. ÁLFTANES Á MÝRUM EFTIR ÁSDÍSI HARALDSDÓTTUR BLAÐAMANN Úr sveitinni Universal Sodhexo,fyrirtækið semsér um mötu- neyti og þrif í vinnubúð- um í Kárahnjúkavirkjun, hefur fengið leyfi Heil- brigðiseftirlits Austur- lands til að reka litla söluskála í starfs- mannabúðum Impregilo á Teigsbjargi, við Axará og Tungu, þ.e. Adit 1, 2 og 3. Þá hefur Heilbrigð- iseftirlit gefið út starfs- leyfi fyrir starfs- mannabúðir í Laugarási og er um að ræða svefn- skála fyrir allt að 724 í þrjátíu svefnskálum, auk íbúðarhúsa, og starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir í Tungu með svefnskála undir 150 manns í sex skálum og tveimur hús- um, mötuneyti fyrir íbúana og vatnsveitu og fráveitu fyrir aðstöðuna. Þetta kemur fram í fund- argerð Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Söluskálar Stokkseyri | Sólarupp- rásin yfir Eyjafjallajökli var litskrúðug morgun einn fyrir skömmu og roðalituð vindsorfin ský minntu rækilega á, að Eyjafjallajökull er eldfjall. Myndin er tekin á Stokks- eyri og sést Knarrarósvita bera við jökulinn. Þótt flatlent sé á Stokkseyri og í Flóanum er fjallasýn þar viðbrugðið og sjást yfir 40 fjöll á góðum degi. Fyrir utan Eyjafjallajökul má nefna Tindfjöll, Heklu, Langjökul, Ingólfsfjall og Hengil. Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson Sólroðin ský yfir Eyjafjallajökli. Sólarupprás yfir Eyjafjallajökli Ólafur Stefánssonyrkir varnarvísufyrir Gullfoss, en hugmyndir hafa verið uppi um að flóðlýsa fossinn: Varla mun það vætti kæta sem verja giftu lands, þegar á að betrumbæta „best of“ skaparans. Gylfi Þorkelsson tekur undir: Gyllti og faxprúði foss! Fósturlands dýrasta hnoss! Þann sem vinnur þér mein þjóðin verður ei sein að fest’ uppá flóðlýstan kross. Stefán Bragason á Egils- stöðum skensaði tölvusinn- aðan vinnufélaga sem lagðist í pest: Stóð hér fyrr og steytti görn, stálhraustur þá sagðist, sá er átti ei vírusvörn og veikur heima lagðist. Sumir stunda það að taka til máls á fundum og lýsa sig sammála síðasta ræðu- manni. Bútaldi bullar: Ósköp lengi oft hann þegir en upp svo djarfur lyftir hendi, í löngu máli síðan segir ég sammála er – og á það bendi. Flóðlýstur foss pebl@mbl.is NOKKRAR tafir hafa orðið á afgreiðslu veðbókarvottorða hjá sýslumanninum í Hafnarfirði frá mánaðamótunum þar sem þá var tekið upp alveg nýtt kerfi, Landskrá fasteigna, og er embættið fyrst til þess að varpa gamla Skýrr- kerfinu í Landskrá fasteigna. Afgreiðsla veðbókarvottorðs tekur nú 3–4 daga en stefnt er að því að hún taki ekki meira en tvo daga. Auk Hafnarfjarðar þurfa sýslumannsembættin í Reykjavík og á Ísafirði að fara í gegnum þetta ferli en bæði notuðu gamla Skýrr-kerfið eins og embættið í Hafnarfirði. Þarf að handfæra 20% inn í kerfið Guðmundur Björnsson, deildarstjóra hjá sýslumanninum í Hafnarfirði, segir að þetta feli í sér að samkeyra upplýs- ingar úr fasteignamati og þinglýsing- arskjölum inn í nýja kerfið. Þetta hafi verið gert með sérstöku tölvuforriti og menn hafi vitað fyrirfram að það myndi ekki virka 100%. Við fyrstu uppkeyrslu hafi 60% af upplýsingunum farið í gegn og síðan með smátilfæringum sé reiknað með að fara upp í um 80%. Guðmundur segir að það sem út af standi verði að handfæra inn í Landskrá fasteigna og hann reikni með að það geti tekið eitt ár. „Við erum að vinna í alveg nýju kerfi og þá vinnum við auðvitað ekki nema á 50% hraða þannig að það veldur nátt- úrulega töfum. Við höfum verið að miða við að þinglýsingar taki núna 3–4 daga en það á ekki að taka nema tvo daga. Við verðum að hafa skjölin yfir nótt til þess að bera þau saman og þá verður að vinna skjölin daginn eftir að þau eru af- hent og á öðrum degi eftir afhendingu verða þau tilbúin. Þetta er markmiðið. Það gengur allt saman mjög vel nema það er mikil vinna framundan, og ég reikna með að það líði eitt ár þar til við verðum búin að handfæra það sem hand- færa þarf inn í nýja kerfið,“ segir Guð- mundur. Tafir á af- greiðslu veðbókar- vottorða Upplýsingar keyrðar í Landskrá fasteigna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.