Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 25
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 25 Ísumar tolla konur ekki í hár-tískunni nema þær, semskartað geta ljósum lokkum,samkvæmt þeim línum, sem Intercoiffure, alheimssamtök hár- greiðslufólks, hefur nú sent frá sér. Hársnyrtimeistarinn Guðbjörn Sæv- ar, betur þekktur sem Dúddi, er for- seti Intercoiffure á Íslandi og er hann nú í óða önn að kynna kollegum sín- um nýjustu tískustraumana frá París og samlöndum. Samtökin senda frá sér nýjar hárlínur tvisvar á ári, ann- ars vegar haust- og vetrarlínurnar og svo vor- og sumarlínurnar, sem nú eru að líta dagsins ljós og sam- anstanda af einni herralínu og fjórum mismunandi dömulínum. „Dömulínurnar fjórar eiga það sameiginlegt að vera allar ljósar á lit- inn, en tvær eru fremur stuttar og hinar tvær fremur síðar. Ljósir litir og fjölbreytni Státi dömurnar ekki af nátt- úrulegum ljósum háralit, má nota marga ljósa liti til að lýsa hárið og svo mætti gjarnan krydda það með hun- angs- eða jarðarberjableikum litum, sem báðir gefa fallega tóna, og eru þá mjög í stíl við förðun sumarsins sem er út í bleik- og ferskjulitaða tóna,“ segir Dúddi. „Nýju dömu- klippingarnar, sem sækja áhrif sín allt aftur til 1920, 1950 og 1970, eru allar í miklum styttum og eiga það sammerkt að bjóða upp á fjölbreyti- leika. Allar síddir eru í gangi og svo má mjög auðveldlega breyta sömu klippingunni úr sléttu í krullað og svo öfugt eftir efnum og ástæðum hverju sinni, en slétta hárið er búið að vera áberandi mjög lengi. Það er því gott að fá tækifæri fyrir tilbreytingu stöku sinnum.“ Síðhærðir strákar Hvað herralínuna varðar, þá eru strákarnir svolítið síðhærðir í ár, segir Dúddi. „Beinar línur á strákunum heyra nú sögunni til, en þess í stað fá þeir nú að vera frjálslegir með missítt hár. Þeir eru með súkkulaðibrúnt hár með hun- angsgylltum blæ. Hárið er á hreyfingu og allt klippt í styttur í hnakka og á hvirfli, en bæði toppurinn og hliðarnar fá að halda síddinni. Þessi herralína gerir strákana frjálslegri en áður þeg- ar þeir voru með jafnsítt og þyngra hár auk þess sem nýja klippingin verð- ur þeim mjög viðráðanleg. Það er í raun alveg sama hvernig hárið leggst, það er alltaf smart, jafnvel eftir ís- lenskt rok,“ segir Dúddi að lokum.  HÁRTÍSKAN|Blondínur í hunangslituðum tónum verða áberandi með hækkandi sól Ljósir lokkar í öllum síddum Ljósir lokkar: Hunangslitir tónar verða vinsælir í vor og sumar. Karlatískan: Missítt hár í brúnum og hun- angsgylltum tónum. Sumarhárið: Allar síddir eru í gangi, en liturinn er ljós. join@mbl.is Allt á hreyfingu: Mikið er um styttur ĺíkt og í þessari líflegu greiðslu. Fjölbreytni: Sumar greiðslur má ýmist hafa liðaðar eða sléttar. Nýja vor- og sumarhárlínan frá Intercoiff- ure hefur nú litið dagsins ljós. Guðbjörn Sævar sagði tískuna kalla eftir ljóshærðum kvenmönnum og dökkhærðum karlmönnum. Maður fer að finna fyrirhreyfingum um miðbikmeðgöngunnar. Þæreru vægast sagt ynd- islegar þó að ég viti eiginlega ekki hvernig ég á að lýsa þeim með orð- um. Þegar ég fann fyrir fyrstu hreyf- ingunum sat ég að horfa á sjónvarp og var reyndar ekkert með hugann við óléttuna. Allt í einu fann ég fyrir einhverjum loftbólum í maganum, einhvers konar fiðrildi. „Hvað var þetta?“ hugsaði ég með sjálfri mér og beið spennt eftir einhverju fram- haldi. Ekkert gerðist, en nokkrum dögum síðar spurði mamma mig: „Ertu farin að finna fyrir einhverju?“ Mér fannst frekar fyndið hvernig hún hálflækkaði róminn þegar hún spurði, þetta var náttúrulega svo merkileg og stór spurning. Ég sagði henni frá fiðrildinu þarna um kvöldið og hún staðfesti það af festu að þetta hefði verið hreyfing. „Svona byrjar þetta,“ sagði hún og ég auðvitað ljómaði af spenningi og gleði. Seinna meir urðu hreyfing- arnar eins og stór partur af sjálfri mér, stöðugar og markvissar. Hreyf- ingarnar verða í rauninni það sem móðirin getur metið sem staðfest- ingin á að allt virðist í lagi. Það er í rauninni ekkert skrýtið þó að sumum konum finnist það missir þegar bumban er farin, þetta er svo einstök tilfinning. Pabbarnir missa náttúrulega af miklu. Þeir þurfa að upplifa með- gönguna meira huglægt, sjá bara hvernig við stækkum og blómstrum dag frá degi. Ég hafði lesið einhvers staðar að það myndi efla tengslin við barnið að tala við bumbuna. Hljóðnæmi og heyrn er það sem þroskast fyrst hjá fóstrinu og því er sagt að þau fari snemma að þekkja hljóð móð- urinnar. Oft sagði ég því við pabba þinn að „tala við bumbuna,“ sem hann var nú eitthvað smeykur við og hefur væntanlega þótt eitthvað asnalegt. Ég grínaðist því bara með að væntanlega værir þú farin að þekkja hljóðin frá honum öðruvísi, t.d. hroturnar á næturnar! Annars held ég að karlmenn taki þátt í óléttunni á annan hátt en við konurnar. Þegar ég var komin rétt sex mánuði fór pabbi þinn t.d. að huga að girðingum og hliðum til að loka betur lóðinni. Ég benti honum á að þar sem þú værir nú ekki einu sinni fædd og yrðir rétt eins árs haustið 2004, þá væri þetta vænt- anlega í lagi ennþá. En til að fyr- irbyggja alla hættu, stóð pabbi þinn samt sveittur við að reka niður girð- ingarstaura og skipuleggja betur það lóðarsvæði sem hugsanlega gæti valdið einhverri hættu fyrir lítið barn. Það mátti greinilega ekki seinna vera í hans huga. Sömuleiðis fór hann að undirbúa herbergið þitt töluvert á undan mér.  DAGBÓK MÓÐUR Meira á morgun. Hreyfing gerir vart við sig Börn sem eiga feitaforeldra eruhelmingi líklegritil að glíma sjálf við offituvandamál á full- orðinsárum en aðrir. Þetta er meðal niðurstaðna lang- tímarannsóknar á vegum Óslóarháskóla. Í rannsókninni, sem gengur undir nafninu „Lærðu að þekkja líkama þinn“, var fylgst með þyngdarþróun 485 ung- linga fram á fullorðinsár, eða í 20 ár. Sömuleiðis var reynt að finna hvað orsak- aði þyngd þessara ein- staklinga. Niðurstöðurnar sýndu m.a. fram á mikilvægi þess að fyr- irbyggja offitu á unga aldri enda virðist það draga verulega úr hættu á feitlagni á fullorðinsárum ef við- komandi er grannur sem barn. Í rannsókninni var gengið út frá svokallaðri líkamsþyngdarvísitölu (BMI) en þeir þættir sem virðast hafa hvað mest áhrif á hana á full- orðinsárum eru líkamsþyngd á ung- lingsárum, líkamsþyngd foreldra, hreyfing, reykingar og menntun. Rannsóknin sýndi að hægt er að skýra helming þyngdarþróunar frá barnsaldri að fullorðinsárum út frá þessum atriðum. Aðeins 20 prósent léttustu barnanna í rannsókninni voru of þung sem fullorðin. Þetta er mun lægra hlutfall en meðal þyngstu barnanna þar sem 92,5 prósent glímdu við offitu á fullorðinsárum. Sömuleiðis sýndi rannsóknin að þyngd foreldranna spilaði verulega inn í því ef annar eða báðir foreldrar barnanna voru of þungir var barnið í tvöfalt meiri hættu á að verða sjálft of þungt sem fullorðið. Telur stjórn- andi rannsóknarinnar, Elisabet Kvaavik, að þetta megi skýra með því að foreldrarnir leggi grunninn að neyslumynstri og hollustuháttum okkar sem fylgja okkur í gegnum líf- ið. Niðurstöðurnar styrktu líka þær kenningar sem ganga út á að reyk- ingar auki brennsluna og að viðkom- andi eigi á hættu að þyngjast hætti hann að reykja. Þeir sem höfðu reykt á unglingsárum og hætt síðar meir áttu frekar á hættu að vera of þungir en þeir sem höfðu aldrei eða alltaf reykt og þeir sem byrjuðu að reykja á meðan á rannsókninni stóð. Kvaavik undirstrikar þó að þessar niðurstöður megi ekki hvetja fólk til að halda reykingum áfram hafi það á annað borð byrjað. Þá leggur hún áherslu á að jafnmargir of þungir einstaklingar voru meðal þeirra sem alltaf höfðu reykt og meðal þeirra sem aldrei höfðu reykt. Eins og búast mátti við átti dagleg hreyfing sinn þátt í að útskýra þyngdarmun þátttakenda rannsókn- arinnar en hvers kyns íþróttaiðkun eykur brennslu. Loks skipti mennt- un þátttakendanna og foreldra þeirra miklu máli og útskýrir Kvaa- vik þetta atriði með því að menntun auki líkurnar á að einstaklingarnir taki skynsamlegar ákvarðanir þegar kemur að hreyfingu og mataræði.  HEILSA AP Offituvandinn: Það getur verið erfitt að glíma við aukakílóin þegar þau fylgja manni frá barnæsku. Rannsóknir sýna að ef tekst að stemma stigu við offitu hjá börnum minnka líkurnar á offituvandamáli síðar meir. ben@mbl.is Fituvandinn fylgir manni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.