Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 31 efna. „Hvort sem mönnum líkar eða verr, þá hafa þjóðirnar, eftir mber 2001, skuldbundið sig til að i öryggisgæslu á öðrum forsend- r.“ efnir öryggisgæsluna á Keflavík- og segir að Íslendingar hafi und- íkari skyldur varðandi flugvernd. m 80 þúsund manns sem fara um narsvæði Íslendinga á dag. Við ð að flugvélar lenda hér ef það p reykur í farþegarými eða eitt- En það geta líka aðrir atburðir við þurfum að hafa mannafla til g áætlanir til að bregðast við, svo æða fullkomið öryggi á okkar loft- ði.“ Björn nefnir einnig samn- glingavernd, þar sem lögð er rík- en áður á öryggi í höfnum. menn koma einnig að friðar- ð höfum ákveðnum alþjóðlegum ngum að gegna á því sviði, þannig alveg augljóst að þarna eru aukin Það er nefnd að störfum fyrir mig a viðbrögð við vá vegna eiturefna, a og geislavopna. Hún mun skila um sínum á næstu dögum og ég er færður um að í hennar áliti kem- ð það sé nauðsynlegt að æfa að- að bregðast við slíkri vá og þar eitin líka gegna hlutverki,“ segir Hryðjuverk á Íslandi ekki útilokuð ú að Íslandi steðji hætta af hryðju- ekki, að það sitji einhverjir og in um að fremja hryðjuverk hér á egi hins vegar, að það sé ekki úti- örn nefnir að ekki megi líta fram m ekki sé hægt að útiloka. Það sé ilokað að hlaupvatn úr gosi í Mýr- eða Eyjafjallajökli fari vestur á yfir Landeyjarnar og því hafi rasumar beitt sér fyrir aukafjár- l sérfræðinga svo að gera mætti t við þeirri vá. „Það er ekki útilokað að hryðjuverka- menn láti að sér kveða hér. Við verðum að hafa áætlanir og viðbragðakerfi sem gerir okkur kleift að sýna fram á að við getum brugðist við ef slíkt gerist. Ég er ekki að segja að Katla ætli sér endilega að gjósa þannig að hlaupið fari vestur á bóginn og ég er ekki að segja að einhverjir sitji einhvers staðar og leggi á ráðin um að fremja hér hryðjuverk. Ég vona að svo sé ekki.“ Hamfarir af mannavöldum líklegri en náttúruhamfarir Hann segir að það sé hlutverk stjórn- valda að vera við öllu búin. Nefnir Björn sem dæmi að milljörðum króna hafi verið varið í byggingu snjóflóðavarnargarða. „Við höfum mjög ríkan skilning á öllum slíkum aðgerðum þegar kemur að því að fjalla um varúðarráðstafanir vegna náttúruhamfara, vegna þess að við vitum af eigin reynslu að þær geta komið fyrirvaralítið og fyrirvara- laust, en hamfarir af mannavöldum eru at- burðir sem eru kannski, því miður, líklegri til að gerast en náttúruhamfarir miðað við hvernig ástandið er í heiminum. Efling sér- sveitarinnar er öflug aðgerð, en hún er ekki kostnaðarsöm þegar litið er til þeirrar hættu sem að okkur getur steðjað. Menn verða að setja þetta í ákveðið samhengi og vera tilbúnir til að ræða þessa þætti á mál- efnalegum forsendum ekki síður en þegar við ræðum um hættuna af náttúruhamför- um. Ég held að Íslendingar átti sig á því að það er fleira hættulegt í heiminum en óblíð náttúra og við þurfum að gera ráðstafanir gegn fleiri vágestum en þeim sem koma úr ríki náttúrunnar,“ segir Björn. Dómsmálaráðherra nefndi fyrst nauðsyn þess að efla sveitina í desember síðastliðn- um við útskrift úr Lögregluskóla ríkisins. „Ég vísa til þess almennt séð þegar ég er spurður af hverju á þessum tíma, að þá hafði nýlega verið hér á ferðinni ránsmaður með afsagaða haglabyssu. Þegar ég ræddi þann atburð og atburðarásina við sérfróða menn sá ég, að nauðsynlegt var að breyta skipu- lagi á stjórn sérsveitarinnar, gera hana sveigjanlegri og tryggja, að menn úr henni væru alltaf til taks, án tillits til annarra verkefna lögreglunnar, liðsmenn sem gætu brugðist við með skömmum fyrirvara hér á höfuðborgarsvæðinu og alls staðar annars staðar á landinu,“ segir Björn. Yfirstjórn sérsveitarinnar fluttist í hend- ur ríkislögreglustjóra árið 1999, en til þessa hafa sérsveitarmenn að meginstofni verið hluti af hinu almenna lögregluliði í Reykja- vík. „Þeir gengu vaktir og alltaf þegar þeir þurftu að fara til æfinga eða sinna sérsveit- arverkefnum hafði það áhrif á almenna lög- reglustarfið í Reykavík. Auk þess gat komið ákveðið rof í starf sérsveitarinnar vegna vaktakerfis og annarra slíkra hluta. Nú er tryggt að lögreglan í Reykjavík getur sinnt sínum verkefnum án tillits til sérsveitar- verkefnanna. Almennum lögreglumönnum verður fjölgað í Reykjavík, hins vegar munu sérsveitarmennirnir einnig sinna almenn- um lögreglustörfum, bæði hér á höfuðborg- arsvæðinu og annars staðar þar sem þeim verða falin verkefni. Þeir sitja ekki og bíða eftir stórverkefnum,“ segir Björn. Tíu menn verða ráðnir til lögreglunnar í Reykjavík í sumar í stað þeirra sextán sér- sveitarmanna sem nú flytjast yfir til rík- islögreglustjóra. Sérsveitarmennirnir muni hverju sinni lúta forsjá lögreglustjórans í því umdæmi þar sem þeir eru að störfum. „En þegar þeir fara í þjálfun og eru að sinna sínum verkefnum þá truflar það ekki skipu- lag, vaktaskipulag og allt annað hjá lögregl- unni í Reykjavík. Sá núningur var ekki vel séður af neinum og það var brýnt að taka á þeim skipulagsvanda,“ segir Björn. „Allt í góðu samráði við þau yfirvöld sem ég á að eiga samráð við“ Á Alþingi var í síðustu viku gagnrýnt að farið væri út í eflingu sérsveitarinnar án þess að hafa fyrir því vilyrði í fjárlögum. Björn segir að þegar hann kynnti fyrst hug- myndir sínar um eflingu sérsveitarinnar hafi hann áður haft samráð við forsætisráð- herra, sem hafði aftur samráð við utanrík- isráðherra og fjármálaráðherra. „Þá setti ég þessa vinnu af stað og það sem ég er að kynna núna er afrakstur starfs sem fór fram á vegum ríkislögreglustjóra, lögregl- unnar í Reykjavík og sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli,“ segir hann. Segir Björn að ríkisstjórnin hafi veitt hugmyndinni brautargengi og að hann hafi ekki orðið var við annað en að þingflokkur sjálfstæðismanna sé breytingunum fylgj- andi. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður fjárlaga- nefndar, sagði í ræðustól á Alþingi að menn mættu ekki slaka á aðalverkefninu „að standa vörð um ríkisfjármálin“. Björn segist sammála því að fara verði varlega um fjárhirslur ríkisins. „En verk- efni á sviðum dómsmála og öryggismál eru þannig að menn verða líka að hafa þrek til að leggja fram tillögu og leita eftir stuðningi við þær þegar þeir telja nauðsyn bera til.“ Nefnir hann sem dæmi áðurnefnda hættu á hlaupi sem færi til vesturs yfir Landeyjar. Þegar hann hafi ákveðið að bregðast við skýrslu sem sýndi fram á þessa hættu og óska eftir tæpum 20 milljónum króna í áhættumat á þessari vá hafi hann ekki heyrt neinar athugasemdir við það þó ekki væri fyrir því fjárheimild. Eftir að ríkisstjórnin hafi tekið sína ákvörðun um sérsveitina hafi hann rætt málið ítarlega við fjármálaráðherra og emb- ættismenn beggja ráðuneyta hafi farið rækilega yfir málin. „Fjármálaráðherra hefur síðan tengsl við þessa ágætu menn sem sitja í fjárlaganefnd, þannig að þetta er allt í góðu samráði við þau yfirvöld sem ég á að eiga samráð við,“ segir hann. Fyrsta skylda stjórnvalda að tryggja öryggi borgaranna 30–35 milljónir verða settar í eflingu lög- reglunnar í ár vegna þessara skipulags- breytinga og segir Björn að ákvarðanir um fjölgun sérsveitarmanna í 50, sem stefnt er að á næstu árum, verði teknar við gerð fjár- laga hverju sinni. „Ég held að gefi menn sér tóm til að velta þessu máli fyrir sér sjái þeir að miðað við hörku í afbrotum og þau störf sem lögreglan þarf að sinna sé þetta nauðsynleg og skyn- samleg aðgerð til að efla öryggi lögreglunn- ar og hins almenna borgara,“ segir Björn. „Ef litið er yfir umræður á Alþingi um lög- reglumál undanfarin misseri hafa þær hnig- ið að því, að ekki sé nóg að gert til að efla löggæslu og taka til dæmis á handrukkur- um og þeim, sem ganga harðast fram í fíkni- efnaheiminum svonefnda. Þessi heimur er ekki neinn gerviheimur, hann blasir við okk- ur í fréttum oftar en góðu hófi gegnir og ill- virkin taka á sig harðnandi blæ. Það skýtur því skökku við, ef menn rjúka upp til handa og fóta í hneykslan og reiði í þingsalnum, þegar lögreglan er efld með skipulögðum og markvissum hætti. Sá umsnúningur byggist á einhverju allt öðru en raunsæju mati á að- stæðum,“ segir Björn. Hann segir að þegar hugmyndirnar voru fyrst kynntar í desember hafi fjárlög fyrir árið 2004 þegar verið samþykkt. „Ég met það mikils, að menn skuli standa vörð um hagsmuni ríkissjóðs. Það er sérstök skylda þeirra, sem sýsla með fjárlögin og okkar allra, sem viljum góða framvindu efnahags- og atvinnumála. Hitt er hins vegar skýrt, að fyrsta skylda stjórnvalda er að tryggja ör- yggi borgaranna og innviði ríkisins. Tillög- ur mínar í lögreglumálum lúta að þeirri brýnu skyldu.“ Morgunblaðið/Sverrir r að sérsveitin sé ekki að taka við einhverju hlutverki af varnarliðinu. „Á hinn óhjákvæmilegt að skilgreina öryggisgæslu, t.d. vegna orkumannvirkja, á ann- við höfum gert til þessa. Við þurfum að svara spurningu eins og þessari: Hver örk hryðjuverkamanna og hvaða ráðstafanir gerum við?“ söm aðgerð miðað við þá hættu sem að getur steðjað legt í heim- ð náttúra“ hefur verið, að er bernskudraum- nn sé að rætast ví að efla lögregl- Mig dreymir enga gludrauma og lifi nt ekki í drauma- ‘ Karlarannsóknir ásamtkvenna- og kynja-fræði geta varpaðljósi á stöðu kynjanna í samfélaginu og það getur verið nytsamlegt að leiða mismunandi sjónarmið saman. Marie Nord- berg, þjóðfræðingur og fræði- maður við háskólana í Gauta- borg og Karlstad í Svíþjóð, setti fram nokkur sjónarmið í erindi sínu á ráðstefnu um möguleika karlmennskunnar í Háskóla Ís- lands um helgina og tengdi við ríkjandi stöðu, þ.e. að karlar sem hóp- ur njóti meiri for- réttinda í samfélag- inu en konur. Í samtali við Morgunblaðið sagði Nordberg að karlar og karl- mennska væri oft tengt órjúfanlegum böndum. „Þetta eru áhugaverð tengsl en geta einnig ver- ið hamlandi.“ Hún leggur áherslu á, líkt og Jeff Hearn, annar gesta- fyrirlesari á ráðstefnunni, að karlmennska sé ekki einföld, heldur flókið fyrirbæri sem hafi margar birtingarmyndir. Gagnkynhneigð viðmið í samfélaginu Í fyrirlestri sínum fjallaði Nordberg m.a. um áhrif hinseg- infræða og kvenna- og kynja- fræða á karlarannsóknirnar og mikilvægi þess að tekið væri mið af fyrirliggjandi rannsóknum á skyldum sviðum. Hún telur kyn fræðimanna einnig skipta máli og því mikilvægt að skoða bæði rannsóknir kvenkyns og karl- kyns fræðimanna. „Getum við virkilega sagt eitthvað um karla og karl- mennsku án þess að taka með í reikninginn að gagnkynhneigð er viðmið í samfélaginu?“ sagði Nordberg m.a. í fyrirlestri sín- um. Hún segir að í samfélaginu sé fólk miskunnarlaust flokkað eftir kynjum og gagnkynhneigð sé útgangspunkturinn. Að henn- ar mati ætti að nota fleiri flokka, þ.e. karla sem sýna karl- mennsku, karla sem sýna kven- leika, konur sem sýna kvenleika og konur sem sýna karl- mennsku. Hársnyrtar karlmannastétt í Tyrklandi Marie Nordberg hefur gert rannsóknir á sviði karlafræða á undanförnum misserum. Hún tekur nú þátt í þverfaglegri rann- sókn á karl- mennsku, karl- mannatísku og snyrtingu. Nord- berg hefur m.a. tekið viðtöl við hársnyrtikarla á Norðurlöndunum og í Tyrklandi og komist að því að stimpillinn sem þeir hafa á Norð- urlöndunum, þ.e. að vera „homma- legir“ eða „kvenlegir“, á alls ekki við í Tyrklandi þar sem hársnyrtar eru karlmannastétt. Að syngja veikt veitir vellíðan Umfjöllunarefni á málstof- unum á ráðstefnunni var afar fjölbreytt. M.a. var rætt um karlmennsku á miðöldum og karlmennsku á 19. öld, karla og fæðingarorlof, karlmennsku í auglýsingum, karla og drengi í skólum og velferð karla. Robert Faulkner, tónlistar- stjóri og stundakennari við Há- skólann á Akureyri, fjallaði t.d. um karlakóra, en hann hefur tekið viðtöl við félaga í karlakór og komist að því að söngurinn veitir þeim útrás og afslöppun. Þeir fá meiri vellíðan við að syngja róleg lög og veik en af sterkum ættjarðarlögum sem eru dæmigerð fyrir karlakóra og finnst þeir ekki vera minni menn fyrir vikið, heldur meiri. Miklar umræður á ráðstefnu um möguleika karlmennskunnar í HÍ Marie Nordberg Morgunblaðið/Jim Smart Fram kom í máli fyrirlesara á ráðstefnunni í Háskóla Íslands að karlmennska er ekki einföld, heldur flókið fyrirbæri. Karlar og karl- mennska oft tengt órjúfan- legum böndum Karlmennska á miðöldum og á 19. öld, karlmennska í auglýsingum, karlar og fæðingarorlof og velferð karla var meðal þess sem fjallað var um á ráðstefnu um möguleika karlmennskunnar sem haldin var í Háskóla Íslands um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.