Morgunblaðið - 09.03.2004, Side 39

Morgunblaðið - 09.03.2004, Side 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 39 ✝ Jens GuðbjörnMarkússon fædd- ist í Súðavík við Álftafjörð 14. júní 1924. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Ísafirði 3. mars síðastliðinn. Foreldr- ar Jens voru Hall- dóra Jónsdóttir frá Brekku í Langadal í Nauteyrarhreppi, f. 29.9. 1893, d. 4.9. 1976, og Guðjón Markús Kristjánsson frá Súðavík, f. 14.9. 1889, d. 9.5. 1947. Systkini Jens voru Laufey, f. 1915, d. 1984, Kristján, f. 1916, d. 1926, Guðríður, f. 1920, Kristjana, f. 1926, Árni, f. 1929, d. 1999, og Svava, f. 1933. Á jóladag árið 1952 giftist Jens Elínu Óladóttur frá Ísafirði, f. 22.10. 1929, d. 1.2. 1996. Þeirra dætur voru: 1) Hall- dóra Guðrún, f. 1950, gift Jóhanni Marínóssyni, f. 1947. Þeirra börn eru: Rakel, f. 1968, Aron, f. 1973, Enok, f. 1975, Orri, f. 1979, og Tanja, f. 1984. 2) Guðmunda Jóhanna, f. 1952, gift Halldóri S. Halldórssyni, f. 1952. Þeirra börn eru: Elísabet, f. 1975, og Sigurjón, f. 1985. 3) Guðrún Ás- gerður, f. 1954, gift Guðmundi Jónssyni, f. 1952. Þeirra börn eru: Elmar, f. 1979, Hrannar, f. 1981, og Jenný, f. 1986. Barnabarnabörn Jens og El- ínar eru orðin sex. Jens verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku afi, ekki óraði mig fyrir því að spjallið okkar í hádeginu á laug- ardeginum fyrir andlát þitt yrði okk- ar síðasta. Það er margs að minnast af kynnum okkar í gegnum tíðina en það sem ber hæst eru heimsóknirnar á „10“ eða Hnífsdalsveg 10 á Ísafirði þar sem þú bjóst ásamt ömmu Ellu, eins og við krakkarnir kölluðu hana. Ávallt var hús ykkar opið fyrir okkur barnabörnunum til lengri eða skemmri dvalar, þá oftast um sum- artímann. Það voru forréttindi að fá að alast upp um langar sumarnætur hjá þér og ömmu, veiða sjóbleikju í Vöðunum, rúnta niður á höfn eða skreppa í heimsókn á Sjónarhól í Súðavík þar sem þú varst fæddur og uppalinn og hafðir sterkar tilfinning- ar til. Þú kynntir mig fyrir röskum 25 ár- um, þá fimm ára smápúka, fyrir veiði- gyðjunni þegar þú gafst mér forláta veiðistöng og kenndir stráknum að veiða. Má segja að það hafi verið ást við fyrstu sýn. Síðan þá höfum við far- ið ófáar ferðirnar saman, ásamt góð- um veiðifélögum og heiðursmönnum sem þú virtir mikils, í laxveiðiárnar í innanverðu Ísafjarðardjúpinu: Laug- ardalsá, Hvannadalsá og Langadalsá. Það var oft glatt á hjalla eftir góða veiði í veiðikofunum og veiðisögurnar fuku óspart, sumar oftar en einu sinni og urðu betri í hvert sinn. Þínar síð- ustu veiðiferðir með okkur frændun- um voru síðastliðið sumar í Langa- dalsána. Þó að heilsan hafi ekki verið sem best um vorið, þá batnaði hún ört þegar nær dró fyrsta veiðitúrnum í byrjun júlí. Þó að þú treystir þér ekki til að veiða sjálfur þá naust þú þess að standa á bakkanum, fylgjast með veiðunum og síðast en ekki síst ánni þinni sem þú hafðir heimsótt í áratugi og þekktir hvern einasta stein. Hef ég grun um að þú hafir vitað að húmaði að kveldi í lífi þínu og að ekki væru margar veiðiferðir eftir því þú naust samvistanna með okkur frændunum til hins ýtrasta. Það verður skrítið og tómlegt að koma á Ísafjörð í náinni framtíð og vita ekki af þér þar, rúnta með þér um nágrennið á bláu og hvítu Feroz- unni sem flestir á Ísafirði kannast við. Enn erfiðara verður að upplifa það að hafa þig ekki með í veiðiferðunum, segjandi misskreytnar sögur af þeim stóra sem slapp eða gefa góð ráð. En ég veit að þú verður með okkur frændunum í anda á bakkanum Elsku afi, takk fyrir alla hlýjuna og gestrisnina í gegnum árin. Við mun- um sjást síðar. Þinn afastrákur Aron. Elsku afi, nú ertu farin á betri stað þar sem þú ert búinn að hitta ömmu Ellu. Ég á margar góðar bernsku- minningar frá þér og ömmu á Hnífs- dalsvegi 10 eða „Tíunni“ eins og hún var kölluð, því þar mættu allir gest- risni og hlýju í sinn garð. Það var allt- af svo gaman að koma á Ísafjörð þeg- ar maður var lítill, fara niður í kjallara og sækja sér harðfisk sem þú hertir sjálfur og borða hann með miklu smjöri. Ég man líka eftir veiði- ferðunum inn í Djúp þar sem veitt var allan daginn, komið inn og fengið sér skúffuköku og kleinur sem amma hafði bakað af mikilli list. Á jólunum biðum við systkinin með óþreyju eftir að fá hörðu pakkana frá ykkur því að þeir voru alltaf langflottastir því þið voruð ávallt svo örlát við barnabörn- in. Það var ávallt hlýtt og notalegt í eldhúsinu á „Tíunni“ þar sem þú drakkst ávallt molasopann þinn og stundum fékk ég að dýfa mola í kaffið þegar foreldrarnir sáu ekki til og sötra hann með þér. Þú sagðir mér tröllasögur af sjónum, þegar mamma var lítil og óþekk og böllunum sem þú og amma fóruð á þegar þið voruð ung. Ávallt var mikið hlegið að sögunum svo undir tók í eldhúsinu og þú hlóst ávallt manna mest. Oft hlustuðum við amma Ella á gömul harmonikulög í litla eldhúsinu og dönsuðum gömlu dansana saman, þar til þú spurðir mig hvort þú mættir taka yfir. Síðan svifuð þið amma yfir eldhúsgólfið. Því miður kom ég ekki mikið vest- ur að heimsækja þig hin síðustu ár en þú komst svo oft til Reykjavíkur þannig að endurfundirnir urðu reglu- legir og þú kysstir mig ávallt í bak og fyrir. Elsku afi, ég á svo margar góðar minningar um þig sem ég mun varð- veita með mér um ókomna tíð. Takk fyrir allt. Tanja. Elsku afi Jens. Þó að kynni okkar hafi verið stutt , þá muntu ávallt eiga stórt rúm í hjarta mínu. Ég minnist hlýju þinnar þegar ég hitti þig fyrst í brúðkaupi mínu og Arons í febrúar 2002 og ég fann að við áttum strax vel saman þó að við kæmum sitt frá hvor- um menningarheiminum. Ég leit strax á þig sem afa minn og kallaði þig alltaf afa Jens því mér fannst ég ávallt vera sem eitt af barnabörnum þínum. Ég naut þess að heimsækja þig tvisvar vestur á Ísafjörð síðast- liðið sumar þar sem ég og Aron rúnt- uðum með þér á æskuslóðirnar í Súðavík, um Ísafjörð og nærsveitir. Þú opnaðir heimili þitt á Hlíf fyrir mér og ekkert var of gott fyrir mig þar sem ég var ólétt af frumburði okkar hjóna. Það gladdi mig mikið að þú gast verið við skírn Hectors Snæs í lok desember ásamt þinni nánustu fjölskyldu og barnabörnum. Ég minnist einnig veiðitúrsins í Langa- dalsá í byrjun júlí þar sem þú naust þess að vera með strákunum þínum, Aroni og Elmari, við veiðar ásamt góðum félögum en það var þitt líf og yndi. Ekki var verra að ég gat skenkt þér af forláta rommi frá Níkaragva sem þér þótti svo ómótstæðilegt, svona rétt fyrir svefninn eins og þú orðaðir það svo vel, svo þú svæfir bet- ur. Því miður get ég ekki gefið þér meira níkaragvaskt romm rétt fyrir svefninn, elsku afi Jens og er það miður að kynni okkar hafi ekki orðið lengri. Ég mun ávallt minnast þín með mikilli hlýju um ókomin ár. Þín Marjourie Paola Hernandez. Minningarnar birtast í huga mér eins og svipmyndir augnablika þegar ég frétti af láti föðurbróður míns. Það er svo að hvert minnisbrot á sér stað og stund og þau eru ekki af skornum skammti sem tengjast honum Jenna. Svo sterkur persónuleiki sem hann var með sinn óviðjafnanlega áhuga fyrir að spjalla, sérstök orðatiltæki og hve alltaf var mikið að gera hjá hon- um. Jenni hefur alltaf verið hluti af til- veru minni. Í bernsku sem bróðir hans pabba sem bjó með konu sinni Ellu og dætrunum þremur á Ísafirði en með þeim ríkti mikill kærleikur og vinátta. Á fullorðinsárunum mynduð- ust sterk tengsl milli fjölskyldu minn- ar og Ellu og Jenna. Ómetanleg vin- átta þeirra og aðstoð er við ung að árum fluttum til Ísafjarðar og bjugg- um í nánara samfélagi við þau. Alltaf var okkur tekið opnum örmum í heimsóknum okkar, dætrum okkar til mikillar gleði, þarna eignuðust þær eiginlega þriðju ömmuna og afann, því hin bjuggu í Reykjavík. Og á síð- ustu árum eru sumarbrot, þegar Jenni kemur akandi hægt og rólega á jeppanum sínum á sínar æskuslóðir og heimsækir okkur í sumarhúsið okkar í Súðavík, þá orðinn ekkjumað- ur. Ellu missti hann árið 1996 og var það mikill söknuður. Jenni var sjómaður á sínum yngri árum og stundaði fiskeiðar en þurfti að láta af þeirri atvinnu sökum heilsu- brests. Veiðiskapur átti þó alltaf hug hans og fór hann í veiðitúra á hverju sumri ásamt félögum sínum. Það duldist engum að þeim fylgdi mikil tilhlökkun, hafist var handa við að baka skúffuköku og jólaköku til að bjóða upp á með kaffinu og eftir heimkomu fylgdu léttkryddaðar sög- ur af aflabrögðum. Jenni var Vestfirðingur í húð á hár, þar opnuðust augu hans í fyrsta sinn og þar lukust þau aftur. Þar var að hans mati alltaf gott veður og þar skein sólin skærast. Lífið er eins og kvikmynd, þar sem aðalleikarinn ræður nokkru um fram- vindu. Þegar myndinni er lokið kem- ur væntanlega framhald sem enginn veit fyrr en hann hefur lokið sinni fyrri mynd. Jenni gerði góða mynd og einhvern veginn ímynda ég mér hann brosa mót Ellu sinni og öðrum ástvin- um í landi ósýnileikans. Elsku Jenni, fyrir hönd okkar Jón- asar og dætra okkar þakka ég þér samfylgdina og ómetanlegar sam- verustundir. Við biðjum góðan Guð að vera með þér og fylgja þér til ljóss- ins eilífa. Far þú í Guðs friði. Kæru Dóru Gunn, Mundu, Ásý, tengdasonum og barnabörnum og öðrum ástvinum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Halldóra G. Árnadóttir. JENS GUÐBJÖRN MARKÚSSON Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, MAGGA ALDA ÁRNADÓTTIR frá Núpakoti, lést mánudaginn 1. mars. Útförin fer fram frá Eyvindarhólakirkju mið- vikudaginn 10. mars kl. 14.00. Þorvaldur Sigurjónsson, Hafdís Þorvaldsdóttir, Matthías Jón Björnsson, Guðlaug Þorvaldsdóttir, Árni Gunnarsson og barnabörn. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KÁRI ÓLFJÖRÐ NÝVARÐSSON kennari, Hlíðarvegi 59, Ólafsfirði, lést á heimili sínu laugardaginn 6. mars sl. Útförin auglýst síðar. Sigrún Ingólfsdóttir, Kristín Ólfjörð Káradóttir, Ásgrímur Pálmason, Sigmar Ólfjörð Kárason, Heiðrún Sjöfn, Inga Hilda Ólfjörð Káradóttir, Daníel Víkingsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KOLBEINN KRISTÓFERSSON læknir, Garðatorgi 7, Garðabæ, lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði aðfaranótt laugardagsins 6. mars. Jarðarförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garða- bæ þriðjudaginn 16. mars kl. 13.30. Álfheiður Óladóttir, Þórunn Kolbeinsdóttir, Gísli Jónsson, Þórdís Kolbeinsdóttir, Hafsteinn Sæmundsson, Egill Kolbeinsson, Guðbjörg S. Hólmgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN SIGRÍÐUR SVEINSDÓTTIR, Jörundarholti 1a, áður til heimilis á Garðabraut 4, lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 6. mars. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 12. mars kl. 14.00. Sveinn Einarsson, Guðmundur Einarsson, Jónína Sigurbjörg Einarsdóttir, Ævar Gunnlaugsson, Sævar Rúnar Einarsson, Sigríður Sigurvaldadóttir, Baldvin Einarsson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HALLA VALGERÐUR PÁLSDÓTTIR, Sogavegi 133, Reykjavík, lést föstudaginn 5. mars. Ari B. Franzson, Sigríður Aradóttir, Franz Arason, Anney B. Sveinsdóttir, Magnea B. Aradóttir, Reynir Magnússon, Páll B. Arason, Gunnlaug K. Gunnarsdóttir, Þórunn Aradóttir, Ágúst Ágústsson, Jón Arason, Sigríður M. Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.