Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LANDBÚNAÐURINN OG HNATTVÆÐINGIN Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-herra vakti í ræðu sinni á Bún-aðarþingi á sunnudag athygli á því að sá tími væri liðinn er þróun ís- lensks landbúnaðar réðst nær eingöngu af innlendum áhrifavöldum. „Hnattvæð- ingin hefur náð fótfestu í landbúnaðinum sem og öðrum sviðum mannlífsins. Í dag hafa alþjóðlegir samningar og sú stefna sem einstök ríki eða ríkjahópar taka í framkvæmd skuldbindinga sinna á þeim vettvangi mikil áhrif á starfsumhverfi landbúnaðarins. Framhjá þeirri stað- reynd verður ekki litið,“ sagði landbún- aðarráðherra. Hann sagðist jafnframt vilja kanna til hlítar hvernig koma mætti stuðningi við landbúnaðinn fyrir með öðrum hætti en tíðkast hefði, sem betur samræmdist þeirri þróun sem alþjóðlegir samningar boðuðu. „Landbúnaðurinn er í örri þró- un allt í kringum okkur. Á síðasta ári lauk til að mynda endurskoðun á sameig- inlegri landbúnaðarstefnu Evrópusam- bandsins þar sem gerðar eru grundvall- arbreytingar á ýmsum þáttum er varða ríkisstuðning. Verið er að draga úr og hverfa jafnvel frá beinum stuðningi við búvöruframleiðslu og miða stuðninginn frekar við önnur gildi, í samræmi við hugsunina um fjölþætt hlutverk land- búnaðarins, t.d. byggðir og umhverfi,“ sagði Guðni. „Þetta gerist í Evrópusam- bandinu og víðar, m.a. sökum þrýstings frá samningum Alþjóðaviðskiptastofn- unarinnar, samningum sem eru ekki síð- ur áhrifavaldar á okkur hér. Er það lík- legt að vera til farsældar fyrir íslenskan landbúnað að ríkisstuðningur hér sé á annarri sporbraut en gengur og gerist þegar horft er til framtíðar? Er ekki far- sælla að hefja aðlögun að því sem koma skal á okkar eigin forsendum, frekar en að lenda í nauðvörn á forsendum ann- arra?“ Svarið við þessum spurningum land- búnaðarráðherra liggur nokkurn veginn í augum uppi. Það þýðir lítið að streitast á móti og reyna að viðhalda núverandi kerfi ríkisstuðnings við landbúnaðinn ef umheimurinn stefnir í aðra átt. Það er miklu skynsamlegra að hefja nú þegar undirbúning og aðlögun að því, sem lík- legt er til að verða niðurstaðan í land- búnaðarviðræðunum á vettvangi Heims- viðskiptastofnunarinnar (WTO). Á þessu verða forsvarsmenn bænda að átta sig. Guðni ræddi sérstaklega um mjólkur- framleiðsluna og þá staðreynd að kúa- bændum hefði fækkað mjög á undan- förnum árum. Hann benti á að neytendur gerðu nú kröfu um að ávinn- ingur af hagræðingu í greininni skilaði sér til þeirra. Hann hefði hins vegar velt upp þeirri spurningu hversu mikið bændum mætti fækka án þess að byggð og lífi í sveitunum væri ógnað. „Búum fækkar og þau stækka, slík er einfald- lega þróunin. Hef ég ekki talað fyrir skerðingu á athafnafrelsi manna í þeim efnum. Það sem ég hef vakið athygli á er að það er ekki sjálfsagt að stuðningur ríkisvaldsins við búvöruframleiðsluna fylgi mönnum óbreyttur á þeirri braut. Í hagkvæmni stærðarinnar hljóta að liggja þau mörk að eðlilegt getur talist að ríkisstuðningur, þ.e.a.s. fjármunir skattgreiðenda sem veittir er í þessu til- felli til mjólkurframleiðslu, dragist sam- an eftir að þeim mörkum er náð. Ef hag- ræðing er aðalmarkmiðið, leiðir það ekki af eðli máls að skýr mörk eiga að vera fyrir hlutskipti ríkisstuðnings í þróun- inni og að markaðslögmálin fái í stað þess í vaxandi mæli að njóta sín?“ Þetta er eðlilegt sjónarmið hjá land- búnaðarráðherra. Markmiðið á að sjálf- sögðu að vera að með vaxandi hagræð- ingu og samkeppnishæfni verði stuðningur skattgreiðenda við landbún- aðinn óþarfur. Á meðan sá stuðningur er fyrir hendi mega menn hins vegar ekki falla í þá gryfju að haga honum þannig að bændur hafi ekki hvata til að hagræða, m.a. með því að stækka búin og auka sjálfvirkni. Hugsanlega má komast hjá slíkum vanda með þeim aðferðum, sem landbúnaðarráðherra gerði sjálfur að umtalsefni; að greiða bændum fasta styrki, óháða framleiðslu. En landbún- aðurinn verður að ná bæði meiri hag- kvæmni og meiri gæðum, eigi hann að standast sívaxandi alþjóðlega sam- keppni. SIGUR GRÍSKRA HÆGRIMANNA Grískir hægrimenn fögnuðu sigri íþingkosningunum á Grikklandi á sunnudag og var þar með bundinn endi á langt valdaskeið sósíalista. Þessi um- skipti eru ekki talin boðberi gagngerra breytinga, enda leitaði Costas Karaman- lis, leiðtogi Nýs afls, flokks hægri manna, inn á miðjuna í kosningabaráttunni. Sósí- alistar, sem hafa verið við völd í hartnær tvo áratugi, höfðu bakað sér óvinsældir í röðum sinna traustustu kjósenda með ýmsum hætti. Flokkur þeirra, Pasok, hafði legið undir ámæli fyrir spillingu og hagsmunagæslu. Uppsveifla hefur reynd- ar fylgt hinum gríðarlegu framkvæmd- um, sem hleypt var af stokkunum vegna Ólympíuleikanna í sumar, en hún skilaði sér ekki til láglaunafólks, sem kvartar undan hækkandi leigu og verði á nauð- synjum. Það vakti athygli að í kosningunum tókust ekki aðeins á vinstri og hægri, heldur fulltrúar þeirra ætta, sem mest létu að sér kveða í grískum stjórnmálum á liðinni öld. Costas Karamanlis er bróð- ursonur Konstantíns Karamanlis, sem var forsætisráðherra 1955–63 og 1974–80 og forseti 1980–85. Costas Karamanlis þykir ekki litríkur og sú ákvörðun hans að leita inn á miðjuna var umdeild á sínum tíma, en hann þykir nú hafa sannað sig. Andstæðingur hans, George Papandreou, á ekki síður pólitíska arfleifð að verja. Afi hans, Georgios Papandreou, varð for- sætisráðherra þegar Þjóðverjar hörfuðu frá Grikklandi 1944 og sat þar til út braust borgarastyrjöld sama ár. Hann komst aftur til valda 1963–65. Nokkrum árum eftir lok herforingjastjórnarinnar varð sonur hans, Andreas Papandreou, forsætisráðherra og sat frá 1981–1989 og aftur frá 1993–1996. Georgios Papandr- eou þykir líkjast afa sínum og persónu- legar vinsældir hans hafa mælst meiri en vinsældir Karamanlis, en það dugði ekki til að leiða flokkinn til sigurs. Eitt fyrsta verk Karamanlis var að lýsa yfir því að Ólympíuleikarnir yrðu haldnir með glæsibrag. Hann er mikill Evrópu- sinni og fylgir þar í fótspor föðurbróður síns, sem leiddi Grikki inn í Evrópusam- bandið árið 1979. Það verður ekki auðvelt fyrir hann að taka yfir stjórnkerfi, sem sósíalistar hafa ráðið yfir svo lengi, og hans bíður það erfiða verkefni á tímum þverrandi styrkja frá Evrópusambandinu að tryggja áframhaldandi hagvöxt eftir að Ólympíuleikunum lýkur. Afgerandi 30 sæta meirihluti á þingi ætti hins vegar að færa honum sjálfstraust til aðgerða. BJÖRN Bjarnason, dóms- ogkirkjumálaráðherra, kynnti ádögunum eflingu sérsveitar lög-reglunnar; fjölgun sérsveitar- manna úr 21 í 50 á næstu árum og flutning þeirra frá lögreglunni í Reykjavík til rík- islögreglustjóra, þar sem sérsveitin verður gerð að sérstakri stoðdeild. Breytingin tók gildi 1. mars síðastliðinn þegar 16 sérsveit- armenn fluttust undir embætti ríkislög- reglustjóra. Tíu lögreglumenn verða í stað þeirra ráðnir til lögreglunnar í Reykjavík. Verða 30–35 milljónir settar í eflingu lög- reglunnar í ár vegna þessara skipulags- breytinga, en talið er að kostnaður við frek- ari stækkun sveitarinnar nemi um 250 milljónum króna, þegar allt er talið. Björn segir að hann hafi talið tímabært að efla öryggi lögreglunnar og búa sérsveitina þannig úr garði að hún geti gripið inn hvar sem er og hvenær sem er og verið tiltæk til að skapa öllum lögreglumönnum í landinu öruggara starfsumhverfi. Því hefur verið velt upp, m.a. í umræðum utan dagskrár á Alþingi, hvort efling sér- sveitarinnar sé fyrsta skrefið í átt að ís- lenskum her. „Mér finnst þær umræður vera frekar til þess fallnar að draga athygl- ina frá kjarnanum í þessum ráðstöfunum og drepa málinu á dreif. Þetta snýst fyrst og fremst og einvörðungu um það að lögreglan á Íslandi sé í stakk búin til að takast á við sem flest viðfangsefni sem falla undir lög- reglu og lögregluverkefni. Þetta er ekki þannig að við séum að þjálfa menn til að taka þátt í hernaðaraðgerðum,“ segir Björn. Skilin milli hers og lögreglu ógreinilegri en áður „Skilin á milli hers og lögreglu eru að mörgu leyti að verða ógreinilegri en áður vegna þeirrar hættu sem við stöndum frammi fyrir, en herinn er eitt og lögreglan annað, engu að síður,“ segir Björn. Hann bendir á að sérsveitin muni áfram starfa innan ramma lögreglulaganna. „En hlut- verk lögreglu, við þær aðstæður sem hafa skapast í heiminum, við mat á þeirri hættu sem getur steðjað að þjóðfélögum, tekur náttúrlega mið af aðstæðum á hverjum tíma. Við erum ekki lengur í umhverfi þar sem menn geta sagt: „Þetta er óvinurinn, hann er þarna og hann mun koma þessa leið.“ Við erum frekar í umhverfi þar sem menn búa um sig með leynd innan þjóðríkj- anna og ætla, eftir að þeir eru búnir að koma sér þar fyrir, að grípa til ráðstafana til að ógna öryggi borgaranna. Þar verða menn líka að skilja á milli herafla annars vegar og lögreglu hins vegar. Æ meiri áhersla er lögð á öryggisgæslu sem byggist á lögreglusveit- um og að þær séu sveigjanlegar og til taks til að sinna verkefnum sem ekki voru áður á dagskrá og menn hugleiddu ekki með sama hætti og gert er núna,“ segir Björn. Hann segir heimavarnir vera af öðrum toga. „Ég hef verið og er málsvari þess að bandarískt varnarlið sé hér á grundvelli varnarsamnings við Bandaríkin. Það er ekki svo að lögreglan komi í stað varnarliðs- ins, ég er ekki að búa neinn undir það. Ef varnarliðið færi þyrftum við að líta á málin í öðru samhengi en þessu.“ Viljum ekki hafa erlenda menn í ákveðnum verkefnum Aðspurður segir hann að sérsveitin muni þó gegna ákveðnu hlutverki í vörnum lands- ins. „Jú, að sjálfsögðu gerir hún það á þeim sviðum sem við viljum og teljum okkur hafa getu til að sinna sjálf. Hún hefur gert það frá 1979, þegar hún var stofnuð. Þessi við- fangsefni eru að breytast og þau eru orðin þess eðlis að við viljum ekki láta erlenda menn sinna þeim. Við eigum að gera það sjálf og verðum að þjálfa innlenda menn til að sinna þeim og taka á þeim, gæslu mann- virkja og viðkvæmra þátta í innviðum þjóð- félagsins. Eins og allar þjóðir, höfum við gagn af því að vera í öflugu varnarsamstarfi og skilgreina öryggishagsmuni okkar þann- ig að þeir falli að öryggishagsmunum ann- arra þjóða. Í því efni er mikils virði að vera með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin og eiga aðild að Atlantshafsbandalaginu.“ Er sérsveitin að taka við einhverju hlut- verki af hernum? „Nei, hún er ekki að gera það. Á hinn bóg- inn er óhjákvæmilegt skilgreina öryggis- gæslu, t.d. vegna orkumannvirkja á annan hátt en við höfum gert til þessa. Við þurfum að svara spurningu eins og þessari: Hver eru skotmörk hryðjuverkamanna og hvaða ráðstafanir gerum við? Þessum spurningum eigum við að svara á eigin forsendum og eiga samstarf við aðra um framkvæmdina eftir því, sem nauðsynlegt er. Hér hafa verið æfingar, t.d. Samvörður og Norðurvíking- ur, og þar hafa menn m.a. farið á staði sem eru viðkvæmir í þessu tilliti. Við byggjum á því að fleiri komi að mál- um ef á þarf að halda. Allar þjóðir Atlants- hafsbandalagsins treysta á öryggistrygg- inguna í 5. gr. Atlantshafssáttmálans um að árás á einn sé árás á alla, en þessi grein hef- ur aðeins einu sinni verið virkjuð síðan 1949 – það var eftir árásina á New York og Wash- ington 11. september 2001. Það var gert til þess að minna á samheldni og viðbrögð allra ef það yrði gert meira,“ segir Björn. Má segja að þessi efling sérsveitarinnar núna tengist eitthvað hugmyndum Banda- ríkjamanna um að draga úr viðverunni hér? „Nei, hún er ekki í tengslum við varn- arliðið, eins og ég hef margsagt, enda erum við ekki að skilgreina verkefni sérsveitar- innar öðruvísi en þau hafa verið skilgreind á undanförnum árum, þótt eðli þeirra kunni að hafa breyst. Við erum ekki að breyta lög- reglulögunum, sérsveitin starfar innan sömu lagaákvæða og áður,“ segir Björn og bætir við að forsendan fyrir þeim ákvörð- unum sem hafa verið teknar um sérsveitina sé miklu nær daglegu lífi en allar vangavelt- ur um varnarliðið. Hann hafi lagt mat á stöðu lögreglunnar og talið nauðsynlegt að styrkja innviði hennar og þ.m.t. öryggi borgaranna. „Sagt hefur verið, að einhver bernsku- draumur minn sé að rætast með því að efla lögregluna. Mig dreymir enga lögreglu- drauma og lifi almennt ekki í draumaheimi. Hér horfist ég einfaldlega í augu við kaldan veruleika og hef unnið þessum tillögum fylgi á þeim forsendum. Til að tryggja ör- yggi borgaranna er óhjákvæmilegt að stíga þetta skref,“ segir hann. Sveitin mun taka að sér ný verkefni Sérsveit lögreglunnar var stofnuð árið 1981 á formlegan hátt, en grunnur lagður að henni árið 1979. Hún er þjálfuð til að sinna margvíslegum verkefnum. Björn nefnir að eitt af hlutverkum sveitarinnar sé að gæta öryggis einstaklinga, þar á meðal öryggis erlendra gesta sem hingað koma auk þess að geta tekist á við óaldarflokka og hafa stjórn á slíkum hópum. Einnig nefnir hann áhlaupsaðgerðir á byggingar, flugvélar, skip og annað slíkt. Björn segir að ýmis ný verkefni muni bætast á könnu sérsveitarinnar á næstunni, t.d. hvað flug- og siglingavernd varðar og eins gegni sérsveitarmenn mikilvægu hlut- verki í friðargæslu. Þetta séu verkefni sem Ísland taki að sér sem sjálfstætt ríki og þurfi að hafa bolmagn til að sinna. Efling sérsveitarinnar komi m.a. til vegna þessara nýju verke það betur e 11. septem halda uppi um en áður Björn ne urflugvelli irgengist rí „Það eru u flugumsjón sjáum það kemur upp hvað slíkt. gerst sem að sinna og um sé að ræ varnarsvæ inga um sig ari áhersla „Þessir gæslu. Við skuldbindin að það er a verkefni. Þ til að kanna sýklavopna niðurstöðu alveg sann ur fram að gerðir til a mun sérsve Björn. H Telur þú verkum? „Ég tel leggi á ráði landi. Ég s lokað.“ Bjö hjá því sem t.d. ekki úti dalsjökli e bóginn og hann í fyrr veitingu til áhættumat Björn segir bóginn er ó an hátt en eru skotmö Efling sérsveitar lögreglu ekki kostnaðars „Fleira hættul inum en óblíð Dómsmálaráðherra segir ekki útilokað að hryðjuverka- menn láti að sér kveða á Íslandi og því sé nauðsynlegt að hafa áætlanir og viðbragðskerfi til að bregðast við slíkri vá. Efling sérsveitar lögreglunnar sé ekki skref í átt að íslenskum her, en skilin milli hers og lögreglu séu að mörgu leyti að verða ógreinilegri en áður vegna breyttrar heimsmyndar og nýrra ógna sem steðji að. ’Sagt einhve ur min með þv una. M lögreg almen heimi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.