Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 24
LANDIÐ
24 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Fljót | Meirihluti starfandi loðdýrabænda í
landinu er nýkominn úr kynnisferð til Dan-
merkur. Í Danmörku stendur loðdýrabúskap-
ur traustum fótum og þar eru mörg gam-
algróin bú, en mjög mismunandi að stærð.
Danir eru nú stærstu framleiðendur loð-
dýraskinna í heiminum og þar er seldur mik-
ill meirihluti allra skinna sem framleidd eru.
Því þótti íslenskun kollegum þeirra áhuga-
vert að heimsækja nágranna sína áður en
annir við pörun dýranna hæfust. Úr Skaga-
firði fóru 10 bændur þar á meðal var Har-
aldur Stefánsson, bóndi í Brautarholti, sem
sagði fréttaritara blaðsins frá því markverð-
asta þegar heim kom.
„Í Kaupmannahöfn byrjuðum við á að
skoða húsið þar sem skinnauppboðin fara
fram. Það er gríðarlega stórt og í því er ótrú-
legur fjöldi af skinnum geymdur og því mikil
verðmæti þar inni. Ég er sannfærður um að
verðmætin hlaupa á einhverjum milljörðum.
Svo héldum við út á land til bæjarins Henning
þar sem var stór sýning bæði á skinnum og
einnig ýmsum verkfærum og tækjum sem
notuð eru á loðdýrabúum. Síðan var farið að
skoða bú sem mér þótti nú áhugaverðasti
hluti ferðarinna Við heimsóttum tvö minkabú
sem hvort um sig var með um 6.000 læður.
Þetta eru að vísu miklu stærri bú en hjá okk-
ur þar sem algeng bústærð er um 1.000 læð-
ur. Það kom í ljós þegar við fórum að ræða
við bændurna að afkoman hjá þeim er mun
betri en hjá okkur Íslendingum.
Helmingur af verði
skinns í fóðurkostnað
Ég held að megi segja að mesti munurinn
liggi í fóðurverðinu. Þeir fara með um 30% af
verði hvers skinns í fóður en hjá okkur eru
þetta svona um 50%.
Annar bóndi sagði okkur að fram-
leiðslukostnaður á skinn hjá honum væri 135
krónur danskar (um 1.500 ísl.) en á síðasta
uppboði voru þeir að fá 217 danskar fyrir
skinnið þannig að mismuninn fá þeir í laun.
Það þætti okkur gott, hins vegar er því ekki
að leyna að Danir eru komnir lengra í ræktun
og kynbótum en við. Þeir fá hærra jafn-
aðarverð fyrir sín skinn. Svo má heldur ekki
gleyma að hjá þeim er annað veðurlag og
þeir komast af með talsvert ódýrari hús fyrir
dýrin en við.
Á öðru búinu bjuggu feðgar. Ég held að
þeir hafi mjög þokkalega afkomu. Þeir þurfa
að fá fólk í vinnu á álagstímum og borga því
um 1.200 krónur ísl. á tímann. En það er ekki
framkvæmt á búunum fyrir lánsfé heldur
bara fyrir það sem búin skila hverju sinni.“
Hvert stefnir hjá íslenskum loðdýrabænd-
um?
„Það er ekkert launungarmál að við gerum
okkur vonir um að hægt verði að ná fram
lækkun á fóðurverðinu. Það er 17 kónur kíló-
ið þarna úti en við greiðum 25 krónur á kíló.
Úti er komið urðunargjald á allan úrgang og
eftir að gjaldið kom á láta sláturhúsin í mörg-
um tilfellum úrganginn frítt til fóðurstöðv-
anna en sleppa þá við urðunargjaldið. Okkur
finnst líklegt að það stefni í svipað hér á landi
þ.e. það komi gjald fyrir að urða slátur- og
fiskúrgang. Þá muni fóðurstöðvarnar eða
jafnvel einstakir bændur fá þetta á lægra
verði, jafnvel bara fyrir að sækja þetta í við-
komandi vinnslustöð. Við getum breytt þess-
um úrgangi í gjaldeyri.
Þetta er ung búgrein hér á landi og hefur
verið að fóta sig fram að þessu og lent í ýms-
um hremmingum. Uppbyggingin á búunum
var dýr og við höfum margir hverjir verið
alltof skuldugir og þar af leiðandi lent í
óheyrilegum fjármagnskostnaði. En það var
tekið heilmikið til í fjármálum okkar á síðasta
ári þannig að menn losnuðu út úr lausaskuld-
unum og þeim var breytt í föst lán. Það var
mikil breyting til batnaðar.
Ég held að næsta baráttumál hjá okkur loð-
dýrabændum verði að fá fóðurverðið lækkað,
það er okkar brýnasta hagsmunamál í dag,“
sagði Haraldur Stefánsson loðdýrabóndi að
lokum.
Meirihluti starfandi loðdýrabænda nýkominn úr kynnisferð til Danmerkur
Næsta baráttumál að lækka fóðurkostnað
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Í Brautarholti: Haraldur Stefánsson í loð-
dýrahúsinu með myndarlegan karlmink.
Húsavík | Húsvíkingar
héldu sitt fyrsta íbúa-
þing á dögunum og
þótti það heppnast
mjög vel. Rúmlega tvö
hundruð manns sótu
þingið, en það var hald-
ið í Borgarhólsskóla.
Bæjarstjóri, Reinhard
Reynisson, setti þingið
og var að auki þing-
forseti. Að setningu
lokinni útskýrðu starfs-
menn Tækniþings, í
máli og myndum, þá
vinnu sem er í gangi
við aðalskipulag bæjar-
ins.
Þetta aðalskipulag
mun gilda frá árinu
2005 til ársins 2025. Þá
lásu þrír nemendur úr
8. bekk Borgarhóls-
skóla stuttlega upp úr
ritgerðum sem var
hluti af vinnu þeirra á
nýliðnum þemadögum
þar sem umfjöllunar-
efnið var framtíð Húsa-
víkurbæjar. Einnig var
í gangi sýning á af-
rakstri þessarar þemadaga.
Að þessari kynningu lokinni var
starfrækt svokallað hugmyndatorg
þar sem íbúar gátu átt viðræður við
skipulagshönnuði og komið á fram-
færi athugasemdum og eða hug-
myndum sínum. Einnig var hægt að
koma þeim til skila skriflega í svo-
kallaða kjörkassa sem voru á staðn-
um. Nemendur Framhaldsskólans á
Húsavík voru með skoðanakönnun í
gangi meðal þátttakenda á íbúa-
þinginu um eitt og annað sem snýr
að búsetu og skipulagsmálum í
sveitarfélaginu.
Jafnhliða hugmyndatorginu voru
í gangi þrír vinnuhópar þar sem
fjallað var um mismunandi við-
fangsefni. Einn hópurinn fjallaði
um atvinnumál. Þar var rætt um at-
vinnustefnu, uppbyggingu og
áherslur í þjónustu, iðnaði og ferða-
þjónustu auk þess sem fjallað var
um Húsavík sem miðstöð verslunar
og þjónustu í héraði. Annar hópur
fjallaði um sveit og bæ, þ.e.a.s.
dreifbýlið, skipulag lands, nýtingu
þess og verndun auk umhverfis-
mála. Þriðji hópurinn fjallaði um
frístundir íbúa sveitarfélagsins. Þar
var rætt um íþróttir, menningu og
listir, afþreyingu og félagsstörf.
Góðar umræður og
gagnlegar ábendingar
Reinhard bæjarstjóri var ánægð-
ur með þingið. „Það sköpuðust góð-
ar umræður í vinnuhópunum og má
gera ráð fyrir að fram hafi komið
ýmsar gagnlegar ábendingar varð-
andi framhald skipulagsvinnunnar.
Nemendur FSH og starfsmenn
Tækniþings og Atvinnuþróunar-
félags Þingeyinga munu nú sjá um
að taka saman afrakstur þingsins
og gert er ráð fyrir að kynna nið-
urstöðurnar á fundi sem áætlað er
að halda 11. mars nk.
Þá finnst mér ástæða til að þakka
íbúum góða þátttöku á þinginu.
Hún er vissulega hvatning til okkar
stjórnenda sveitarfélagsins til að
beita þessari aðferðafræði í fram-
tíðinni við umfjöllun stærri við-
fangsefna,“ sagði Reinhard að lok-
um.
Yfir 200 manns
á vel heppnuðu
íbúaþingi
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Stykkishólmur | Æskulýðsdagur
þjóðkirkjunnar var á sunnudaginn.
Þess var minnst í Stykkishólms-
kirkju í fjölskyldumessu sem hald-
in var kl. 11. Á dagskrá voru fjöl-
breytt atriði sem flutt voru af
börnum og unglingum. Tveir
barnakórar sungu undir stjórn Sig-
rúnar Jónsdóttur, unglingar fluttu
tónlistaratriði og krakkar úr
kirkjuskólanum tóku fullan þátt í
samkomunni með söng og lát-
bragði. Þá lásu fermingarbörn út
biblíunni.
Í Stykkishólmskirkju er kirkju-
skóli á hverjum sunnudegi yfir
vetrarmánuðina. Nokkrar konur í
bænum leiða það starf með aðstoð
sóknarprests og kórstjóra. Aðsókn
að kirkjuskólanum er góð og veitir
hann ungmennum góða undirstöðu
fyrir lífsgönguna. Þá er að hefjast
unglingastarf í kirkjunni og er það
góður þáttur í safnaðarstarfinu.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Á æskulýðsdegi: Gunnar Eiríkur Hauksson sóknarprestur leiðir sönginn sem flestir taka virkan þátt í.
Söngur á æskulýðsdegi
Fagridalur | Fundur var haldinn í
Gunnarsholti í síðustu viku þar sem
margir helstu áhugamenn um
hvönn voru samankomnir til að fara
yfir stöðu mála varðandi hvönn og
vinnslu á henni. Á undanförnum ár-
um hefur fyrirtækið Saga Medica
unnið ýmsar heilsuafurðir úr æti-
hvönn og gert á henni margvíslegar
rannsóknir. Hingað til hefur ein-
ungis verið safnað afurðum af æti-
hvönn sem vex villt víða um land.
Nú er framleiðslan komin á það
stig að farið er að huga að ræktun
á hvönninni og hefur Landbún-
aðarháskólinn á Hvanneyri unnið
að ræktunartilraunum undir stjórn
Ásdísar Helgu Bjarnadóttur. Til-
raunirnar lofa góðu og af þeim
ástæðum hefur Landgræðsla rík-
isins fengið áhuga á að hefja
vinnslu á fræi til sáningar. Að sögn
Þráins Þorvaldssonar, fram-
kvæmdastjóra Saga Medica, líst
honum vel á allar aðstæður í Gunn-
arsholti, og segir að ef vel takist til
með ræktun verði þetta bylting í
allri vinnuaðstöðu því að hingað til
hefur laufi og fræi verið safnað
með handafli við ansi misjöfn skil-
yrði. Þráinn segir að markaður fyr-
ir vörurnar sé vaxandi og t.d. hefur
töluvert af hvannarafurð farið til
Noregs á síðustu mánuðum. Einnig
er í gangi markaðsvinna í öðrum
Evrópulöndum.
Samstarf um ræktun á hvönn
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Landgræðsla: Málin rædd í Gunnarsholti, f.v. Þráinn Þorvaldsson, Ingólfur
Guðnason, Ásgeir Jónsson, Sveinn Runólfsson, Hafsteinn Hafliðason, Sig-
mundur Guðbjarnarson, Ævar Jóhannesson og Elín Óskarsdóttir.