Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Björg Sigurjóns-dóttir fæddist á Hrafnagili í Vest- mannaeyjum 19. jan- úar 1917. Hún lést á hjartadeild Landspít- alans þriðjudaginn 2. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðríður Þór- oddsdóttir húsmóðir, f. 17. júní 1886, d. 1956, og Sigurjón Jónsson útgerðar- maður, f. 3. júlí 1887, d. 1933. Björg átti fjögur systkini og eru þau: Sigríður Anna, f. 15. ágúst 1915, d. 5. okt. 1989; Guð- björg Sigríður, f. 29. desember 1921; Þóra, f. 17. júní 1924; og Soffías, f. 8. maí 1926 d. 1931. Björg ólst upp í Vestmanna- eyjum. Hún lauk prófi frá Gagn- fræðaskóla Vest- mannaeyja og síðar Húsmæðraskóla Suðurlands, og var þar í fyrsta útskrift- arhópnum. Björg vann lengst af hjá Pósti og síma, árin 1957–1986. Hjá Póstinum gegndi hún mörgum trún- aðarstörfum. Var póstfulltrúi í Vest- mannaeyjum í mörg ár og síðustu starfs- árin starfaði Björg sem skrif- stofustjóri hjá Póst- og símamála- stofnuninni í Ármúla. Útför Bjargar fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Elsku frænka. Ég á eftir að sakna þín mikið. Ég er búin að eiga svo margar góða stundir með þér. Í minningunum er tíminn þegar ég bjó hjá þér og ömmu svo dýrmætur. Ég mun aldrei gleyma spilakvöldun- um þegar við spiluðum rommý og scrabble hvað það var gaman. Öllum bíltúrunum með ykkur ömmu og allt- af varst þú tilbúin að keyra mig og sækja mig þegar ég þurfti. Það var svo gaman þegar þú varst að segja sögur, þú sagðir svo skemmtilega frá, þú varst svo fróð enda lastu mikið bæði íslensk blöð og erlend. Þú varst alveg einstök. Þú varst svo flink í höndunum, alltaf að prjóna og hekla. Ég á svo margt fallegt eftir þig. Eftir að ég stofnaði mitt heimili, var alltaf svo gott að koma til ykkar ömmu. Það fyrsta sem maður gerði þegar maður kom var að fara inn í herbergið þitt og ná í Eyjablaðið Fréttir. Þú fylgdist alltaf svo vel með hvað var að gerast í Vestmannaeyj- um sem voru þínar æskuslóðir. Birtu Lóu fannst svo gaman að koma til ykkar ömmu, það var svo gaman að sjá hvað þú ljómaðir og hvað þú varst svo góð að leika við hana. Það var svo yndislegt að sjá hvað þið amma voruð samrýndar og gest- risnar og maður var alltaf velkominn til ykkar. Þú varst alltaf svo kát og jákvæð og með smitandi hlátur og þolin- mæði þín gagnvart okkur krökkun- um var alveg einstök. Þegar við vor- um yngri þá máttum við leika okkur um alla íbúð og jafnvel tjalda í stof- unni, það var alltaf líf og fjör hjá ykk- ur ömmu. Elsku frænka, þú varst algjör gullmoli og mér fannst þú alltaf líka vera amma mín. Síðasta stundin okkar saman var á laugardeginum 28. febrúar þegar við amma komum til þín á spítalann og við vorum að reyna að þýða texta aft- an á sænskri ljóðabók og þú varst ekki lengi að þýða hann Það var ynd- isleg stund sem og allar aðrar sam- verustundir okkar sem ég gleymi aldrei. Minning þín er ljós sem lifir í hjarta okkar. Elsku amma mín, guð styrki þig og huggi í söknuði þínum og sorg. Arnbjörg, Styrmir Már og Birta Lóa. Elsku frænka, við kveðjum þig í dag með mikinn söknuð og þakklæti í hjarta. Í huga okkar varstu miklu meira en bara frænka. Þú varst okkur systkinunum sem önnur móðir. Þegar faðir okkar dó 1957 komst þú frá Reykjavík og bjóst hjá okkur og með mömmu þar til þú kvaddir þetta líf. Þú varst einstök, glaðlynd ljúf og jákvæð. Á sunnudagsmorgn- um þegar við vorum lítil fórstu með okkur í gönguferð meðan mamma sá um matinn og voru þetta fræðslu- ferðir í leiðinni því þú varst sífellt að kenna okkur úr þínum viskubrunni um yndislegu Eyjuna okkar. Þegar ég var í skóla kom það oftar en ekki í þinn hlut að hjálpa til við lærdóminn og það var sama hvort það var stærðfræði, landafræði eða tungumál, þú gast alltaf hjálpað. Þér var svo annt um að við töluðum fal- legt og rétt móðurmál. Þú elskaðir að ferðast jafnt innanlands sem utan. Þú fórst til Spánar um leið og hægt var að ferðast þangað og þið mamma fóruð til Nýja Sjálands oftar en einu sinni gegnum Singapore og gistuð þar og þú hafðir orð á því hvað það væri snyrtileg borg því þú varst svo mikill snyrtipinni. Þú hafðir svo gaman af að segja okkur frá hvað þú upplifðir í öllum þessum ferðalögum. Þú hlakkaðir alltaf til að koma til Vestmannaeyja og sjá hvað væri bú- ið að breyta, bæta og laga og sjá Heimaklett einu sinni enn. Þú sást það góða í öllum mönnum og hall- mæltir ekki nokkrum manni. Nú hækkar sól og birtir dag frá degi. Eins munu minningarnar um þig lýsa og veita okkur birtu í huga og hjarta að eilífu. Guð blessi minningu þína, elsku frænka. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð ( Þórunn Sig.) Ágúst og Lóa. Í dag er lögð til hinstu hvíldar elskuleg frænka mín. Það er erfitt fyrir mig að lýsa þeim tilfinningum, sem fara í gegnum huga minn á þess- um tímamótum. Að öllum öðrum ólöstuðum er hún í þeim hópi, sem hefur reynst mér einna best í lífinu. Þegar móðir mín varð skyndilega ekkja og stóð ein uppi með þrjú börn, eins, tveggja og þriggja ára, sagði hún upp vinnu sinni í Reykjavík, flutti til Vestmannaeyja og tók sér stöðu við hlið móður minnar og ól okkur systkinin upp ásamt henni. Frænka var ekki bara frænka, hún hafði nákvæmlega sömu stöðu og mamma og bar okkar hag fyrir brjósti. Hún tók þátt í okkar gleði og sorgum til dauðadags. Það eru margar minningarnar sem hrannast upp á þessum tímamótum, þegar frænka er horfin á braut. En það sem efst er í huga, er sú gagnkvæma virðing, vinátta og vinsemd, sem alla tíð einkenndi okkar samskipti. Frænka var einstaklega vönduð manneskja, heiðarleg, hallmælti aldrei nokkrum manni, upphóf aldrei sjálfa sig, var hógvær og lítillát en gerði samt miklar kröfur til sjálfrar sín og sinna nánustu. Hún var gáfuð, greind og víðlesin. Frænka var haf- sjór af fróðleik, ferðaðist víða og nut- um við frændfólk hennar kunnáttu hennar og víðsýni í ríkum mæli við nám okkar og störf. Heilsteyptari og vandaðri manneskja er vandfundin. Í þessum fátæklegu minningar- orðum get ég ekki sleppt að minnast á þá ómetanlegu aðstoð sem hún veitti við uppeldi barnanna minna. Hún var þeim eins og besta amma. Þau sóttu í að vera hjá frænku. Hún lék við þau, sagði þeim sögur, spilaði við þau, prjónaði á þau peysur, fór með þau í göngutúra, útskýrði fyrir þeim hlutina og gaf þeim heilræði, nákvæmlega eins og hún hafði gert fyrir mig þegar ég var lítil stelpa heima í Eyjum. Nú er gengin góð og merkileg kona, sem alls staðar kom sér vel og geislaði af heiðarleika og dygðum. Það voru forréttindi að fá að alast upp undir verndarvæng hennar. Megi góður guð blessa minningu Bjargar frænku minnar. Þessum orðum vil ég ljúka með fallegu ljóði eftir Guðríði ömmu mína, sem hún orti til Bjargar dóttur sinnar (frænku): Ég þakka alla hlýjuna, hjartað mitt blíða, hjálp þá og umhyggju er berð fyrir mér. Oft væru stundirnar lengur að líða, ef lægju ekki spor þín til ánægju hér. Ég fel þér nú umsjá míns Föður á hæðum, friður og náðin hans veiti þér skjól. Auðguð og mettuð af andlegum gæðum umvafin geislum frá kærleikans sól. (Guðríður Þóroddsdóttir.) Guðríður Halldórsdóttir. BJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Björgu Sigurjónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Anna Fjóla Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 23. des- ember 1923. Hún lést á Landspítalanum v/ Hringbraut 26. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jón Jónsson skó- smiður, f. 24. júní 1872, d. 13. júlí 1957, og Lilja Sigurjóns- dóttir húsmóðir, f. 13. desember 1888, d. 23. mars 1976. Anna Fjóla ólst upp á Grímsstaðaholtinu hjá foreldrum sínum ásamt þrem- ur alsystkinum, þau eru: Jóhann Gunnar, f. 12. mars 1921, d. 24. ágúst 1995, Soffía Lilja, f. 24. októ- ber 1926, d. 11. maí 2001, gift Richard Lyons, látinn, þau áttu þrjá syni og er einn þeirra látinn og Auður Sigurrós, f. 30. júní 1929, gift John Otto, þau eiga þrjár dæt- Kristjánsdóttur, þau eiga einn son. Fyrir átti hann tvö börn af fyrri sambúð og á Valgerður einnig tvö börn fyrir, c) Lilja Rós, gift Miquel Thompson, þau eiga eina dóttur, fyrir átti hún einn son, d) Hafþór Örn, sambýliskona Anna Karen Sigvaldadóttir. 2) Lilja, f. 1. júlí 1954, fyrrv. eiginmaður hennar er Helgi Baldvinsson og börn þeirra eru a) Elín Rós, gift Bryant Griff- in, þau eiga þrjú börn, b) Jóhann Gunnar, c) Anna Fjóla, sambýlis- maður Hilmar Geir Óskarsson, þau eiga einn son, d) Helgi Þór og e) Þórunn Lilja, sambýlismaður Hilmir Agnarsson. 3) Jóna Soffía, f. 30. janúar 1958, fyrrv. eiginmað- ur hennar er Víglundur Þ. Víg- lundsson, börn þeirra eru a) Þor- björn, sambýliskona Agnes Guðlaugsdóttir og b) Hafdís, fyrrv. sambýlismaður Hinrik Jóhanns- son, þau eiga einn son. 4) Jóhanna Kolbrún, f. 12. júní 1961, gift Má Friðþjófssyni, börn þeirra eru a) Friðþjófur Sturla, sambýliskona Þórey Þormar, b) Víkingur og c) Soffía Marý. Anna Fjóla verður jarðsungin frá Breiðholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ur og einn son, látinn. Hálfsystkini Önnu Fjólu, samfeðra, voru Helga, Jóhann, Guð- rún Vilborg, Þorkell Hreggviður, Gunn- hildur og Unnur. Þau eru öll látin. Hinn 22. febrúar 1952 giftist Anna Fjóla eftirlifandi eig- inmanni sínum, Þor- birni Jónssyni, f. 1. október 1923. For- eldrar hans voru Jón Eyjólfsson, f. 18. nóv- ember 1889, d. 19. ágúst 1957, og Þórunn Pálsdóttir, f. 14. mars 1892, d. 18. september 1969. Anna Fjóla og Þorbjörn eiga fjórar dætur, þær eru: 1) Þórunn, f. 16. júlí 1951, gift Kristófer Þ. Guðlaugssyni, börn þeirra eru a) Anna Kristín, gift Viktori Reynis- syni, þau eiga þrjár dætur, b) Guð- laugur Kristinn, kvæntur Valgerði Elsku besta mamma mín. Takk fyrir tímann sem með þér við áttum, tíma sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir, góða tíð eftir veruna hér. Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga, indælar minningar hjarta okkar ber. (P.O.T.) Ég á mjög erfitt með að átta mig á því að þú ert farin frá mér, á hverj- um degi finnst mér að ég þurfi að tala við þig í símann eins og við gerð- um alltaf, ef ekki þá vantaði eitthvað upp á daginn. Þannig líður mér núna, það vantar eitthvað upp á dag- inn, það er svo mikið tómarúm. Ég hefði aldrei trúað að það yrði svona sárt að missa þig, þú varst besta vin- kona mín og þér gat ég treyst fyrir öllu. Þú varst alltaf tilbúin að hlusta og gefa ráð þegar á þurfti að halda. Þú hafðir vakandi auga með öllum í fjölskyldunni, þú vildir alltaf vita allt um alla og ánægðust varstu þegar þú vissir af öllum, sama hvort það voru við dæturnar eða tengdasynirnir, barnabörnin og þeirra makar eða barnabarnabörnin. Elsku mamma, það er svo erfitt að setjast niður og skrifa, alls konar minningar skjótast upp í hugann. Ég man þegar við sátum og vorum að spjalla, þá var allt í einu farið að syngja! Þú kunnir ógrynni af textum og kenndir okkur systrunum, eða hvað það var oft glatt á hjalla þegar við systurnar vorum allar saman með börnin okkar í Hjaltabakkan- um. Ég skil ekki ennþá hvað þú gast verið þolinmóð í öllum látunum, kannski var það ekkert skrítið, þú varst ánægðust þegar allir voru sam- an því þannig vildir þú hafa það. Ég man líka hvað þú tókst því alltaf vel þegar við vorum að stríða þér, enda varstu svo stríðin sjálf. Þér þótti svo gaman að skreyta heimili ykkar pabba og þú varst alltaf að búa eitt- hvað til og skreyta. Oft varst þú fengin ef okkur langaði til að breyta heima hjá okkur, því þú vissir alltaf hvernig hlutirnir nytu sín sem best. Þú hefðir getað orðið innanhússarki- tekt hefðir þú átt kost á að læra. Elsku pabbi, þinn missir er mikill og Lilja, Jóna og Hanna, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn, megi góður Guð gefa okkur styrk til að takast á við sorgina. Mig langar sér- staklega til að þakka startsfólkinu á deild 11-G á Landspítalanum v/ Hringbraut fyrir hjálpina og stuðn- inginn við andlát hennar mömmu. Megi Guð vera með ykkur. Elsku mamma. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þórunn (Tóta). Elsku mamma mín. Nú er komið að kveðjustund. Mig langar að minnast þín með nokkrum orðum, þakka þér fyrir öll árin sem við bjuggum saman. Hvað það var gott að vita af þér, geta alltaf treyst á þig þegar ég átti erfitt. Þú varst alltaf boðin og búin að hugsa um börnin mín. Hvað það var gott að vita til þess að börnin mín áttu þig alltaf að. Það verður skrítið að hafa þig ekki lengur hjá mér. Það koma svo margar minningar að ég veit ekki hvernig á að orða þær. Það er svo margt sem við gerðum saman. Ég á alltaf eftir að minnast þín með þakklæti. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín dóttir Lilja Þorbjörnsdóttir. Elsku hjartans mamma mín, mig langar að þakka þér fyrir allan þína ást og umhyggju, það er svo erfitt að kveðja og maður er aldrei tilbúin. Þú barst svo mikla umhyggju fyrir fjöl- skyldu þinni. Þú vildir alltaf vita hvað við systurnar væru að gera og þú fylgdist líka mjög vel með barna- börnum þínum. Þú vildir helst hafa okkur alltaf hjá þér öllum stundum, enda sóttu barnabörnin þín mikið til þín. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa haft ykkur pabba hjá okkur út í eyj- um um jólin. Það voru yndisleg jól. Þegar ég kom til þín á spítalann hélt ég að þú yrðir þar bara í nokkra daga, svo kæmir þú heim og ég gæti stjanað í kringum þig, en veikindi þín voru alvarlegri en okkur óraði fyrir. Það verður skrítið að koma til Reykjavíkur þegar þú ert ekki þar. Ég geymi allar ljúfu minningarnar um þig elsku mamma í hjarta mínu. Að morgni sama dags og þú lést, rakst ég á þessa hugleiðingu: „Hvað er að deyja?: Ég stend á bryggjunni. Skúta siglir út sundið. Það er fögur sjón. Ég stend og horfi á eftir henni uns hún hverfur sjónum mínum við sjóndeildarhring. Einhver nær- staddur segir með trega í röddinni: „Hún er farin.“ Farin hvert? Farin mínum sjónum séð, það er allt og sumt, hún heldur samt áfram sigl- ingu sinni, með seglin þanin í sunn- anþeynum, og ber áhöfn sína til ann- arar hafnar. Þótt skútan hafi fjarlægst mig, mynd hennar dofnað og loks horfið, þá er það aðeins fyrir mínum augum. Og á sömu stundu og einhver við hlið mér segir: „Hún er farin“ þá eru aðrir sem horfa með óþreyju á hana nálgast og hrópa: „Þarna kemur hún! – og svona er að deyja.“ (Charles Henry Brent). Elsku pabbi, systur mínar, börn og Auður frænka sem er svo langt í burtu og getur ekki fylgt systur sinni vegna veikinda síðasta spölinn, Guð gefi okkur öllum styrk. Innilegar þakkir færi ég starfs- fólkinu á 11-G á Landspítala Há- skólasjúkrahúsi fyrir yndislega umönnun. Vertu bless elsku mamma mín, sjáumst síðar. Þín dóttir, Jóna. Elsku besta mamma mín hefur nú kvatt þennan jarðneska heim, það er mjög erfitt að trúa því. Á mánudegi var hún greind með illvígan sjúk- dóm, og okkur sagt að ekkert væri hægt að gera. Á fimmtudegi var hún látin. Enginn bjóst við því að hún færi svo snöggt. Það voru margar ANNA FJÓLA JÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.