Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þuríður Eyjólfs-dóttir Haukeland fæddist 4. janúar 1931 í Reykjavík. Hún lést á heimili sínu Toppenhaug- veien 9 í Drammen í Noregi hinn 1. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Krist- ín Hjaltadóttir, f. á Markeyri við Ísa- fjarðardjúp 7. júní 1905, d. 30. maí 1995, og Eyjólfur Jónsson, f. í Bolungarvík 5. maí 1904 , d. 12. des- ember 1988. Systkini Þuríðar eru: Ragnheiður, f. 27. júlí 1925, maki Bjarni Einarsson, Elísabet Auður, f. 3. október 1934, maki Ólafur Kristjánsson og Ásmundur, f. 20. apríl 1941, maki Þuríður Ísólfs- dóttir. Þuríður giftist 1. ágúst 1959 Lars M. Haukeland lækni, f. í Ullensvang í Noregi 17. janúar 1931, d. í Drammen í Noregi 22. apríl 1979. Foreldrar hans voru Elias og Gudrid Haukeland. Þur- íður og Lars eignuðust þrjú börn, þau eru: Kristín læknir, f. í Reykjavík 5. febrúar 1961, búsett í Nor- egi. Thor Elias lækn- ir, f. í Reykjavík 7. september 1962, bú- settur í Noregi, kvæntur Lindu S. Haukeland hjúkrun- arfræðingi, f. 14. maí l964. Börn þeirra eru Hinrik og Hanna. Lars læknir, f. í Svíþjóð 30. mars 1966, búsettur í Nor- egi, kvæntur Hege W. Haukeland við- skiptafræðingi, f. 6. október 1966. Börn þeirra eru Lisa og Hakon. Sonur Hege og fóstursonur Lars er Mads W. Hal- vorsen. Þuríður ólst upp í Reykjavík. Hún stundaði tungumálanám við málaskóla í Þýskalandi og Eng- landi. Hún vann við ýmis skrif- stofustörf og var ein af fyrstu flugfreyjunum hjá Loftleiðum. 1963 fluttist hún með eiginmanni sínum til Svíþjóðar og síðar til Noregs þar sem hún bjó alla tíð. Útför Þuríðar fer fram í Drammen í Noregi í dag. Minnisstæð eru fyrstu kynni okk- ar Þuríðar mágkonu minnar. Við hjónin og dóttir okkar á öðru ári komum hálffrosin til Vesterås eftir kalda nótt í óupphitaðri næturlest- inni frá Ósló. Á lestarstöðinni tók Lars eiginmaður hennar brosandi á móti okkur og nokkrum mínútum síðar sátum við í eldhúsinu þeirra á Armégatan og yljuðum okkur á heitu kaffi og nýbökuðum bollum. Gestrisni hennar og umhyggja var einstök. Við höfðum báðar starfað sem flugfreyjur hjá Loftleiðum, hún á dögum Þristsins og Fjarkans en ég á dögum Sexunnar, Monsans og Áttunnar. Starf flugfreyjunnar er þó alltaf það sama í háloftunum, að veita góða þjónustu og skila ánægð- um ferðalöngum á áfangastað. Þessi sameiginlega reynsla okkar varð til þess að að við gátum um margt tal- að frá fyrstu kynnum. Ári seinna fluttust þau til Drammen og þangað komum við reglulega í heimsóknir næstu 30 ár- in. Það var alltaf jafngott að sækja þau heim. Við urðum góðar vinkon- ur og töluðum mikið um lífið og til- veruna. Einstaklega eru mér minn- isstæðar stundirnar sem við áttum saman þegar börnin voru komin í ró og við sátum á svölunum, horfðum yfir fjörðinn og alla dýrðina í kring- um okkur og rauluðum saman falleg íslensk lög sem minntu á æsku hennar og lagið „Man kan inte segla utan vind“ en það var í miklu uppá- haldi hjá okkur báðum. Þar sagði hún líka þessa fleygu setningu ,,små barn små problemer, store barn store problemer“ því auðvitað töl- uðum við líka um barnauppeldi. Hún var trygg, sterk og þraut- seig en þó svo viðkvæm, saknaði oft fjölskyldu sinnar á Íslandi í lífsins ólgusjó. Umhyggjusöm dóttir, syst- ir, eiginkona og móðir, að ekki sé talað um frænka, því að systkina- börn hennar voru alltaf velkomin til hennar og dvöldu hjá henni í lengri eða skemmri tíma. Þuríður missti mann sinn langt um aldur fram. Börnin hennar voru þá á unglings- aldri og við tók erfiður tími en hún missti þó ekki kjarkinn og hélt ótrauð áfram. Börnum sínum var hún stoð og stytta og sá til þess að þau gætu lokið skólagöngu sinni, enda eru þau miklum mannkostum búin og mikið sómafólk. En Þura kom líka margar ferð- irnar til okkar á Íslandi og mikil var tilhlökkun barna okkar í hvert sinn, því að hún var góður félagi þeirra, þar var ekkert kynslóðabil. Það var henni að þakka að ég komst loksins hringinn í kringum landið. Fyrst norður fyrir til Vopnafjarðar, en þar hafði hún verið héraðslæknisfrú um tíma og langaði til að koma þangað aftur. Þarna hitti hún þrjá- tíu árum síðar gamla kunningja og urðu það miklir fagnaðarfundir. Ári seinna fórum við suður fyrir til Eg- ilsstaða. Það var einstaklega gaman að upplifa landið með henni vegna þess hve hún hreifst af fegurð þess. Í ferðunum hingað heim gafst henni líka tækifæri til að hitta gamlar vin- konur sínar úr fluginu sem alltaf voru jafn yndislegar. Það var svo skemmtilegt að sjá þær saman, all- ar svo glæsilegar, ungar á ný eins og gerist á vinafundum. Ástúð í andartaki, augað sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær. (Úlfur Ragnarsson.) Að leiðarlokum vil ég þakka mág- konu minni fyrir samfylgdina. Það eru einstök forréttindi að hafa átt svo góðan samferðarmann. Blessuð sé minning hennar. Þuríður Ísólfsdóttir. Mig langar með örfáum orðum að minnast Þuríðar Eyjólfsdóttur Haukeland eða Þuru frænku eins og ég kallaði hana sem er nú fallin frá eftir erfið veikindi. Frá því ég man eftir mér hefur Þura og fjölskylda hennar búið í Noregi og því gat liðið langt á milli þess sem við hittumst. Það breytti því ekki að það var ákaflega spenn- andi að eiga frændsystkin í Noregi og biðum við spennt hér á Íslandi eftir að fá að hitta þau þegar þau komu til landsins. Ég minnist Þuru sem ákaflega skemmtilegrar konu sem hafði húmorinn alveg í lagi. Hún hafði sterkar skoðanir á mönnum og mál- efnum og var vel að sér í flestum málum. Hún kunni líka vel að hlusta á aðra og var samkvæm sjálfri sér í skoðunum á því sem aðrir höfðu að segja. Hún var ákaflega smekkleg kona og alveg svakalega pjöttuð! Hárið skyldi alltaf vera nýrúllað og neglurnar lakkaðar. Hún var mjög listelsk og fannst sérstaklega gam- an að málverkum gömlu íslensku meistaranna og stolt var hún af þeim sem skreyttu veggi hennar í Noregi. Hún var alltaf mikill Ís- lendingur í sér þó að hún byggi fjarri heimahögum og margt fannst henni best á Íslandi. Við hlógum stundum að því að ekki kom hún til Íslands öðruvísi en að fara í Hag- kaup og kaupa krydd og háralit þótt eflaust hafi hún getað fengið hvort tveggja í Noregi. Fyrir rúmum tveimur árum átt- um við Þura einkar skemmtilegt spjall í síma þegar hún hringdi til að tilkynna mér að hún gæti því miður ekki komið í brúðkaup mitt vegna veikinda sinna. Þrátt fyrir veikindin var hljóðið í henni mjög gott, hún gantaðist og sagði mér fyndnar sög- ur af barnabörnunum sínum sem henni þótti svo vænt um og færði mér fréttir af börnum sínum sem hún var svo stolt af. Hún fór líka vel yfir málefni norsku konungsfjöl- skyldunnar sem hún alla tíð fylgdist vel með og bar virðingu fyrir. Ekki þótti henni þó koma mikið til rit- verka nýjasta meðlimsins, þó aðal- lega vegna blaðsíðufjölda þess verks! Þegar Þura kom til Íslands í sum- ar var flestum ljóst að það væri í síðasta skipti. Það var verulega dregið af henni en hugurinn og and- inn hafði ekkert breyst. Við áttum góða stund saman í kaffi hjá mér nokkrar úr fjölskyldunni á yndis- legum sumardegi. Hún var á leið- inni á ættarmót og hlakkaði mikið til að ferðast um landið og hitta fjöl- skylduna. Eftir það ferðalag var ég svo heppin að fá að fara með frænku mína til Þingvalla þar sem henni fannst gaman að vera. Hún sagði mér á leiðinni að hér á Íslandi fyndi hún tengingu sem hún hefði hvergi annars staðar fundið, „hér er allt einhvern veginn mitt“ voru hennar orð. Systir mín sagði mér um daginn að alltaf þegar hún hafi kvatt ætt- ingja sína í Noregi hafi Þura sagt „ég bið að heilsa Esjunni!“ Ég er sannfærð um að í dag skilar Esjan kveðju til baka. Mig langar að biðja alla góða vætti að blessa minningu frænku minnar, börnum hennar og fjölskyldum þeirra sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ingunn Kristín. ÞURÍÐUR EYJÓLFSDÓTTIR HAUKELAND  Fleiri minningargreinar um Þuríði Eyjólfsdóttur Haukeland bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, TRYGGVI JÓNSSON matreiðslumeistari, Sóltúni, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju miðviku- daginn 10. mars kl. 13.30. Jón Tryggvason, Bjarni Þór Tryggvason, Guðfinna Arnarsdóttir, Berglind Tryggvadóttir, Karl Ómar Jónsson og barnabörn. Frændi okkar, RAGNAR HALLDÓRSSON, Miðvangi 41, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi sunnudaginn 22. febrúar sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur. Móðir mín, ANNA KATRÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Sólvangi að kvöldi föstudagsins 5. mars. Guðborg Þórðardóttir. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN JÓNASSON, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks fimmtu- daginn 4. mars. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 13. mars kl. 11.00. Stefanía Kristín Jónsdóttir, Gylfi Eiríksson, Ágústa Sigrún Jónsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Gísli Jón Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EGGERT SIGURMUNDSSON skipstjóri, lést á Ljósheimum, Selfossi, föstudaginn 5. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 11. mars kl. 13:30. Unnur Benediktsdóttir, Sigurður Eggertsson, Jórunn Sigurðardóttir, Benedikt Eggertsson, Anna María Jónsdóttir, Unnsteinn Eggertsson, Dagný Karlsdóttir, Ásgeir Eggertsson, Brynhildur Valdórsdóttir, Ari Eggertsson, Ragnar Halldór Blöndal, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, GUÐRÚN TRYGGVADÓTTIR frá Þursstöðum, Borgarhreppi, sem andaðist á heimili sínu föstudaginn 27. febrúar, hefur verið jaðsungin í kyrrþey að eigin ósk og fór athöfnin fram frá Borgarkirkju laugardaginn 6. mars. Börn, barnabörn og barnabarnabörn. AFMÆLIS- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur bor- ist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrifuðum grein- um. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bil- um) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.