Morgunblaðið - 09.03.2004, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.03.2004, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Alltaf ód‡rast á netinuÍSLE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 22 35 0 10 /2 00 3 Nýr Netsmellur Ódýrastir til Evrópu Verð frá 14.490 kr. ÞRIÐJI hver karlmaður sem fer í fæðingarorlof nýtir sér ekki allan sinn þriggja mánaða orlofsrétt og þurfa lög um fæðingarorlof að draga hina „svifaseinu“ feður inn í nú- tímann að mati Sigríðar Lillýjar Baldursdóttur, fyrrverandi skrif- stofustjóra í félagsmálaráðneytinu, sem flutti erindi í gær á fundi undir yfirskriftinni: Hvernig aukum við jafnrétti á vinnumarkaði. Tilefni fundarins var alþjóðlegur baráttu- dagur kvenna, 8. mars. Að honum stóðu ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, KRFÍ, SÍB, Jafnréttisnefnd Reykjavíkur- borgar, Jafnréttisráð, Jafnréttis- stofa og Rannsóknarstofa í kvenna- fræðum við HÍ. Eitthvað þarf að koma sjóðnum til bjargar Sigríður Lillý sagði reynsluna af lögunum um fæðingarorlof hafa ver- ið betri en nokkurn grunaði. „Þetta er mjög jákvætt og var í rauninni óviðbúið. Menn trúðu því ekki að feður myndu svo fljótt nýta þennan rétt sinn en alveg frá 2001 hafa ríf- lega 80% karla tekið fæðingarorlof,“ sagði Sigríður Lillý við Morgunblað- ið. „En það sem vekur athygli þegar skoðað er hversu lengi þeir eru í fæðingarorlofi, er að þriðji hver maður nýtti ekki allan sinn rétt árið 2003 þegar fæðingarorlofsrétturinn var orðinn þrír mánuðir. Ég tel að lögin þurfi að draga þessa svifaseinu karla inn í nútímann en þó verður líka að taka mið af því samfélagi sem þeir búa í. Lögin áttu að vera samfélagsbreytandi og það er alveg klárt að það tekur lengri tíma en þrjú ár að breyta samfélaginu hvað þetta varðar.“ Hún segir enn fremur athyglisvert hversu örfáir karl- menn, eða 12–15%, hafa tekið orlofs- rétt umfram sinn sjálfstæða rétt frá 2001. Sigríður sagði einnig að menn teldu að Fæðingarorlofssjóður myndi að öllu óbreyttu ganga til þurrðar í lok þessa árs. Þess má geta að reiknað er með að út- greiðslur úr sjóðnum verði um 5,3 milljarðar í ár. Sagði hún augljóst að eitthvað þyrfti að koma sjóðnum til bjargar. Til greina kæmi 30% hækk- un þess hluta tryggingagjalds sem í sjóðinn rennur. Hlutfallið er nú 0,85% en þyrfti að hækka í 1,1% til að halda í við sjóðsútstreymið. Sigríður Lillý telur hins vegar að þak á útstreymi sjóðsins væri mikið glapræði enda væri þá búið að glutra niður upphaflegum tilgangi fæðingarorlofslaganna. Mannréttindi brotin daglega á konum Atli Gíslason, hæstaréttarlögmað- ur og varaþingmaður VG, sagði í er- indi sínu um efnahagsleg völd kvenna að daglega væru brotin mannréttindi á konum í formi kyn- bundins launamunar. „Kynbundinn launamunur, þ.e. munur á launum fyrir jafnverðmæt störf, er skýrt brot á 2. mgr. 65. gr. stjórnarskrár- innar,“ sagði hann. „Konur og karl- ar eiga að njóta jafns réttar í hví- vetna og kynbundinn launamunur er í mínum augum brot á jafnræðis- reglu stjórnarskrárinnar.“ Launa- munurinn sem talinn er vera 7,5– 11% sagði Atli að myndi fara vax- andi í framtíðinni fremur en hitt. Byggir hann það á alþjóðlegum rannsóknum Drífu Snædal um ein- staklingsbundna launasamninga sem geti aukið á kynbundinn launa- mun. „Eins eru menn að finna nýjar leiðir í aukasporslum sem eru duld- ar greiðslur sem vísbendingar eru um að fari fjölgandi,“ sagði Atli. „Þá virðast konur festast í stöðum og ná ekki að halda áfram á braut stöðu- hækkana.“ Hækka þarf lægstu laun Atli sagði að m.a. þyrfti að hækka lægstu laun til að jafna launamuninn og meta kvennastörf að félags- og fjárhagslegum verðleikum. Þá ligg- ur nú fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á jafnréttislögum sem Atli segir eitt tækið í baráttu gegn launamun kynjanna. Frumvarpið gerir ráð fyrir nýjum vald- og eft- irlitsheimildum Jafnréttisstofu með því að hún getur krafið opinberar stofnanir, sveitarfélög, atvinnurek- endur og félagasamtök um allar al- mennar og sértækar upplýsingar. Þá geti Jafnréttisstofa krafist þess að fá afhent gögn og skyldað aðila til að upplýsa stofuna reglulega um at- riði sem máli skipta, og fleira. 18% framkvæmdastjóra fyrirtækja eru konur Í erindi Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðings um kynbundið námsval og kynskiptan vinnumark- að, sem byggðist annars vegar á nýrri skýrslu nefndar um efnahags- leg völd kvenna sem skipuð var af forsætisráðuneytinu, og skýrslu nefndar frá 2002 um konur og vís- indi sem skipuð var af menntamála- ráðherra, kom m.a. fram að 18% framkvæmdastjóra fyrirtækja væru konur og 36% stjórnarformanna væru konur. Hjá fyrirtækjum sem greiddu meira en 100 milljónir króna í laun væri hlutfall kvenna í framkvæmdastjórastöðum 4% og hlutfall kvenkyns stjórnarformanna 22%. 97% telja kynferði ekki hindr- un varðandi starfsframa Hún sagði þá athyglisverðu mót- sögn koma fram í vinnumarkaðsvið- horfskönnun þess efnis að 97% að- spurðra töldu að kynferði væri þeim ekki hindrun varðandi starfsframa, á sama tíma og kannanir sýndu glöggt að ekki ríkti jafnrétti á vinnumarkaði, auk þess sem svar- endur í umræddri viðhorfskönnun sögðu að jafnrétti væri ekki til stað- ar. „Þess vegna veltir maður því fyr- ir sér hvernig standi á því að flestir telji kynferðið ekki hindrun hvað starfsframann snertir. Ein líkleg skýring gæti tengst kynjaskiptum vinnustöðum með því að konur upp- lifi ekki mismun á kvennavinnustað og karlar sömuleiðis. Einnig kann svo að vera að fólk vilji ekki við- urkenna staðreyndirnar hvað það sjálft snertir þar sem ójafnrétti á vinnumarkaði þykir hálfgert feimn- ismál.“ Rætt um leiðir til að auka jafnrétti á vinnumarkaði á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 80% feðra hafa tekið fæðingarorlof frá 2001 Morgunblaðið/Jim Smart Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Una María Óskarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, voru meðal gesta. Þörf er á að draga hina „svifa- seinu“ feður inn í nútímann að mati Sigríðar Lillýjar Baldursdóttur. KONUR í starfi yfirmanns veita sjaldnar launahækkanir en karl- ar, sagði Ingibjörg R. Guðmunds- dóttir, formaður LÍV og varafor- seti ASÍ, í gær á hádegis- fundinum á Grand hóteli á tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna. Þar kom fram að konur fá oftar launahækkun í kjölfar viðtals við yfirmann um laun sín og starfs- kjör. Ingibjörg sagði að ákvæði í samningum um rétt starfsmanns á árlegu launaviðtali hefðu breytt miklu fyrir baráttuna gegn launamun kynjanna. Konur væru ennfremur hvattar til að fara í viðtölin, t.a.m. með nám- skeiðum þar sem farið er í hvernig best væri að koma fram í slíku viðtali. Til að mynda væru leiðbeiningar um undirbúning og ýmis góð ráð gefin á vef VR. Ingibjörg sagði árlegar launa- kannanir VR einnig hjálpa. Þá gæti kona t.d. farið til yfirmanns síns og spurt hvers vegna hún væri í hópi með þeim lægst laun- uðu í stéttarfélaginu. Launa- könnunin 2003 leiddi í ljós að ríf- lega 50% höfðu fengið launahækkun í kjölfar launa- viðtals og hækkunin nam að meðaltali 11%. Þá greindi Ingibjörg frá því að launakönnunin hefði einnig leitt í ljós að karlar gerðu 20% meiri launakröfur en konur og að munurinn á óskalaununum væri jafnfram 20% milli kynjanna. Konur veita sjaldnar launahækkanir en karlar ALLS bárust 122 umsóknir um sam- starfsverkefni í markaðsverkefnum erlendis til Ferðamálaráðs Íslands. Samgönguráðherra fól skrifstofu ráðsins framkvæmd verkefnanna í framhaldi af ákvörðun um opinber framlög til markaðsverkefna. Veitt- ar verða rúmlega 400 milljónir króna til landkynningar, um 179 milljónir frá ríki en rúmlega 230 milljónir frá samstarfsaðilum sem greiða mót- framlag. Af þeim 122 umsóknum sem bár- ust voru 13 vegna samstarfs á Norð- urlöndum, 18 vegna N-Ameríku, 36 vegna meginlands Evrópu og 13 vegna Bretlands. Þá bárust 42 um- sóknir vegna þess flokks sem var óháður markaðssvæðum. 30 milljónir til kynningar á meginlandi Evrópu Icelandair fékk 30 milljónir til markaðssetningar í Norður-Amer- íku á Íslandi sem áfangastað fyrir orlofsmenn allt árið. Sömu upphæð fékk fyrirtækið til að kynna Ísland á Norðurlöndunum og einnig 30 millj- ónir til kynningar á meginlandi Evr- ópu sem og lægri upphæðir til kynn- ingar í einstökum löndum. Þá fengu Icelandair og Iceland Express 15 milljónir króna í styrk hvort til al- mennar kynningar á Íslandi í ýmsum miðlum á Bretlandseyjum. Iceland Express fékk að auki sex milljóna króna styrk til kynningar á Íslandi í Danmörku og Svíþjóð í ýmsum miðl- um. Einnig fékk fyrirtækið 2 millj- óna króna styrk til kynningar á heilsutengdri ferðaþjónustu óháð ákveðnu markaðssvæði. Önnur fyrirtæki fengu lægri styrki, t.d. fékk Landsmót hesta- manna 2 milljónir til markaðssetn- ingar á landsmótinu á erlendum mörkuðum. Markaðsskrifstofa Norðurlands fékk 2 milljónir til að kynna vetrarferðir og Flugleiðahótel fékk 2 millj. til kynningar á ráð- stefnu- og hvataferðamarkaði. Styrkjum úthlutað til markaðsverkefna erlendis 400 milljónir veittar til landkynningar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.