Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 11
króli ehf, Jökulhæð 2, 210 Garðabæ, S: 515 9503, kvöldsími 565 6315, Gsm 660 9503 - tölvup: koh@kroli.is www.kroli.is
Léttar en sterkar flotbryggjur og annar búnaður fyrir skemmtibáta.
Auðveldar í flutning og til uppsetningar á sjó og vötnum.
FLOTBRYGGJUR - LANDGANGAR - FINGUR
SAMSTAÐA var um það innan
verkalýðshreyfingarinnar að standa
saman að ákveðnum atriðum. Starfs-
greinasambandið
tók ákvörðun um
að rifta því sam-
komulagi. Þeir
hafa vitanlega
fullt frelsi til þess
að semja eins og
þeim sýnist en
þar með eru öll
hin samböndin al-
gerlega óbundin
af því samkomulagi sem nú liggur
fyrir.
Þetta segir Guðmundur Gunnars-
son, formaður Rafiðnaðarsambands
Íslands, en félagið mun funda með
Samtökum atvinnulífsins á morgun,
miðvikudag. Guðmundur segir það
misskilning ef menn telji að í reynd
sé búið að ganga frá samningi fyrir
Rafiðnaðarsambandið. Sambandið
sé með sína kröfugerð og viðræður
um hana eigi eftir að fara fram.
Breytir engu um
okkar áætlanir
„Þetta sem gerðist nú um helgina
breytir í raun engu um okkar áætl-
anir,“ segir Guðmundur en hann
vildi að öðru leyti ekki tjá sig efnis-
lega um að hvaða leyti Starfsgreina-
sambandið hafi vikið frá umræddu
samkomulagi.
Á vef Rafiðnaðarsambandsins
kemur fram að sambandið hafi um
nokkurt skeið óskað eftir fundum en
samningamenn SA hafi verið upp-
teknir í samningum við Starfs-
greinasambandið og það hafi valdið
pirringi í röðum annarra.
Guðmundur Gunnarsson,
formaður RSÍ
SGS rifti sam-
komulagi innan
verkalýðshreyf-
ingarinnar
FORMAÐUR VR segir ljóst að
kjarasamningur Flóabandalagsins
og Starfsgreinasambandsins við
Samtök atvinnu-
lífsins (SA) marki
að verulegu leyti
stefnu VR í
samningum við
atvinnurekendur.
Boðaður var
samningafundur
milli VR og SA í
gær en samn-
ingar félagsins
runnu út um síðustu mánaðamót.
Gunnar Páll Pálsson, formaður
VR, segist frekar eiga von á því að
samningaviðræður VR við atvinnu-
rekendur geti tekið skamman tíma.
Ólíklegt sé að samningar klárist í
þessari viku en það geti þó orðið
strax í næstu viku. Gunnar tekur þó
fram að menn séu rétt að byrja að
ræða saman. „Það er ljóst að við er-
um komin á enda í fjölmörgum af
okkar kröfum og við munum stilla
þeim upp sambærilegt við það sem
kom út úr þessum samningi.“
Margar kröfur samhljóða
Gunnar segir margar kröfur VR
vera samhljóða kröfum Starfs-
greinasambandsins og Flóabanda-
lagsins og sá samningur marki því
svolítið stefnuna fyrir VR. „Þarna er
búið að loka ýmsum málum sem ég
held að við séum tilbúin að sættast á.
En það eru einhver önnur mál sem
við vorum með frábrugðin sem við
munum vinna í,“ segir Gunnar.
Hann nefnir í þessu sambandi
hugmyndir VR um að launþegar
fengju meira valfrelsi um það hvern-
ig þeir taki út umsamdar kjarabæt-
ur, þ.e. hvort þeir taki þær alfarið út
í launum, lengra orlofi o.s.frv. Þá
hafi VR verið með kröfur um leng-
ingu á uppsagnarfresti hjá þeim sem
hafa langan starfsaldur.
Einnig hafi VR viljað fest mark-
aðslaunakerfið betur í sessi, þ.e. að
skýr niðurstaða fáist úr launavið-
tölum innan ákveðins tíma o.s.frv.
Þá hafi VR verið með hugmyndir um
svokallaða menntareikninga, sem
ekki séu inni í samningnum, þ.e.
sjóðsöfnun í reikning svo menn með
mjög langan starfsaldur geti tekið
eitthvert námsorlof til þess að end-
urmennta sig.
„Það er þó ljóst að þessi samn-
ingur einfaldar hlutina að verulegu
leyti hjá okkur,“ segir Gunnar Páll.
Gunnar Páll Pálsson,
formaður VR
Markar að
verulegu leyti
stefnu VR
FINNBJÖRN Hermannsson, for-
maður Samiðnar segist ósáttur við
framlag ríkisins inn í kjarasamning
milli Flóa-
bandalagsins,
Starfsgreina-
sambandsins og
Samtaka atvinnu-
lífsins. Hann seg-
ir að framlagið sé
ansi rýrt og miklu
minna en Samiðn
hafi átt von á og
sé tekið mið af
skerðingu um áramótin sé ríkið að-
eins að bæta við 0,05%. Samningar
Samiðnar voru lausir frá 1. febrúar
og ætlar félagið að óska eftir fundi
með atvinnurekendum innan
skamms þegar búið er að fara yfir
ákveðna útreikninga í tengslum við
forsendur samningaviðræðna.
Ríkið leggur fram nánast það
sem það tók um áramótin
„Við lögðum upp með kröfum um
jöfnun lífeyrisréttinda og hluti af
launafólkinu, sem er með ríkið sem
atvinnurekenda, er með verðtryggða
sjóði og ábyrgð ríkisins á þeim og við
ætluðumst til þess að ríkið kæmi
myndarlega að okkar sjóðum líka.
En það sem ríkið er að leggja inn í
sjóðina er nánast það sem þeir tóku
af okkur núna um áramótin,“ segir
Finnbjörn. „Okkar gleggstu reikni-
meistarar hafa fundið það út að það
er 0,05% sem þeir eru að bæta í. Og
það er ekkert stórkostlegt.“
Finnbjörn minnir á í þessu sam-
bandi að mótframlag ríkisins á móti
séreignasparnaðinum, sem tekið
hafi verið af tryggingargjaldi, hafi
verið tekið af um áramótin. „Við er-
um því að fara í gegnum fyrstu
samninga þar sem í rauninni er
kjararýrnun við lok samningstíma-
bils og þetta eru þeir að koma með
til baka. Við teljum það ansi rýrt.“
Sérákvæði um erlenda starfs-
menn dugar Samiðn ekki
Spurður um áhrif kjarasamnings-
ins segir Finnbjörn að hann þrengi
aðeins rammann sem Samiðn hafi til
ráðstöfunar; atvinnurekendur taki
að sjálfsögðu mið af því sem þeir hafi
samið um við Starfsgreinasamband-
ið og Flóabandalagið.
„En við erum með allt öðruvísi
uppbyggingu á okkar kröfugerð
þannig að það bindur atvinnurek-
endur ekkert. Þessi samningur
hjálpar okkur að því leyti að þarna
voru menn að leggja í vinnu varð-
andi taxtabreytingar og það eru ná-
kvæmlega sömu kröfur og við erum
með uppi, þ.e. að færa taxtana nær
greiddum launum. Við lítum því
björtum augum á að við fáum svip-
aðar trakteringar og Starfsgreina-
sambandið hvað það varðar. Að öðru
leyti semjum við á eigin forsendum,“
segir hann. Spurður um sérákvæði
um erlenda starfsmenn segir hann
það ákvæði hafa verið sameiginlegt
hjá öllum. „Það dugar okkur ekki en
það bindur okkur ekki heldur. Við
munum bara byggja ofan á það.“
Finnbjörn Hermannsson,
formaður Samiðnar
„Framlag ríkis-
ins ansi rýrt“
AÐ mati Starfsgreinasambandsins
mun nýundirritaður kjarasamningur
skila félagsmönnum sínum 1–2%
kaupmáttaraukningu á samnings-
tímanum en heildarlaunahækkanir á
samningstímanum eru 14%. Samtök
atvinnulífsins telja að heildarkostn-
aðaráhrif samninganna séu u.þ.b.
15,2% á samningstímanum en
Starfsgreinasamabandið telur þau
vera 15,7%.
Sameiginlegt mat samningsaðila á
kostnaðaráhrifum nýrrar launatöflu
er að frá gildistöku samninganna
nemi kostnaður 1,0% og aftur 1,0%
hinn 1. janúar 2006 en meðal þeirra
breytinga sem koma til fram-
kvæmda við gildistöku samninganna
og aftur 1. janúar 2006 er tilfærsla úr
hvers konar bónus- og álags-
greiðslum í taxtakaup. Aðilar innan
verkalýðshreyfingarinnar segja fjár-
málaráðuneytið meta kostnað sinn
vegna samninganna „ákaflega rúmt“
en fjármálaráðherra hefur sagt
kostnaðinn vera 2,5–3 milljarða á ári.
„Við reiknum með 1–2% í kaup-
máttaraukningu á launin að meðal-
tali að ári að gefnum forsendum,“
segir Kristján Bragason hjá Starfs-
greinasambandinu. „Við erum að
tala um að upphafshækkun launa í
dag sé á bilinu 3,25% og allt upp í
7%.“ Kristján segir menn meta
kaupmáttaraukninguna á bili þar
sem það sé misjafnt hvað samningar
skili fólki miklum hækkunum. „Það
er launataflan sem gerir það og inn-
færsla í hana. Þetta 1% sem er verið
að tala um núna í töflunni getur verið
að koma á einstaklinga sem 0% og
upp í 3% en meðaltalið er 1%.“
Morgunblaðið/Ásdís
Kaupmáttur talinn
aukast um 1 til 2%
!
"#
"#
#
#
$$#
%&
$#
$#
#$
'(
%
#
#
$#$
!)
(
*+
#
#$
#$
(
#$
#$
)
)
#",
"#
"#-
#-
$#
(
!
!
*
)
$.
$. *.
$. *.
$. *.
$. $". $. $-. &
/
&
&
&
&
"-. ",. . $.- /
$.
$.
$.
$.
$.$ $.- . ". &
0
1
2 332+
4
332+
/